Pressan - 10.08.1989, Page 15
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
15
„Skylt er skeggið hökunni." sögðu spakir menn í eina tíð. Hitt er annað mál
að til þess að leyna nautnasýkislegum munnsvip má rækta með sér skegg
á efrivör. Skeggjaðir kynþættir heims hafa frá ómunatíð eðlilega haft miklar
mætur á skeggi. Það er karlmennskutákn: Drenghnokkar og geldingar eru
skegglausir. Skeggjaðar konur eru aftur á móti álitnar vera nornir. Þeir sem
hafa mætur á forn-írskum bókmenntum kannast án efa við þá siðvenju kapp-
anna að sverja við skeggið á sér áður en þeir flá höfuðleðrið af andstæðingum.
Sagnaritarinn Pólybíus segir að hinir fornu Keltar hafi verið með ákaflega langt
yfirvaraskegg og þessu tók Júlíus Sesar eftir líka. Á síðari tímum hefur enginn
maður státað af jafn-óskaplegu yfirvaraskeggi og þýski heimspekingurinn
Friedrich Nietzsche. Er það haft fyrir satt að ýmsir sem töldu sig halla undir
eitt og annað í heimspeki þessa tannhvassa Þjóðverja hafi í rauninni bara verið
hrifnir af tilkomumiklu yfirvaraskegginu.
TEXTI: ÞÓRHALLUR EYPÓRSSON - MYNDIR: EINAR ÓLASON O.FL.
VEIÐIHAR
Helgi Pótursson fróttamaður:
„í minni aett eru margirskeggjaðir. Faðir minn
er með yfirvaraskegg og bræöur mínir tveir.
Móðir mín er aftur á móti skegglaus, svo og
yngsti bróðir minn. Sjálfur hef ég verið með
yfirvaraskegg í 20 ár. En svo bar við um
síðustu jól að ég rakaöi það af mér.Von bráðar
rann upp fyrir mér af hverju ég er með
yfirvaraskegg. Á efrivörinni er skeggvöxtur
minn gríðarlega ör. En það má undarlegt heita
að annars staðar, t.d. á hökunni, sprettur
ekkert skegg. Ég gæti t.a.m. ekki safnað
alskeggi þótt ég feginn vildi."
Guðni Bragason sendiráðsritari:
„Einhverju sinni reyndi ég að rækta með mér
ákaflega voldugt prússneskt yfirvaraskegg að
hætti Vilhjálms annars. En það gekk ekki vel.
Einkanlega átti ég bágt með svefn nema nota
skegghlíf en undan henni getur mann klæjað
ofboðslega. Annað vandarnál var að margtr
eru svo ókurteisir að eiga ekki tebolla með s
sérstakri skeggbrík þannig að þegar maður
kom í heimsókn með prússneska
yfirvaraskeggið og ætlaði að þiggja te gat
maður ekki drukkið það á heflaðan hátt. Það
má segja að ég hafi gefist upp á j
mikilfenglegum skeggvexti út af þessum^|
erfiðleikum. Þetta gat líka verið erfitt viðfangs' !
og bókstaflega óviðeigandi gagnvan
rekkjunauti. Já, það hlaust oft af þessu I
hvimleiður misskilningur. Núna læt ég mér
þvi nægja að vera með lítið en sgyrtilegt
yfirvaraskegg."
Jóhann Rúnar Björgvinsson hjá
Þjóðhagsstofnun:
„Yfirvaraskeggið prýðir mig —
jaess vegna er ég með það. Ég hef
verið með það í bráðum 15 ár eða
síðan ég var við nám í Uppsölum.
Það var engin sérstök ástæða fyrir
því að ég byrjaði að láta mér
spretta yfirvaraskegg. Það bara
kom. Og ég hef ekki rakað það
burt utan einu sinni, það var
1982—83. En ég kunni ekki við
mig skegglausan, mér fannst
eitthvað vanta á andlitið. Þó kæri
ég mig ekki um að vera með
alskegg þótt ég hafi reyndar
prófað það í hálft ár. Alskegg er
einhvern veginn ekki eins
snyrtilegt og yfirvaraskegg. Á svo
sem eins og tveggja ára fresti
minnist konan á að ég ætti nú að
fara að raka mig. En það verður nú
ekki í bráð..."
