Pressan - 10.08.1989, Síða 16
16
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
ÞÁIIUR AF LINCOLN SWADOS
— og innilegri hluttekningu Hallgríms
Thorsteinssonar út af örlögum hans
Þegar Hallgrimur Thorsteinsson var
búinn að sýna i tvö ár i Reykjavik siðdeg-
is á Bylgjunni hvernig islenskur útvarps-
þáttur gœti verið töffffaralegur en léttur,
menningarlegur en skemmtilegur — þá
hvarff hann á vit nýrra œvintýra til Amer-
iku.
VIDTAL: ÞÓRHALLUR EYPÓRSSON
„Ég er í þriggja vikna stoppi og
nota tækifærið til að grípa í gamla
þáttinn minn,“ segir Hallgrímur
sem stýrir Reykjavík síðdegis næstu
þrjár vikurnar. Annars er hann
núna búsettur í New York og stund-
ar þar nám í háskólanum sem
kenndur er við borgina: New York
University. „Námið felst í því að
reyna að átta sig á hvað þessi mikla
tölvu- og fjarskiptabylting kemur til
með að þýða. Þetta er masters-nám
og heitir: Interactive telecommuni-
cations — á íslensku: Samvirk boð-
skipti.
Þetta er skemmtilegt nám," held-
ur Hallgrímur áfram, „af því að það
veit enginn hvað er að gerast. í
þessu fagi koma menn ekki til með
að vita hvað er að gerast fyrr en
eftir 10 ár, þegar fer að greiðast úr
allri tækniflækjunni — þá, í fyrsta
lagi, munum við vita hvernig boð-
skiptum og fjölmiðlun verður hátt-
að í framtíðinni. Þessi tækni á eftir
að gera kleift að senda miklu meira
af upplýsingum, myndefni, hljóð-
efni o.þ.h. þvers og kruss um allan
heim fyrir miklu minna fé en nú er.
Þetta er spennandi í augnablikinu."
Getur Hallgrímur lært eitthvað
meira um fjölmiðla en hann er bú-
inn að gera í starfi sínu sem frétta-
maður á ríkisútvarpinu, blaðamað-
ur á Helgarpóstinum, fréttastjóri á
Bylgjunni (burtséð frá því, náttúr-
lega, að hann lærði áður fjölmiðla-
fræði við háskólann í Portland,
Oregon)? „Nei, kannski ekki. Ég er
að reyna að fylgjast með í faginu
eins og fagmenn eiga að gera. Eins
og ég segi: Það eru nýir hlutir að
gerast. í vændum er samruni síma,
sjónvarps, tölvu. í Bandaríkjunum,
þar sem ríkisvaldið er ekki með af-
gerandi forystu í rafeindatækni
heldur einkaframtakið, eru menn
mjög uggandi yfir því að þeir séu að
missa forystuna í hendur á Japön-
um, t.d. að því er varðar háskerpi-
sjónvarp. Hjá öðrum þjóðum, t.d.
Japönum og Frökkum, hefur ríkis-
valdið markvisst reynt að stuðla að
þróun á þessu sviði með ríkisstyrkj-
um. í Bandaríkjunum, aftur á móti,
vill það brenna við að hrá viðskipta-
sjónarmið, sem eru oft í eðli sínu
skammsýn, ráði ferðum. Loks: Á ís-
landi, þar sem ríkisvaldið kemur
auðvitað inn í öll svona mál, er það
alltaf sama sagan að aldrei er hægt
að innleiða nýjungar nema í tengsl-
um við hernaðarbandalög, saman-
ber flugvelli og nú síðast ljósleiðara-
málið. Þar ætlar Nató að taka þátt í
hluta af kostnaðinum, eins og drep-
ið var á í fréttum um daginn."
