Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 5

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 5
(Fim míudag u-ro26 j ij.amúaf; t1089 í London með Guðna Bergssyni og Tottenham Guöni Bergsson á æfingavelli Tottenham viö Mill Hill. Yfir grúföi þykk tundúnaþoka sem sjá má og geröi hún alla Ijósmyndun mjög erfiða. Til vinstri er Chris Houghton, sem Guðni segír vera gull af manni þótt þe:.- séu i samkeppni um fast sæti i liðinu; til hægri er Paul Gascoígne, sem nýlega var keyptur frá Newcastle, fjörkálfur mikill sem lætur ýmislegt flakka og bankar nú á dyrnar sem arftaki Chris Waddles og lengst til hægri glittir i Chris Fairclough, en vegna flensu hans fékk Guóni sitt fyrsta tækifæri meó aðaltiðinu — flensa þessi hefur reyndar tröllriðið mestöllu liðinu og háöi Guðna verulega i bikarleiknum á móti Bradford. .'J-Í.T. / f V W0.. w- f . i Æ liliilMMtt ... nHH * '' »:: iliLyJ '/1 * : - wJj Æmm w, , fl Segja má að ferill Guðna Bergssonar hafi hafist með óformlegu samtali tveggja manna í fegurðarsamkeppni. í dómnefndinni sem valdi Ungfrú alheim átti sæti Chris Naidoo, hluthafi hjá Tottenham, en hann og kunningi hans, Baldvin Jónsson, umboðsmaður keppninnar á ís- landi, tóku tal saman. Englendingurinn kvartaði undan því að vörn liðsins hefði gengið illa að undanförnu og Baldvin taldi sig vita um leikmann á íslandi sem gæti hjálpað til og staðið sig vel. Naidoo greindi síðan Terry Venables, framkvæmdastjóra liðsins (manager), frá þessu og hann sýndi strax áhuga. Daginn eftir borðuðu þessir þrír menn saman ásamt Jimmy gamla Greaves og þeir ákváðu að bjóða Guðna að koma til reynslu. EFTIR FRIORIK ÞÓR GUOMUNDSSON MYNDIR TERRY NORMAN Guftni Bergsson og blaðnmaður Pressunnar skála i bjór á Swallow-hótelinu þar sem hann býr auk þeirra Eriks Thorst- vedt, Pauls Gascoigne og Pauls Stewart. Guðni liffir rólegu líffi á hótelinu, en á hinn bóginn leyfir enginn leikmannanna sér að sulla i bjórnum ef ætlunin er að komast i eða halda sér i að- alliðinu. Þeir eru þó ekki háðir ströngum reglum og aga — það er þeirra að meta hvað þeir vilja ganga langt i þeim efn- um. „Mér leist í sjálfu sér ekkert æð- islega vel á þetta. Ég var ekki búinn að hreyfa mig í sjö vikur og var þvi langt frá því að vera í nógu góðu lik- amlegu formi. Ég vissi sem var, að ég þyrfti að vera í toppformi til að geta sýnt það sem til var ætlast af mér. Én ég vildi fá tækifæri til að spila hér og liðið var i vandræðum með leikmenn. Ég var einna mest hikandi vegna hinnar slæmu reynslu minnar þegar ég fór til Aston Villa árið 1985. Það var ferð sem var út í móinn og bláinn og ég hefði alveg eins getað farið í gott frí til Húsavíkur. Það var greinilegt að ég var þangað kominn án þess að haft hafi verið samráð við Graham Turner framkvæmdastjóra. Eg spil- aði.ekki með varaliðinu, fékk ekki leyfi og annað var eftir því. Öll framkvæmdin á þeim reynsluæf- ingum var mjög slæm og ég var afar óánægður. Skiljanlega var ég því nokkuð „skeptískur“ þegar ég var beðinn að koma til Tottenham," sagði Guðni þegar blaðamaður Pressunnar ræddi við hann i Lond- on í síðustu viku. Tottenham er eitthvert ríkasta og frægasta lið heimsins og með geysi- lega öflugt lið — á pappirnum að minnsta kosti. Þegar blaðamaður Pressunnar ræddi við Guðna í London hafði liðið tapað nokkrum leikjum í röð, en það var greinilegt á öllu viðmóti leikmanna og stjórn- enda á æfingavellinum í Mill Hill að það var engan bilbug að finna á mönnum og um síðustu helgi átti liðið þokkalegan leik norður í Middlesboro, jafntefli náðist gegn liði sem er erfitt heim að sækja. GÓÐUR SAMNINGUR EN KJÖRIN TRÚNADARMÁL Guðni Bergsson er aðeins 23ja ára gamall laganemi en er þegar kominn með talsverða reynslu með Val, þýska liðinu 1860 Múnchen, landsliðum íslands yngri og eldri leikmanna og nú Tottenham. Hann býr við gott yfirlæti á Swallow-hóteli, en hefur nú fest kaup á einbýlis- húsi, sem hann flyst í eftir 3 vikur. Þegar við hittum Guðna var unn- usta hans, Elin Konráðsdóttir, ný- farin til íslands um sinn, en Guðni er í góðum félagsskap á hótelinu, þar sem búa nojtkrir af nýjustu leik- mönnum liðsins, meðal annars norski markmaðurinn Erik Thorst- vedt, og eyða þeir drjúgum stund- um saman. „Faðir minn minntist á það við mig í haust að Tottenham væri lið sem gengi l'rekar illa og að ekki væri amalegt fyrir mig að komast þangað að hjálpa til — ég held að hann hafi mest verið að grínast, en svo gerðist akkúrat þelta. Hann hefur aðstoðað mig mikið í þessum samningaviðræðum og við höfum leitað ráða hér og þar. Það er síðan umboðsmaður hér sem hefur verið nokkuð i sambandi við ísland, Sava Popovich, sem veitti okkur upplýsingar, þannig að við vorum ekki að renna blint í sjóinn. Það er um að gera að reyna að hafa sinn fyrsta samning í góðu lagi, hann er sá mikilvægasti. Kjaramál- in eru trúnaðarmál, en mér sýnist af því sem ég hef frétt af öðrum samn- ingum að ég geti verið mjög ánægð- ur með hlutskipti mitt. Staða mín var í rauninni ekkert alltof góð, ég var útlenskur áhugamaður sem aldrei hafði spilað í ensku fyrstu deildinni og þeir höfðu lítið séð til minna hæfileika. Þetta var því ákveðin áhætta fyrir liðið og ég þurfti að berjast nokkuð hart fyrir þvi sem ég fékk í gegn og það tók allt sinn tíma. Sjálfur er ég á fjórða ári í lögfræðinni heima og þótt ég hal'i gælt við hugmyndina um atvinnumennsku var ég öruggur um að fara ekkert nema það yrði eitthvað verulega gott lið og góð kjör í boði. Ég var staðráðinn í því

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.