Pressan - 02.11.1989, Side 8
8
Fimmtudagur 2. nóv. 1989
Semst ekki með verktaka og teiknistofu um tvínotkun á húsateikningu.
Verktakinn fær í staðinn starfsmann byggingarfulltrúa í Reykjavík til að teikna
alveg eins hús.
Verktakinn Ólafur Björnsson byggði
verslunarhús á Suðurlandsbraut 22 eftir
teikningu frá teiknistofu ES. Ólafur vildi
byggja samskonar hús á lóð sem hann
fékk á Grensásvegi 16. Þegar ekki
samdist um þóknun sneri Ólafur sér til
Ágústs Þórðarsonar, starfsmanns emb-
ættis byggingarfulltrúans í Reykjavik.
Ágúst hannaði húsið sem Ólafur vildi,
ffyrir verð sem Ólafur sætti sig við.
EFTIR PÁL VILHJÁLMSSON MYNDIR: EINAR ÓLA
„Ég sé ekki betur en að okkar
teikning hafi verið notuð," segir Sig-
urður Kjartansson á teiknistofu ES
um áþekkt svipmót húsanna á Suð-
urlandsbraut 22 annarsvegar og
Grensásvegi 16 hinsvegar. í megin-
atriðum eru húsin eins í útliti. Eini
munurinn sem orð er á gerandi er
að í stað fimmtu hæðar á Suður-
landsbraut er komið ris á Grensás-
vegi.
Agúst Þórðarson þvertekur fyrir
að hafa haft teikningar teiknistofu
ES til hliðsjónar þegar hann teikn-
aði húsið á Grensásvegi 16. Hann
segir Ólaf eiga hugmyndina en Ág-
úst hafi sjálfur unnið út frá henni, en
ekki teikningu Sigurðar.
í örstuttu samtali sem blaðamað-
ur átti við Ólaf sagðist hann hanna
flest sín hús sjálfur, „en ég fæ aðstoð
við að teikna þau“. Þegar blaðamað-
ur spurði Ólaf um vjðskiptin við Ág-
úst svaraði hann: „Ég nenni ekki að
ræða við ykkur á Pressunni."
Samkvæmt venjulegri skilgrein-
ingu á höfundarrétti hönnuða er
hústeikning hugverk þess höfundar
sem skrifaður er fyrir verkinu. í
þessu tilfelli er það Sigurður Kjart-
ansson.
Teikningin að húsinu, sem stend-
ur á Suðurlandsbraut 22, var að
mestu leyti unnin á árinu 1985. Ólaf-
ur Björnsson, sem er aðaleigandi
Steypustöðvarinnar Óss, byggði
húsið. Þegar hann var langt kominn
með það ákvað hann að reisa sams-
konar hús á Grensásvegi 16.
Hagsmuna*
órekstrar
„Það átti að nota sömu grunnhug-
myndina á Grensásvegi og við höfð-
um notað á Suðurlandsbraut," segir
Sigurður Kjartansson á teiknistofu
ES. Sigurður og Ólafur komust ekki
að samkomulagi um hversu mikið
Ólafur skyldi borga fyrir breytingar
á teikningum sem þurfti að gera til
að aðlaga þær aðstæðum á Grensás-
vegi.
Þegar ekkert varð úr frekari við-
skiptum teiknistofu EiS og Ólafs
Björnssonar leitaði Ólafur til starfs-
manns byggingarfulltrúans í
Reykjavík, Ágústs Þórðarsonar, og
bað hann að hanna húsið.
Það varð úr að Ágúst teiknaði fyr-
ir Ólaf og á byggingarnefndarfundi
þann 26. febrúar 1987 voru teikn-
ingar Ágústs samþykktar athuga-
semdalaust. Á fundinum sátu meðal
annars starfsbræður Ágústs.
Starfsmenn embættis byggingar-
fulltrúa í Reykjavík þurfa sérstakt
leyfi til að teikna hús í frítíma sínum
fyrir einstakiinga. Borgarverkfræð-
ingur veitir þetta leyfi. Ágúst Jóns-
son skrifstofustjóri segist ekki vita
til þess að nein skrá sé haldin yfir
hve oft starfsmenn byggingarfull-
trúa fá leyfi til að hanna hús. Ágúst
sagðist halda að borgarverkfræð-
ingur samþykkti svo til hverja
beiðni undirmanna sinna.
Bannaðí
Hafnarfirði
Byggingarfulltrúi og starfsmenn
embættisins eiga að hafa eftirlit
með byggingarframkvæmdum og
undirbúa fundi byggingarnefndar
þar sem meðal annars teikningar
eru til meðferðar. Af þeim sökum er
það jafnan talið varasamt að bygg-
ingarfulltrúi taki að sér í aukavinnu
að hanna hús sem embættinu er
ætlað að hafa eftirlit með.