Gunnar Smári Egilsson blaðamaöur:
„Spaðagosinn...? Nei! Reyndar er ég að láta skeggið breiða úr sér yfir
andlit mitt því að ég er að safna alskeggi eins og þú sérð. Það hefur
hvorki háð mér í leik né starfi að vera með yfirvaraskegg. Að vísu mein-
aði mágkona mín mér einu sinni að kyssa sig þegar ég ætlaði að óska
henni gleðilegra jóla. Það er eini kvenmaðurinn sem ég man eftir að hafi
verið til vandræða að þessu leyti. Að lokum vil ég geta þess að þegar
ég er hamingjusamur þá sný ég upp á skeggiö."
Guðmundur Snorrason flugumsjónarmaður:
„Ég hef verið með yfirvaraskegg síðan 1953. Þegar ég var að læra
flugumsjón þótti mér ekki borin nógu mikil virðing fyrir mér
skegglausum því að ég var frekar unglegur og þess vegna lét ég mér
vaxa yfirvaraskegg. Ég var sendur til framhaldsnáms í Bandaríkjunum
og þurfti aö gangast undir próf hjá bandariska loftferöaeftirlitinu í
Washington. Ég fékk fékk prófskírteiniö í hendur þótt ég væri bara 22ja
ára og lágmarksaldur væri 23 ár. Þetta þakkaði ég yfirvaraskegginu. Það
hafði staðið fyrir sínu. Eini árangurinn sem ég hef orðið var við að
skeggið skilaði hjá kvenþjóðinni var þegar gömul kunningjakona
fjölskyldunnar, Guðrún Helgadóttir, sem enn lifir í hárri elli á Hrafnistu,
sá mig með það í fyrsta sinn. Þá kyssti hún mig og hrópaði upp: „Mikið
ertu orðinn myndarlegur, Guðmundur minnl"
Halldór Þorsteinsson
skólastjóri:
„Ég er búinn aö vera með
yfirvaraskegg í 30 ár og hef
aldrei rakað mig. Það er
vissulega mikil vinna að vera
með snyrtilegt og vel hirt
yfirvaraskegg. Eg treysti tveimur
aðilum best til aö snyrta það,
þeim Villa Þór rakara og konunni
minni Andreu. Ég hef aldrei leitt
hugann að því af hverju ég er
með yfirvaraskegg en ekki —
segjum — alskegg, sem ég var
reyndar með eitt ár; það var í
París árið 1949. Mér fyndist ég
vera hálfnakinn ef ég væri
skegglaus. Á hinn bóginn hef ég
aldrei orðið var við að
skeggvöxtur minn hefði neitt að
segja í sambandi við konur..."
Bolli Þór Bollason hjá fjármálaráðuneyti:
„Ég hef verið með yfirvaraskegg síðan 1971
en þá var ég í próflestri í Manchester. Tilefni
þess að ég fór að safna var nú ekki merkilegra
en það að maður trassaöi að raka sig. Ég var
fyrst með alskegg, skóf það svo af að mestu
en skildi yfirvaraskeggið eftir. Margir
kunningjar mínir á áttunda áratugnum voru
meira og minna skeggjaðir. Þetta var
tíðarandinn frá '68. Ég hef aldrei verið
þjakaðuraf skegginu. En þegarég erfarinn að
bíta í það tek ég fram rakhnífinn ..."
Jóhann Jónmundsson, dyravörður í Abracadabra:
„Ég fékk hugmyndina að yfirskegginu frá Ragnari
Éðvaldssyni, föður Ómars Ragnarssonar. Hann kom oft
á bensínstöð sem ég vann á og ég dáðist mjög að
skeggvexti hans og fór að herma eftir honum. Til þess
að hemja skeggið nota ég ýmist munnvatn, pilsner eða
gel — það reynist best. í þá daga þegar ég var
dyravörður á Óðali notaði ég skeggvax en það brúka ég
ekki lengur. Ég er búinn að vera með skegg í einhverri
mynd síðan ég kom heim úr túrnum ti! Rússlands. Þar
var ég settur í fangelsi fyrir óspektir í almenningsgarði.
Fangaverðirnir voru tveggja metra háar kerlingar sem
ekkert þýddi að vera með neina vitleysu við. Mér varð
svo mikið um að ég kom með sítt hár og alskegg til
baka. í sambandi við kvenfólkið er skemmst frá því að
segja að sumt er hrifið af þessu — annað hundóánægt,
eins og gengur. Einu sinni þegar ég stóð í dyrunum á
skemmtistaðnum sem ég vinn á var fólk í anddyrinu að
ræða sín á milli um yfirvaraskeggið á mér. Þarna er líka
kona sem hlustar á samræöurnar nokkra hríð og segir
svo stundarhátt: „Mikiö held ég að þetta kitli í kviðinn."