Pressan - 12.10.1989, Síða 19

Pressan - 12.10.1989, Síða 19
Fimmtudagur 12. okt. 1989 STELLA EYJÓLFSDÓTTIR vann árum saman sem spákona og huglœknir í Bandaríkjunum: 19 FORLÖGIN ERU MENNTUN Stella Eyjólfsdóttir, spákona og huglækn- ir: „Villtar sálir fyllast heift, þegar þær veröa aö yfirgefa þann, sem þær hafa ákveðið aö lifa í gegnum — og þá geta þær snúist gegn dulfræðingnum." Hingað til lands koma offt erlendir miðlar og leiðbeinendur i dulrœnum mól- effnum. Það er sjaldgœffara að Íslending- ar vinni slik störff erlendis. Nú er þé ný- flutt hingað heim islensk kona sem lengi heffur starfað som spúkona og huglæknir i Bandarikjunum. Stella EyjólffsdóHir heitir hún. EFTIR: R.S.E. MYND: EINAR ÓLASON — Þú ert nýflutt heim frá Bandaríkjunum. Starfaðirðu að dulrænum málefnum þar? „Já, ég hef aðeins verið hér heima í nokkra mánuði. Erlendis vann ég mikið með fólki sem var í dulrænum málefnum. Það er mitt áhugamál. Fyrst og síðast vorum við öll að reyna að þroska okkur á dulræna sviðinu, sem að okkar áliti er það sama og að nálgast almættið, sem öllu ræður. Fyrsta sporið er að gera sér ljóst hve litla þýðingu veraldlegir hlutir hafa í raun og veru. Þeir eru aðeins stundarfyrirbrigði á hinni óralöngu leið mannssálarinnar." — Þú ert þá fylgjandi endur- fæðingarkenningunni? „Allir sem hafa raunhæf kynni af dulfræði eru það. Það kemur af sjálfu sér. Þeir sem trúa á líf eftir dauðann trúa líka á fyrri líf. En mér hefur fundist að íslendingar, margir hverjir, viðurkenndu aðeins líf eftir núverandi jarðlíf en hugleiddu ekki hvaðan við komum inn í þessa til- veru." — Finnst þér afstaða fólks vera önnur erlendis? „Já, þeirra sem raunverulega trúa kenningum dulfræðinnar. Sumir geta séð eða munað úr fyrri tilver- um sínum. Það er mjög gott, því oft höldum við í erfiðleikana frá einu lífi til annars. Það er mjög áríðandi að geta sleppt liðna tímanum og lif- að því lífi sem nú tilheyrir okkur. Liðni tíminn er endanlega liðinn og kemur aldrei aftur. Við erum hér til að vinna úr okkar karma (með öðr- um orðum bæta úr því sem við gerð- um rangt í fyrri tilverum). En það er ekki nóg að við sköpum okkur sífellt nýtt og nýtt karma sem við verðum síðan að vinna úr á næstu æviskeið- um. Það er því óendanlega mikil- vægt hvernig við verjum ævi okkar. Þetta er ávinningurinn af endurfæð- ingarkenningunni, menn gera sér ljóst að þeir verða að vanda sig við að lifa lífinu." — Engetum við þá engin áhrif haft á svokölluð örlög? „Eins og íslenska spakmælið seg- ir: Forlögunum fresta má en fyrir þau komast eigi. Mín trú er að svo sé. En menn geta gert sér forlögin léttbærari með því að líta á þau sem einskonar menntun, reynslu sem beri að hagnýta sér til að læra að þroskast. En þetta er oft erfitt." Reikandi sólir geta sest að í likömum lifandi fólks — Hvernig veit maður hvort maður er á réttri leið? „Því miður vill leiðin oft gleymast í dagsins önn. Nýfædd börn muna hvers vegna þau komu hingað. Manni er það ljóst bæði áður en maður kemur og fyrst á eftir. Það er mikill misskilningur að lítil börn viti varla af sér. Það er gífurlegt atriði að taka vel á móti nýfæddum börnum. Koman inn í þetta líf er nógu erfið þó ekki bætist