Hallgrímur sem hélt utan síðast-
liðið haust fer ekki í launkofa með
að í borg eins og New York taki tíma
að átta sig og finnast maður eiga
heima þar. „Eftir fimm mánuði þótti
mér ég geta orðið talað við fólk á
þess eigin nótum og þar með lagt
grunninn að þeim samböndum sem
er nauðsynlegt að hafa. Þá var ég
búinn að læra að þetta segi ég ekki
við þennan og hitt ekki við hinn. Og
farinn að geta lifað innan um alla
hörmungina sem mætir manni hvar
sem maður á leið um stræti þessarar
borgar," segir Hallgrímur sem sjálf-
ur býr í hinu athyglisverða hverfi
East Village, skammt frá suðupottin-
um Tompkins Square, þar sem kom
til snarpra átaka í fyrra á milli lög-
reglu og íbúa hverfisins, einatt ýmist
fátækra, aldraðra eða húsnæðis-
lausra — eða allt þetta í senn.
„Ástandið er hroðalegt. Þú situr á
kaffihúsi og drekkur þitt kaffi og á
gangstéttinni við hliðina á þér ligg-
ur maður sem þú veist ekkert hvort
er dauður eða lifandi — mjög ógeðs-
legt í rauninni. En svona er þetta.
Það eru um 90 þúsund húsnæðis-
lausir menn í New York og þeir eru
úti á götu og þú sérð þessa menn.
Þarna vantar pólitískar lausnir ef
einhvers staðar! Ástæðurnar fyrir
þessu ástandi eru m.a. þær að á Rea-
gan-árunum voru útgjöld til heil-
brigðisþjónustu miskunnarlaust
skorin niður og alríkisyfirvöld
hættu að greiða sjúkrabætur til
þeirra sem haldnir voru „þung-
lyndi“ — það var ekki talið sjúkdóm-
ur.“
Ein lífsreynslusaga í lokin: „í
Ef síminn hringdi —
kœmi ég aftur til Islands
Martin Berkofsky og Anna Málfríöur Siguröardóttir
kenna Tyrkjum aö spila á píanó
„Eff siminn hringdi eg mér vœri boðin
staða i pianókennslu fyrir lengra komna
á íslandi er ég ekki i nokkrum vaffa um að
óg slægi til og sottist hér afftur að. En það
heffur onn okki verið hringt i mig," sogðr
Martin Borkoffsky, bandariski pianéleik-
arinn, som or moð þeim lítt skýranlegu
ósköpum gerður að „unna öllu sem is-
lenskt er". Á sunnudaginn verður hann
með ténleika i íslensku éperunni.
VIÐTAL: ÞÓRHALLUR EYÞÓRSSÓN - MYND: EINAR ÓLASON
íslenska þjóðin er stundum afund-
in í garð erlendra tengdasona sinna,
einkum ef þeir eru píanóleikarar.
Eftir fimm ára dvöl á íslandi, sem
var viðburðarík að flestu öðru leyti
en því að fá starf við sitt hæfi, tók
Martin Berkofsky — sem hefur
komið fram opinberlega sem pían-
isti frá 8 ára aldri þegar hann lék t
sjónvarpi í heimaborg sinni Wash-
ington DC — pokann sinn, ásamt
konu sinni, Önnu Málfríði Sigurðar-
dóttur píanóleikara, og hélt til Tyrk-
lands. Þar hafa þau hjón kennt í tvö
ár við tónlistarháskólann í hinni
fornfrægu borg Izmir, sem áður hét
Smyrna, á strönd Eyjahafs.
Einn örlagaríkasti viðburður í lífi
Berkofskys á íslandi var þegar ekið
var á hann þar sem hann brunaði á
mótorhjóli eftir Hringbrautinni,
með þeim afleiðingum að hann
brotnaði illa. Meðal annars hand-
leggsbrotnaði hann, sem er eins og
gefur að skilja afar viðkvæmt mál
fyrir pianóleikara. „Líf mitt breyttist
við þetta slys. Ég var umfram allt
þakklátur fyrir að hafa sloppið lif-
andi út úr þessum ósköpum. Ég
komst að því síðar að menn bjugg-
ust ekki við því að ég gæti nokkurn
tíma leikið aftur á píanó. Þá hét ég
því að ef ég endurheimti krafta
mína að nýju myndi ég eftirleiðis
nýta þá í þágu góðra málefna eins
og mér væri frekast unnt,“ segir
Berkofsky, sem eftir slysið hélt m.a.
tónleika við Harvard-háskóla til
styrktar byggingu tónlistarhúss í
Reykjavík.
