Pressan - 10.08.1989, Page 12

Pressan - 10.08.1989, Page 12
12 Fimmtudagur 10. ágúst 1989 i Þorvaldur Guðmundsson forstjóri býr í Háuhlíð 12. Þorvaldur er skattakóngur með 25 milljónir í opinber gjöld. Heimili Valdimars Jóhannssonar bókaútgefanda er á Grenimel 21. Valdimar er með 23 milljónir í Skatta. Sigurður Valdimarsson bankaritari á að borga átta og hálfa milljón í ríkiskassann. Hann býr á Lynghaga 3. HVAR BÚA SKATTHÆSTU REYKVÍKIN Andrós Guðmundsson lyfsali býr i einbýlishúsi í Hlyn- gerði 11. Hann fékk sjö og hálfa milljón króna í álagn- ingu. Guðmundur Arason á Reynimel 68 er með sex og hálfa milljón. Eina konan á listanum er Guðrún Ólafsdóttir tann- læknir í Kaldaseli 11 með sex milljónir í opinber gjöld. VIÐRÆÐUR RÍKISSTIÓRNAR 06 B0RGARAFL0KKS SAGAN ENDALAUSA Viðraeður rikisst|órnar við Borgaraf lokkinn ganga ekkert. Enn hafa málefni litið eða ekkert verið rædd. Ráðuneytisskipting vefst fyrir Alþýðuflokknum Skoðun Borgaraflokksins er sú, samkvæmt heimildum PRESSUNN- AR, aö þátttaka flokksins í ríkis- stjórn strandi á ósamkomulagi inn- an stjórnarinnar um hvað hún á að bjóða flokknum. Borgaraflokkurinn hefur lagt fram málalista sem hann segir vera inntökuskilyrði, og um þau mál verði að semja. Borgara- flokkurinn er langþreyttur á því sem hann kallar samkomulagsleysi inn- an ríkisstjórnarinnar, eins og fram hefur komið hjá m.a. Aðalheiði Bjarnfreðsdóttur. Meðal mála Borgaraftokksins eru lækkun á söluskatti af matvælum, breytingar á eignarskatti, þ.e. afnám hæsta þrepsins, afnám sjálfvirkra vísitölubindinga, millifærsla á per- sónuafslætti hjá hjónum, afnám stimpilgjalda á hlutabréf, uppstokk- un í ríkiskerfinu, bæði varðandi stjórnarráðið og að draga úr kostn- aði hjá því opinbera. Og svo eru það að sjálfsögðu ráðuneytin sem Borg- araflokkurinn vill fá i sinn hlut. Borgaraflokkurinn lagði fram kröfulista um mánaðamótin maí— júni. Ríkisstjórnin lagði þá til að byrjað yrði að ræða skiptingu ráðu- neyta og í raun má segja að við það sitji enn. Ekki hefur fengist neinn botn í það mál. Ráðherrastólar Alþýðuflokkurinn hefur goldið þess nokkuð að formaður flokksins hefur verið utanveltu í umræðunni um efnahagsmál, maðurinn utan- ríkisráðherra og mestanpart út úr landinu á fundum vegna samninga EFTA og EB. Það er því ekki fýsileg- ur kostur fyrir flokkinn að fórna ráðuneyti til Borgaraflokksins, enda hafa kratar hugsað til þess með lítilli gleði. Helst hefur verið rætt um fé- lagsmálaráðuneytið, en Jóhanna Sigurðardóttir vill alls ekki hætta við félagsmálin, jafnvel þó hún fái í staðinn nýtt ráðuneyti umhverfis- mála. Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokkurinn virðast hinsvegar tilbúin að gefa eftir eitt ráðuneyti. Framsóknarflokkurinn þá dóms- og kirkjumálin og Alþýðubandalagið samgöngumálin. Alþýðuflokkurinn hefur alla tíð talið sig hafa farið illa út úr skiptingu ráðuneyta innan rikisstjórnarinnar og í raun líta flokksmenn svo á að þeir hafi aðeins þrjú ráðuneyti; að vipskipta- og iðnaðarráðuneytið séu eitt. Þeir segja: Gefum Borgurum umhverfisráðuneytið. Þetta hlusta þeir ekki á. Finnst það ekki feitur biti að fá dómsmálin, samgöngu- málin og umhverfismálin. Enda er flokkurinn þá ekkert inni í efna- hagsumræðunni og þar hefur hann talið sig eiga mest erindi. Alþýðuflokkurinn tvístígandi Alþýðubandalagsforystan og Fríunsóknarflokkurinn eru fylgjandi því að fá Borgaraflokkinn inn í ríkis- stjórnina og samkvæmt heimildum PRESSUNNAR hafa báðir þessir flokkar tekið líklega í ákveðnar til- lögur Borgaranna. Sérstaklega lækkun á söluskatti af matvælum og breytingar á eignarskatti, sömuleið- is breytingar á vísitölum varðandi EFTIR KRISTJÁN KRISTJÁNSSON afnám sjálfvirkra vísitöluskuldbind- inga á ýmsa þætti þjóðlífsins, bæði fjármagn og ríkisútgjöld. Reyndar hefur samkvæmt heimildum PRESS- UNNAR ekki lengra verið farið í málefnalegum umræðum, en reynd- ar má geta þess að hugmyndir Jóns Sigurðssonar og Borgaraflokksins um afnám stimpilgjalds á hlutabréf sem vænlegri sparnaðarleið fyrir al- menning virðast ganga nokkuð vel saman. Alþýðuflokkurinn virðist vera helsti þrándur í götu í þessum mál- um, eftir því sem næst verður kom- ist. Þar ku einkum stranda á því að Jón Baldvin Hannibalsson er and- snúinn þeirri hugmynd að hrófla við söluskattinum á matvæli, eins og reyndar margoft hefur komið fram. Enda var Jón fjármálaráðherra þeg- ar „matarskatturinn" komst á og hefur margbent á, að í raun sé hann ekki til, því um leið hafi komið til að- gerðir sem hafi komið launafólki til góða á móti. Jón Sigurðsson er and- stæðingur þess að hrófla við vísi- töluviðmiðunum, eins og sömuleið- is hefur margoft komið fram. Jón Baldvin hefur reyndar lýst því yfir í Alþýðublaðinu fyrir skemmstu að hann sé þess fús að taka þá inn í ríkisstjórnar sem hafa stutt stjórn- ina í mikilvægum málum. Stein- grímur Hermannsson hefur marg- lýst því yfir að hann vilji Borgara- flokkinn í rikisstjórnina. Forysta Al- þýðubandalagsins er því fylgjandi. Böndin berast þvi einkum að Jóni

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.