Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 25

Pressan - 02.11.1989, Blaðsíða 25
Fimmtudagur' 2. nóv: 1989 spáin 30. október—4. nóvember (21. murs—20. april) Fólk, þar á meðal þú, verður mjög upptekið seinnipart vikunnar. Láttu hlutina koma af sjálfu séren ekki pina þá fram. Laugardagur- inn ætti að verða rólegur og kærkomin af- slöppun. Ef vel viðrar ættirðu að fá þér smá- hreyfingu á sunnudag. (21. april—20. niui) Sjálfsöryggið er í hámarki hjá nautum núna og þið eruð vel undirbúin fyrir allskonar óvæntar uppákomur sem kannski láta á sér kræla um helgina. Liklegt er að framhald verði á þessu í næstu viku en samt er aldrei að vita. (21. mui—21. júní) Gerðu allt sem þú getur til að hagkvæmni verði sem mest í kringum þig og þina. Pen- ingar skipta vissulega miklu máli fyrir okkur öll og leitaðu þvi leiða til að fá sem mest fyrir aurinn. (22. júni—22. júlí) Á föstudaginn er liklegt að einhverjir krabb- ar fái gamla ósk uppfyllta en samt á það eftir að valda þeim vonbrigðum. Peir mega ekki láta þessi vonbrigði koma niöur á öðrum, það er slæmt. Hinir krabbarnir láta bara eins og ekkert sé. (23. júli—22. úgúst) "Hmi til kominn að virkja hugarorkuna í róm- antiskum tilgangi. Hugsaðu upp eitthvað sniðugt til þess að gefa maka eða elskhuga. Hún/hann verður örugglega ánægð/ur með smáathygli. En ekki gleyma þér sjálfum. Persónutöfrar þinir geta komið að góðum notum í málum þar sem þarf að hnýta lausa enda. Ör hugsun getur einnig skipt nokkru máli. Á laugardaginn skaltu verða þér úti um einhverja líkamsrækt og taka vin eða kunn- ingja með þér. Giftir skulu láta makann sjá um heimilisstörfin. (23. sep 1.-23. ukl.) Eyddu tíma i fjölskyldumeðlim sem þarf á uppörvun að halda. Hlustaðu vel en taktu ekki neinar ákvarðanir fyrir viðkomandi. Slappaðu síðan virkilega vel af og láttu símann spara þér sporin. Mvu (24. okl.—22. nóv.) Sjálfstraust og orka eru einkunnarorð sporö- dreka þessa dagana. Almennt má segja að það geisli bara af þeim. Beindu útgeisluninni í rétta átt og þá ganga hlutirnir eins og í sögu. Ekki samt ofkeyra þig. (23. nóv—21. des.) Þad er ekki ólíklegt að einhver gamall kunn- ingi sem þú hefur ekki séö lengi hringi og bjóði þér út að borða. Þiggðu bböið og búöu þig jafnvel undir eitthvert meiriháttar skrall einhverntimann á bilinu fimmtudag- ur—sunnudagur. (22. des.—20. jan.) Ef þig vantar lán er rétti tíminn til að slá eitt slíkt einmitt núna. Fjármálin eru nefnilega líkleg til þess að verða í góðu lagi í næstu framtíð þannig aö auknar fjárfestingar eru ekki út úr myndinni. (21. junúur—19. febrúar) Það er einhver linka í vatnsberunum núna, sennilega vegna þess hvað þaö hefur rignt mikið. Það fær stundum á þá þetta vatns- veður. Þá er bara að rífa sig einhvernveginn upp úr þessu, t.d. með því að fara í Ijós og gera eitthvað skemmtilegt um helgina. (20. febrúar—20. mars) Fiskar eru hins hinsvegar alveg í skýjunum yfir allri rigningunni og hafa yfir engu að kvarta. En allt tekur þó enda og hætt er viö að eitthvaö óvænt gerist á sunnudaginn, eitthvað sem kemur þér til að hugsa alvar- lega um lífið í heild sinni. tv 25 i framhjáhlqupi Björg Jónsdóttir húsmóöir Leiðinlegðst ðð skðmmð börnin — Hvaða persóna hefur haft mest éhrif é þig? „Maöurinn minn." — Án hvers gætirðu síst ver- ið? „Barnanna minna og manns- ins." — Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? „Að hugsa um börnin, hugsa um garöinn og læra að syngja." — Hvað finnst þér leiðinleg- ast? „Aö skamma börnin, slá garö- inn og hafa ekki rödd eins og Maria Callas." — Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Óstundvísi mannsins af því mér tekst ekki aö lækna hana eftir fimmtán ára samveru!" — Manstu eftir ákvörðun sem breytti miklu fyrir þig? „Ætli þaö hafi ekki verið sú ákvöröun aö demba mér í þátt- inn „Kynin kljást". Þaö var „spontan" ákvöröun." — Við hvað ertu hrædd? „Ég er ofsalega hrædd þegar ég þarf aö standa upp og syngja. En ég hef aldrei oröið eins hrædd og þegar ég var flugfreyja og viö vorum aö koma inn til lendingar í Narsassuaq og flug- völlurinn var