Pressan - 02.11.1989, Síða 6

Pressan - 02.11.1989, Síða 6
6 pólitisk þankabrot Fimmtudagur 2. nóv. 1989 PRESSON ammmmmmmmmmmmammtuemsmmm ________VIKUBLAD Á FIMMTUDOGUM______________ Útgefandi Blað hf. Framkvæmdastjóri Hákon Hákonarson Ritstjórar Jónína Leósdóttir Omar Friðriksson Auglýsingastjóri Hinrik Gunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, sími: 68 18 66. Auglýsingasimi: 68 18 66. Áskrift ogdreifing:Ármúla36, sími 68 18 66. Setningog umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaðaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýöubladið: 1000 kr. á mánuöi. Verð í lausasölu: 150 kr. eintakið. FULLORÐNIR GETA LÍKA GRÁTIÐ Það er ekki jafnauðvelt að vera fullorðinn og menn halda í barnæsku. Frá sjónarhóli barns virðist full- orðna fólkið hafa öll tækifæri til að höndla lífsham- ingjuna. Það vinnur sér inn peninga og getur keypt fyrir þá súkkulaði og sætabrauð, án þess að biðja um leyfi. Fullorðna fólkið getur líka vakað eins lengi og því sýnist á kvöldin — jafnvel alla nóttina — og skróp- að í vinnunni. Og það þarf ekkert að taka til, nema það vilji það sjálft. Þegar maður vex úr grasi blasir hins vegar við hinn ógnvekjandi sannleikur: Lífshamingjan er ekki fólgin í því að geta keypt kíló af karamellum og mega vaka lengi frameftir! Tilvera hinna fullorðnu er enginn dans á rósum, eftir allt saman. Hún er meira að segja töluvert erfið á köflum. Svo erfið að fullorðna fólkið fyllist stundum kvíða, engu síður en börn. Pabbar og mömmur geta jafnvel grátið. í viðtali PRESSUNNAR við Odda Erlingsson sál- fræðing kemur fram að fjöldi íslendinga þjáist af kvíða. Telur hann að kvíði sé orsök allt að helmings þeirra andlegu kvilla, sem fólk leitar með til sálfræð- inga, svo hér er ekki um neitt smámál að ræða. Kvíði, sem fær að magnast upp án meðferðar, getur eitrað líf viðkomandi einstaklings þar til hann þorir ekki lengur að hitta annað fólk eða fara út úr húsi. Og þá er lífið orðið allólíkt þeirri mynd, sem maður gerði sér áður af frelsi og áhyggjuleysi fullorðinsáranna. Kvíði er hluti eðlilegra viðbragða og getur jafnvel verið til góðs, ef hann fer ekki úr böndum. Sjúklegur kvíði er hins vegar lamandi og hann þarf að lækna. Sem betur fer getur fólk, sem haldið er óeðlilegum kvíða, leitað til sérfróðra aðila og fengið aðstoð við að ná aftur tökum á lífinu. Tilveran er kannski ekki sá dans á rósum, sem við héldum í æsku, en hún batnar ekkert þó við lokum okkur inni og flýjum erfiðleik- ana. Sá þroski, sem menn uppskera við að takast á við óþægilega hluti, er líka það, sem gefur lífinu gildi. hin pressan „Ég hef líkast til veriö haldinn einhverri ritdellu." — Halldór Laxness í viótali við Tim- ann „Flestum er Ijóst aö loforö Sjálfstæöisflokksins um veru- legar skattalækkanir eru meö öllu óraunhæf og nákvæm- lega jafnmikils viröi og inni- stæðulaus ávísun." — Úr leióara Dags „Fólk heffur mestar óhyagjur aff eydingu ózon- lagsins/# — Frétt í Morgunblaðinu „Litlar stúlkur hafa nú um stundir lagt dúkkurnartil hlið- ar og sitja niðursokknar í aö greiöa litlum gúmmíhestum." — Guörún Guðlaugsdóttir í Morg- unblaöinu „Það er svo óskaplega nota- legt aö loka öllum gáttum og horfa niður til þegnanna með föðurlegri eða móöurlegri um- hyggju." — Ólafur M. Jóhannesson í Morg- unblaðinu „Ólafur Laufdal og félagar neita aö leyfa Jóni Ólafssyni og bylgjuliðinu hans að hrósa sigri i stríðinu um það hver fær að reka einu kúlutyggjópopp- stöðina sem pláss er fyrir í Reykjavík." — Þröstur Haraldsson í fjölmiðla- pistli Þjóðviljans „Ég má ekki vera að þvi að