Pressan - 10.08.1989, Side 25
Fimmtudagur 10. ágúst 1989
25
brfdge
Þau eru alltaf jafnhrífandi spilin
þar sem eina leiðin sem heppnast
er sú illfinnanlegasta og ólíkleg-
asta.
Spil vikunnar er harla gott
dæmi. Það kom fyrir í stórri tví-
menningskeppni en þeir voru fáir,
sagnhafarnir, sem fundu lausnina.
* G9764
¥ ÁK4
♦ D7
4» 1074
* 10
¥ 6
+ K109652
4> ÁG853
* Á532
y DG1097
♦ ÁG
4* KD
S gefur, enginn á og opnunin er
eftir 5-spila hálitum; 1-hjarta. Vest-
ur gefur 2-grönd (óeðlilegt til að
sýna láglitina), N hækkar í 3-
hjörtu og S tekur áskoruninni.
Á velflestum borðum kom út
spaða-10 og framhaldið var eins;
gosi, drottning og ás. Þá tromp
♦ KD8
y-8532
♦ 843
4» 962
fjórum sinnum og síðan spaði. En
austur átti þar tvær innkomur og
tigull í gegnum suðurhöndina
banaði samningnum.
En örfáir sagnhafar tóku annan
pól í hæðina. Þeir leyfðu spaðatíu
vesturs að halda í fyrsta slag og
austur hafði nú ekki efni á að yfir-
taka nema fórna varnarslag, í litn-
um. Inni í spilinu reyndi vestur
laufás og meira lauf, en suður var
skrefinu á undan. Hann átti slag-
inn, tók trompin og spilaði síðan
spaðaás og meiri spaða. Austur
skipti í tígul en suður rauk upp
með ásinn og 5. spaðinn í blindum
sá að lyktum fyrir tígultaparanum.
skák
Rousseau að
Liklega ættu grænfriðungar að
telja Rousseau andlegan föður
sinn. Stefnuskrá hans um aftur-
hvarf til náttúrunnar var í sama
anda og stefna grænfriðunga. Á
tímum Rousseaus var óspillt nátt-
úra óvíða langt undan, því var
eðlilegra að hverfa til hennar held-
ur en að vinda sér að því að bæta
úr því sem menn höfðu spillt. En
hér er ekki ætlunin að spjalla um
heimspeki hans og kenningar,
hvorki á sviði náttúruverndar né
uppeldis barna, heldur einungis
að drepa á kynni hans af skáktafli.
Rousseau (1712—1778) segir frá
því í Játningum sínum að vinur
móður hans kenndi honum ung-
um að tefla. Reyndar fór því fjarri
að Rousseau félli vel við þennan
fjölskylduvin. En nemandinn tók
svo skjótum framförum að innan
skamms var hann farinn að geta
gefið kennaranum forgjöf:
„Þetta réði úrslitum, frá þessum
degi varð eg forfallinn í skák. Eg
keypti mér taflborð og menn og
„Calabrois" (bók Grecos), lokaði
mig inni í herbergi mínu, sat dag
og nótt við að reyna að læra tafl-
byrjanir utan að, troða þeim inn í
kollinn á mér með góðu eða illu,
og tefldi við sjálfan mig í sífellu án
þess að unna mér hvíldar. Eftir að
hafa stundað þessa iðju í 2—3
mánuði af öllum lífs og sálar kröft-
um fór eg aftur í kaffihúsið, gugg-
inn, horaður og fjörlaus. Eg tefldi
við M. Bagueret, hann vann mig
einu sinni, tvisvar, tuttugu sinn-
um. Allar skákflétturnar höfðu
farið í graut í hausnum á mér,
tafli
ímyndunarafl mitt var þorrið, fyrir
mér var allt í þoku. Eg fekk Phili-
dor og Stamma til að hjálpa mér,
en allt fór á sömu leið, eg ofbauð
mér, varð allt of þreyttur og enn lé-
legri skákmaður en fyrr. Það skipti
ekki máli hvort eg hætti að tefla
um sinn eða reyndi að æfa mig af
kappi. Mér fór aldrei fram ... eg
gæti æft mig í þúsund ár, og eg
yrði engu betri... “
Þeir sem hafa lesið Játningar
Rousseaus taka þessum lýsingum
með varúð, þeir vita hve mjög
honum hætti til að ýkja, gera of
mikið úr sigrum sínum og ósigr-
um. Víst er að þrátt fyrir það sem
hann segir hér um fyrstu kynni sín
af skákinni hélt hann tryggð við
hana alla ævi og var góður skák-
maður.
