Pressan - 10.08.1989, Síða 6

Pressan - 10.08.1989, Síða 6
6 Fimmtudagur 1ÍÍ ágúst 1989 Wilma Young er frá Hjaltlandseyium, lærði við tónlistarskóla í Glasgow og pakkaði aleigunni niður fyrir ellefu árum til að skoða mannætur á íslandi. Hún segist eiga heima hér, því þar sem manni líði vel, þar eigi maður heima. ÞJÖÐREMBA FER í TAUGARNAR Á MÉR! Wilma Young þekkti engan íslending og vissi ekkert um ísland þegar hún sa auglýsingu i tónlistarskóla i Glasgow þar sem auglýst var eftir kennara til Islands. Hún var ekki lengi að taka ákvörðun um að sækja um og þegar hún hafði fengið starfið pakkaði hún aleigunni niður og kom til Islands, þar sem nún hefur búio siðan. Hún kann engar skýringar á þvi hvers vegna hún var svona ákveðin i að setjast að hérnaum leið og hún sá landið. Ákvörðunin var svipuð þeirri sem hún tók á vngri árum; þeirri að læra að leika á fiðlu. Hún hafði framfylgt þeirri ákvörðun sinni og verið i fjögur ar við tónlistarnám i Glasgow þegar nenni datt i hug að sækja um starf sem tónlistar- kennari við Tónlistarskólann á Akranesi. EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON „Hún fékk starfið.pakkaði saman föggum sínum og liélt af stað. ,,Eg vissi ekkert um landið, hélt jafnvel að hér hyggju mannætur í snjóhús- um og ætlaði bara að forvitnast," segir hún brosandi. ,,Eg hata lika pöddur og flugur og það voru í raun- inni bara tveir staðir á jörðinni þar sem ég þóttist viss um að lítið eða ekkert væri af þeim: A Islandi og Jan Mayen! Mér leist betur á Is- land.. .!“ Tónlistarhæfileikar að hluta til meðfæddir Hún er fædd og uppalin í Leirvík á Hjaltlandseyjum þar sem hún seg- ir aö mikið sé um þjóðlagatónlist, sem menn læri og spili eftir eyranu. Móðir hennar söng mikið og hún segir það sennilega hafa átt sinn þátt í tónlistaráhuganum: „Mamma hafði mikinn áhuga fyrir tónlist, hafði mikla hæfileika en lítil tæki- færi. baö aö heyra hana syngja hef- ur örugglega haft sín áhrif, en ég held að tónlistarhæfileikar séu að hluta til meöfæddir, þótt þjálfun sé oft aðalatriðið. A Hjaltlandseyjum var takmörkuð tónlistarkennsla og ég hélt því til náms í Glasgow þegar ég var 17 ára. Eg var alltaf ákveðin í aö spila á fiðlu, ekkert annað hljóð- færi. Égætlaðiað spila á fiðlu. . . Ég held að börn viti miklu meira en við gerum okkur grein fyrir." Hún segist hafa átt auðvelt með að aðlagast lífinu í Glasgow: „Þótt ég sé alin upp í sjöþúsund manna bæ á eyju fannst mér skemmtileg til- breyting að koma í margmenni," segir hún. „Það skiptir mig engu hvort ég er á afskekktum stað eða í stórborg, ég er fljót að aðlagast.” Eft- ir fjögurra ára veru i Glasgow sá hún auglýsingu, þar sem óskað var eftir tónlistarkennara til starfa við Tón- listarskólann á Akranesi. Einu ís- lendingarnir sem Wilma hafði séð voru síldarsjómenn: „Þeir voru flestir fullir að kaupa stórar dollur af Mackintosh í búðinni við höfnina í Leirvík!" segir hún hlæjandi. Sjöhundruð ferðir með Akraborginni Fyrsta áriö á íslandi bjó hún og starfaði á Akranesi, en veturinn á eftir flutti hún heimili sitt til Reykja- víkur og fór með Akraborginni milli vinnu og heimilis: „Ég fór sjöhundr- uð og eitthvað ferðir með Akraborg- inni á þessum tíma," segir hún bros- andi og bætir við að það eina sem hún sjái eftir hafi verið að hafa ekki haft veiðistöng með sér. ,,l fyrstu var ég upptekin við aö kenna og mata nemendurna á því hvernig ætti að spila, en ég er að hverfa frá þeirri kennsluaðferö núna. Nú vil ég heist að nemendur íorvitnist meira og leiti meira að sinni eigin þekkingu, því ég hef séð að það er ekki gott að færa mismun- andi einstaklingum sömu upplýs- ingarnar. Þótt það sé kannski hrað- virkast skilar það sér ekki eins vel. Það skiptir máli hvernig nemandinn upplifir þaö að læra lagið, sérstak- lega ef hann leggur mikiö í það sjálf- ur.