Pressan - 10.08.1989, Side 10
10
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
Laxveiðin í sumar:
Ml
LAX
MEIRI BLEKKING
Sterlaxinn skilaði sér ekki, smálaxinn
ekki heldur og verð á veiðileyfum slé öll
met. Þetta verðg eftirmœli laxveiði-
sumarsins 1989. Í vor var loffað miklum
stórlaxagöngum og smálaxinn átti lika
að vera sterkur. Fiskifræðincjar og aðrir
málsmetandi menn vitnuðu i ffiölmiðlum
um laxaveisluna sem beið stangveiði-
manna. Þrátt ffyrir verulega hækkun á
veiðileyffum voru þeir margir sem slógu
til og kevptu leyffi út á géðar veiðihorf ur.
Nú var lika hægt að kaupa veiðileyfi með
kritarkortum.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYND EINAR ÓLASON
Blekkingin varð til seinnipart
vetrar og í vor. í fjölmiðlum lögðu
saman í púkkið fréttamenn með lax-
veiðidelíu og sérfræðingar sem ekki
virðast halda mikið upp á fræðilega
fyrirvara.
Um það leyti sem stangveiðimenn
veltu fyrir sér hvort þeir ættu að
kaupa veiðileyfi fyrir tugþúsundir
króna gerði laxveiði- og fréttamað-
urinn Olufur Jóhannsson tveggja
mínútna frétt í sjónvarpinu. Fréttin
var send út 25. mars og gekk út á
það að búist væri við góðri laxveiði
í sumar. Viðmælandi fréttamanns
var Árni ísaksson veiðimálastjóri
og ekki dró Árni úr bjartsýni frétta-
manns.
Tæpum þrem vikum áður var haft
eftir Arna í Morgunblaðinu að búast
mætti við „góðum stórlaxagöngum
í réttu hlutfalli við smálaxagöngur
síðasta sumars og eftir því sem sér-
fræðingar stofnunarinnar segja
mér, þá fór sterkur seiðaárgangur til
hafs síðasta vor og því má vænta
sterkra smálaxagangna ef ekkert
óvænt hendir”.
Árni veiðimálastjóri var búinn að
gefa tóninn og eftir honum söng
kórinn. Viðlagið: Metveiði í sumar,
metveiði í sumar.
Einn af þeim sérfræðingum sem
Árni vitnar til er Sigurður Mór
Einarsson, fiskifræðingur og deild-
arstjóri Veiðimálastofnunar í Borg-
arnesi. Sigurður var aðra helgina í
apríl mættur á fund fjölmennustu
samtaka veiðiáhugamanna á ís-
landi, Stangveiðifélags Reykja-
víkur. Á fundinum fjallaði Sigurður
sérstaklega um borgfirskar ár og
„kom fram að Norðurá og Þverá
munu bæta töluverðu af laxi við sig
frá fyrra sumri. Þóttu veiðimönnum
þetta góð tíðindi og þá sérstaklega
hvað varðar Norðurá", segir í endur-
sögn blaðamanns DV, Gunnars
Bender, sem einnig er ákafur lax-
veiðimaður. í huganum voru veiði-
menn búnir að landa laxinum löngu
áður en fiskurinn var kominn í árn-
ar. Þetta átti eftir að versna.
Leikurinn æsist
Þegar komið var fram í maí sáu
menn hilla undir opnunardag nokk-
urra áa. Fréttir af væntanlegri mok-
og
ientar
stu- eða
skipta hús-
næg bíla-
síma 621644 og á
'ír í síma 28944.
veiði urðu þess fyrirferðarmeiri í
fjölmiðlum.
Veiðiskríbent DV segir 6. maí að
„í Laxá í Kjós eru menn farnir að
spá því að áin fari yfir 4000 laxa í
5pmar og það yrði frábært. Veiði-
menn vona allavega að áin slái met-
ið í fyrra og gott betur".
Á baksíðu Morgunblaðsins þriðju-
daginn 30. maí var þriggja dálka
frétt með þessari aðalfyrirsögn:
Spóir mestu stórlaxagöngu í
Norðurá í áraraðir. Sigurður Már
Einarsson var borinn fyrir spánni og
í niðurlagi fréttarinnar segir: „Sig-
urður Már telur að veiðimenn á
bökkum Norðurár og Þverár gætu
lent í venju fremur glæstum veiði-
veislum í júnímánuði.”
