Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 13
Viðtal við Odda Erlingsson sálfræðing, sem um nokkurt skeið
hefur staðið fyrir námskeiðum fyrir fólk sem þjáist af kvíða.
Kvíði getur verið jákvæður —
svo fremi að hann fari ekki úr
böndunum. Sumum hættir hins
vegar til að gefa sig kvíðanum á
vald í svo miklum mæli að þeir
hreinlega örmagnast. Þá er
ástandið orðið sjúklegt, en sem
betur fer er það alls ekki ólækn-
andi.
Kvíði er fyrirbæri, sem við þekkj-
um öll, og flest lærum við að lifa
með honum. í sumum tilvikum
verður kvíðatilfinningin hins vegar
svo nístandi og svo algengt ástand
að hún hindrar eðlilegt líf viðkom-
andi persónu. Fólk, sem þannig er
ástatt fyrir, leitar gjarnan til sálfræð-
inga eða geðlækna, en einnig eru í
boði námskeið fyrir þá, sem þjást af
kvíða. Oddi Erlingsson sálfræð-
ingur hefur t.d. stjórnað slikum
námskeiðum og blaðamaður
PREISSUNNAR mælti sér mót við
hann tii þess að fræðast um maga-
fiðringinn og svitavaldinn, sem við
köllum kvíða. Oddi var fyrst spurð-
ur að því hvort kvíði gæti komið
snemma fram hjá börnum:
„Kvíðaviðbrögð hjábörnum á for-
skólaaldri eru nokkuð algeng og þá
einkum í tengslum við breytingar á
umhverfi eða fjölskyldu. Kvíði og
óöryggi geta t.d. kviknað, þegar
barn eignast systkini eða þegar for-
eldrar skilja. Einnig vegna breyt-
inga á búsetu eða bara á barnapöss-
un. Börn eru mjög næm á umhverf-
isbreytingar og þar sem þroski
þeirra er skammt á veg kominn geta
þau metið hættulausar aðstæður að
mati okkar fullorðnu sem mjög ógn-
andi. Einkenni eins og að byrja aftur
að gera á sig kannast allir við, en
einnig getur óöryggið birst á öfga-
kenndari hátt eins og í árásarhegð-
un eða mikilli hlédrægni. í byrjun
skólaskyldu, þegar breytingar eru
náttúrulega verulegar, hafa svo
ákveðin vandamál verið skýrð sem
kvíðaviðbrögð og þá á ég við skóla-
fælni.
Börn hafa það fram yfir okkur
fullorðna fólkið að þau eiga mjög
auðvelt með að tjá tilfinningar sínar.
Eftir því sem við eldumst tökum við
minna tillit til tilfinninga okkar en
meira tillit til hins vitræna. Börn eru
að því leyti betur sett en fullorðnir
að þau láta strax vita ef eitthvað
bregður út af og taka þá auðvitað
ekki tillit til eins eða neins. Við full-
orðna fólkið höfum aftur á móti al-
veg gífurlega sterka tilhneigingu til
að afneita og breiða yfir alla
spennu.
þann verknað að skjóta sig í angist
sinni. Og manneskja, sem þjáist af
lofthræðslu en stígur út á svalir, get-
ur orðið svo óstjórnlega hrædd að
hún óttast að kasta sér fram af. Það
er hámark lofthræðslunnar."
Sumir þora ekki
á veitingastaði
— Er fólk misjafnlega kvíða-
fullt eftir því á hvaða aldri það
er?
„Já, það kemur fram nokkur
munur eftir aldursskeiðum í fyrr-
nefndri könnun frá 1987. Svokölluð
félagsfælni er algengust hjá einstak-
lingum á aldrinum 40 til 49 ára, þ.e.
að standa frammi fyrir hópi fólks,
fara á veitingastaði, tala á fundum
og annað í þeim dúr. í aldurshópn-
um 30 til 39 ára voru hins vegar
flestir haldnir svonefndri einfaldri
fælni, svo sem flughræðslu, hræðslu
við skordýr eða annarri hræðslu við
einhverjar ákveðnar kringumstæð-
ur. Þriðja tegund fælni, svonefnd
víðáttufælni, dreifist jafnar á alla
aldurshópa og er algengust á aldrin-
um 16 til 39 ára.“
— Hvað er það sem fólk hræð-
ist við að fara á veitingastað?
„Þetta er kvíði fyrir því að vera á
stað, þar sem annað fólk sér mann
og dæmir. Og þarna erum við kom-
in að kjarna málsins. Þeir, sem þjást
af kvíða eða fælni, eru afskaplega
uppteknir af því hvað öðrum finnst
um þá, og orsökin fyrir þessu er
gjarnan vanmetakennd. Viðkom-
andi vill þóknast öllum og þorir þess
vegna ekki að segja neitt eða gera,
sem gæti valdið því að viðstaddir
hugsuðu eitthvað neikvætt um
hann. Og þeim mun fleiri, sem eru
nálægir, þeim mun erfiðara er að
gera svo öllum líki.
