Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 2. nóv. 1989
5
Um 30 manns úr hópi yfirmanna Flugleiða sagt upp fyrirvaralaust
„Fólki með áratuga starffsaldur var
sparkað fyrirvaralaust. Þvi er klappað á
kollinn og loffað launum i þr já til sex mán-
uði," segir einn hinna brottreknu. Nær
30 manns fengu fyrirvaralaust afhent
uppsagnarbréff i aðalstöðvum Flugleiða
siðastliðinn fföstudag. Sumum var gert
að pakka saman innan tveggja klukku-
stunda. Aðrir láta af störfum innan
skamms. Viða rikir gremja i garð Flug-
leiða vegna þess hve skyndilegum og
harkalegum aðfferðum var beitt við upp-
sagnirnar. Æðstu ráðamenn segja hins
vegar að hér sé eingöngu um lið i sparn-
aði að ræða og að ekki haffi verið komist
h já þvi að fækka stjórnendum i samræmi
við fækkun almennra starfsmanna.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON OG ÓMAR FRIÐRIKSSON MYND EINAR ÓLA
„Ógleymanlegt
síðdegi"
„Þetta verður mér ógleymanlegt
síðdegi þarna á föstudaginn," segir
maður kominn á sjötugsaldur sem
ekki vildi þó láta nafns getið. „Milli
klukkan hálfþrjú og þrjú var byrjað
að kalla menn fyrir framkvæmda-
stjóra og deildarstjóra. Maður sá
viðkomandi koma út eftir skamma
stund föla í framan. Svo var bara að
bíða og sjá hvort ég yrði kallaður
inn næst eða ekki. Eg fékk svo sent
bréf þess efnis að vegna harðnandi
samkeppni þyrftu Flugleiðir að
segja mér upp störfum tafarlaust. Ég
fengi laun í sex mánuði og aðstoð ef
ég vildi útvega mér annað starf úti
í bæ. Þetta eru þakkirnar fyrir að
vinna hjá félaginu í meira en aldar-
fjórðung og hafa aldrei fengið að-
finnslur í starfi."
Maður þessi hefur ekki öðlast rétt
til eftirlauna og sér ekki fram á að fá
aðra vinnu eins og aðstæður eru á
vinnumarkaði um þessar mundir.
Mikil óvissa var í aðalstöðvum
Flugleiða eftir helgina og fæstir
vissu hver var hættur og hver ekki.
Sögusagnir gengu fjöllunum hærra
og jafnvel voru menn sagðir hættir
sem aldrei stóð til að segja upp.
Skorið vítt og breitt
Uppsagnirnar á föstudaginn náðu
til flestra deilda Flugleiða. í frakt-
þjónustu var m.a. Hafþór Sigur-
björnsson deildarstjóri látinn víkja
og einnig Karl Guðmundsson, sem
hefur annast gjaldskrármál frakt-
deildar ásamt fleirum.
Á flugrekstrarsviði fékk Guð-
mundur Snorrason, deildarstjóri
þjálfunardeildar, uppsagnarbréf, en
hann hefur unnið hjá Flugleiðum og
áður Flugfélagi íslands í áratugi. Á
markaðssviði varð mikil hreinsun.
Sverrir Jónsson, svæðisstjóri innan-
landsfiugs, var látinn fara. Starfs-
maður með áratuga reynslu og mun
eiga eftir eitt ár til að komast á eftir-
laun. Jóhann D. Jónsson sölustjóri
fékk sömuleiðis uppsögn, en hann
er gamalreyndur hjá félaginu og
hefur m.a. unnið sem sölustjóri
Flugleiða á Bretlandseyjum. Helgu
Bjarnason, sölustjóra Keflavíkur-
flugvallar, var gert að hætta strax
eins og flestum öðrum úr þessum
hópi.
1 tölvudeild var Steingrími Guð-
jónssyni kerfisfræðingi sagt upp.
Var honum gert að hætta samstund-
is þar sem viðkvæm samkeppni í
tölvubransanum leyfði ekki að hann
starfaði út uppsagnarfrestinn.
Ásamt Steingrími var tveim öðrum
í tölvudeild sagt upp.
í fjárreiðudeild, sem heyrir undir
svonefnt fjármálasvið, voru upp-
sagnir. Starf aðalgjaldkera, sem Vil-
hjálmur Guðmundsson gegndi,
virðist hafa verið lagt niður. Páll
Pálsson, aðalfulltrúi aðalgjaldkera,
fékk uppsögn en Vilhjálmur var
færður til innan fyrirtækisins. í
Flugstöð Leifs Eiríkssonar var Barði
Ólafsson aðstoðarstöðvarstjóri lát-
inn hætta á föstudaginn.
Hámarksaldur
lækkaður
Jafnhliða þessum uppsögnum var
ákveðið að framvegis skyldi félagið
ekki hafa í störfum þá sem orðnir
væru 67 ára eða eldri. Þetta mun
eingöngu gilda um þá sem eru í
stjórnunarstöðum hjá félaginu,
deildarstjóra, forstöðumenn og
framkvæmdastjóra.
í Ijósi þessa munu fleiri yfirmenn
vera á förum á næstu mánuðum,
meðal annars Páll Þorsteinsson, for-
stöðumaður stjórnunarþjónustu,
Sigurður Matthíasson, sem starfað
hefur yfir auglýsingaeftirliti, Gunn-
ar Helgason, yfirmaður lögfræði-
deildar, og Sveinn Sæmundsson,
sem fengist hefur við sölustörf. Við
þessa menn verður gerður samn-
ingur sem tekur m eðal annars til eft-
irlauna.
