Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 7
Ffmmtudagur 2. nóv. 1989
7
PRESSU
I^Éý skáldsaga með nokkuð
óvenjulegum söguþræði er væntan-
leg á markaðinn í þessum mánuði.
Það er skáldsaga sem ber heitið
„Bergnuminn" og fjallar um fjár-
hættuspilara í Reykjavík. Spila-
fíknin hefur náð heljartökum á
söguhetjunni og leitt hann inn á
braut glæpa. Fjárhættuspilarinn sit-
ur bergnuminn við borðið í spila-
klúbbnum þar sem svimandi upp-
hæðir skipta um eigendur á hverju
kvöldi. Sagt er að þeir sem stundað
hafa fjárhættuspil í Reykjavík muni
kannast við lýsingar á ýmsum lok-
uðum „klúbbum" í höfuðborginni
við lestur bókarinnar. Það skal þó
tekið fram að hér er ekki neinn
venjulegur reyfari á ferðinni heldur
bókmenntalegskáldsaga. Höfundur
bókarinnar er Eysteinn Björns-
son, kennari við Fjölbrautaskólann
í Breiðholti, og er þetta fyrsta bók
Eysteins. Eysteinn hefur þó áður
drepið niður penna því hann er fast-
ur penni í laugardagsblaði Alþýðu-
blaðsins...
I DV á mánudaginn gat að líta
auglýsingu frá lögmanni sem þar
býður fram starfskrafta sína. Auglýs-
ingin greinir frá því að vanur lög-
maður geti bætt við sig lögfræði-
störfum ýmiss konar. Engar reglur
gilda um hvort lögmenn hafa heim-
ild til að auglýsa á þennan hátt, en
hins vegar hefur venjan verið sú að
lögmenn auglýsi eingöngu þegar
þeir opna skrifstofu eða flytja. Þyk-
ir þessi auglýsing bera vott um að
samkeppnin fari harðnandi í heimi
lögmanna sem hjá öðrum og nú
verði hver að bjarga sér . . .
L
I larðnandi samkeppni í aug-
lýsingabransanum birtist á ýmsan
hátt. Þannig býður til dæmis Morg-
unblaðið auglýsendum upp á
ókeypis auglýsingagerð gegn því
skilyrði að auglýsing þeirra birtist
eingöngu í Morgunblaðinu . . .
o
^ÉPinn þeirra sem gefa út sína
fyrstu stóru plötu á þessu ári er
Geirmundur Valtýsson, sá hinn
sami og hefur sent lög í Söngva-
keppni sjónvarpsstöðva nokkr-
um sinnum og þau öll náð vinsæld-
um. Heiti plötunnar: Geirmundur
Valtýsson í syngjandi sveiflu ...
Hlýlega gerði Verðlagsstofn-
un könnun á útsöluverði vínveit-
ingahúsa á gosdrykkjum, bjór
og öðru áfengi. Eitt og annað for-
vitnilegt kom fram í könnuninni,
meðal annars óheyrileg álagning
nokkurra veitingahúsa á gos-
drykkjum. Af einhverjum ástæö-
um vill Verðlagsstofnun ekki upp-
lýsa niðurstöðurnar . . .
LANDSFUNDUR
SAMBANDS
ALÞÝÐUFLOKKSKVENNA
Dagshrá:
Föstudagur 3. návemher
Kl. 20 Setning:
Guðfinna Vigfiísdóttir, varaformaður S.A.
Félagsmálaráðherra Jóhanna Sigurðardóttir, varaformaður
Alþýðuflokksins.
Birgir Árnason, formaður SUJ
Avörp gesta
Kosning starfsmanna þingsins
Sveitarstjórnarkosningar 1990:
Jóna Ósk Guðjónsdóttir, formaður S.A. ogbæjarfulltrúi Hafnarfirði
Söngur
Kaffi
Laugardagur 4. nóvember
Kl. 10 Fundi framhaldið
Skýrsla formanns
Skýrsla gjaldkera
Umræður
Kl. 11 Kynning tillagna
Lífskjör á landsbyggðinni
Framsöguerindi:
Agnes Gamalíelsdóttir, formaður Verkalýðsfélagsins
Arsæls Hofsósi
Klara Sigurðardóttir, skrifstofumaður Hafnarfirði
Kl. 12 Hádegisverðarhlé
Kl. 13 Lífskjör á landsbyggðinni
Framsöguerindi:
Jón Asberg Salomonsson, bæjarfulltrúi Húsavík
Almennar umræður
Kl. 15 Störf nefnda
Kl. 16 Afgreiðsla tillagna og nefndaálita
Kosningar
Kl. 18. Landsfundarslit
Kl. 20 Kvöldfagnaður í umsjá Kvenfélags Alþýðuflokksins á Akureyri
CITROEN ÐX 4x4
VÖKVAFJÖÐRUN MEÐ FJÓRUM
HÆÐARSTILLINGUM
GERIR HERSLUMUNINN!
.. OPIÐ VIRKA DAGA 9—18
LAUGARDAGA 13—17
Kynningarverð frá kr. 1.343.000- stgr.
var
Alltfrá því Citroen BX
fyrst kynntur á lslandi hefur
hann notið verðskuldaðra
vinsœlda. BX-inn erfrábœr
úti á vegum, hörkuduglegur í
snjó, mjög rúmgóður og
ótrúlega sparneytinn.
Hann er búinn hinni
einstöku vökvafjöðrun með
fjórum hœðarstillingum og
eru þá 25 sm undir lœgsta
punkt íefstu stöðu sem gerir
herslumuninn er á reynir og
heldur sömu hœð frá jörðu
burtséð frá hleðslu. Hann er
glœsilegurfjölskyldubíll með
frábœra aksturseiginleika.
Bíll sem hefur margsannað
ágœti sitt við íslenskar
aðstæður. Nú kynnum við
nýjan Citro'én, BX 4x4 bíl
sem sameinar alla fyrri kosti
*Verð án ryðvarnar og skráningar á 5d BX 4x4 miöaö viö gengi 1. nóvember.
BX, ásamt sídrifi á öllum
hjólum, 107 hestafla vél,
lœsanlegu átaki milli fram-
og afturhjóla og með
driflœsingu að aftan.
Komdu og reynsluaktu, það
leiðirþig íallan sannleikann.
Aukþess tekurþú um leið þátt
í glœsilegu reynsluaksturs-
happdrœtti, þar sem
vinningurinn er Helgarferð
fyrir tvo til Parísar,
skoðunarferðir um borgina
og Citroén verksmiðjurnar
auk ótakmarkaðra afnota af
Citroén BX 4x4 allan tímann.
Globusp
Lágmúla, s.91-681555
Góö þjónusta - ánægöir bileigendur