Pressan


Pressan - 10.08.1989, Qupperneq 29

Pressan - 10.08.1989, Qupperneq 29
Fimmtudagur 10. ágúst 1989 29 spáiw vikuna 10.—17. ágúst •• (21. mars—20. apríl) Þaö fer í taugarnar á þér aö þaö virðist eng- inn hafa tíma til aö tala við þig. Láttu þaö ekki fara meö skapið og taktu þess í staö fyr- ir langtímaverkefni sem þú hefur lengi ætlað aö fara í. Viö aðstæður sem þessar eru þogl- ar og látlausar aögeröir áhrifaríkastar. (21. apríl—20. maí) Óbreytt ástand er þaö sem á best viö naut um þessar mundir. Allar breytingar sem þú telur þér til góös gætu snúist upp í and- hverfu sína meö ófyrirsjáanlegum afleiðing- um. Naut meö tungl í vatnsbera eru þó und- anþegin þessu og þau mega gera nánast allt sem þau vilja og geta. (21. maí—21. júní) Ástandið í einkalífi tvíbura gæti verið betra en það er. Smárabb gæti leyst vandann og komið hlutunum í fyrra horf. Það sama á við um fjárhaginn, en réttu aðgerðirnar gætu breytt fyrirsjánlegum minus í plús. Fólk í listageiranum ætti að sinna sinum málum af mikilli natni og varfærni. (22. júní—22. júli) Alveg fyrirtakshelgi til ferðalaga, en pass- aðu veskið, krítarkortið og útilegubúnaðinn. Farðu ekki eftir veðurspám varðandi hvert skal halda heldur fylgdu eðlisávisuninni. Klæddu þig vel ef viðrar illa, ullin t.d. klikkar ekkii )23. júlí—22. ágúsl) Timi til kominn að taka lifið alvarlega efir að hafa verið svolítið kærulaus undanfarið. Það þýðir þó ekki aö þú eigir aö setja upp ein- hvern steingervingssvip heldur vera blið- lega alvarleg, því tilhugalifið krefst þess. Á þeim bænum er hætt við að eitthvað spenn- andi gerist. (23. ágúsl—23. sepl.) Forðastu öll rifrildi í lengstu lög og farðu frekar i biltúr, út að skokka, eða í sund ef eitt- hvað slikt lætur á sér kræla. Fjölskyldan verður krefjandi þessa helgi og óvænt út- gjöld ekki ólikleg. Og vinnan verður það lika í byrjun næstu viku. Já, lífið er ekki alltaf dans á rósum. (24. sepl —23. okt.) Þú færð óvæntar upplýsingar sem gætu komið sér vel fjárhagslega. Haltu þeim þó einungis fyrir þig og engan annan. Aðgerðir i samþandi við þetta verður þú að ihuga vandlega og ekki flýta þér. Farðu í heimsókn til vina eða ættingja og rifjaðu upp sætar minningar með þeim. Það gæti orðið fjör. (24. okt—22. nóv.) Félagslega ertu í góöu formi þessa dagana og Ijós þitt skin á því sviði. Mögulegt er þó að eitthvað i umhverfi þínu fari i taugarnar á þér, en hafðu ekki áhyggjur af því. Ef þer leiðist þegar líða fer á helgina sittu þá ekki aðgerðarlaus, heldur gerðu eitthvað í mál- unum. (23. nóv.—21. des.) Bogmenn eru stundum hið hugmyndarík- asta fólk. Þá er bara að vinna úr hugmynd- unum sér i hag. Það gæti krafist aðstoðar annarra og ekki vera feiminn við að biðja um hana. Það gæti nefnilega margborgað sig. Einhleypum er bent á hagstæöa stöðu him- intunglanna og giftum, að kapp er best með forsjá. (22. des.—20. janúar) Til þess að halda andlegri heilsu er nauðsyn- legt að halda jafnvægi milli vinnu og frítíma. Það er nauðsynlegt að draga úr stressinu og slappa aðeins af. Þetta er einmitt það sem steingeitur eiga að gera þessa helgi. (21. janúar—19. febrúar) Fyrir fólk i þessu merki sem sinnir viðskipt- um gætu dyr sem hafa verið lokaðar f ram að þessu skyndilega opnast. Verið óhrædd að ganga inn. Fjölskyldumál gætu þurft skipu- lagningar, og þeim sem eru að byggja er bent á að vextir eru háir og fjármagnskostn- aður himinhár. Forðist þvi bankabyggingar i lengstu