Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 23

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 26. janúar 1989 23 SÚMÓGLÍMA Tveir íturvaxnir menn stilla sér upp andspæn- is hvor öðrum. Augu þeirra mætast og þaö er aðeins tímaspursmál hvenær þeir rjúka sam- an. Áhorfendur standa á öndinni... Þótt furðulegt megi virðast er hér ekki um að ræða átök á íslenskum skemmtistað, heldur meira en tvö þúsund ára gamla íþrótt sem stunduð er í Japan. Fyrsta Súmó- glíman sem vitað er um átti sér stað árið 23 fyrir Krist, og enn þann dag í dag er Súmóglíman iðkuð í Japan og svo virðist sem hún eigi sífellt meiri vinsældum að fagna í hinum vestræna heimi. SÍÐUSTU SAMÚRÆJARNIR Súmóíþróttin er talin vera síð- ustu leifarnar af hinni japönsku KRISTJAN ELDJÁRN Samúræjamenningu og er fyrir löngu orðin þjóðaríþrótt Japana. Glímukapparnir sjálfir koma manni eilítið spánskt fyrir sjónir. Meðalþyngd þeirra er tæp hundr- að og fimmtíu kíló og meðalhæð u.þ.b. 180 cm. Það eru engir þyngdarflokkar í Súmó en Iág- marksþyngd keppenda er einhvers staðar á bilinu sjötíu til áttatíu kíló. Æskilegt er að lögun kapp- anna sé einna líkust peru. Það þykir mjög mikilvægt að hafa góðan fituforða í kringum Iærin og mjaðmirnar, því það skapar lágan þyngdarpunkt. Súmókapp- arnir búa í nokkurs konar komm- únum, sem eru uppbyggðar þann- ig að byrjendur þjóna þeim sem lengra eru komnir. í kommúnun- um er sérstakt prógramm sem far- ið er eftir á hverjum degi og skipt- ir mataræði þá ekki sist máli. Það eru aðeins ríkustu glímukapparn- ir sem hafa efni á að búa í eigin húsnæði. ^ressupennar/munchen Af stúdentauppreisnum Marxistinn: Út á hvað gengur þessi fundur eiginlega? (Kurr úr salnum.) Stúlka í grænni peysu: Greiða atkvæði! Drengur í frakka: Hvers vegna þarf alltaf að vera svona mikið kjaftæði í kringum allt? (Fögnuður i sal.) Vitum við ekki öll um hvað málið snýst? Þarf að tyggja sama hlutinn hvað eftir annað? Greiða atkvæði. Fólk Sr þegar farið að tín- ast burt. Marxistinn: Út á hvað gengur þessi fundur eiginlega? Getið þið ómögulega séð af nokkrum klukkutímum í lífi ykkar til þess að ræða almennilega um þessi mál og reyna að komast að orsökinni fyrir ástandinu? Afleiðingarnar liggja ljósar fyrir. Sko, það sem ykkur vantar . . . Stúlka í grænni peysu: ÞIÐ ÞIÐ ÞIÐ! Hvað ert þú að læra, góða? Hvað ertu þá að skipta þér af því hvað við erum að gera? (Marxistinn dregur sig nöldrandi til baka.) Stjórnandi fundarins: Ef ég gæti fengið orðið í smástund. Ókei, við vitum öll um hvað málið snýst. í þessum háskóla eru 65.000 manns við nám, skólinn er byggður fyrir 22.000. Okkur vantar peninga til þess að kaupa bækur . . . Drengur í leðurjakka: OKKUR? Skólana, meinarðu? Stúlka í grænni peysu: Hvað er þetta, maður . . . Stjórnandi fundarins: Allt í lagi, afsakið þessi mismæli. Skólann vantar peninga. Hann vantar fleiri kennara. Sjálf þurfum við að glíma við hræðilegan leigumarkað hér í Múnchen og í borg þar sem 110.000 manns eru við nám eru 81.000 pláss á stúdentagörðum . . . Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Blessaður hættu þessu þvaðri! (Flaut og klapp úr salnum.) Stjórnandi fundarins: Ætlarðu að taka þessi orð tilbaka, vinur? Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Eg tek ekkert tilbaka! (Flaut og klapp úr sal.) Ég er búinn að fá dauðleið á að hanga hér og hlusta á hina og þessa velta sér upp úr fund- arsköpum og einhverju hallæris- legu lýðræðisskipulagi. Það verður að gera eitthvað. Stúlka í grænni peysu: Greiða atkvæði! Marxistinn: Greiða atkvæði um hvað? Þarf allt að ganga fyrir sig eins og þið séuð að vinna við færi- band, eða hvað? Helvítis aumingja- skapur! Þið eruð að mótmæla því hvernig komið sé í háskólunum, að þeir séu bara verksmiðjur sem framleiði háskólafólk, að þar sé öll sköpun í lágmarki, að þar megi helst enginn tala jtema kennarinn, að þar þurfi allt að ganga eins og vel ÚT Á HVAÐ GENGUR LEIKURINN? í Súmó glíma tveir og tveir í einu. Glíman fer frant á sérstök- unt palli sent búinn er til úr mold. Það er þriggja daga vinna að búa til einn pall og í hann fara u.