Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 10
10
Fimmtudagur 2. nóv. 1989
MEÐ ÖLL VÖLC
,,Þetta er Iqglegasta merki# finns* þér ekki?## segir Jón
Mqgnússon og lyfftir kafffikönnu með flokksmerki Frqmtfara-
flokksins norska þegar ég kem inn á lögmannsskrifstofuna
hans i Skeifunni. Jén var á ferd i Woregi á dögunum og kynnti
sér norsk stjórnmál i tengslum við þingkosningarnar. Þar átti
hann m.a. samleið með Inga Birni Albertssyni, formanni
Frjálslyndra hægrimanna, og heimsóttu þeir félagarnir m.a.
kosningaskrifstofur Framfaraflokksins og Hægriflokksins.
En áður en við komum nánar að þvi hef ur Jón sitthvað að seg ja
um stöðu Sjálfstæðisflokksins sem hann segir að fitni vel á
óvinsældum rikisstjérnarinnar. Er það eina ástæðan fyrir
uppsveiflu flokksins i skoðanakönnunum? spyr ég:
EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON — MYNDIR: EINAR ÓLASON
„Carl I. Hagen, formaöur Framfaraflokksins norska, er mjög sjarmerandi stjórnmélamaöur. Margt af því
sem flokkurinn bendir á á fyllilega við hér, þótt ég geti ekki séö flokkinn sem beina fyrirmynd hér á
landi."
,,Já, því það hefur aldrei starfað
jafnléleg ríkisstjórn á íslandi frá lýð-
veldisstofnun. Það er svo yfirgengi-
leg vitleysa í gangi núna og ekki tek-
ið á neinu. Yfirlýsing fjármálaráð-
herra um að það eigi að reka ríkis-
sjóð með þriggja milljarða króna
halla jafngildir yfirlýsingu um að
það eigi ekki að taka á neinu. Svo
verður fjárlagahallinn í raun marg-
falt meiri. Ætli hann verði ekki á bil-
inu sjö til níu milljarðar þegar upp
er staðið.
Það var helsta baráttumál mitt í
Sjálfstæðisflokknum, á meðan hann
var með fjármálaráðuneytið, að
halda rikissjóði hallalausum. Það á
ekki að láta vandamál dagsins bitna
á börnunum okkar. Það er alger
óhæfa að reka ríkissjóð með halla
þegar ekkert bjátar á í þjóðfélaginu.
Það er algerlega andstætt mínum
hugmyndum í pólitík og ég get
ómögulega sætt mig við það."
Við erum engar
ófreskjur
— Hver er staða þín í Sjálf-
stæðisflokknum í dag. Nú hefur
þú löngum veriö virkari í flokks-
starfinu?
,,Já, ég hef í gegnum tíðina verið
ákaflega virkur í flokksstarfi Sjálf-
stæðisflokksins. Mjög fljótlega eftir
að ég gekk í flokkinn var ég kosinn
í stjórn Heimdallar -— ég var mjög
virkur í ungliðahreyfingunni og
Vöku, félagi lýðræðissinnaðra stúd-
enta. Síðan varð ég formaður Heim-
dallar, var kjörinn í miðstjórn Sjálf-
stæðisflokksins og formaður Sam-
bands ungra sjálfstæðismanna. í
framhaldi af þessu tók ég mér smá-
frí frá pólitíkinni en þegar ég kom
aftur fór ég í prófkjör á vegum
flokksins hér í Reyjavík og varð
varaþingmaður. Þetta er annað
kjörtímabilið sem ég er varaþing-
maður flokksins.
En það má segja að síðastliðið ár
hafi ég verið tiltölulega lítið virkur í
flokksstarfinu eða síðan ég stóð fyr-
ir stefnuskrárráðstefnunni sem sjálf-
stæðismenn í Reykjavík héldu á síð-
asta ári. Hún olli óskaplegri tor-
tryggni. Sérstaklega af hálfu sjálf-
stæðismanna af landsbyggðinni.
