Pressan


Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 24

Pressan - 02.11.1989, Qupperneq 24
24 •" FimmtudagUl- 2.'rióv. 1989 TðMT KJAFTÆÐI frh. skjallið gott. Þessi trommuleikari var í sambandi við peningamenn í Detroit og þangað hélt ég með hon- um. Peningamennirnir voru aidrei alveg klárir á því hvort hljómsveitin hét Pelican eða The Penguins og vildu láta reka Pétur Kristjánsson. Peningamennirnir vildu mýkja hljómsveitina upp, draga úr þeim hráa krafti sem gerði Pelican að toppsveit — en auðvitað voru regin- mistök að reka Pétur. Trommuleik- arinn drakk sig svo út úr öllu og draumurinn dó. „Momentið" var búið.“ Aðskilnaður ríkis og kirkju Þegar Dagblaðið var stofnað 1975 var Omar meðal fyrstu blaðamann- anna sem þangað réðust til starfa. „Mér fannst Dagblaðið vera blað að mínu skapi. Sú stefna sem þar gekk, að skilja fullkomlega á milli rit- stjórnar og auglýsingadeildar, hugn- aðist mér vel. Hjá Time kallast þetta „aðskilnaður ríkis og kirkju", þ.e.a.s. ríkið er auglýsingadeildin, kirkjan er ritstjórnin. Þegar Dagblaðið sam- einaðist Vísi var tekið fram að það samband, eða öllu heldur sam- bandsleysi, sem verið hefði milli auglýsingadeildar og ritstjórnar á Dagblaðinu yrði lagt af. Þar með hafði ég ekki áhuga á að starfa þarna lengur og reyndar var mér sagt kurteislega að annaðhvort makkaði ég rétt eða gæti komið mér út. Ég vildi heldur koma mér út. Það þarf enginn að segja mér það að Jónas Kristjánsson, sem er einhver klárasti blaðamaður á Islandi og þótt víðar væri leitað, sé ánægður með þetta blað sitt núna. Það þarf enginn að segja mér það.“ Af Dagblaðinu fór Ómar á Helg- arpóstinn, sem hann reyndar hafði hugsað um að fara í vinnu hjá þegar Helgarpósturinn var stofnaður. „Þá dubbaði Jónas Kristjánsson mig upp í fréttastjóra, — formlega. Og ég er eins og allir aðrir; vitandi að það væri skítadjobb að vera fréttastjóri tók ég boðinu. En á Helgarpóstinn fór ég semsagt eftir sameiningu Dagblaðsins og Vísis og undi hag mínum þar hið besta. — Helgarpóst- urinn átti að vera blað sem stýrðist eingöngu af faglegum sjónarmið- um. Við áttum að vinna vel, vanda okkur og gera það sem við fengjum ekki tækifæri til að gera á öðrum blöðum. Eftir árið var ég farinn að fá ókyrrð í beinin en það sem gerði útslagið var þegar ég kom inn til umbrotsmannanna eitt sinn. Ég hafði skrifað einn skandal á viku í nokkuð langan tíma, en í þetta skipti sá ég planið af blaðinu uppi á vegg og þar var merkt við síðu 4 og 5: „SKANDALL. ÓV“! Um þetta leyti stóð mér til boða aö koma á Mogg- ann og tók því boði.“ Maðurfær alltaf vinnu einhvers staðar . . . Þegar Stöð 2 var að fara í loftið haustið 1986 var Ómar settur í að skrifa um þau málefni. Páll Magnús- son bauð honum umsvifalaust starf á Stöðinni, Ómar sagði upp á Morg- unblaðinu og tók þátt í ævintýri Stöðvar 2 frá byrjun: „Fyrst leist mér ekkert á að hætta á Morgun- blaðinu. Ég hafði það fínt þar, var í góðum félagsskap og með bestu yf- irmenn sem ég hafði nokkurn tima haft. Eftir nokkur samtöl ákvað ég að slá til enda hentaði Mogginn kannski ekki alveg skapferli mínu. Auk þess hef ég alltaf haft gaman af að taka þátt í ævintýrum. Ef allt hrynur, þá fær maður sér bara aðra vinnu. Það er alltaf hægt að fá ein- hverja vinnu og ef maður tekur ekki þátt í ævintýrunum þá er lítið gam- an að lifa. Það var gaman að vinna á Stöð 2 enda fullt af góðu fólki sem ég kynntist þar.“ En einn daginn hætti Ómar Valdi- marsson að birtast á skjánum. Alls konar sögur voru í gangi um óvin- áttu hans og Páls Magnússonar fréttastjóra, aðrar gengu út á að starfsfólkið fengi ekki launin sín. En hvað gerðist í raun og veru? „Brottför mín af Stöð 2 kom ekki til vegna óvináttu milli mín og Páls Magnússonar. Það var alltaf gott á milli okkar þótt oft væri verulegur ágreiningur um vinnubrögð og til- högun vinnu. Brottförin átti rætur að rekja til óheilinda Jóns Óttars Ragnarssonar sjónvarpsstjóra, sem ekki hentar að hafa í kringum sig fólk sem ekki jánkar öllu. Ekki meira um það.