Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 18

Pressan - 10.08.1989, Blaðsíða 18
18 Fimmtudagur 10. ágúst 1989 sjúkdómar og fólk FYRIRMÆLI HIPPÓKRATESAR Ætt og uppruni Hippókratesar Maður var nefndur Hippókrates, fæddur á eynni Kos vestan Litlu- Asíustranda um 460 fyrir Krist. For- feður Hippókratesar þessa voru læknar mann fram af manni og sjálf- ur lagði hann stund á læknislist í heimkynnum sínum. Fyrir áhrif Hippókratesar tók grísk læknislist stórfelldum framförum og hann er stundum nefndur faðir nútímalækn- isfræði. Rit Hippókratesar eru bestu heimildirnar um skoðanir hans og kenningar en þau eru köll- uð Corpus Hippokratikum. í þess- um ritum má lesa margt um læknis- list þessara tíma, farsóttir, forspár og horfur, ýmis spakmæli og viðhorf hans til lækna og læknisfræði. Margt í ritum þessa forna Grikkja á fullt erindi til nútímamanna og þar leynist ýmis síungur sannleikur. Um lœkninn og matarœöiö Hippókrates skrifar margt um mataræði og hreinlæti og taldi flest- ar sjúkdómsorsakir koma að utan, þ.e. af óhollri fæðu, óhollri vinnu eða lifnaði, loftslagi, eitruðum upp- gufunum og óhollu vatni. Þessar kenningar eru auðvitað enn í fullu gildi á þessari öld mengunar og alls konar umhverfisslysa. Hippókrat- es skrifar í einu rita sinna um lækn- inn, hvernig hann eigi að haga sér andlega og iíkamlega og hvað hann verði að aðgæta. Mér finnst gaman að lesa hverjum augum Hippókrates hefur litið starfsbræð- ur sína og framkomu þeirra. Margir læknar og sjúklingar þeirra hefðu gott af því að lesa þessar ráðlegging- ar Hippókratesar, sem aldrei verða úreltar. „Hverjum lækni skyldi vera umhugað, að útlit hans sé hraust og sællegt, því leikmenn líta svo á að sá sem er hirðulítill um sjálfan sig sé ekki hæfur til að sjá um heilsufar annarra." Þannig hafði Hippókrates fullan skilning á því að læknar ættu að vera sem best til fara, svo sjúkl- ingarnir treystu þeim til fullnustu. Ég hef reyndar lengi reynt að segja fólkinu minu þetta til að afsaka alla reikningana hjá Sævari Karli, svo fólk skilji, að öll mín fatakaup eru í fullu samræmi við Hippókrates. Þetta gengur þó ákaflega illa og ég er óspart kallaður ábyrgðarlaus og eyðslukló þrátt fyrir það. Áfram heldur meistarinn: „Læknirinn verður ennfremur að ræsta vel líkama sinn, klæðast vel og þrifa- lega og ekki má vera grunsamlegur eða óþægilegur þefur af honum," Þannig mælir Hippókrates með hreinlæti og góðum klæðaburði og jafnvel smáskvettu af rakspíra á vangann og deodórant undir hend- urnar. Ég taldi mér a.m.k. trú um það, þegar ég fór síðast í gegnum frí- höfnina og freistaðist til að kaupa enn eitt glasið af rándýrum rakspíra (Cartier). Hippókrates sagði að maður ætti að ilma vel og dægilega, muldraði ég fyrir munni mér, þegar ég skrifaði upp á Euro-nótuna. Fleiri ráðleggingar „Vitur læknir ætti að stunda alla ráðvendni og lýtalaust líferni svo hann fái lifað við góðan orðstír. Hann skal stunda velsæmi og sýna alþjóð, að hann sé í alvöru velviljað- ur heiðursmaður og mannvinur.” Þetta síðasta er ekki svo erfitt, sagði einn vinur minn, þegar við lásum þetta saman, alþjóð veit ekki allt sem gerist. Maður blótar þá bara spillinguna á laun. „Læknirinn má ekki vera gremjulegur á svipinn, hann má ekki hlæja mikið eða hátt og ekki sýna af sér mikla kæti, með hryssingi hrindir hann frá sér sjúk- um og heilbrigðum." Hlátrasköll eru þannig illa séð því þau verka illa á sjúkt fólk og Hippókrates bannar mönnum að vera með fýlusvip og skeifu i námunda við sjúklinga sína. Hryssingur og hroki hafa verið sem eitur í beinum Hippókratesar. Hann ræðir talsvert um launamál lækna í ritum sínum, en þau eru ein- mitt til umræðu núna þegar skatt- skráin dynur yfir landsmenn. „Ef læknirinn byrjar á þjarki um læknis- þóknun, þegar hann kemur til sjúkl- ings, vekur hann tortryggni og ótta Það er mitt ráð að ekki sé gengið of hart að neinum með læknisþóknun, heldur