Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 26. janúar 1989 Viðtal við Geir R. Tómasson tannlœkni og forseta Sálarrannsóknarfélags íslands SPIRITISMI ER EKKI TRÚARBRÖGO „Sálarrannsóknir hafa verið fordæmdar af ýmsum mönnum. Bókstafstrúarmenn og sértrúarhópar hafa kallað þetta villutrú, en spíritisminn er eiginlega ekki trú; a.m.k. ekki í hefðbundnum skilningi þess orðs. Hann er frekar þrotlaus leit mannsandans að sjálfum sér og uppruna sínum og hefur verið skilgreindur sem vís- indi, heimspeki og trú. Það er hann líka og meira til! En einfaldasta lýsingin er sú, að sálarrannsóknir séu tilraun til skýringar á dulrænum fyrirbærum, eðli þeirra og or- sökum.“ Þannig komst Geir R. Tómasson tannlæknir að orði, þegar við hitt- umst fyrir skemmstu. Hann er nú- verandi forseti Sálarrannsóknarfé- lags íslands og hefur verið meðlim- ur þess félagsskapar í áratugi. „En þó menn segi, að spíritisminn sé vís- índi, er ekki þar með sagt að hægt sé að nota vísinda- og veraldlegar greiningaraðferðir í sálarrannsókn- um. Spíritisminn er nefnilega fyrir utan þennan hefðbundna vísinda- lega ramma. Hann er kominn í fjórðu víddina og þá er ekki hægt að nota viðteknar aðferðir og end- urtaka t.d. sömu tilraunina marg- oft. Þarna gildir miklu fremur inn- sæi og persónuleg reynsla manna. Spíritisminn kom til íslands með tnönnum eins og Haraldi Níelssyni og Einari H. Kvaran. Þeir voru trumkvöðlar sálarrannsókna hér á landi. En síðar komu fjölmargir við :iógu, bæði fyrr og síðar, sem of langt mál yrði upp að telja. Sálarrannsóknarfélagið var stofn- að 19. desember árið 1918 og er því nýorðið sjötugt. Tilgangurinn með stofnun þess kemur fram í lögun- um, en þar segir m.a.: „Tilgangur félagsins er að efla áhuga almennings á andlegum mál- efnum yfirleitt, en þó sérstaklega ■ið veita fræðslu um árangurinn af sálarrannsóknum nútímans. Þess- um tilgangi hyggst félagið ná með fyrirlestrum og útgáfu bóka og tímarita, ennfremur með því að at- huga miðilsefni, stuðla að þjálfun þeirra, svo og að ráða miðla í þjón- ustu félagsins eftir því sem unnt reynist. Sálarrannsóknarfélag ís- lands er öllum opið og telst hver sá félagi, sem greiðir félagsgjöld sín.“ Þetta er sem sagt ekki trúfélag, heldur félag opið öllum leitandi mönnum. Fyrir utan fræðslustarfið er starfsemin fyrst og fremst fólgin í því að reyna að ná sambandi við fólk, sem farið er héðan af jörðinni, og auka með þvi og efla vissuna um aframhaldandi tilveru mannssálar- innar. Þráin eftir þessari vissu blundar með flestum mönnum, en það sem kirkjan kennir um lífið eft- ir dauðann nægir einfaldlega ekki öllum. Slíku fólki er t.d. mikil hjálp í því að komast á miðilsfundi og fá þar persónulegar sannanir að hand- an. Sálarrannsóknarmenn hafa hins vegar frá upphafi mætt fordómum hjá ákveðnum aðilum í þjóðfélag- inu, t.d. ýmsum sértrúarhópum. Þeir hafa alltaf haft horn í síðu okkar, vegna þess að við förum ekki alveg troðnar slóðir samkvæmt bókstafstúlkun á Biblíunni. Við fylgjum náttúrulega Ritningunni, eins og annað kristið fólk, en við áskiljum okkur rétt til að spyrja og kanna. Manninum er eiginlegt að leita, rannsaka, efast og trúa! Oft kemur líka mikil trú í gegnum mik- inn efa. Þó segjum við ekki að við höfum höndlað einhvern endanleg- an „sannleika”. Við erum að leita hans!