læra tungumál þessa stund- ina. Það er þó aldrei að vita hvað ég tek fyrir næst." — Guðrún Jónsdóttir í fimaviðtali. Guörún er 73 ára og talar á annan tug tungumála Hafðu það eins og þú vilt! PRESSAN hefur f.agið til ||»s «1» >ig BIR6I ÁRNASON, hogfrcaiÍBf ag aÍihkrMH vKskipfaréðherra, BOLLA HÉMNSSON hagfrtatiag eg EINAR KARL HAR- ALOSSON, ritstjéra saMoorraaa tÍMaritsias Nerdisk Koatakt. ÞrtMMniigarair mhm skiptast é hm «1 skrifa pistia mm stjéroMél Iffcmdi stuodar f bloiit. W er Eiaar KaH som riiar i voiil eg skrifar pélitísk þaakobret síh í PRESSUNA í dog. Vii bjéÍHM þé velkeMHa í kép laasapeona bloisias. Nú er Sinatra-kenningin komin í stað þeirrar stefnu' sem kennd var við Brezhnev og réttlætti íhlutun Sovét- manna í innanríkismál ríkja í Austur-Evrópu. Gennadi Gerasimov, upplýsingastjóri Gorbachovs, fór á kostum-i bandarísku sjónvarpi og vitn- aði í texta Franka stráks: „Ég hafði það á minn hátt“. Gera- simov sagði að þannig gætu Austur-Evrópuríkin haft það framvegis í friði fyrir Sovét- ríkjunum. Islendingar, sem bera af öðrum þjóðum í orðsins list, höfðu náttúrlega orðað þessa kenningu á undan Gerasimov og Sinatra! Rafnkell bóndi á Dýhóli í Nesjum hringdi í sím- stöðina á Höfn og vildi senda Sigurði stórbónda á Stafafelli i Lóni heillaóskaskeyti í til- efni af merkisafmæli. Síma- stúlkan spurði hvað ætti að standa í skeytinu. „Hafðu það bara eins og þú vílt," svaraði Rafnkell. Þegar skeytið var lesið í afmæli Sigurðar hljóð- aði það svo: „Hafðu það eins og þú vilt! — Rafnkell á Dýhóli." - o - o - Hver sem á heiðurinn af „hafðu-það-eins-og-þú-vilt- kenningunni" þá er það víst að hún er merkilegt tímanna tákn. Mikhail Gorbachov lýsti því yfir hátíðlega í Helsinki á dögunum að eftirstríðsár- unum væri loldð. Mér finnst þetta grátbroslegt orðalag vegna þess að komi ekki til nýrrar heimsstyrjaldar lýkur eftirstríðsárunum aldrei. Þeg- ar ég fer að hugsa málið finnst mér þó að það gæti verið sérstök meining í þessu fyrir okkur sem fædd erum á fimmta áratugnum. Við viss- um ekki af heimsstyrjöldinni, en þegar við komumst til vits og ára mótuðu niðurstöður hennar engu að síður hugar- heim okkar. í fjörutíu ár hafa menn haft yfir utanaðlærðar rullur á leiksviði kalda stríðs- ins. En nú er sýningum að ljúka á þessu maraþonverki, þar sem jafnvægislist valda, ógnar og áhrifasvæða hefur verið meginþráður. Nýtt Evr- ópuverk er í smíðum en því er ólokið enn og æfingar ekki nema rétt að byrja. Jalta- Evrópa er úr sögunni. Enginn kann almennilega þann nýja texta, sem skrifaður hefur verið, og enginn veit ná- kvæmlega til hvers höfundar ætlast. Það ríkir spennandi óvissa um f ramvindu alþjóða- mála en ekki lamandi vissa um óhagganlegar skorður eins og áður. Og við sem er- um á miðjum aldri verðum að komast af án kreddu og kenn- inga sem við fengum í vöggu- gjöf. Kannski einhverjir okk- ar geti farið að hugsa sjálf- stætt? Á sviði efnahagsmála er frumkvæðið í höndum helstu ríkja innan Evrópubanda- lagsins. Hinu pólitíska frum- kvæði deila þau með Gorba- chov. Flest af því sem minni ríki eru að kljást við um þess- ar mundir eru viðbrögð við þessum staðreyndum. Það er hollt að minnast þess að saga norrænu ríkjanna hefur um aldir mótast af viðbrögðum og aðlögun að umbyltingum á meginlandi Evrópu. Á okk- ar öld hefur norrænu ríkjun- um sjaldnast tekist, þrátt fyrir náið og að mörgu leyti ein- stakt samstarf, að bregðast sameiginlega við stórtíðind- um álfunnar. Um þessar mundir er verið að semja um stórfelldar breytingar á grundvelli allrar efnahags- starfsemi í Evrópu. Líklegt