líta á efni og aðstæður. Það getur og komið til greina að hafna allri þóknun, af því að læknirinn vill geta sér gott orð. Hippókrates hefur sennilega ekki séð fram á verð- tryggðu lánin og allan þann vanda sem af þeim stafa, þegar hann skrif- aði þessi orð. Hann hefur ekki held- ur gert sér grein fyrir því, hversu dýrt það er að vera íslenskur læknir á jeppa- og laxveiðiöld. Heimspeki — lœknisfræöi Hippókrates bendir réttilega á skyldleika heimspeki og læknis- fræði og telur muninn ekki ýkja mikinn. Þetta er áhugavert á þess- um tímum, þegar tæknivæðing læknisfræðinnar er í algleymingi. Nútíma læknar virðast telja læknis- fræðina mikið tæknifag, þar sem mestu máli skipti að vera sem fær- astur á alls konar vélar og tól. Rann- sóknarstofur sjúkrahúsanna líkjast æ meira vélasal í kjarnorkuveri þar sem gljáandi tæki og mælaborð eru alls ráðandi. „Læknirinn verður að bera gott skynbragð á heimspeki, þá verður læknirinn heimspekingur og guðunum líkur. Allt sem heim- speking má prýða verður og læknir- inn að hafa til síns ágætis, ósíngirni, tigna kurteisi, hógværð, virðingu fyrir sjálfum sér, skarpskyggni, hreinlæti og málsnilld. Andi læknis- ins verður að vera mótaður vitund- inni um hið guðdómlega, því öllum hinum margvíslegu sjúkdómum mannanna tekur læknislistin með guðsótta og sannur læknir hneigir sig í auðmýkt fyrir guðdómnum, því með læknislistinni leynist engin furðuleg orka. Vitað er að læknar leggja hönd á marga meinsemd en hitt er víst að margt meinið grær af sjálfu sér." Hippókrates hefði hneykslast á ofurtrú margra lækna og sjúklinga á tæknivæðingu nútím- ans enda taldi hann læknisfræðina listgrein og læknirinn yrði að hafa sérstaka hæfileika sem eigi yrðu bættir upp með lærdómi eða tæknikunnáttu nema að litlu leyti. Margir eru þannig kallaðir og fáir útvaldir. Hippókrates hefði litið alla tæknina hornauga og velt því fyrir sér, hvort allt þetta umstang kæmi að notum; hvort alltof vís-. indaleg læknisfræði gæti jafnvel gert út af við lækninn, ef hún færi út í öfgar. Hann hefði sennilega hrist höfuðið inni á nútímasjúkrahúsi og beðið menn að minnast þess að læknisfræðin er ekki siður list en fræði og tekið undir með mannin- um sem sagði: „Ef maðurinn er ekki fæddur læknir þá verður hann það aldrei, en hann getur orðið spreng- lærður læknisfræðingur." (Helsta heimild: Hippókrates, faðir læknislistarinnar, í þýð- ingu Valdimars Steffensen. Bókaútgáfan Norðri 1946) ÓTTAR GUÐMUNDSSON * ins en þá léku Stuðmenn til klukk- an sex um morguninn. Færri vita þó kannski að einmitt þá voru Stuð- menn að halda upp á tuttugu ára starfsafmæli sitt og gáfu ærlega í, enda á ferðinni síðasta spilerí þeirra saman í bili. I afmælisveisluna mættu ýmsir mætir menn, þeirra á meðal Hrafn Gunnlaugsson og Pétur Hjaltested tónlistarmaður, sem ekki mættu þó ugp á sviðið eins og þeir gerðu Einar Orn Sykurmoli og Helgi Björnsson leikari og söngvari í Síðan skein sól. Þeir tveir síðastnefndu tóku lagið með Stuðmönnum við mikinn fögnuð áheyrenda ... ■ Húnaveri fór einnig fram keppni þrjátíu hljómsveita hvaðan- æva af landinu. Mótsgestir greiddu atkvæði og hlutskörpust varð reyk- víska hljómsveitin Bootlegs. í öðru sæti varð einnig reykvísk hljóm- sveit, Sérsveitin.__________ c . ^Vteingrímur Hermannsson er iðinn laxveiðimaður og hefur þáð laxveiðiboð ýmissa aðila eins og menn þekkja. í dag, fimmtudag, hófst enn einn túr Steingríms, að þessu sinni í boði helstu forrráða- manna Stöðvar 2, þeirra Jóns Ótt- ars Ragnarssonar, Ólafs H. Jóns- sonar og Hans Kr. Árnasonar. Þeir Stöðvarmenn héldu með Stein- grími Haffjarðará en hún er í eigu Páls í Pólaris en hann á stóran hlut í Stöð 2 ... IPRESSU MOJLAR likið fjör var í Húnaveri um verslunarmannahelgina og létu Stuðmenn ekki sitt eftir liggja í að halda uppi stemmningunni. Loka- átakið var aðfaranótt mánudags-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.