“ FÓLK VILL BREYTfl TRÚ í PERSÓNULEGA VISSU „Sálarrannsóknarfélagið er ört vaxandi félagsskapur og samkvæmt nýlegum tölum eru félagarnir ná- lægt fimmtán hundruð. Auðvitað hafa komið lægðir hjá okkur, eins og gerist í allri félagsstarfsemi. Það koma bæði öldudalir og toppar. En það er alveg greinilegt uppstreymi núna. Ég get nefnt sem dæmi að á fyrstu þremur vikum þessa árs gengu rúmlega hundrað manns í fé- lagið. Þetta er fólk af báðum kynj- um og á öllum aldri, en þó er áber- andi hve margir af þessum nýju fé- lögum eru ungir. Áður fyrr var kjarninn í Sálar- rannsóknarfélaginu fólk á miðjum aldri og efri árum, en þetta er tölu- vert að breytast. Ungt fólk sækir í auknum mæli fundina hjá okkur og það kemur einnig fyrir að heilu bekkirnir úr framhaldsskólum mæta til að kynna sér spíritisma. Það sýnir, að unga kynslóðin er leit- andi. Henni nægir ekki efnishyggj- an eða trúarbrögðin, þó þau séu auðvitað ágæt út af fyrir sig. Fólki nægir bara oft ekki trúin, heldur vill breyta henni í persónulega vissu. Við höfum tekið eftir því að þeg- ar efnishyggjan í þjóðfélaginu hef- ur orðið sérlega mikil í einhvern tíma, þá verður fólk þreytt og þráir eitthvað meira. lnnst í sálu hvers manns býr nefnilega eilífðartilfinn- ingin. Vissan um að við erum eilífð- arverur, hluti af alheiminum, og höldum alltaf áfram að vera til. Þessi tilfinning býr kannski djúpt í vitund okkar, en kemur síðan við ákveðnar aðstæður upp á yfirborð- ið sem sterk þrá.“ SANNREYNUM HÆFILEIKA ÍSLENSKRA MIÐLfl „Það eru níu deildir innan Sálar- rannsóknarfélagsins. Þessi skipting er hugsuð til þess að virkja sem flesta félagsmenn og tryggja að það verði ekki einungis örfáir einstakl- ingar, sem bera hita og þunga starf- seminnar. Ein deildin er t.d. svo- kölluð rannsóknardeild, sem rann- sakar ýmis dulræn fyrirbrigði og skrásetur bau. Einnig er eftirlits- og tilraunadeild, sem fylgist með mið- ilsefnum, því margir álíta sig kall- aða í þeim efnum sem öðrum, þó einungis fáir séu útvaldir. Þessi deild sér því um að prófa íslenska miðla og sannreyna hæfileika þeirra. Við höfum hins vegar ekki samskipti við alla þá aðila, sem stunda einhvers konar miðilsstarf- semi hér á íslandi, þó við heyrum kannski af þeim flestum — svo það er erfitt að segja til um hversu mikill fjöldi þetta er. Félagið hefur um árabil haft heil- unarmiðla (lækningamiðla) á sín- um vegum, eins og t.d. Unni Guð- jónsdóttur. Hún hefur unnið hjá okkur í u.þ.b. tuttugu ár og svo hef- ur Guðmundur Mýrdal einnig starfað innan félagsins, en hann stundar nú heilunarstörf í Banda- ríkjunum. Við fáum líka erlenda, miðla hingað til lands, nánast í hverjum mánuði ársins sem Sálar- rannsóknarfélagið starfar." SKILJANLEGT AD MENN GLEYPI EKKI VID ÞESSU Næst vikum við talinu að áhuga Geirs sjálfs á spíritisma, en hann hefur verið meðlimur í Sálarrann- sóknarfélaginu í 20 til 30 ár. „Móðir mín var mikill spíritisti og sótti alltaf kirkju hjá Haraldi Ní- elssyni, svo ég kynntist þessu mjög snemma og fór að sækja fundi hjá Sálarrannsóknarfélaginu þegar ég var fjórtán ára, þó ég gengi ekki í það fyrr en síðar. Ég byrjaði líka snemma að lesa þau rit um spírit- isma, sem ég komst yfir. Sjálfur hef ég þó enga dulræna hæfileika. Ég er bara svolítið berdreyminn, en ekk- ert meira en gengur og gerist hjá öðru fólki. Maður getur haft brenn- andi áhuga á þessum málum og stundað sálarrannsóknir árum saman, án þess að öðlast slíka hæfi- leika. Annaðhvort eru þeir manni meðfæddir eða ekki. Þá er ekki hægt að þjálfa upp, nema einhver neisti sé fyrir hendi. Einmitt þess vegna er mjög erfitt fyrir sumt fólk að kyngja þessum málum. Það getur ekki skilið neitt, sem það upplifir ekki sjálft með sínum eigin fimm skilningarvitum. En fólk með dulargáfu virðist vera með sjötta eða jafnvel sjöunda skilningarvitið, sem öðrum er ekki gefið. Það er auðvitað skiljanlegt, að menn skuli ekki gleypa við hlut- um, sem þeir hafa einungis orð ann- arra fyrir. Þetta er jú oft svo ótrú- legt. Stundum verður maður hrein- lega að klípa sig á miðilsfundum til að athuga hvort mann er nokkuð að dreyma.