við erfiðleikar af ann- arra völdum." — Hvernig vinnur dulfræð- ingur? „A marga vegu. Sumir vinna ekki fyrir aðra um tíma, heldur eingöngu að eigin þroska. En það er iíka góðra gjalda vert. í Bandaríkjunum er dultrúarfólk ennþá í minnihluta þó áhuginn virðist vera að aukast. Dulfræðin nær yfir stórt svið. Fáum eru gefnir hæfileikar á öllum svið- um. Sumir hafa eiginleika til hug- lækninga, aðrir eru skyggnir. Þeir eru færir um að sjá blik fólks. Ef blik- ið er dökkt hefur sjáandinn mögu- leika á að bæta úr og um leið bæta sálarheilsu persónunnar. Þá hreins- ar maður blikið, sem kallað er. Mað- ur beitir sinni eigin orku til að ýta frá hinni manneskjunni neikvæðum sveiflum sem oft vilja orsakast af erfiðleikum og sálarflækjum. Það er ekki auðvelt að útskýra þetta fyrir þeim sem enga þekkingu hafa á því. Á einu sviði dulfræðinnar getur verið hættulegt að vinna og líka erf- itt. Það er þegar þarf að fjarlægja frá fólki reikandi sálir sem hafa sest upp í líkama þess og reyna að lifa í gegn- um það. Sálir þessar valda hinum ólánsömu sem fyrir slíku verða miklum erfiðleikum. Og það sem verra er — fólki er yfirleitt ekki ljóst af hverju erfiðleikarnir stafa. Ég hef unnið við að hjálpa slíkum persón- um, bæði ein og með hópi af fólki, með góðum árangri. Hættan felst í því að þessar villtu sálir fyllast heift þegar þær verða að yfirgefa mann- inn sem þær hafa ákveðið að lifa í gegnum og geta þá snúist gegn dul- fræðingnum. Þá er mjög áríðandi að setja vörn í kringum sig. Það er gert þannig að maður umkringir sig hvítu ljósi — sem er Ijós Guðs. Þetta gera allir sem vinna í dul- fræði. Það er það fyrsta sem maður lærir. Og þetta geta allir lært. Maður æfir sig i að sjá sjálfan sig í huganum umhringdan hvítu ljósi. En það krefst töluverðrar þjálfunar. Auð- veldara fyrir byrjendur er líklega að hugsa sér þykkan hvítan Ijóskaðal. Síðan hugsar maður sér að maður vefji sig kaðlinum, byrjar á fótunum og vefur sig upp á hvirfil í þetta bjarta lýsandi band. Þegar hér er komið á nemandinn að greina þæg- indatilfinningu í ennisstöðinni, en hún er staðsett milli augnanna. Ef það gerist ekki strax megið þið samt ekki gefast upp. Árangurinn kemur seinna. Hvort sem fólk ætlar að gefa sig að dulfræði eða ekki ættu allir að læra að koma sér upp slíkri vörn gegn misjöfnu umhverfi." Bandaríkiamenn opnari fyrir dulrænum hlutum — Starfaðir þú líka sem spá- kona í Bandaríkjunum? „Já, ég hef starfað sem spákona bæði þar og hér heima." — Er einhver munur á að vinna á þessum stöðum? Eru Ameríkumenn kannski jákvæð- ari? „Já, það er annars konar fólk. Mesti munurinn er að Bandaríkja- menn eru opnari. Þó munar ekki svo miklu á yngri kynslóðunum. Is- lendingar hafa breyst mikið síðasta aldarfjórðung." — Hvert er hlutverk spá- kvenna og -karla í nútímaþjóðfé- lagi? „Ótrúlega mikið hlutverk, sem ekki ætti að vanmeta. Þó ýmsir hafi ekki trú á spádómum geta þeir í mörgum tilfellum verið mikil hjálp. Að mínu áliti — og ég hef mikið unn- ið á þessu sviði — ættu spádómar ekki eingöngu að fjalla um fortíð og framtíð, heldur líka benda fólki á hvað betur mætti fara hjá því sjálfu, því fyrir flesta er það auðveldara að kenna öðrum um