“ Ýmislegt sem margir vildu að yrði ekki skráð . . . Ómar sat ekki auðum höndum lengi. Skömmu fyrir jólin var frétti hann að verið væri að leita að ein- hverjum til að skrifa sögu Guð- mundar J. Guðmundssonar verka- lýðsforingja: „Guðmund þekkti ég frá fyrri tíð, enda var það hann sem útvegaði mér vinnuna uppi á Geit- hálsi forðum þótt hann muni ekkert eftir því! Þegar ég síðan varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera í marga mánuði á launum hjá Stöð 2 án þess að þurfa að mæta til vinnu gat ég farið að gera það sem mér sýndist og datt í hug. Ég frétti skömmu fyrir jólin að verið væri að leita að manni til að skrifa bók með Guðmundi Joð, hringdi í hann og sagði honum að hann þyrfti ekki að leita lengur, ég væri á íausu. Ég hafði talsvert skrif- að um verkalýðsmál á Morgunblað- inu og hélt því áfram á Stöð 2 svo ég var orðinn sæmilega sjóaður í þeim bransa og þekkti fólk í verkalýðs- hreyfingunni. Guðmundur setti eitt skilyrði fyrir þessari bók: „þú sérð um Dagsbrúnarblaðið fyrir mig á meðan,“ og það gerði ég. Guðmund- ur er mjög tímabundinn maður og ræður litlu um sinn tíma. í fyrstu hittumst við reglulega tvisvar í viku og unnum vel en þegar leið að samningunum datt allt upp fyrir. Þegar komið var fram á vor var mér hætt að lítast á blikuna. Guðmundur var að fara á þing Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar í Genf og það varð úr að ég fór á eftir honum. Við sátum því í Sviss í tólf daga og luk- um samtölunum meira og minna þar. Sátum á veröndinni í sólskin- inu, drukkum capuccino og sóda- vatn frá morgni til kvölds og Guð- mundur talaði." Ómar segir hér vera á ferðinni skemmtilega og fróðlega bók: „Guð- mundur er skemmtilegur maður, segir dýrlega vel frá og er sannkall- aður sagnameistari. Það er nánast sama um hvaða mann eða málefni er rætt, Guðmundur kann alltaf sögu í kringum atburðinn eða manninn. Hann lýsir um leið tíðar- anda og öllum viðhorfum í örstuttu máli. í bókinni rekjum við æviferil Guðmundar, það er farið yfir menn, málefni og atburði í gegnum tíðina og þarna er ýmislegt sem margir vildu örugglega að hefði aldrei ver- ið skráð. Guðmundur er kannski síð- asti stóri verkalýðsforinginn og hef- ur fórnað nánast allri ævi sinni í að vinna fyrir þá hugsjón sína að hér megi ekki vera til fátækt fólk. Það sé ekki sæmandi þessari þjóð að hér búi fátækt fólk og að fólk eigi að njóta þeirrar virðingar og reisnar að fá að vinna og eiga ofan í sig.“ Eftir tuttugu ára starf í blaða- mennsku er Ómar eiginlega kom- inn „hinum megin við borðið". Hann rekur í félagi við aðra kynn- ingar- og fjölmiðlunarfyrirtækið Athygli hf„ sem gefur meðal annars út kynningarrit ýmiss konar og kemur á framfæri góðum málum. Það var til dæmis Athygli sem sá um kynningu á K-deginum: „Ég hef engan móral yfir því að vera kom- inn meira og minna hinum megin við borðið. Ég veit nefnilega hvar mörkin eru og að vera í því að ota fram góðum málum eins og aðstöðu geðsjúkra er nokkuð sem ég hef engar áhyggjur af. í tuttugu ár hef ég reynt að hafa í heiðri ýmis prinsipp og binda mig við siðaregl- ur, sem ég sjálfur átti ekki minnstan þátt í að herða. Maður gleymir ekk- ert tuttugu ára gömlum prinsippum. Blaðamenn hafa ekki bara réttindi, þeir hafa líka skyldur. Skyldurnar eru gegnumsneitt miklu meiri en réttindin. Það er bara tómt kjaftæði að segja að fjölmiðlafólk sé óábyrgt. Það er til meira af góðum blaða- mönnum núna en nokkru sinni fyrr. Hins vegar hefur stéttin tvöfaldast á allra síðustu árum, magnið af frétt- um er miklu meira og þar af leið- andi þynnist það út. Það gerist bara ekki nógu mikið hérna á íslandi. Það kemst allt í fréttirnar...!