“ KVEÐUM SJÁLF UPP DÓM YFIR EIGIN LÍFI „Spíritismi er bjartur og aðgengi- legur fyrir leitandi fólk, því við trú- um á áframhaldandi tilveru og að maðurinn sé að vissu leyti sinnar eigin gæfu smiður. Við búum okk- ur samastað fyrir handan með líf- erni okkur á jörðinni og það hlýtur að auka ábyrgð hvers einstaklings. Þetta hvetur menn til að vanda líf sitt og skapar allt annað viðhorf en þeir hafa, sem trúa því að allt sé bú- ið við dauðann. Við höldum þó ekki að menn séu leiddir fyrir einhvern strangan dómara, þegar jarðvistinni lýkur. Við trúum því, að til sé algóður skapari alls, sem sé fullur kærleika en komi ekki fram sem dómari mannanna. Eini dómurinn, sem við eigum í vændum, er sá dómur, sem við kveðum sjálf upp, þegar okkur er sýnt allt okkar líf í skyndisýnum. Fólk, sem farið er héðan, segir, að það fái að sjá eigin lífshlaup og skynji þá hvenær það hefur breytt rangt í jarðlífinu. Um leið og það sér eftir breytni sinni er það á réttri leið. Með því kveður maður upp dóm yfir sjálfum sér. Margir, sem komnir eru yfir, segjast sjá líf sitt í alveg nýju ljósi. Ég ímynda mér, að það sem kaþ- ólikkar kalla Hreinsunareldinn sé þetta fyrsta stig, sem spíritistar nefna Sumarlandið. Það er fyrsta stigið eftir dauðann og þar dveljum við á meðan við erum að átta okkur á umskiptunum. Þar erum við að vissu leyti í hreinsunareldi. Við er- um að hreinsa okkar eigin sál og skoða hana af heiðarleika. Og það er nokkurs konar hliðstæða við það, sem bókstafstrúarmenn kalla „dóminn”. Kristur sagði bersyndugu kon- unni að fara og syndga ekki framar, en hann dæmdi hana ekki. Hann boðaði kærleika og fyrirgefningu. Og ef hver okkar sér hvað hann hef- ur gert rangt og biður um fyrirgefn- ingu, þá fáum við hana. En skilyrð- ið er að maðurinn sjálfur sjái synd- irnar, sem hann hefur drýgt. Hann getur ekki öðlast frið í sálu sinni fyrr en hann hefur horfst í augu við þær og er kominn í sátt við sjálfan sig.“ MISJAFNAR MÓTTÖKUR EFTIR DAUÐANN „Þegar einstaklingur yfirgefur þetta líf heldur hann sennilega fyrst í stað áfram að vera mjög líkur sjálfum sér. Hann verður ekkert að engli með vængi! Hann skiptir ein- faldlega um vitundarsvið eða vit- undartíðni. Kannski upplifir hann ýmislegt nýtt, en honum er jafn- framt gefinn umþóttunartími til að athuga sitt eigið líf, ásamt leiðbein- endum sem eru honum til aðstoðar. Raunar höfum við líka öll verndar- engla hér á jörðinni, sem reyna að aðstoða okkur. Þessar verur skynj- ar skyggnt fólk sem svokallaðar „fylgjur” og þessi vernd og leið- sögn heldur áfram hinum megin. Móttökurnar, sem við fáum eftir líkamsdauðann, geta þó verið svo- lítið misjafnar. Maður, sem drýgt hefur ýmis ódæði hér á jörðinni og verið bæði siðferðislega og andlega „á botninum", hlýtur t.d. að eiga mjög erfitt með að koma á afar bjartan stað. Hann hefur verið í svo dimmum dal að það hlýtur að vera skuggsýnt hjá honum fyrst eftir dauðann — þangað til hann fer sjálfur að þrá ljósið. Þá fer það að skína og þá fyrst geta leiðbeinend- urnir komið og hjálpað honum upp til Ijóssins. Þetta er eins og þegar við komum úr myrkri í mikla birtu. Við fáum ofbirtu í augun. Eins er með sál þess manns, sem einungis hefur kynnst dekkstu hliðum mannlegrar tilveru.“ — Hvað með fólk, sem fremur sjálfsmorð? „Mér skilst á því litla, sem ég hef lesið um þetta, að það sé reynt alveg sérstaklega að hjálpa þessu fólki. Hjálpa því inn á rétta braut og sýna því fram á að það var ef til vill ekki rétt að taka sitt eigið líf. En aðstæð- ur fólks geta verið mjög erfiðar — t.d. þegar um andlega sjúkt fólk er að ræða eða fólk, sem mætir svo yf- irþyrmandi sorg að það stenst ekki álagið — og ég er sannfærður um að það er ekkert verr tekið á móti því en öðrum. Slík manneskja hef- ur einmitt alveg sérstaka þörf fyrir handleiðslu!" Geir R. Tómasson, tannlæknir og forseti Sálarrannsóknarfélags íslands ,,Þad var lítið dýr, sem sannaði fyrir mér lífið efftir dauðann, a m

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.