Þá má nefna Baldur Maríusson,
deildarstjóra stöðvarstjórnar, en
hann hafði yfirumsjón með rekstri
Flugleiða á Keflavíkurflugvelli sem
og stöðvum félagsins á flugvöllum
erlendis. Baldur hefur unnið hjá
Flugleiðum og áður Loftleiðum í
nær þrjátíu ár og átti t.d. stóran þátt
i uppbyggingu pílagrímaflugsins á
sinum tíma.
Hrókering
ó milli deilda
Auk þessara uppsagna stendur yf-
ir hrókering á milli deilda og landa.
Starf Jóhanns D. Jónssonar í mark-
aðsdeild, sem leggja átti niður, hefur
verið endurreist og í það kemur
Kristín Aradóttir, sem var sölustjóri
félagsins í Osló. Emil Guðmundsson,
svæðisstjóri í Danmörku, er kallað-
ur heim og mun líkast til fundið starf
á aðalskrifstofu.
Til Kaupmannahafnar fer Gylfi
Sigurlinnason, sem verið hefur yfir
fargjalda- og áætlunardeild. Tvær
manneskjur eiga að taka við hans
störfum, þ.e. Hólmfríður Árnadóttir,
sem hefur verið forstöðumaður hót-
el- og veitingarekstrardeildar Flug-
leiða, og svo Vilhjálmur Guðmunds-
son, fyrrum aðalgjaldkeri.
Hvað býr að baki?
Björn Theódórsson aðalfram-
kvæmdastjóri vann undirbúnings-
vinnuna fyrir uppsagnirnar. Björn
og Sigurður Helgason forstjóri
fengu skýr fyrirmæli frá stjórn Flug-
leiða um að draga saman seglin í
marmahaldi. Stjórnin lét Sigurð og
Björn um að útfæra niðurskurðinn.
Sú stefna sem tekin var gengur út
á það að yngja upp í stjórnunarstöð-
um og jafnframt fækka stjórnend-
um til að stytta boðleiðir og gera yf-
irbygginguna markvissari.
Innan Flugleiða fóru kviksögur af
stað um nefnd sem átti að hafa verið
skipuð til að hrinda uppsögnunum í
framkvæmd. Nefndin var ýmist
kölluð „slátraranefndin" eða
„svarta gengið". Tvennum sögum
fer af því hvort þessi nefnd var yfir-
höfuð til.
Eftir því sem næst verður komist
var reynt að taka tillit til þess hversu
vænlega horfði með atvinnu fyrir
þá starfsmenn sem sagt var upp.
Það virðist samt ekki hafa gengið
eftir í öllum tilvikum, því einstaka
starfsmenn segjast eygja litla von til
sambærilegra starfa og þeir höfðu
hjá Flugleiðum.
Helga Birkisdóttir, formaður
starfsmannafélags Flugleiða, sagði
stjórn félagsins hafa komið saman
eftir uppsagnirnar og rætt um hvort
starfsmannafélagið skyldi taka af-
stöðu til málsins. „Stjórnin tók þá
ákvörðun að skipta sér ekki af
þessu, enda kveðið á um það í fé-
lagslögum að starfsmannafélagið
eigi ekki að láta til sín taka í málum
sem heyra undir stéttarfélög," segir
Helga.
„Þetta er löngu
tímabært"
„Árum og jafnvel áratugum sam-
an hafa starfað menn innan félags-
ins sem við höfum ekkert að gera
við. Þetta eru eftirlegukindur frá
Flugfélaginu eða Loftleiðum sem
hafa myndað alls konar klíkur til að
tryggja hagsmuni sína. Það hefði átt
að láta þessa menn fjúka fyrr,“ segir
starfsmaður úr hdpi yfirmanna. En
hvers vegna var ekki farið í þetta
mál af meiri gát og mönnum gefinn
kostur á að segja upp í stað þess að
fleygja þeim á dyr?
„Stjórnunaraðferðir nútímans
byggjast á skjótum viðbrögðum við
breytingum i rekstri. Hagsmunir
Flugleiða verða að ganga fyrir
einkahagsmunum starfsmanna.
Það er heiðarlegra að segja upp
hópi manna á einu bretti í stað þess
að segja einum manni upp á dag,
sem kallar bara á upplausn á vinnu-
stað. Við erum að endurnýja yfir-
stjórnina með ungu og vel mennt-
uðu fólki og búa okkur undir þá
hörðu samkeppni sem blasir við í
flugheiminum," svarar hann.
Beiskja
Það verður að segjast að mikil
beiskja kom fram í máli margra við-
mælenda okkar. Sumir sögðust
skilja vel afstöðu félagsins. Það
þyrfti að spara og draga saman segl-
in en það væri samt óþarfi að koma
ruddalega fram við starfsfólk sem
sumt hvert væri komið á þann aldur
að erfitt er fyrir það að finna starf
við hæfi.
Það sem fyrrverandi starfsfólk á
erfiðast með að kyngja er sá stutti
fyrirvari sem var á uppsögnunum
og hinsvegar að „ekkert var gert til
að mýkja áfallið", eins og einn
starfsmaðurinn orðaði það. „Mann-
legi þátturinn gleymdist," segir ann-
ar.
Einn af starfsmönnum Flugleiða
erlendis sagði í samtali við Press-
una: „Þetta var bara „svartur föstu-
dagur“.“ Svo voru ýmsir sem töldu
að hreinsunin á aðalskrifstofu Flug-
leiða ætti eftir að draga dilk á eftir
sér.
Ekki reyndist unnt að ná tali af
Sigurði Helgasyni forstjóra né Birni
Theódórssyni við vinnslu greinar-
innar og Einar Sigurðsson blaðafull-
trúi var sagður erlendis.