Þegar Berkofsky hafði náð sér og
safnað kröftum kenndi hann ápíanó
í Tónlistarskóla Garðabæjar. „Eg átti
mjög gott samstarf við alla þar. En
hins vegar var ekki fullnægjandi
fyrir mig að kenna mestmegnis
byrjendum til lengdar vegna þess að
áður hafði ég kennt tónlist á hærra
stigi, m.a. við Rutgers-háskólann og
Maryland-háskóla. í allri hógværð
spurðist ég öðru hverju fyrir um
starf hjá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík. En ég komst brátt að því að það
var ekki til i dæminu að ég fengi eitt-
hvað að gera þar. Eftir talsverða eft-
irgrennslan og eftir að ég hafði gert
heyrinkunnugt að mér hefðu borist
tilboð um störf á tveimur stöðum er-
lendis, í Títógrad í Júgóslaviu og í
Izmir, þá sögðu menn í Tónlistar-
skólanum: „Þú getur fengið hér
starf ef þú kemur sjálfur með þína
eigin nemendur!" Ég sagði þá að ég
myndi gera mig ánægðan með hálfa
stöðu við Tónlistarskólann í Reykja-
vík en halda hálfri stöðu í Garðabæ.
En svarið sem mér var gefið í Tón-
listarskólanum var eftir sem áður:
„Nei.“ Ég er þó ekki reiður eða sár
út í neinm Það væri smásálarlegt.
En ég ann íslandi mjög og vildi held-
ur búa hér en nokkurs staðar annars
í veröldinni og ef mér byðist hér
starf við mitt hæfi myndi ég þiggja
það með þökkurn."
Berkofsky segist hafa það á til-
finningunni að sumum íslendingum
gangi illa að skilja að útlendingum
ge:ti þótt vænt um um landið þeirra.
„Þeir segja kannski sem svo: „Hann
hlýtur að vilja koma hingað af því
að það er eitthvað að honum. Senni-
lega er hann lélegur tónlistarmað-
ur.“ Mér þykir mjög leitt að þetta
skyldi fara svona. En ég er bjartsýn-
ismaður að upplagi. Og ástand mála
hér á e.t.v eftir að breytast — hver
veit.“
En nú er það Izmir, þriðja stærsta
borg Tyrklands með um eina og
hálfa milljón íbúa. í Tyrklandi eru
fjórar sinfóníuhljómsveitir og starf-
ar ein í Izmir þótt sú besta sé líklega
í höfuðborginni, AnkcU'a. „Tyrkir
eru mjög áfram um að semja sig að
háttum Vesturlandabúa og efla
sömu götu og ég bý, þarnæsta húsi,
þá hugsa ég að ég hafi gengið einum
tvisvar sinnum framhjá líki á leið-
inni í skólann. Þetta var síðan for-
síðumál í Village Voice. Sá látni hét
Lincoln Swados, einhentur, fótfúinn
og sérsinna einstæðingur. Hann
hafði búið í dálítilli skonsu á jarð-
hæð fjölbýlishúss með ódýrum
leiguíbúðum. Einhver náungi keypti
húsið og ákvað að breyta óhrjáleg-
um vistarverunum í lúxusíbúðir
handa efnuðu fólki sem sækist eftir
því að búa miðsvæðis. Húseigand-
anum fannst jarðhæðin til lítillar
prýði og byggði því vegg meðfram
henni og lokaði þar með Lincoln
karlinn Swados inni í skonsunni sem
hann hafði helgað sér, því að ekki
var nærri því komandi að hann færi
þaðan út. Til að gera langa sögu
stutta dó veslings maðurinn þarna á
bak við þennan vegg. Nú hefur sak-
sóknari New York-ríkis ákveðið að
höfða mál á hendur húseigandan-
um fyrir að hafa orðið valdur að
dauða Lincolns Swados."