erfiðleika og mis- tök heldur en spyrja sjálfan sig: Hvað gat ég gert betur? Ef sjáandinn getur hjálpað skjólstæðingi til sjálfs- gagnrýni er stórum áfanga náð á þroskabrautinni. Sjálfri var mér sagt að spámanni að ég hefði lækninga- hæfileika. Ég trúði því ekki þá. En ég mundi þó spádóminn og seinna kom í Ijós að hann hafði rétt fyrir sér. Þannig fór ég að vinna við hug- lækningar, sem annars hefði máske aldrei orðið." — Hvernig finnst þér afstaða ísiendinga vera til þessara inála? „Mér virðist fslendingar hafa miklu meiri áhuga en sýnist í fljótu bragði. Ég hef kynnst hér mörgu mjög góðu fólki gegnum vinnu mína á þessum sviðum. Það er eng- in tilviljun að fslendingar í heild eru áhugasamir og dulrænir. ísland er talið ein af hinum sterku orkustöðv- um heimsins. fsland hefur það líka fram yfir marga staði erlendis, eink- um stórborgir, að hér er tiltölulega lítið um glæpi og mengun og annað sem truflar hina góðu og jákvæðu orku." — Pú ert að taka saman bók um dulræn málefni? „Já, ég er að skrifa bók um þau mál og mína eigin reynslu í því sam- bandi. Þar verður sagt frá mörgu ótrúlegu sem landar mínir munu sjálfsagt eiga erfitt með að trúa. En slík atvik geta þó alls staðar gerst — og líka hér á íslandi. Við Vestur- landabúar erum enn svo skammt komnir inn í lönd dulhyggjunnar. Við erum enn eins og landnemar sem eru rétt að stíga upp í fjöru fyr- irheitna landsins." „Margir vita ekki hve mikla þýð- ingu litir hafa í daglegu lífi fólks. Litur kerta er t.d. afar þýðingar- mikill. Fólk ætti helst að brenna hvít- um kertum, því hvítt ljós táknar mátt Guðs. Aðrir litir skipta ekki eins miklu, þó er það trú að áhrif þeirra séu á þessa leið: Rautt er fyrir þá, sem óska sér velgengni í ástum. Grænt er heppni í fjármálum. Gult lokkar til manns velgengni. Bleikt táknar mátt ástarinnar. Dökkblátt kerta- ljós hentar þeim, sem óska sér visku og verndar æðri máttar. Ljósblátt er ljós þolinmæði og sköpunargáfu — kjörið ljós fyrir listamenn. Fjólublátt er litur and- legs þroska og slíkt ljós hentar dul- rænu fólki. Silfurlltt vinnur á móti neikvæðum áhrifum, en app- elsínugult er hvetjandi litur og örvandi. Svört kerti eru aldrei notuð, nema við svartagaldur. Kveikið aldrei á svörtum kertum heima hjá ykkur!" Stella er að skrifa bók um dul- ræna reynslu sína. í henni segir hún frá ýmsu „sem landar mínir munu sjálfsagt eiga erfitt með að trúa", eins og hún orðar það. Einu slíku atviki lýsir hún á eftirfarandi hátt: „Þegar við komum hingað tii jarðarinnar ætlum við alltaf að koma einhverju miklu til leiðar. En stundum hrýs sálinni hugur við öllum þeim óleystu verkefnum, sem bíða hennar. Þá snýr hún við og litla barnið fæðist andvana. Ég var einu sinni á lækninga- fundi með foreldrum lítils drengs, sem lá í dauðadái. Allt var gert til að hjálpa barninu. En alit í einu heyrðist rödd drengsins af vörum huglæknisins: „Leyfið mér að fara. Þetta Iíf er of erfitt. Ég get þetta ekki. Ég vil snúa aftur." Foreldrarnir vildu hins vegar ekki sleppa drengnum sínum. Hann raknaði við um síðir,- en verður aldrei fullkomlega hraust- ur. Hann verður alltaf að vera á lyfjum."

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.