lög. (20. febrúar—20. mars) Sumir tiskar eru þannig að þeim er gjarnt að snúa við ef þeir finna fyrir andstreymi. Það getur svo sem verið heppilegt stöku sinnum en ekki alltaf. Ef vatnsmagnið í kringum þig er farið að minnka, flýttu þér þá að upptök- um vatnsins, þvi þar gæti leynst önnur upp- spretta sem fer í aðra átt. i frqmhjahlaupi Hannes Hólmsteinn Gissurarson lektor „Vil hvorki verðð sköllóttur né feitur" — Hvaða persóna hefur haft mest áhrif á þig? „Friedrich von Hayek. Ég hreifst mjög af bók hans Leið- inni til ánauðar þegar ég las hana ungur að árum. Mér fannst Hayek skýra mjög vel stjórn- málaskoðanir sem ég hafði haft í miklu frumstæðari mynd áður en ég las bókina." — Hvenær varðstu hrædd- astur á ævinni? „Þegar ég steig inn í salinn þegar ég var að verja doktorsrit- gerðina mína úti í Oxford." — Hvenær varðstu glaðast- ur? „Ætli það hafi ekki verið þegar ég fékk að vita að ég hefði verið skipaður lektor í félagsvísinda- deild Háskóla íslands." — Hvers gætirðu síst verið án? „Einkatölvunnar minnar sem er af Macintosh-gerð. Það er hinn besti gripur." — Hvað leiðist þér mest? „Sunnudagsblað Morgun- blaðsins. Þargeta pennarnirekki gert annað en geispa út úr sér sjálfsögðum sannindum." — Hvað skemmtir þér best? „Að lesa góða bók og taka smávegis í glas með skemmti- legu fólki." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Trúðarnir þrír sem leiða ríkis- stjórnina." — Manstu eftir pínlegri stöðu sem þú hefur lent i? „Ég varð mér alltaf til skamm- ar á öllum vinnustöðum vegna kunnáttuleysis í verklegum efn- um. Hins vegar kann ég mjög vel við mig á núverandi vinnustað. Þú verður að spyrja samkennara mína hvort ég verð mér nokkuð til skammar í háskólanum." — Hvað vildirðu helst fást við ef þú skiptir um starf? „Skrifa bækur í fullu starfi eða vinna á fjölmiðli." — Áttu þér einhvern leynd- an draum? „Flestir mínir draumar hafa ræst, þannig að ég á mér engan leyndan draum lengur. Ég hefði þó áhuga á því að hasla mér enn frekar völl í hinum enskumæl- andi heimi. Ég geri ráð fyrir því að í framtíðinni skrifi ég bækur um mín fræði frekar á ensku en íslensku. — Heyrðu annars: Ætli hinn leyndi draumur minn sé ekki að varðveita æskuna sem lengst og verða hvorki sköllóttur né feitur..." VILTU LÁTA LESA ÚR ÞÍMUM LÓFA? Sendu þá tvö góö Ijósrit af hægri hendi (þeir örvhentu Ijósrita vinstri lóf- ann!) og skrifaöu eitthvert lykilorð aft- an á blöðin, ásamt upplýsingum um kyn og fæðingardag. Utanáskriftin: PRESSAN — lófalestur Ármúli 36 108 Reykjavík lófalestur í þessari viku: HA (kona, fædd 26.10.1966) ALMENNT: Líf þessarar konu verður mjög viðburðaríkt, sérstaklega á árun- um 1990 til aldamóta. Það gætu orðið töluverðar breytingar á næstu tveimur árum tengdar heimilisaðstæðum hennar eða hennar nánustu fjölskyldu. Eftir nokkur ár gæti þessi kona sest að á allt öðrum stað en hún dvelur nú á. Það gerist líklega, þegar hún er u.þ.b. 34 til 37 ára gömul. MERKÚRHRINGUR (1): Það er óvanalegt að sjá svona greinilegan Merkúrhring. Hann gefur til kynna aö konan hafi vissa heppni með sér í fjármálum eða þá að hún er hreinlega nokkuð klók og útsjónarsöm. Einnig hefur hún að öllum líkindum góðan tal- anda. Hún verður hins vegar að varast mjög að taka áhættu í fjár- málum, eins og t.d. að taka þátt í fjárhættuspilum. Heppnin yrði kannski með henni í fyrstu skiptin, en svo gæti hún fengið harðan skell. AMY ENGILBERTS

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.