í tímaritinu í UPPNÁMI er birt
ein skák Rousseaus. Eg hef ekki
fundið hana annars staðar, en sé
hún sannsöguleg, hefur Rousseau
verið býsna snjall:
ROUSSEAU-CONTI prins
Mont-Louis, Montmorency 1759
ítalskur leikur
1 e4 e5 2 Rf3 Rc6 3 Bc4 Bc5 4 c3
De7 5 0-0 d6 6 d4
Bb6 7 Bg5 f6 8 Bh4 g5 9 Rxg5
fg5 10 Dh5+ Kf8 11 Bxg5
Dg7 12 f4 ed4 13 f5 dc3+ 14
Khl cb2 15 Bxg8 balD 16 f6
og svartur gafst upp, enda standa
á honum öll spjót.
GUÐMUNDUR
ARNLAUGSSON
I
krossgátan
P'iui
‘V
U>FT-
P'lPult
ydfiR-
VlíT
'V
TUÖ
KLfiKi
KETTIR
DRLKKA
H'/iÐfl
fxloöR-
UM
REK
LoST
STRnfi
þiíKKT
f.lNS
tjT-
MLd D-01
IS
SfiM-
STÆ.0IR.
'flLlT
PFTiAfí-
)lrVöf\
PflfiMiK
KAKS
e jdat
SPUP0I
IstZlká
SÍKJfis't
V
LFKO M-
fir/Q/)
STP'lOOU
Ga GtJ
FOft-
FAPtR
■Tr
AU‘
TZr-B
TP'irhA
Zi
VEPK-
f/EfU
h
Rf-tf
foÐRMO
SVALT
RANCfi
FRd'ALSl
HAf
EPfmoi
FU'oTun
e
rof
Rdsk
HRoöa
fEYfJA
TAHGl
'ATT ,
mp.LiHn
SMMTALS
KOfiN
f0RN\
þitl-OA
I
ÆVl-
SKf-iöS
umOAMis-
STAflR
NÍKdA
þKtYTTA
M
VOLA
þlTLA
Gufu
PAG/il
HOLMI
TRAUST
kE NM-
AttM'AL
S'fiLDRA
SL'A
\jíN0R-
Atjqt
BElT
STAPF
SAL
f-LSKA
yf/R-
Gff/rJ
DftíPA
iXtli N\
HVÍlioi
sbail
LYKT
n\
3ATI
LÍK
SKtrRid
'Y
HLVdu
w
'AÁJL.
ff-LL
KROPPAR
þ'ÓQUL
1 2 3 4 5
17 18 19 20 21
7 8 9 10 11 12 13
Verðlaunakroasgáta nr. 46.
Skilafrestur krossgútunnar er til 24. ágúst. Utanáskriftin er:
Preaaan, kroaagáta 46, Ármúla 36,108 Reykjavík. íverdlaun er bókin
GYÐJANeftir Anthony Summers. Ihenni greinir frá ævi leikkonunnarMari-
lyn Monroe. Skjaldborg gefur bókina út.
Dregiö hefur veriö úr lausnum 44. krossgátu. Lausnarordin voru:
Meira vinnur vit en strit. Vinningshafinn aö þessu sinni er Hjálmfríður Sig-
mundadóttir, Sunnubraut 16, 230 KeflavOc. Hún fær í verölaun lióöa-
bókina VATNS GOTUR OG BLÓÐS eftir Þoratein frá Hamri.