Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 3

Pressan - 26.01.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 26. janúar 1989 3 PRESSU MOLAR lÍ il slóð að sljórn SÍS liéldi Val Arnþórssyni stjórnarrormanni kveðjuhól' á lostudagskvöld. Ein- hverra hluta vegna verður ekki af því. Stjórn KEA hefur hins vegar boðað til fundar á santa tíma, þar sem leiðtoginn verður kvaddur á viðeigandi hátt, áður en hann fer til lánardrottins síns, Landsbankans, Kveðjuhóf SÍS verður þess vegna ekki fyrr en Valur hefur tekið við bankastjórastarfinu, því hann yfir- gefur samvinnuhreyfinguna unt mánaðamót. Hvort sameiginlegur kokteill skuldara og lánardrottins telst til lagabrota verður bankaeftir- litiö væntanlega að skera úr um... ryggir lesendur Þjóöviljans hafa tekið eftir að síðunum hefur fækkað seinustu vikurnar. Blaða- menn hafa hætt störfunt, eins og gengur og gerist, en nýir tekið við. í næsta mánuði mun ráðgert að Klísabet Brekkan leikhúsfræðingur hefji störf á blaðinu. Eflaust ætlar Þjóðviljinn sér að ná fyrri rótfestu í menningarelítunni, því sem kunn- ugt er hefur Silja Aöalsteinsdóttir bókmenntafræðingur, fyrrum rit- stjóri Máls og menningar, hafið störf sem ritstjóri blaðsins... að stendur nafnbreyting fyr- ir dyrum hjá Feróainiöstööinni ein- hvern næstu daga. Að sjálfsögðu hafa menn rnikið velt fyrir sér nýja nafninu, sér í lagi með tilliti til þess að Andri Már Ingólfsson, sonur Ingólfs Guöbrandssonar, er þar framkvæmdastjóri. Ýntsar tillögur um nöfn hafa fokið, svo sem Víö- sýn, Heimssýn og jafnvel Feðga- miöstóöin. Enn eitt nafnið sem kom inn á borð til Pressunnar — og heimildarmaðurinn sór og sárt við lagði að væri hið rétta — er Veröld... ið sögðum frá þvi í síðasta tölublaði, að ýsa væri talin heppi- legt fæði fyrir fólk, sem gengi erfið- lega að eignast börn. Ganralreynd- ur sjómaður og verkstjóri í frysti- húsi hafði samband við okkur af því tilefni og fullyrti, að mun heppi- legra væri að borða aðra lisktegund við þessum vanda. Sagði hann það margsannað að liáfur yki frjósemi og þar að auki væri sá fiskur veru- lega kynörvandi. Stelpurnar í ver- búðunum i „gamladaga" hefðu bókstaflega ■ orðið alveg trylltar, þegar háfur var á boðstólum . . . á tilboðsverði: Kr. 398 þúsund!! Viö eigum til afgreiðslu strax nokkrar LANCIA Skutlur á sérstöku tilbodsveröi. eða kr. 398 þúsund krónur. Ennfremur sérstaka sportútgáfu í hvítum eða svörtum lit með samlitum stuðurum (sjá mynd) á aðeins kr. 411 tff HAGSTÆÐ GREIÐSLU " i w íl am i. rt/. ; X~. ' x \ V- . . n§ Uppskriftin hefur ætíð verið sú sama: • Úrvals hráefni. • Meistaraíeg urvinnsla • Skammtar sem seðja landsins mestu matháka. Þorrablót í Múlakaffi allan daginn frá kl. 11 -21. Komiö á staöinn og gæöiö ykkur á þorramatnum úr trogum. Fjölskyldukassar. Ef þiö viljið njóta matarins heima er bara aö koma í Múlakaffi og sækja hann. Þorratrog fyrir 5 manns eöa fleiri. Afgreitt á staðnum eöa sent til ykkar heim eöa á vinnustaöi. Þorraveisluþjónusta í heima- hús eöa samkomustaði. Landsbyggöaþjónusta. Aö sjálfsögöu sendum viö þorra mat hvert á land sem er. FRÁ OKKUR FER ENGINN SVANGUR HALLARMÚLA — SÍMAR 37737 — 36737 Og rúsínan i pylsuendanum! Þorrahátíð á vegum Múla- kaffis í Domus Medica eöa Golfskálanum í Grafarholti. Vegna fjölmargra fyrir- spurna bjóöum viö nú sali undir þorrablót meö danstón- list og barþjónustu fyrir 50-250 manns. Þeir, sem óska eftir slíkri þjónustu, hringi sem fyrst í síma 37737 eöa 36737.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.