“ Tveir á tali. Guðmundur J. Guðmundsson verkalýðsforingi og Ómar Valdimarsson, sem skrað hefur sögu Guðmundar. (Mynd: Róbert Ágústsson.) kynlifsdálkurinn Bréf til kynlifsdálksins má skrifa undir dulnefni. Utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár- múla 36, 108 Reykjavík. Hvað er klám? Það hringdi í mig kona nýlega og sagðist vera afar ósátt við val þeirra hjá Pressunni á mynd sem birtist með pistlinum um munngælur við kynfæri. Konan, sem kynnti sig ekki, vegna þess að hún vildi „ekki blanda sér í þennan ósóma“, bað mig að „taka rækilega í lurginn á þeim sem völdu myndina". Viö- brögð hennar fengu mig til að leiða hugann aftur að þessum eilífa ágreiningi um þvað telst klám og hvað ekki. „Pornó" eða „pornography" kem- ur úr samsetta griska orðinu „porne" (vændiskona) og „grap- hein" (að skrifa); vændiskonuskrif. Klám, ósómi og það sem telst særa blygðunarkennd eru allt hugtök sem afar erfitt er að skilgreina, því þau vísa ekki til neins sem hægt er að mæla eða er hlutlægt. Það eina sem hægt er að segja með vissu er að sumt fólk notar þessi orð til að gefa til kynna vanþóknun sína á því sem það heyrir og sér um nekt og samlíf í leikritum, kvikmyndum, bókum og tímaritum. Munur á klámi og ofbeldi Um daginn var ég spurð að því hvað mér fyndist um fjólubláu myndirnar sem Stöð 2 væri byrjuð að sýna. Ég svaraði því til að mér fyndist í lagi að fólk horfði á þær þó, svo að ég myndi kannski ekki nenna því sjálf. Ég þarf ekki að vera sam- mála innihaldi allra fjólublárra mynda þó mér finnist í lagi að fólk hafi þennan valkost. Síðan bætti ég við í lokin að ég ætti miklu auðveld- ara með að gera greinarmun á klámi og ofbeldi en klámi og erótík. Við vitum að klámiðnaðurinn er uppfullur af ofbeldi og gerir oft út á það „þema". Ofbeldi snýst um að beita aðra órétti vísvitandi. Lítil börn, sem eru neydd til að taka þátt í gerð klámmynda, eru með því beitt ofbeldi. Þetta eru ekki myndir um klám að mínu mati heldur um hreint og klárt ofbeldi. Og því miður verður að segjast að sumir ruglast á því og kynferðislega örvandi efni. Sú staðreynd hefur orðið tilefni fjölda rannsókna um það fyrirbæri. Getnaðarvarnir og gegnsæjar skyrtur Enginn ætti að vera neyddur til að horfa á eitthvað eða lesa gegn eigin vilja eða siðferðiskennd og af þeirri ástæðu höfum við ýmiskonar lög- gjöf þar að lútandi. í Bandaríkjun- um sér hver einasti sjónvarpsáhorf- andi u.þ.b. tvö þúsund atriði sem sýna samlíf eða gefa það í skyn. Samt er enn bannað — talið vera ósómi — að auglýsa getnaðarvarnir hjá meirihluta sömu sjónvarps- stöðva. Svo er annað mál að setja lög og reglugerðir varðandi atferli hvers og eins. Varla er hægt að kalla þann glæpamann sem hefur gaman af því að horfa á fjólubláar myndir heima hjá sér eða lesa Playboy. í íslenskum lögum enn í dag er hægt að kæra einstaklinga fyrir að særa blygðun- arkennd manna á almannafæri. Flestir eru sammála um að „flass- ari" úti á götu væri dæmi um þannig einstakling. En ef upp kæmi tíska sem væri fólgin í því að stelpur gengju í gegnsæjum skyrtum er ég viss um að færri myndu vilja sam- þykkja að þær særðu blygðunar- kennd almennings með klæðaburði sínum. Ósiðsamlegt augnakonfekt Margir listamenn hafa orðið að þola ýmislegt af hendi þeirra sem töldu sig vera að forða almenningi frá ósiðsamlegum listaverkum. Eitt sorglegasta dæmið í sögunni snertir verk Michelangelos „Síðasta dóm- inn“, sem var málað á veggi Sistine- kapellunnar í Vatíkaninu á sínum tíma. Næsti páfi á eftir þeim sem ríkti þegar Michelangelo lifði skip- aði þriðja flokks listamanni að mála föt á alla nöktu líkamana í málverk- inu. Þetta gersamlega eyðilagði málverkið. Mörg fleiri dæmi þekkj- ast úr listasögunni; bæði málaralist, leiklist og skáldskap.

x

Pressan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.