Hinn kvíðni dregur sig því til baka
og stífnar allur upp, þegar hann er í
margmenni. Síðan kemur að því að
hann kemur sér hjá því að lenda í
þeirri aðstöðu að aðrir geti dæmt
hann. Eflaust er hins vegar ekki
nokkur maður að dæma hann —
þetta er hans eigin dómur yfir sjálf-
um sér!"
— Er einhver munur á þjóðfé-
lagsstéttum hvað varðar kvíða?
„Nei, aldeilis ekki. Einstaklingar í
öllum stéttum geta fengið sjúkleg
kvíðaköst, ef sjálfsmat þeirra er
lágt. Arkitekt getur t.d. haft afar lítið
sjálfsálit og verið fullur kvíða, þó
hann sé mjög eftirsóttur og hafi
hlotið fjölda verðlauna."
EFTIR JÓNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND EINAR ÓLASON
Væg spenna og kvíði hjálpa
manni að leysa verkefni af hendi og
auka jafnvel afköst. Þegar kvíðinn
er orðinn ákafur verður hann hins
vegar truflandi. Og langvarandi
spenna veldur sálvefrænum sjúk-
dómum, t.d. of háum blóðþrýstingi,
hjarta- og æðasjúkdómum, spennu-
höfuðverk, magasári og mörgum
öðrum svokölluðum nútímasjúk-
dómum."
—■ Hvenær er kvíði ekki leng-
ur til góðs, heldur orðinn sjúk-
legur?
„Kvíði er orðinn sjúklegur, þegar
hann er farinn að trufla eðlilegt dag-
legt líf. Dæmi um það er m.a. ef fólk
hættir að fara í vinnuna eða treystir
sér ekki í bíó, þó það langi mikið til
þess.“
— Er manneskja á þessu stigi
ekki haldin fælni fremur en
kvíða?
„Skilin þar á milli eru mjög óljós.
Kvíði er skilgreindur sem óljós ótti,
en fælni er ótti við eitthvað ákveðið.
Þó á kvíði raunar oft rætur að rekja
til hræðslu við eitthvað sérstakt og
afmarkað, þó maður geri sér alls
ekki grein fyrir því.“
Konur kvíðnari
en karlar
— Hver eru líkamleg einkenni
kvíða?
„Líkamlegu einkennin eru alltaf
eins, hver svo sem orsök kvíðans er.
Blóðþrýstingur hækkar, hjartsláttur
eykst, öndun verður hröð og stutt,
það sprettur út kaldur sviti og mað-
ur fer að skjálfa.
Flestir kannast við þessi einkenni,
en þau eru merki um að spennan sé
orðin þó nokkuð mikil. I rannsókn,
sem sálfræðingarnir Eiríkur Örn
Arnarson og Ása Guðmunds-
dóttir gerðu fyrir tveimur árum,
kom t.d. fram að 7,2% íslendinga
höfðu fundið fyrir fælnieinkennum
á síðustu sex mánuðum. Tæplega
20% skýrðu líka frá því að þeir
hefðu einhvern tímann verið flug-
hræddir. Svipaður fjöldi hafði einnig
kviðið því að tjá sig fyrir framan
annað fólk. Það er mjög algengt
kvíðaefni."
— Er einhver munur á kynjun-
um hvað þetta varðar?
„Já, konur eru kvíðnari en karlar.
Af þessum 7,2% fólks, sem fann til
fælni samkvæmt könnun Eiríks
Arnar og Ásu, voru konur 8,8% en
karlar 5,3%. Þetta er þó nokkur
munur...
Það er erfitt að skýra þennan
mun, en mjög líklega liggja orsak-
irnar fremur í uppeldinu en að þær
séu líffræðilegar. Svo getur líka ver-
ið að konur eigi auðveldara með að
viðurkenna kvíða og það skekki
niðurstöðurnar."
— Hver eru algengustu tilefni
kvíða?
„Líklega er það hræðsla við að
tala innan um hóp fólks, loft-
hræðsla, hræðsla við að ferðast
með flugvél og hræðsla við skordýr.
Þessi hræðsla þarf þó ekki endilega
að há fólki mjög mikið, þó það nefni
þetta í könnunum. Hræðslan er hins
vegar orðin sjúkleg hjá manneskju,
sem t.d. fer ekki út úr húsi af ótta við
að verða ávörpuð eða þurfa að tjá
sig.“
— Geturðu nef nt mér dæmi um
kvíða á hæsta stigi?
„Mörgum finnst þeir vera að sturl-
ast og missa alla stjórn. Þá hvarflar
að sumum að þeir geti í stjórnleysi
sínu hent sér út um glugga eða eitt-
hvað álíka. Rjúpnaskytta með víð-
áttufælni óttast kannski allt i einu