“ Samspil hugar og handa Eftir nokkur ár við kennslu á Akranesi réðst Wilma til starfa hjá Tónskóla Sigursveins D. Kristinsson- ar. Þar kennir hún nemendum á aldrinum frá 7—27 ára og segir yngri nemendurna vera mjög skap- andi: „Það fer mikið eftir hreyfi- þroska hvernig ungum börnum gengur að spila á fiðlu," segir hún. „Þetta er alltaf spurning um hvernig hugur og hönd vinna saman.” Auk kennslunnar hefur Wilma leikið á fiðluna sína víða um land, meðal annars á hótel Búðum á Snæfells- nesi þar sem hún lék fyrir matar- gesti: „Þar byrjaði ég alltaf að spila inni í eldhúsinu. Ég hafði þá trú að maturinn yrði betri á bragðið ef ljúf tónlist væri leikin fyrir kokkana. Einu sinni endaði ég uppi á þakinu á Búðum með fiðluna, það var til að fá tilbreytingu!" Viljinn helmingur batans Frá barnsaldri haföi Wilma verið astmasjúklingur og var stöðugt á lyfjum vegna þess í yfir tuttugu ár. Hún segir að fyrir tveimur árum hafi hún ákveðið að sætta sig ekki við veikindin lengur og leita sjálf leiða til bata: „Heilsan fór ekki að batna fyrr en ég tók mig í gegn sjálf. Ég ákvað að prófa allt sem mér byð- ist og vera ekki með fordóma fyrir- fram. Ég lærði mikið af þessu. Ég þreifaði mig áfram með mataræði og náttúrumeðul og síðan fórum við tvær vinkonur á námskeið í svo- nefndu ,,metamorphic”nuddi. Ég held það sé ekki til neitt almenni- legt íslenskt orð yfir það, en meta- morphic þýðir „umbreyting". Þetta nudd er ekki það sama og svæða- nudd, heldur er nuddað laust með- fram iljunum og orkuiínur líkamans þræddar. Með því móti er hægt að leysa upp stíflur á orkubrautum. Það hefur komið í Ijós að eitthvert sam- bland af þessu þrennu, mataræðinu, náttúrumeðulunum og nuddinu, hefur hjálpað mér. En ég held að helmingurinn af bata mínum sé því að þakka að ég gerði eitthvað sjálf í því að láta mér batna. Oft reynir maður nýjar leiðir, en það þýðir ekki endilega að maður sé tilbúinn til að breyta ástandinu. Maður verð- ur að vera tilbúinn að taka þátt í um- breytingunni. Batinn kom hægt og sígandi og í fyrstu virtist mér hrein- lega versna. En það er einmitt mál- ið. Náttúrulyf virka ekki jafnhratt og önnur lyf, en mér íinnst þau virka betur. Fyrst gat ég minnkað lyfjaskammtinn til hálfs og á síðasta ári hef ég verið alveg laus við astma- lyfin sem höfðu fylgt mér í yfir tuttugu ár.“ Seyði og te úr brenninetlum og blóðbergi Hún býr til seyði úr brenninetlum, fjallagrösum og blóðbergi og segir slíka drykki fela í sér mikinn mátt: „Við borðum svo mikið af sýru- myndandi fæðu að við verðum að gera eitthvað til að eyða þeirri sýru úr líkamanum. Brenninetlute er mjög gott í þessum tilgangi, það vegur upp á móti sýrunni. Við erum öll misjafnlega móttækileg fyrir hin- um og þessum sjúkdómum en ef sýru- og basahlutfalliö er rétt virð- ast minni likur á að fá umgangspest- ir. Það getur verið óþægilegt að hreinsa líkamann af öllum þeim aukaefnum sem við látum í okkur. En ég tek tarnir í þessum efnum — að passa mataræðið. Ég borðaði til cæmis ekki hveiti í marga mánuði, núna borða ég næstum því allt, seinna ætla ég að prófa að sleppa einhverju öðru. Maður má heldur ekki verða of upptekinn af því hvað má og hvað má ekki, það er viljinn til að breyta sem skiptir mestu máli. Það þarf líka að gæta þess að festast ekki í sama farinu. Það má ekki allt- af miða við fyrri reynslu. Þótt eitt- hvað hafi verið svona eða hinsegin fyrir tíu árum, í fyrra eða í gær, þýð- ir þaö ekki endilega að þannig verði það áfram." Fullorðnir geta mikið lært af börnum í framhaldi af þessu segist hún læra mikið af börnunum sem hún kennir: „Börn telja að allt sé hægt. Þau eru ekki takmörkuð af fortíð- inni og þess vegna eru þau óhrædd að takast á við mismunandi hluti. Ég held að börn eigi að læra af þeim eldri, og öfugt — ekki síður öfugt. Það má margt af börnum læra." Hún segist ekki vita hvað heimþrá er og hafi hugsað sér að búa hér á landi eins lengi og hún getur: „Með- an mér er ekki hent úr landi verð ég hér,” segir hún brosandi. „Ég á marga vini hér eftir ellefu ára veru. Lengi vel umgekkst ég nær ein- göngu tónlistarfólk, en núna á ég vini úr öllum stéttum. Mér þykir gaman að kynnast fólki sem er að fást við allt aðra hluti en ég sjálf, helst hluti sem ég skil ekkert í! Ég hef aldrei verið háð fjölskyldu minni. Eldri systir mín er búsett í London og foreldrar mínir hafa komið til mín hingað í heimsókn. Sjálf hef ég farið árlega til Hjalt- landseyja, nema á þessu ári. Mér finnst ég eiga heima á íslandi, því þar sem manni líður vel, þar á mað- ur heima. Ég held það sé ekki gott að vera of bundinn þjóð sinni. Ef manni líkar ekki vel þar sem maður fæðist á maður að fara þaðan. Það er engin ástæða til að draga alla þjóðina með sér! Þjóðremba fer í taugarnar á mér. ..“

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.