Hættan er sú að byggingarfulltrú-
inn, eða starfsmaður hans, líti mild-
ari augum á vinnu og frágang verk-
taka sem jafnframt borgar bygging-
arfulltrúanum laun.
„Við tókum algjörlega fyrir það
að byggingarfulltrúinn í Hafnarfirði
teiknaði fyrir Pétur og Pál úti í bæ,“
segir Guðmundur Árni Stefánsson,
bæjarstjóri í Hafnarfirði. Guðmund-
ur sagði afstöðu bæjarstjórnar miða
að því að fyrirbyggja hagsmuna-
árekstra.
Til að bæta byggingarfulltrúa upp
tapaðar tekjur af aukavinnu og
halda honum í æfingu fær hann
hönnunarverkefni hjá Hafnarfjarð-
arbæ. Þess er jafnan gætt að bygg-
ingarfulltrúinn sitji ekki fundi þar
sem teikningar hans eru til með-
ferðar og hann taki ekki út sín eigin
verk.
I Reykjavík þykir ekki ástæða til
þeirrar varkárni sem Hafnfirðingar
temja sér. Ekki einu sinni þegar
verktakinn sem á í hlut, Ölafur
Björnsson, brýtur byggingarreglu-
gerðir í slíkum mæli að byggingar-
nefnd sér sig tilneydda að grípa til
harkalegra aðgerða.
Var sviptur
meistararéttindum
Ólafur Björnsson tók að sér fyrir
nokkrum árum framkvæmdir við
Hamarshúsið sem stendur við
Tryggvagötu 4—6. Fljótlega var
fundið að framkvæmdum Ólafs og á
miðju ári 1984 var samþykkt bókun
þar sem vinnubrögð voru átalin. Ól-
afi var meðal annars gefið að sök að
vinna eftir ósamþykktum teikning-
um og hunsa tilmæli byggingar-
nefndar um úrbætur.
Veturinn 1986—1987 var deilan á
milli Ólafs og byggingarnefndar
komin á alvarlegt stig. Það hindraði
þó hvorki starfsmann byggingarfull-
trúa, Ágúst Þórðarson, né borgar-
verkfræðingi að samþykkja að Ág-
úst teiknaði húsið sem var reist á
Grensásvegi 16.
í sömu vikunni og Ólafur fékk fok-
heldisvottorð fyrir byggingunni á
Grensásvegi, sumarið 1987, svipti
byggingarnefnd Reykjavíkur Ólaf
réttindum til að starfa sem bygging-
armeistari.
Það var haft eftir Hilmari Guð-
laugssyni, formanni byggingar-
nefndar Reykjavíkur, að leyfissvipt-
ingin væri „algjört neyðarúrræði".
Af því má ráða hve brot Ólafs þótti
alvarlegt.
Á meðan byggingarnefnd, sem í
orði kveðnu er yfir embætti bygjg-
ingarfulltrúa sett, átti í stappi við 01-
af réð hann starfsmann embættisins
til að vinna fyrir sig. Það gekk líka
eins og í sögu að reisa húsið við
Grensásveg. Teikningar voru sam-
þykktar á fundi byggingarnefndar í
lok febrúar 1987 og fimm mánuðum
seinna fékk hann fokheldisvottorð
frá embætti byggingarfulltrúa.
Misnota aðstöðuna
Arkitektafélag íslands hefur
ályktað gegn því að starfsmenn
byggingarfulltrúa taki að sér hönn-
un fyrir almenna byggingaraðila.
Arkitektar sem blaðamaður talaði
við sögðu það misnotkun á aðstöðu
að embættismenn ynnu þau verk
sem annars féllu til arkitekta og
byggingarfræðinga.
Arkitektum svíður einkum hversu
rúmar heimildirnar eru sem ráða-
menn borgarinnar veita starfs-
mönnum embættis byggingarfull-
trúa til að vinna á almennum mark-
aði. í byggingarreglugerð er kveðið
á um að byggingarfulltrúum skuli
óheimilt að gera húsateikningar
„nema sérstaklega standi á“ og þá
að fengnu leyfi byggingarnefndar.
Byggingarnefnd Reykjavíkur hef-
ur afsalað þessu valdi til borgar-
verkfræðings. Þetta þýðir að lýð-
ræðislega kjörnir fulltrúar afsala sér
valdi til embættismanna sem síðan
þiggja kaup frá verktökum sem þeir
eiga að hafa eftirlit með.
Ef marka má frjálslega leyfisveit-
ingu borgarverkfræðings til undir-
manna sinna stendur undarlega oft
„sérstaklega á“ í henni Reykjavík.
Húsin a Suðurlandsbraut 22 og Grensósvegi 16 eru glettilega lík. Sami verktakinn byggði, en tveir hönnuðir
eru skrifaðir fyrir teikningunum, annar þeirra starfar hjá embætti byggingarfulltrúa. Á sama tíma átti
byggingarnefnd í útistöðum við verktakann vegna brota hans á byggingarreglugerð.