Pressan


Pressan - 12.10.1989, Qupperneq 26

Pressan - 12.10.1989, Qupperneq 26
Fimmtudagur 12. okt. 1989 fjölmiðlapistill * Utvarp „eldra“ fólksins Það var alveg bráðsniðugt af for- ráðamönnum Islenska útvarpsfé- lagsins að ákveða að miða dagskrá Stjörnunnar við fólk upp að 25 ára aldri, en höfða til „eldra fólks á besta aldri" á Bylgjunnl. Fram- kvæmdin hefur hins vegar valdið mér vonbrigðum. Það hefur verið óhugnanlegt of- framboð á nýlegri popptónlist á tón- listarstöðvunum og meira en tími til kominn að ein þeirra reyndi að skapa sér einhverja sérstöðu. Þetta hélt ég einmitt að Bylgjan ætlaði að gera núna og bjóst við að breytingin myndi þýða eftirfarandi: 1. Eldri dægurtónlist — þ.e. aðai- áhersla á lög eldri en u.þ.b. fimm ára gömul. 2. Aðrir tónlistarmenn í hávegum hafðir en ungir „popparar" — t.d. þeir, sem kenndir hafa verið við svo- kallað húsmæðrapopp. 3. Viðtaisþættir og aðrir „tal- málsliðir". 4. Fréttatengdir þættir, t.d. um- ræður í hljóðstofu. 5. Meira af islenskri tónlist. 6. „Talmálsliðir" á timanum frá klukkan tíu að kvöldi og fram að miðnætti. (Sbr. þættina, sem frétta- menn Bylgjunnar sáu um á fyrstu mánuðum hins frjálsa útvarps- rekstrar og nutu mikilla vinsælda meðal hlustenda frá þrítugu og upp úr) Eg hef hlustað töluvert á Bylgjuna að undanförnu í von um að þessar umræddu áherslur á eldri hlustend- ur færu að skila sér, en finnst breyt- ingarnar alls ekki nægilega róttæk- ar. Tónlistin er t.d. enn mjög keimlík þvi, sem heyrist á hinum rásunum. Það er helst að Páll Þorsteinsson spili eldri og rólegri tónlist en aðrir dagskrárgerðarmenn popprás- anna... Og um helgar er reyndar oft spiluð „þægileg" tónlist fyrir þreytt eyru. Eftir hádegi á virkum dögum er hins vegar lítill munur á Bylgjunni og öðrum rásum. Það eru að visu nokkrir Ijósir punktar í þessu myrkri. Jón Ás- geirsson hefur verið með frétta- tengda umræðuþætti kl. 17 til 18 og er allt slíkt nýmeti af hinu góða. Þættir Bjarna Dags á mánudags- kvöldum og laugardagseftirmið- dögum eru lika spor í rétta átt. Ég fer þó ekki ofan af því að enn vantar meira talað mál og kúvendingu í tónlistarvalið frá mánudegi til föstu- dags til að Bylgjan geti talist hafa áberandi sérstöðu í útvarpsflórunni. Kannski felst vandinn í því að sá „lágmarksaldur" hlustenda, sem Bylgjumenn miða við, er 25 ár. Ef takmarkið væri t.d. að ná eyrum fólks yfir 30—35 ára kæmu sérein- kenni stöðvarinnar örugglega betur í Ijós. P.S. Talandi um útvarpsefni fyrir „eldra" fólk ... Það er skemmtilegt að velta því fyrir sér hvaða tónlist verður leikin í dagskrárliðum fyrir aldraða eftir svo sem þrjátíu til fjöru- tíu ár, þegar fyrrverandi hippar og uppar skipa hvern bekk á elliheimil- um landsins. Ætli Bítlalögin verði þá alls ráðandi í stað laga eins og „Þú komst í hlaðið á hvítum hesti", „Blátt lítið blóm eitt er“ og „Hamra- borgin"? JÓNÍNA LEÓSDÓTTIR sjénvarps-snarl Súkkulaöikaka sjónvarpssjúklinganna Nú er komið að því kæru eigin- menn — þið eigið að baka. Við hérna á PRESSUNNI erum svo hug- ulsöm og almennileg að við ætlum ekki að koma ykkur í vanda. Köku- uppskriftin gæti ekki verið auðlærð- ari, meira að segja svo auðlærð að þið munuð fá æði í að baka þessa köku um hverja helgi. Ef ekki með sjónvarpinu, þá handa krökkunum, barnabörnunum, frænkunum og frændunum sem hvort sem er mæta i kaffi allar helgar og vilja fá köku með kaffinu. Það sem þarf er: 2egg 200 g sykur 225 g hveiti 150 g brætt smjörlíki (látið kóina) 2'/2 tsk. lyftiduft 1 msk.kakó 1 Vi dl mjólk 1 tsk. vanilludropar Það sem þið gerið er að: Stífþeyta eggin. Bæta sykrinum út í. Þið bræðið smjörlíkið og látið það kólna. Setjið hveitið, lyftiduft- ið og kakóið i skálina, þeytið áfram. Bætið bræddu smjörlíkinu, mjólkinni og vanilludropum í. Þegar deigið hefur verið hrært er því hellt í vei smurða ofnskúffu, sett í ofn á um það bil 175 gráða hita og bak- að. Svo þurfið þið krem ofan á kök- una. í það fara: 3 bollar af flórsykri. 6 tsk. kakó 6 tsk. lint smjörlíki 5 msk. heitt, sterkt kaffi 1 tsk-vanilludropar. Hrært vel saman. Með þessari köku drekkið þið ís- kalda mjólk og hananú.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.