Það er nefnilega svo að í íslenskri
pólitík hafa ákveðnir aðilar hags-
muni af því að búa til eitthvað sem
heitir togstreita á milli þéttbýlis og
dreifbýlis. Það er gert til þess að fyr-
irbyggja eðlilega umræðu um mál.
Þannig er t.d. ekki hægt að ræða um
atvinnumál á íslandi vegna þess að
það er kallað að verið sé að ráðast
gegn einhverjum byggðasjónarmið-
um. Að meira eða minna leyti eru
allir stjórnmálaflokkar búnir að af-
skrifa eðlilega stefnumótun og rök-
ræna umræðu um þróun atvinnulífs
á íslandi. Það eru allir skíthræddir
um að missa stólinn undan sér og
þora ekki að standa upp og segja
fyrir hvað þeir standa. Núna horfum
við fram á að sjávarútvegurinn er að
lenda inni í sama vanda og landbún-
aðurinn er löngu kominn í vegna of-
fjárfestingar og skipulagsleysis.
Þessi offjárfesting í sjávarútvegin-
um var þegar Ijós árið 1974, en við
höfum stöðugt verið að stækka flot-
ann og fjölga frystihúsum á sama
tíma og það hefur legið fyrir að
þörfin hefur stöðugt farið minnk-
andi. Það er eins með landbúnað-
inn. Það var bent á það þegar á sjö-
unda áratugnum að menn væru
komnir í algerar ógöngur í þeim
málum. Samt sem áður héldu þeir
áfram að fjárfesta undir þessum
kjörorðum; það er nógur markaður
fyrir góðar matvörur úti í hinum
hungraða heimi! Og hvernig stönd-
um við svo í dag? Við erum að flytja
út lambakjöt og selja það helmingi
ódýrar en neytendur hér geta keypt
það út úr búð.“
— Náðist enginn árangur í
þessum málum á landsfundin-
um?
„Það náðist árangur að því leyti,
að það varð ljóst að viðhorfin eru
orðin önnur en þau hafa verið. Þeir
sem stunda landbúnað gera sér bet-
ur grein fyrir vandamálunum og ég
held að þeir séu farnir að sjá að við,
talsmenn neytendasjónarmiða, er-
um engar ófreskjur sem vilja rífa þá
á hol. Við viljum eðlilegar breyting-
ar og framþróun, því það er gjör-
samlega útilokað að íslenskir neyt-
endur þurfi alla tíð að borga tvisvar
til fimm sinnum hærra verð fyrir
matvörur en íbúar nágrannaland-
anna.“
Eimreiðarhópurinn
í allar valdastöður
— Víkjum aftur að stöðu þinni
í flokknum. Þú ert varaþingmað-
ur í áttunda sæti flokksins í
Reykjavík. En hver er staða þín
að öðru leyti?
„í sjálfu sér er staða mín í flokkn-
um engin. Ég er varaþingmaður en
gegni engum trúnaðarstörfum öðr-
um í flokknum og ég hef ekki verið
að sækjast neitt sérstaklega eftir
því. Ég hef alltaf þurft að bjóða mig
fram og vinna kosningar til þess að
fá einhverjar trúnaðarstöður innan
flokksins. Flokkurinn hefur aldrei
haft áhuga á að nýta krafta rnína."
— Þú gagnrýndir forystuna
harðlega í blaðagrein á dögun-
um. Minntir á Eimreiðarhópinn
og sagðir klíkubræður sitja í
öndvegi í flokknum. Ertu að
haida því fram að Sjálfstæðis-
flokknum sé stjórnað af klíku?
„Ég tel að það hafi verið að þróast
ákveðnir hlutir í Sjálfstæðisflokkn-
um og að valdapýramídinn hafi ver-
ið að þrengjast verulega. Það er eft-
irtektarvert að ákveðinn hópur
manna, sem ég kalla Eimreiðarhóp-
inn, er í raun kominn meira og
minna í allar lykilstöðúr í flokks-
kerfinu. Það gerist ekki fyrir neina
tilviljun."