Reyndin varð önnur. Fyrsti laxinn
sem kom úr Þverá fékkst ekki á land
fyrr en veiðimenn höfðu barið ána
í fjórtán daga án þess að verða varir.
Fyrir þessa fjórtán fisklausu daga
voru greiddar sex milljónir króna í
veiðileyfi.
Það sama var upp á teningnum í
öðrum ám. Minni lax kom á land en
í fyrra og engar líkur eru á að það
breytist seinnipart sumars.
Blekking
og þekking
Miðað við hversu einhlítir spá-
dómar fiskifræðinga voru í vetur og
vor um laxagengd mætti ætla að
spárnar væru byggðar á traustum
grunni. Svo er ekki og hafa fiski-
fræðingar sjálfir fyrstir orðið til að
viðurkenna það.
„Við vitum sáralítið um laxinn í
sjónum, erum aðeins byrjaðir að
fikra okkur áfram,” segir Sigurður
Már Einarsson. Samt sem áður ver
laxinn allt að helftinni af líftíma sín-
um í hafinu og heldur þar til í 2—3
ár án þess að koma í ferskvatn.”
En er þá ekki ábyrgðarleysi að
gefa eindregnar yfirlýsingar um
veiðihorfur?
„Nei, ég vil ekki kalla þetta
ábyrgðarleysi. Við segjum það sem
við höldum réttast á hverjum tíma,"
segir Sigurður. Hann bætir við að
veiðimenn og blaðamenn sæki stíft
eftir áliti fiskifræðinga um horfurn-
ar og oft sé fyrirvara á spám lítill
gaumur gefinn.
TILKYNNINGAR
Tilkynning vegna veiði í
Norðlingafljóti
Að kröfu Veiðifélags Borgarfjarðar og með
bréfi landbúnaðarráðuneytisins hinn 21. júlí
1989 hefur nú verið lagt bann við þeirri veiði
sem stunduð hefur verið í Norðlingafljóti
undanfarin ár.
Af hálfu leigutaka þykir of tímafrekt, kostnað-
arsamt og vonlítið að hefja málarekstur
vegna þessa að sinni.
Þess vegna tilkynnist þeim sem greitt hafa
veiðileyfi í NorðlingafIjóti, að þau muni verða
endurgreidd, þó eru menn vinsamlegast
beðnir að hafa smá biðlund vegna þessa,
jafnframt eru viðkomandi beðnir velvirðingar
á óþægindum sem þetta hefur í för með sér.
F.h. Norðlings hf.,
Reykjavík, 21.júlí
Sveinn Jónsso^y''
Gamanið er búið. Tilbúnu veiði-ánni Norðlingafljóti
var lokað með banni stjórnvalda. Mörg veiðileyfi
ti
Sk
24
su
Inr
þó
da
þegar seld.
Lokun vec/
»/
Vegna sumarfrí
til 7. ágils#^"'
Ekki er nokkur vafi á að bjartsýn-
ar veiðispár koma seljendum veiði-
leyfa til góða. Laxveiðimenn eru tví-
stígandi fram eftir vetri og velta fyr-
ir sér hvort þeir eiga að láta slag
standa og kaupa leyfi sem flestum
finnst rándýr. Þegar jafnt og þétt er
hamrað á því í fjölmiðlum að í sum-
ar verði „laxaveisla” er hætt við að
veiðiáráttan verði fjármálavitinu yf-
irsterkari. Til að gera agnið enn
girnilegra var víða boðið upp á rað-
greiðslur krítarkorta sem borgun
fyrir veiðileyfi.
„Við kærum okkur ekki um að
vera notaðir til að hækka verð á
veiðileyfum," segir Sigurður þegar
sambandið milli spár fiskifræðinga
og verðs á veiðileyfum er borið und-
ir hann.
Það var búið að ákveða verðið á
flestum veiðileyfum í ár löngu áður
en Sigurður og félagar voru fengnir
til að gefa álit sitt á veiðiskapnum í
sumar. Hinsvegar var ekki útséð um
hvernig leyfin myndu seljast.
Óveiddur lax á
10 þúsund krónur
Laxá á Ásum hefur löngum verið
dýrust áa. Þar fara saman góð afla-
von, fallegt umhverfi og aðeins er
veitt á tvær stangir í senn. Mörgum
þótti samt nóg um þegar fréttist að
dýrasti dagurinn væri seldur á rúm-
ar 100 þúsund krónur. Aðrar ár í
dýrari kantinum eru Víðidalsá,
Vatnsdalsá og Laxá í Kjós og
bestu dagarnir þar kosta um 40 þús-
und krónur. í þessum ám er veitt á
6—12 stangir.
