Pressan - 10.08.1989, Side 4

Pressan - 10.08.1989, Side 4
4 'Fimmtúdagur 10. ágúst 1989 litilræði af osti í dag ætla ég að skrifa um ost, einfaldlega vegna þess að ostur er það merkilegasta sem mér dettur í hug þessa stundina. Svo finnst mér líka ostur vera veislukostur, auðskorinn og fljótétinn og þessvegna prýði- legur til manneldis. Þ.e.a.s. ef manneldisfræðingartelja hann æt- an. Ég segi þetta bara svona af því ég las það í blöðunum í gær að sá ostur sé óætur sem unn- inn er úr mjólk úr kúm sem fóðraðar hafa verið á heyi úr rúlluböggunum. Og um þessar mundir er varla hirt tugga nema í rúlluböggum því vatnsveðrinu hefur ekki slotað allt sumarið. Það verður Ijóti osturinn sem kemur útúr þessu öllu saman, enda get ég helst ekki um annað hugsað en ost. En áfram með ostinn. Ég held að það hafi verið í gær frekar en í fyrradag, nei annars, það var í fyrradag að ég hugsaði með mér sem svo: — Best að fá sér brauðsneið. Svo ég segi við konuna mína: — Best ég fái mér brauðsneið. Nú skeði það sem stundum hendir þegar hún er að prjóna og telja lykkjurnar að hún svaraði mér ekki. En afþví að það er nú orðið svo miklu betra milli okkar núna síðustu árin var ég ekkert að rjúka upp útaf því en hugsaði með mér sem svo: — Best að leyfa henni að telja út prjóninn. Mér leið alveg sérstaklega vel þegar ég var búinn að klára þessa fallegu hugsun því með árunum hefur mér lærst að ekkert er jafn sál- og geðbætandi einsog hlýtt viðmót, þolin- mæði og umburðarlyndi þegar manns nán- ustu eiga í hlut. Ég fylgdist með því hvernig lykkjurnar hrönnuðust uppá prjóninn og beið þess í of- væni að umferðin kláraðist, því ég veit af reynslunni að þá losnar annar prjónninn og konan einsog staldrar aðeins við og klórar sér bakvið eyrað með lausa prjóninum. Á því andartaki ætlaði ég að sæta lagi og ná sambandi við hana. Hægt og hægt fjölgaði lykkjunum á öðrum prjóninum og fækkaði á hinum. Ég vissi að hún var að prjóna vesti á mig og hugsaði sem svo: — Meira hvað hún hefur gaman af að prjóna á mann. Ekkert smávegis. Með hverri lykkju varð ég spenntari og spenntari. Nú voru eftir sjö lykkjur á prjóninum sem var að tæmast, sex, fimm, fjórar, þrjár, tvær, ein — og nú tæmdist prjónninn og hún lyfti honum svona einsog af gömlum vana uppað eyranu. Ég lét setninguna falla á hárréttu augnabliki, hvorki sekúndubroti of seint né snemma: — Ég er að hugsa um að fá mér brauðsneið. Og það brást ekki. Hún klóraði sér bakvið eyrað með prjóninum, einsog ég hafði spáð, en tók síðan svo til orða: — Jæja, elskan mín. Gerðu það þá. Þetta svar hefði ekki gengið fyrir nokkrum árum, þegar enn var ekki orðið svona gott á milli okkar, en nú ákvað ég að halda friðinn og láta hana ekki verða þess áskynja hvernig mér rann í skap. Ég leyndi geðshræringunni og sagði eins blátt áfram og mér var frekast unnt: — Er eitthvert brauð til? — Ef þaðertil þáerþaðframmi íbrauðbox- inu, svaraði hún og gerði sig líklega til að fitja uppá annarri umferð í prjónavestið og mér fannst allt í einu ekki vera eins gott á milli okkar einsog rétt áðan. — Maður er bara ekki svaraverður, hugsaði ég, rauk út og skellti hurð á eftir mér, en sá strax eftir því og ákvað að blöffa hana með því að þykjast hafa rekist í hurðina óvart og til áhersluauka æpti ég: — Andskotans vitlausabeinið! Ég er tiltölulega óvanur því að fá mér brauð sjálfur. Ekki svo að skilja að það sé svo mikill vandi í sjálfu sér. Það hefur bara einhvern veg- inn hist svoleiðis á að í þrjátíu ár, eða hvað það nú er, hefur konan einsog smurt mér í leiðinni þegar hún hefur verið að fá sér brauðsneið. Nú skar ég mér sjálfur væna sneið af brauð-. hleifnum sem ég fann í brauðboxinu og undr- aðist leikni mína í meðferð bitvopna. — Ég hugsaði sem svo: — Munur að vera vanur að járna. Svo fann ég ostbita, skar sneiðarnar fimlega og raðaði þeim ofaná brauðsneiðina. Þá var það að ég heyrði hana koma fram og ég hugsaði sem svo, sigri hrósandi: — Þarna varstu nú heldur sein. Búinn að þessu fyrir þig. Svo hélt ég áfram að raða ostsneiðum ofaná brauðsneiðina. Þá var það að hún lét þessi orð falla: — Veistu hvað kílóið kostar af ostinum? Ég missti stjórn á mér, en gætti þess vand- lega að hún sæi það ekki og sagði eins blíðlega og ég gat: — Hvað með það? — Kílóið af ostinum kostar eittþúsund þrjú- hundruð og fjörutíu krónur sagði hún þá. Hundraðþrjátíuogfjögurþúsund gamlar. Það næsta sem ég hugsaði, hugsaði ég upp- hátt: — Svo kílóið af ostinum kostar þrettán- hundruðogfjörutíu krónur. Þat var ok. Svo ákvað ég að reyna að gleyma misgjörð- um konunnar og verðlaginu í landinu. Ég hugsaði sem svo: — Maður er þó alltaf frjáls maður í frjálsu landi. Taktu lífiö ekhi of alvarlega, þú kemst hvort sem er ekki lifancii frá því. m\{ DANSSTAIILIt I MIÐBÆMJM ÓPERlJKJALLARINiX OPNAR Á FÖSTUDAGSKVÖLD Hverfisgötu 8—10 ■ Snni 18833

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.