Pressan - 10.08.1989, Síða 2

Pressan - 10.08.1989, Síða 2
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 Sýningar tískukónga Parísarborgar á haust- og vetrartísk- unni 1989—90 fóru fram í júlímánuði í verstu hitabylgju sem gengið hefur yfir landið i mörg ár. I tískunni hefur gengið yfir önnur bylgja sem nefna mœtti ítölsku bylgjuna og nú er spurt hvort hátískan sé jrönsk eða ítölsk. Þetta kemur til afþví að tveir ítalskir hönnuðir vöktu mesta athygli manna í haust ogþóttu sýningar þeirra bera af. Þetta voru þeir Gianfranco Ferre, sem vinnur fyrir Dior, og Angelo 'Ihrlazzi, sem teiknar nú fyrir Guy Laroche-tískuhúsið. Kjólar á hálfá milljón / hlut Gianfranco Ferre féll mesta vegsemd sem skraddara getur hlotnast á lifsleiðinni, en það er gullfingurbjörgin. Hún er veitt árlega af samtökum þeirra kjólameistara sem sauma kjóla fyrir a.m.k. 300 þúsund krónur stykkið. Diorseldi vel eftir sýninguna. Á fjórum dögum voru pantaðir u.þ.b. sextíu kjólar. Verðþeirra varfrá 35.000 til 59.000frank- ar (320—540 þúsund íslenskar krónur!). Sýningin þótti lika vera hin glœsilegasta í ár og mun það œrið átak í heimi hinna frumlegu meistara sem tefla bœði ftam hugviti sínu og auðœf- um til þess að draga að sér athygli heimsins. Gianfranco Ferre tók við af hönnuðinum Marc Bohary sem rekinn var frá Dior fyrir skömmu eftir 35 ára dygga þjónustu. EINFALDLEIKI HAUST- OG VETRARTÍSKAN 1989-1990 Hann hefur þó ekki gert byltingu í tískunni íþetta sinn, ekki komið fram með neitt ,,New Look“, enda þótt vel hefðifarið á því á þessu ári byltingarhátíðar. Hann segist hlýða dyggilega stofhanda hússins, Diorsjálfum, sem sagði íendurminningum sinum: ,,Ég œtlaði aldrei að gera byltingu í tískunni. Aðeins framkvœma það sem mig langaði til að gera, á heiðarlegan hátt. Mín hugsjón var að vera talinn góður i mínu fagi.“ En Ferre saumar íburðarmikil föt úr dýrum og skrautlegum efnum. Það tók yfir 400 klst. að sauma suma kjólana og í þá fóru tugir metrar af tafti, silki og organdí og þeir eru útsaum- aðir með perlum, pallíettum og silfri. Línan er hins vegar ein- föld og frjálsleg undir íburðinum. Axlapúðamir horfnir Angelo Thrlazzi, ítalinn sem tók við tískuhúsi Guy Laroche eftir lát hans í febrúar sl., er jarðbundnari en landi hans. Hann saumar stórar viðar vetrarkápur úr kasmírull eða satíni, fóðraðar með refaskinni, og klassískar dragtir með taft- blússum við. Stíll hans og efnisval henta efláust vel íslenskum smekk og veðráttu. Christian Lacroix sýnir þetta árið kjóla sem ná niður að hné. Axlapúðarnir eru horfnir. Þvímiður, munu margirsegja. Káp- urnar eru þó síðar og oft eru notuð sið þunn pils yfir þröngar síðbuxur. Pastellitir eru mest áberandi hjá Lacroix. Einnig súkkulaðibrúnt og svargrátt. Jarðlitir sáust víða hjá öðrum tiskuhúsum. Paco Rabannc er samur við sig. Hann varð frœgur á sjöunda áratugnum fyrirföt sem sumum sýndust fremur við hœfi mars- enjarðarbúa. Hann sýndi í35gráða hita i húsagarði Listahá- skólans. Þar tipluðu dansmeyjar ísvitabaði um á undarlegum hnöllum, sem líktust ballettskóm, og virtust hafa stokkið út úr síðustu stjörnustríðsmyndinni og tekið með sér tónlistina, sem ekki var heldurafþessum heimi. Rabanne notar mikiðjarðliti, ásamt svörtu. Samkvœmiskjólarnir eru margir úrsvörtu flau- eli með íburðarmiklum gylltum eða silfurlitum ermum. Þeir eru einfaldir og glœsilegir og virðast fremur hugsaðir með venjulegar dauðlegar konur í huga en hinar undarlegu kápur og skór. Það er mikil vídd og breidd í tískunni í ár. Það er meira um beinar línuren smágertflúr. Kápurogslá eruefnismikil. Efnin erugrófgerðari og karlmannlegri. Meira er notað afgabardin- og tweedefnum en undanfarin ár. Ríkjandi litir eru ryðrautt, okkurgult og kakíbrúnt.

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.