Guðlaugur Bergmann, eigandi
Karnabæjar, er annálaður laxveiði-
maður. Hann segist leggja dýru árn-
ar til hliðar þetta sumarið. „Ég veiði
minna í ár en í fyrra og það verður
enn minna næsta sumar.”
Guðlaugur telur verð á veiðileyf-
um alltof hátt. „Það hlýtur eitthvað
að gerast í þessum málum á næst-
unni. Fólk hefur ekki efni á svona
dýrum veiðileyfum."
Starfsmenn Veiðimálastofnunar
reiknuðu út að í fyrra hefði hver
veiddur lax kostað veiðimanninn að
jafnaði 10 þúsund krónur. Þetta er
helmingi hærri fjárhæð en bóndi
fær fyrir meðaldilk sem hann legg-
ur inn til slátrunar. Þeir bændur sem
eru svo lánsamir að búa á jörðum
með veiðirétti í góðri á fá drjúgar
tekjur fyrir sáralitla vinnu enda þarf
hvorki að afla heyja fyrir laxinn né
byggja yfir hann fjárhús.
Af aurum verður
margur api
Hátt verð á laxveiðileyfum fær
menn til að sjá ofsjónum yfir gróða-
möguleikunum. Á síðustu árum hef-
ur það færst í vöxt að ófiskgengar ár
séu gerðar að laxveiðiám í einum
grænum.
Það er gert með því að taka full-
þroska eldislax, setja hann í árnar
og selja dellukörlum aðgang. í fyrra
var til að mynda hægt að kaupa að-
gang að Hafnará í Melasveit við
Borgarfjörð.
Hafnará er litlu meira en lækjar-
spræna og til skamms tíma var eng-
inn fiskur í ánni. Á því var gerð
bragarbót og eldislaxi sleppt í Hafn-
ará í fyrra. Laxinn var svo óham-
ingjusamur í ánni að það varð að
girða fyrir ósinn til að hann kæmist
ekki út.
Þeir sem létu sig hafa það að
kaupa veiðileyfi á rúmar 5000 krón-
ur í Hafnará hittu fyrir vesældarleg-
an og dasaðan fisk sem virtist ekki
skipta nokkru máli hvort hann lægi
í vatni eða á þurru landi. Það sást til
lögfræðings við Hafnará sem hafði
ekki fyrir því að bleyta færið heldur
vippaði fiskinum á land með háfi.
I nágrenni við Hafnará eru tvær
aðrar ófiskgengar ár sem búið er að
gera að laxveiðiám. Norðlingafljót
heitir önnur þeirra og er ein af þver-
ám Hvítár en hin Blikdalsá í Kjós.
í Norðlingafljót voru seld veiði-
leyfi í sumar þrátt fyrir að tvísýnt
væri um samþykki opinberra aðila.
Ævintýrinu lauk 21. júní þegar land-
búnaðarráðuneytið bannaði rekstr-
araðilum Norðlingafljóts að halda
starfseminni áfram. Þegar síðast
fréttist var enn hægt að fá keyptan
aðgang að Blikdalsá.
Aðrar tilraunir til að koma upp
laxám hafa spillt þeirri veiði sem
fyrir var. Geirlandsá við Kirkju-
bæjarklaustur hefur löngum verið
þekkt fyrir vænan og góðan sjóbirt-
ing. Á síðasta áratug var laxaseiðum
sleppt í ána í gríð og erg í þeirri von
að hún yrði eftirsótt til laxveiða.
Það fór á annan veg. Árið 1986
komu 26 laxar á land og árið eftir
voru þeir 32. Verra var að
sjóbirtingsveiðin dalaði og virðist
ekki ætla að ná sér á strik.
Enn ein leið til að auka tekjurnar
af laxveiðiám er að fjölga stöngum.
Skammt frá Búðardal rennur áin
Fáskrúð. Til skamms tíma voru
leyfðar tvær stangir í ánni. Þrjú góð
aflaár, 1986, 1987 og 1988, þóttu
réttlæta þriðju stöngina, en hún
kom sem viðbót við „eðlilega”
hækkun á veiðileyfum.
Veiðidálkaskriffinnur Morgun-
blaðsins, Guðmundur Guðjóns-
son, velti í vetur fyrir sér verðlaginu
á laxveiðileyfum. Niðurstaða hans
var þessi: „Já, það er margt skrýtið
i þessu veiðisamfélagi.”