þ.b. sjö bílhlöss af mold. Á pallinum er síðan hringur, sent er búinn til úr hrísi, innan við firnm metrar í þvermál. Sjálfur leikut inn gengur síðan út á að reyna annaðhvort að koma andstæðingnum út fyrir hringinn eða láta hann snetta Dallinn með einhverjunt öðrunt líkamshluta en iljununt. Reglurn- ar í Súnró eru sáraeinfaldar. Það er bannað að slá nteð krepptum hnefa, það er bannað að pota í augu andstæðingsins, sparka í ntagann á honum, taka hann háls- taki eða grípa í þann stað skýlu hans sem hylur kynfærin. Allt annað er leyfilegt. Dóniari sker úr um hvor hefur unnið. Glímukapp- arnir vefengja aldrei dóminn. Aft- ur á móti eru Fimrn aukadómarar sem geta vefengt og eru þá málin rædd og myndbandsupptaka skoðuð þar til niðurstaða hefur fengist. ÍÞRÓTT HEFÐANNA Glímurnar sjálfar eru frekar stuttar og margar vara ekki nenra örfáar sekúndur. Aftur á móti eru það ýmsir siðir í kringum íþrótt- ina sem eru tímafrekir. Áður en glímurnar sjálfar geta hafist þurl'a keppendur að klappa saman lóf- unum, stappa niður fótunum, hneigjasig og'kasta salti á völlinn. Klappið er til að ná athygli guð- anna, stappið til að fæla burt illa anda og saltið til að tryggja hrein- leika þess sem konta skal. Þegar búiö er að fullnægja öllum Itefð- um er komið að kjarna Súntó- glímunnar, sem kallast „shikiri naoshi". Þetta er sá partur þegar keppendur horfast í augu og heyja andlegt stríð hvor við annan. Þessi þáttur er svo ntikilvægur fyrir úrslit glímunnar, að þeir sent þekkja vel til Súntó geta oft sagt til um úrslit glímunnar löngu áður en keppendur hafa snert livor annan. Áður lyrr voru engin tímamörk á þessunt þætti, en eftir að sjón- varpið kom tii sögunnar urðu mörkin þrjár til fjórar mínútur. Þegar sá tími er liðinn gefur dóm- ari nterki urn að glíntan sé hafin. Þetta þýðir þó ekki endilega að þeir byrji að glíma, því stundum heldur sálarstriðið áfram og magnast enn frekar nteð gabb- byrjunum og ýmiskonar brögð- um. NÝ ÚTFLUTNINGSLEIÐ? Breska sjónvarpsstöðin Chann- el 4 er sú fyrsta í hinum vestrtena heimi sem sýnir Súmóglímu reglu- lega. Það virðist vera staðreynd að áhorlendur sjónvarps hafi garnan af þvi að sjá nýjar íþróttir og því vaknar sú spurning hvort þjóðar- stoltið, hin íslenska glíma, sé ekki tilvalin útflutningsvara. Einnig væri óvitlaust að helja sýningar í íslensku sjónvarpi á Súmóglimu. Það yrði óneitanlega góð tilbreyt- ing að heyra Bjarna Felixson segja Irá Hananoumi og Ryogoku ein- stöku sinnum í stað þeirra Hans Peters Briegel og Kristjáns Ata- sonar, sem eins og svo margt ann- að eru góðir í hófi. __ smurð vél, aldrei sé einfaldlega hægt að ræða saman um námið eða það sem er efst í huga fólks í hvert eitt sinn. Þessu mótmælið þið kröftuglega, en eruð sjálf orðin svo miklir þrælar þessa lýðræðislega fyrirkomulags, sem leyfir aðeins þær undantekningar sem falla að ráðandi hugmyndum í samfélaginu, að þið hafið ekki lengur þann kraft sem þarf til að taka nú einu sinni til hendinni og ráðast að rótum vand- ans. Andskotinn hafi það! Stjórnandi fundarins: Við þökk- um kærlega fyrir. Stútka í grænni peysu: Greiða atkvæði! Við verðum að ákveða hvort á að fara í verkfall eða ekki. Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Verkfall! Stjórnandi fundarins: Já, það er spurning með þetta verkfall . . . hvort það hefur einhver áhrif . . . en þá, ef við ákveðum að hætta að mæta í allar kennslustundir, þá verðum við einhvern veginn að koma því svo fyrir að allir taki þátt í að mæta ekki. Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Verkfallsverði! Verkfall! Drengur í frakka: Hvernig ætlar þú að hindra að þeir sem vilja mæta i fyrirlestra komist inn í fyrirlestra- salina? Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Við stöndum einfaldlega fyr- ir framan dyrnar og vörnurn þeim inngöngu. Stúlka með græn gleraugu: Við erum of fá. Stjórnandi fundarins: Við verð- um að forðast allt ofbeldi. Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Hvers konar aumingjar eruð þið? Stjórnandi fundarins: Við verð- um að horfa raunsæislega í þessi mál . . . Drengur í rúskinnsjakka með kögri: Við viljum verkfall! Húsvörður (gengur inn): Fer þetta ekki að verða búið? (Salurinn hristir höfuð, vonleysislegur á svip.) Rauðhærður sláni (lágt): Það bíða allir eftir nýjum Adolf Hitler.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.