aö hverfa í myrkri og þoku. Svo varö ég dauðskelk- uö í hitteðfyrra þegar fjölskyldan vaknaöi upp viö eins og vél- byssuhríð utan viö svefnher- bergisgluggann. Þaö kom í Ijós aö kviknað hafði í öskutunnu og eldtungurnar bárust upp eftir húsinu. Þaö var ellefu ára sonur- inn sem tók þessu með mesta jafnaðargeðinu og minnti á vatnsslöngu í bílskúrnum, svo allt fór vel." — Hvenær hefurðu orðið glöðust? „Þegar ég átti börnin. Þau eru þrjú." — Ef þú ættir að fara í vinnu núna, við hvað vildirðu þá starfa? „Eitthvað sem er skapandi." — Áttu þér leyndan draum? „Já, ég á marga leynda drauma. Engan þeirra vil ég þó upplýsa...!" Rísandi tvíburi á tímamótum (ícona, fædd 11.12. 1954) I þessari viku: Þessi kona stendur á tímamót- um, tilfinningalega séö, þegar hún nálgast fertugt. Þá þarf hún aö gera upp við sig hvort hún ætlar aö láta tilfinningarnar eöa skyn- semina ráöa. Hún stendur líka á næstu árum frammi fyrir ákvarö- anatöku varöandi breyttar heimil- isaðstæður eða flutninga. Það eru miklar líkur á því aö hún vilji dvelja langdvölum erlendis eða hrein- lega setjast að í útlöndum. Konan á eftir aö lifa mjög við- burðaríka ævi. Þetta er fjölhæf persóna, sem á afar erfitt með aö gera upp viö sig hvaö hún vill gera. Hún vinnur trúlega fyrir aöra á fyrri hluta ævinnar, en fer síðan aö starfa meira sjálfstætt. Hvort sem hún gerir þaö eöa ekki stendur konan tvisvar frammi fyrir þeim möguleika aö gifta sig. Að undanförnu hefur þessi kona þýrft að sigla milli skers og báru í eínkalífinu. Áriö 1991 veröur mikiö tilfinningaár hjá henni. draumar Deyr fé, deyja frændur.. . Svo segir í kvæði því sem Háva- mál heitir og oft er vitnað í er menn minnast látinna ættingja. En hvað svo? Koma látnir frændur hugsan- lega til okkar einhverjum skilaboð- um? Áður fyrr var orðið frændi notað í miklu breiðari merkingu en nú er. Það gat nánast átt við hvaða ætt- ingja sem var, líka föður eða bróður. Að dreyma látinn föður sinn er af mörgum talið viðvörunardraumur. Gættu vel að þér ef þig dreymir slík- an draum. Eins og faðir þinn hefði trúlega varað þig við hættum í lífinu bendir draumur um hann til þess sama: Varaðu þig, vertu aðgætin/n. Þó er það hér sem annarsstaðar að nafn draummanns skiptir máli. Heiti faðir þinn góðu nafni, svosem Björgvin eða Birgir (sá sem bjargar), verður draumurinn allur jákvæðari. Flestum ber saman um að það sé með verri draumum að dreyma móður sína. Þá megi ganga að því vísu að maður verði fyrir óhöppum. Svo gömul er þessi trú að hún hefur skapað máisháttinn Móðir er fyrir mæðu. Þetta er nokkuð einkenni- legt, þar sem ímynd foreldranna er jákvæð í hugum flestra. E.t.v. tákna draumar þessir hve lítið vald við höfum á forlögunum, að við erum ennþá einskonar börn, eins og þeg- ar við vorum hjá pabba og mömmu. Öllu jákvæðari eru draumar um afa og ömmu, einkum ömmu. Þó eru afa- og ömmudraumar oftlega viðvaranir. En jafnan fylgir þá ein- hver úrbót eða hjálp. (Svo eru nafn- vitjanadraumar, en að þeim komum við seinna.) Dreymi mann að maður sé að aðstoða afa sinn eða ömmu á einhvern hátt, þá er það fyrir góðu. Dreyma að maður kveiki upp eld í ofni eða arni í húsi ömmu sinnar boðar fjölskyldunni betri tíma. Get- ur líka þýtt að dreymandinn eigi eft- ir að starfa á sama sviði og afi hans eða amma. Að dreyma systur sínar eða bræður er oft fyrir einhverjum breytingum. Það er talið betra að dreyma systur heldur en bræður sína, sumir segja þær boða hjúskap- arhamingju og að það tákni góða heilsu að dreyma látna systur sína. Að dreyma sig halda gestaboð eða fá marga gesti sem allir eru frænd- ur manns og frænkur er hins vegar sagt fyrir einhverjum háska. Að dreyma sig gifta/n náskyldri per- sónu er fyrir erfiðleikurtj á pinhvern hátt. Annars eru draumar um ættingja ekki svo algengir og umræddir sem margir aðrir draumar. Það væri gaman ef lesendur legðu stundum orð í belg og skrifuðu okkur um drauma sína. Þá gætum við gert eina af þessum fínu könnunum sem eru aldeilis ómissandi nú á dögum. Steinunn Eyjólfsdóttir

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.