Pressan


Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 4

Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 4
4 ' ‘ ‘ Fimmtuda’gTur''2. ’nó'\Á 1989 litilræði af bilun Æ, hvaö mérfinnst stundum þreytandi hvaö hver dagur getur verið öörum líkur. Aldrei neitt að ske. Vakna, gera á sér morgunverkin, klæða sig, éta eöa reyna aö stilla sig um aö éta, fara á kló- iö, hátta aftur, reyna aö sofna, sofna svo, vakna aftur, klæöa sig, hátta aftur, sofna, vakna, sofna og þaö einsog eina tilbreytingin ef maö- ur skyldi ekki vakna aftur. Aldrei neitt aö ske. Alltaf sama höktið. Nema þegar rafmagniö fer. Hugsið ykkur hvílíkt krydd það er í tilveruna þegar rafmagniö fer. Þegar raflýstur, grár hversdagsleikinn rökkv- ast fyrir atbeina Guös og Rafveitunnar einsog geröist á mánudagskvöldið var. Þegar rafmagniö fer af heilu landshlutunum, eöa jafnvel landinu öllu, veröa allir svo undur- glaöir. Konur hætta aö nöldra og karlar hætta aö berja þær. Meira að segja börnin verða hús- um hæf um stundarsakir. Aö minnsta kosti þar til búiö er aö finna kert- in. Ég er staðfastlega þeirrar skoðunar að ekk- ert geti þjappað íslensku þjóðinni jafn vel sam- an einsog rafmagnsleysi. Þegar rafmagnið fer myndast þessi undar- lega samkennd sem er svo dæmigerð þegar fólk þarf aö eiga samskipti í skjóli næturinnar — í myrkri. Einn fer aö reyna aö finna eldspýtur, annar kerti, vasaljós eöa jafnvel olíulampa, já heimilin eða jafnvel heilu byggöarlögin eignast sameig- inlegan draum: aö fara aö sjá handa sinna skil aftur. Karlinn hrópar: — Ertu þarna Jóka? Og Jóka svarar: — Nei ég er hérna! Og svo er hún ekki þar þegar til á að taka afþví aö í myrkrinu gerði hún sér ekki grein fyrir því hvar hún var. Svo finnast eldspýturnar, kertin og Jóka, og allir veröa svo undurglaöir. Lífið hefur aftur ööl- ast tilgang og allir fara aö hlæja aö því aö Jóka skyldi halda aö hún væri þar sem hún hélt hún væri en ekki þar sem hún var. Allir komast í jólaskap, jafnvel konan og börnin. Og landslýður allur undrast og dásam- ar fjölbreytni lífsins og tilverunnar. Svo sest heimilisfólkið niöur viö borö og allir horfa hver á annan í nýju Ijósi; kertaljósi. Og allir eru svo undur glaöir. Bara af því að rafmagnið er fariö. Nú er ekki nema eölilegt aö fólk spyrji sem svo: — Er það ekki eitt af grundvallarskilyrðun- um til að halda geðheilsunni að hafa einhverja tilbreytingu í lífinu? Og er þaö ekki skemmti- legasta tilbreyting sem hugsast getur þegar rafmagniö fer? Jú. Allir geta verið sammála um það. Og þá vaknar önnur spurning: — Hvernig stendur á því aö Rafmagnsveit- urnar eru svona tregar aö láta rafmagnið fara. Búiö aö eyða milljöröum í aö samtengja og hringtengja allt rafmagn í landinu og leiða þaö inní einhverja dularfyllstu stjórnstöö samtíðar- innar aö Geithálsi — skilst manni. Og allt til aö taka af þjóöinni þá litlu gleöi og tilbreytingu sem aðeins veröur höndluð þegar rafmagniö fer. Meira að segja búið aö segja manni í fjöl- miðlum árum saman aö ekki sé lengur fræöi- legur möguleiki á því að rafmagnið fari. Þaö geri hringtengingin og Geitháls. Svo var þaö síðasta mánudagskvöld þegar líöa fór aö miönætti að öll þjóðin sat í sólhvítu rafmagnsljósinu úrkula vonar um að rafmagn- ið færi, þó úti væru þrumur og eldingar. Þá var þaö semsagt, einsog fyrir guölega forsjón og einsog hendi væri veifað, að raf- magnið fór af öllu Suövesturlandinu. Hvílíkur léttir, hvílík gleöi, hvílíkt krydd í til- veruna. Þaö var svo ekki fyrr en í hádegisfréttum í út- varpinu í gær aö þjóöin fékk aö vita hvers vegna rafmagnið hefði fariö af mestöllu land- inu í meira en klukkutíma. Ástæöan var sú aö rofi, sem ekki á aö geta bilað, bilaöi ekki, heldur bilaöi fjarskiptasam- bandiö viö rofann sem, einsog áöur segir, var ekki bilaður, en þetta var vegna þess aö „lang- varandi" eldingu laust niöur í rafmagnslínu sem lá aö óbilaöa rofanum, en óbilaöi rofinn rauf ekki sambandið heldur hélt áfram aö senda háspennurafmagn áfram í hina rofana sem allir korslúttuöu af því aö þeir voru ekki bil- aðir. — Á þetta aö geta komið fyrir? spurði fréttamaður útvarpsins og rafveitumaöurinn sagði aö þetta ætti ekki aö geta komið fyrir. — Nú afhverju kom þetta þá fyrir? spuröi fréttamaöur og manni skildist helst aö raf- magniö hefði farið af öllu Suðvesturlandinu í rúman klukkutíma afþví allar græjurnar voru í svo góöu lagi, en engin leiö aö ná viö þær fjar- skiptasambandi. Sem auðvitað er líka óhugs- andi aö geti komiö fyrir. — Var þetta mikil bilun? spuröi nú frétta- maðurinn. — Þetta var í raun og veru ekki bilun, var svariö. — Hversvegna fór rafmagniö þá svona lengi? — Þaö tekur svo langan tíma að vekja við- gerðarmennina, var svariö og koma þeim á staöinn. (Væntanlega þarsem bilunin varekki.) Svo héldu þeir áfram aö ræöa þetta mál fram og tilbaka, rafveitumaðurinn og frétta- maðurinn, en ég hætti aö hlusta afþví mér fannst einsog ég skildi þá ekki lengur. Og ég hugsaöi sem svo: — Hvort sem þetta var nú bilun eða ekki bil- un, mikið lifandis skelfingar ósköp var nú gam- an á meðan á þessu stóö. Og þá ósk á ég heitasta aö rafveitur þjóöar- innar hætti að reyna aö koma í veg fyrir það að rafmagnið fari. Þetta er nú einu sinni unaöslegasta tilbreyt- ingin í svartasta skammdeginu. Bilun. NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN ' ÖLL ALMEMlY EARSEÐLASALA OG SKIPULA GMiriG FERÐA PERSÓPÍULEG ÞJÓMUSTA .4* '* NORRÆNA FERÐASKRIFSTOFAN HF. LAUGAVEGI 3, REYKJAVÍK 1 V/FJARÐARGÖTU, SEYDISFIRÐI ^ SÍMi 91-626362 TELEFAX: 91-29460 1 SÍMI 97-21111 TELEFAX' 97-21105

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.