— Hvernig gerist það þá?
„Það gerist vegna þess að þessi
hópur manna stendur saman um að
ná þessum völdum. Það er ósköp
einfalt. Síðan geta menn velt því fyr-
ir sér hverjir þeir eru og hvar þeir
sitja í dag.“
— Hverjir eru það?
„Ég hygg að það sé alveg ljóst
hverjir eru valdamestu menn Sjálf-
stæðisflokksins í dag. Davíð Odds-
son er þar í fyrsta sæti. Kjartan
Gunnarsson framkvæmdastjóri í
öðru sæti og svo er spurning hvort
Björn Bjarnason eða Þorsteinn Páls-
son situr í þriðja sætinu."
— Ertu að segja að Eimreiðar-
hópurinn sé virkur félagsskap-
ur í dag sem hittist og leggur á
ráðin?
„Nei, svona klíkur sem myndast í
stjórnmálum hittast ekkert á ein-
hverju kaffihúsi og leggja á ráðin.
En hitt er annað mál að þetta eru
menn sem hafa tengst á vegferð
sinni og þeir eru í miklu meira og
betra sambandi hver við annan en
við aðra flokksmenn. Þeir standa
saman — á því er enginn vafi. Það
sem ég er að benda á er að t.d. Frið-
rik Sophusson kemur úr allt öðrum
jarðvegi en þessir menn. Á sínum
tíma kom Gunnar Thoroddsen úr
öðrum jarðvegi en Geir Hallgríms-
son og Álbert Guðmundsson úr enn
öðrum farvegi. Sjálfstæðisflokkur-
inn náði því að verða mjög sterkur
flokkur vegna þess aö hann bar
gæfu til að virða mismunandi sjón-
armið, mismunandi manngerðir og
áherslur. Mér hefur hins vegar virst
það vera að gerast upp á síðkastið
að flokkurinn hefur verið að þrengj-
ast. Hann hefur verið að lokast og
með stöðugt takmarkaðri hætti eru
stjórnendur flokksins tilbúnir að
þola gagnrýni.
Notuðu Morg-
unblaðið
Tökum borgarstjórnarmálin sem
dæmi; það fer engin umræða um
borgarstjórnarmálin fram innan
Sjálfstæðisflokksins. Nema í borgar-
stjórnarflokknum sjálfum, en innan
flokksins fer engin umræða fram
um þessi mál. Ef menn eru eitthvað
að segja er þeim bara bent á að
Reykjavík sé vel stjórnað, og þar við
situr. Nú er ég ekki að halda því
fram að borginni sé illa stjórnað en
þetta er nánast eins og umræða um
fimm ára áætlanirnar á Stalínstim-
anum. Þetta sæmir alls ekki flokki
sem vill vera frjálslyndur og víð-
sýnn. Slíkur flokkur leyfir umræðu
og gagnrýni og sættir sig við það.
Það gerir stjórnmálaflokk sterkan."
— Og var þá varaformanns-
kjör Davíðs liður í tafli þessa
hóps?
„Það að Davíð verður varafor-
maður er bara ákveðinn stimpill á
þessa þrengingu valda í flokknum.
Það varð engin bylting á landsfund-
inum heldur gerðist þetta smátt og
smátt. Ég benti á það í blaðagrein-
inni, sem þú vitnar til, að þeir menn
sem studdu Friðrik Sophusson í for-
mennsku SUS á sínum tíma eru í
dag annaðhvort hættir í Sjálfstæðis-
flokknum eða ein hversstaðar úti í
horni. Enginn þeirra, ekki einn ein-
asti, er framarlega í flokksstarfinu.
PÓLITÍSKT UPPGJÖR JÓNS MAGNÚSSONAR,