Það er í þetta umhverfi sem Hall-
grímur stefnir aftur innan fárra
vikna. Daginn áður en hann fór
heim nú fyrir skemmstu varð hon-
um gengið framhjá húsinu þar sem
Lincoln Swados bar beinin. Þar hitti
hann að máli nokkra eldheita menn
sem hafa staðið í mótmælum vegna
hins sorglega atburðar. Þegar þeir
komust að því að hér væri frétta-
maður á ferð vildu þeir óðir og upp-
vægir fá hann til liðs við sig í barátt-
unni við húseigendaveldið, þar sem
þeir eiga undir högg að sækja. Hall-
grímur sagðist hins vegar vera að
flytja í aðra götu þar í grenndinni og
það væri aldrei að vita hvaða mál-
staður tæki við þar.
Vonandi heyrist þó frá honum aft-
ur einnig hér.
menningarlíf í landi sínu. Þeir eru
ákaflega áhugasamir um að glæða
tónlistarlífið og tilbúnir að leggja
mikið á sig í þeim efnum. Ég hef í
starfi mínu mætt mikium skilningi
og allir eru mjög hjálpfúsir."
En hvernig er fyrir íslenska konu
að búa á meðal Tyrkja — hættulegt?
„Ég fer allra minna ferða einsöm-
iil.“ seoir Anna Málfríður. sem líka
kennir í tónlistarháskólanum í Iz-
mir, „en á næturþeli ættu konur þó
ekki að vera einar á ferð — en það
gildir um fleiri staði í veröldinni en
Tyrkland. Hluti af þeirri hugmynd
sem fólk gerir sér venjulega um
Tyrkland er að þar sé konum mjög
haldið niðri. Þetta hefur breyst mik-
ið á síðustu árum. Samt er í þessum
efnum sem öðrum enn mikill mun-
ur á þjóðfélagsstéttum. Staða
menntaðra kvenna er ekki óáþekk
því sem almennt gerist á Vestur-
löndum. En á meðal hinna efna-
minni, ekki síst úti á landsbyggðinni,
er staður eiginkonunnar talinn vera
heimilið — eldhúsið; og sama er að
segja um dæturnar, sem eru vernd-
aðar á heimilunum. Viðkvæðið hjá
einhleypum vinum okkar þarna úti
er: „Það er engin leið að kynnast
góðum tyrkneskum stúlkum. Þær
eru allar heima." Reyndar bannaði
Mústafa Kemal Ataturk á sínum
tíma að konur gengju með blæjur
og þar af leiðandi eru flestar konur
klæddar vestrænum fatnaði, þótt
einstaka kona sjáist enn með blæju
fyrir andlitinu."
Almennt láta þau Anna Málfríður
og Martin Berkofsky vel af starfinu
í Tyrklandi. „Vinnuálagið er minna
en hér,“ segja þau, „og kaupið er
nokkuð gott, a.m.k. á tyrkneskan
mælikvarða. Okkur lyndir vel við
samstarfsmennina. Aðalmunurinn
á starfi okkar þar og hér er sá að
þetta er skóli þar sem nemendurnir
eru búnir að ákveða að gera tónlist-
ina að ævistarfi og þá verða þeir
auðvitað að leggja sig alla fram."
Á tónleikunum, sem verða haldn-
ir í íslensku óperunni á sunnudags-
kvöldið og byrja klukkan hálfníu,
leikur Berkofsky m.a. tvær píanó-
sónötur eftir Beethoven og píanó-
sónötu eftir Tcherepnin, auk verka
eftir Liszt og Wagner.
í ágústlok verður svo aftur lagt í
víking á hendur Tyrkjum.