má telja að fjórfrelsið (frjálst flæði vöru, þjónustu, fólks og fjármagns) verði meginregla í viðskiptum innan Vestur-Evr- ópu og nái einnig til verulegs hluta Austur-Evrópu. Þetta kann að þykja djarflega ályktað, en framvinda mála er ótrúlega hröð, og ég yrði ekki hissa þó farið yrði að rífa Berlínarmúrinn fyrir jól. Við- skiptamúrarnir gætu fallið viðlíka hratt, enda er von á Gorbachov til Brussel í des- ember, og þar má búast við nýjum boðskap ef Sovétleið- toginn er sjálfum sér líkur, og hefur ekki verið steypt af stóli. - o - o - Sjálfsagt eru margir íslend- ingar þeirrar skoðunar að þeir geti haft það eins og þeir vilja í nánustu framtíð, hvað sem líður samningabrölti alls- konar úti í Evrópu. Boðskap- urinn frá Brussel er hinsveg- ar ótvírætt sá að Evrópuþjóð- um beri að hafa það eins og þeir innan EB hafa það. EB- frelsi, EB-staðlar og EB- menntun, það er það sem koma skal. Og það væri óraunsæi að gera ráð fyrir öðru en að Islendingar verði að laga sig að nýjum samn- ingsniðurstöðum stærstu ríkja Evrópu. Það verður eitt helsta átakamál íslenskra stjórnmála næstu misseri hversu hröð þessi aðlögun verður og með hvaða hætti hún verður framkvæmd. Það er nóg af þverstæðum í þeirri þróun sem við höfum fyrir augum. í austanverðri álfunni blandast frjálsræði og upplausn, efnahagsskipbrot og þjóðleg vakning, von og ótti. í álfunni vestanverðri takast á öfl miðstýringar og valddreifingar og vegast á hagsmunir stórfyrirtækja og 16 miiljóna atvinnulausra. Engu að siður hijóta allir að taka fagnandi því pólitíska hlýviðraskeiði sem nú geng- ur yfir og vilja nýta frjóan jarðveg til þess að flétta sam- an efnahagsstarfsemi Evr- ópuþjóða, ef vera mætti að það kæmi í veg fyrir nýjar styrjaldir. í málræktarviku sagði einn af fulltrúum íslensks atvinnu- lífs i sjónvarpi að ástandið á Suðurnesjum hefði „verið verra en raun bar vitni". Ég veit ekki alveg hvaða merk- ingu ber að leggja í þetta, en ég held að orðatiltækinu megi snúa upp á ástandið í Evrópu: Það er eiginlega betra en raun ber vitni. „Gróa é Leiti er í stuöi á þess- um árstíma sem aldrei fyrr." — Frétt í DV „Þótt menn kasti grjóti úr „glerkúlu" og þrátt fyrir ótrú- legar árásir á mig, meðal ann- ars af mönnum, sem svo klappa manni á bakiö við há- tíðleg tækifæri, mun ég ekki taka þátt í þessum Ijóta leik; ekki láta draga mig niöur í svaöiö." — Tímabréfiö 2a október, vitnað til viðtals við Steingrím Hermannsson forsætisráðherra ,,Það væri ekkert minna en algjört reiöarslag að gefa útgerðarmönnum fiskistofnana eins ogpeir Hannes, LIÚ o.fl. viljar — Einar Júliusson i Morgunblaö- inu „Kannski má segja að ég hefði átt að vera bara áfram með Broadway og byrja ekki strax á Hótel íslandi." — Ólafur Laufdal i Morgunblaðinu „Því er bað að Garri gleðst yffir þvi framtaki Jóns Ótt- ars og hans manna að sýna landsmönnum klámmyndir ffyrir háttinn/# — Garri í Timanum „I sama augnabliki steig Garri ofan í hundaskít og náði því ekki að klára það sem hann ætlaði að segja." — Úr 'limanum „Það tók þjóðina öld að öölast sjálfstæði. Hún gæti gloprað því niður með einum van- hugsuðum leik á tafiborði al- þjóðastjórnmálanna." — Ragnar Arnalds i Þjóðviljanum „Hér sýnast mér allar ár falla til Dýrafjarðar..." — Jón Baldvin Hannibalsson utan- ríkisráðherra i viötali viö Þjóöviljann „Ég skrifaði ekki til að verða frœgur, heldur var þetta þörf sem kom fram þegar annað fólk var að borða eða þegar það svaf.“ — Halldór Laxness i samtali viö Þjóðviljann á 70 ára rithöfundar- afmæli skáldsins

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.