Pressan - 02.11.1989, Page 27
.. %
Fimmtudagur 2. nóv. 1989
27
sjonvarp
FIMMTUDAGUR
*’ '_______
2. nóvember
Stöö tvö kl. 21.45
HETJAN****
(The Man Who Shot Liberty
Valance)
Bandarískur uestri
Leikstjóri: John Ford
Adalhlutuerk: John Wayne, James
Stewart, Vera Miles og Lee Maruin
Almennt er þessi mynd álitin einn
besti vestrinn sem Kanar hafa fram-
leitt. í myndinni er sagt frá því þegar
nýgræðingur í vestrinu skýtur óvild-
armann og verður hetja í augum
bæjarbúa fyrir vikið. Síðan kemur
babb í bátinn þegar það upplýsist að
einhver annar hleypti skotinu af.
Hetjan var ein síðasta mynd hins
þekkta leikstjóra John Ford.
Stöö tvö kl. 23.45
LIFIKNIEVEL
(Viva Knievel)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Gordon Douglas
Adalhlutuerk: Euel Knieuel, Gene
Kelly, Laurence Hutton og Leslie
Nielson
Fáránleg mynd þar sem reynt er að
gera áhættumótorhjólakappann
Evel Knievel að kvikmyndahetju.
Söguþráðurinn er alveg með ein-
dæmum; einhverjir bíræfnir gaurar
í Mexíkó reyna að láta líta svo út að
Knievel hafi „látist” af slysförum
svo þeir geti smyglað eiturlyfjum til
Bandaríkjanna í trukknum hans.
Byrjunaratriði myndarinnar er líka
alveg sprenghlægilegt.
Bönnuð börnum.
FÖSTUDAGUR
3. nóvember
Ríkissjónvarpiö kl. 22.10
VIÐGERÐAR-
MAÐURINN**’-4
(The Fixer)
Bresk bíómynd
Leikstjóri: John Frankenheimer
Adalhlutuerk: Alan Bates, Dirk
Bogarde og Georgia Brown
Þrátt fyrir að þessi mynd sé prýðis-
vei leikin gengur handrit hennar
ekki alveg upp. Myndin gerist í Rúss-
landi um aldamótin og greinir frá
gyðingi sem er ranglega dæmdur í
fangelsi.
Stöö tvö kl. 22.00
NJÓSNARINN SEM
KOMINN ÚR
KULDANUM***54
(The Spy Who Came In from
the Cold)
Bresk spennumynd
Leikstjóri: Martin Ritt
Adalhlutuek: Richard Burton,
Claire Bloom og Oscar Werner
Viðfangsefni myndarinnar er njósn-
arar á tímum kalda stríðsins. Einn
þeirra, leikinn af Burton, er orðinn
ansi þreyttur og beiskur þegar hann
er sendur til Austur-Þýskalands til
að koma andstæðingi fyrir kattar-
nef. Leikur Burtons er alveg til fyrir-
myndar og ekki er höfundur sög-
unnar sem myndin er gerð eftir*Sf
verri endanum, en sá heitir John Le
Carré.
Stöð tvö kl. 23.50
FLUGRÁN
(AE 612 ohne Landerlaubnis)
Þýsk bíómynd
Leikstjóri: Peter Schulze-Rohr
Adalhlutuerk: Walter Richter,
Giinther Mack og Joe Bogosyan
A flugvelli einum eru staddir tveir
menn, annar þeirra, Milian Bergus-
son, er að fylgjast með hinum dökka
Racadi þar sem hann er að kaupa
sér flugmiða til Beirút. Bergusson
gerir það líka og þegar vélin er kom-
in í loftið neyðir hann flugmanninn
tii að snúa vélinni til Hamborgar.
Racadi gerir sér grein fyrir því að
vélin er ekki á réttri leið og hvers
vegna. Hann tekur því eina flug-
freyjuna sem gísl og hótar að
myrða hana verði vélinni ekki snúið
til Beirút.
Bönnuð börnum.
Stöö tvö kl. 1.35
EINAF
STRÁKUNUM***
(Just One of the Guys)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Lisa Gottlieb
Aöalhlutuerk: Joyce Hyser, Clayton
Rohner og Billy Jacoby
Ung stúlka reynir fyrir sér í blaða-
mennsku en gengur ekki of vel.
Ekki skána hlutirnir þegar hún
sannfærist um að slæmt gengi
hennar í faginu sé útliti hennar og
kyni að kenna. En stúlkan deyr ekki
ráðalaus.
LAUGARDAGUR
4. nóvember
Stöð tvö kl. 20.30
ÓVÆNT AÐST0Ð
(Stone Fox)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Harry Hart
Aöalhlutuerk: Joey Cramer, Buddy
Ebsen, Belinda Montgomery og
Gordon Tootooses
Myndin gerist í kringum aldamótin
og segir frá munaðarlausum ungum
dreng sem býr á búgarði með afa
sínum. Besti vinur hans er hundur-
inn á bænum. I vitlausu veðri einn
daginn fær afi gamli hjartaáfall og
veikindin sem í kjölfarið fylgja valda
því að hann lendir í fjárhagsvand-
ræðum. En afabarnið tekur upp á
því að þjálfa hundinn til þess að taka
þátt í hundasleðakeppni þar sem
væn fjárupphæð er í boði. Mynd yfir
meðallagi.
Ríkissjónvarpið kl. 21.40
LEYNIGARÐURINN
(The Secret Garden)
Bresk bíómynd
Leikstjóri: Alan Grint
Aöalhlutuerk: Gennie James,
Barret Oliuer, Jadrien Steel og
Derek Jacobi
Lítil og frek stúlka fiyst á herragarð
á Englandi. Hún er ekki aðeins frek
heldur líka svo uppivöðslusöm að
heimafólkinu þykir nóg um. En hlut-
irnir breytast til betri vegar þegar
stelpan uppgötvar leynigarð fullan
af ævintýrum.
Stöö tvö kl. 22.55
TRYLLTIR
TÁNINGAR**
(O.C. and Stiggs)
Bandarísk unglingamynd
Leikstjóri: Lewis Allin
Aöalhlutuerk: Daniel H. Jenkins,
Neill Barry, Jane Curtin og Paul Do-
oley
Tveir félagar eru staðráðnir í að
njóta sumarleyfisins til hins ýtrasta.
Meira er ekki að segja um þessa
mynd nema þá að stjörnugjöfin gef-
ur ekki ástæðu til bjartsýni.
Ríkissjónvarpiö kl. 23.20
PERRAK
Þýsk sakamálamynd
Leikstjóri: Alfred Vohrer
Aöalhlutuerk: Horst Tappert, Erika
Pluhar og Judy Winter
Perrak lögregluforingi reynir að
leita uppi morðingja ungrar stúlku.
Punktur og basta.
Stöð tvö kl. 00.40
HUGREKKI**1/2
(Uncommon Valor)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Ted Kotcheff
Aöalhlutuerk: Gene Hackman,
Robert Stack, Fred Ward og
Patrick Swayze
Hér er á ferðinni enn ein „týndur í
bardaga’-myndin. Að þessu sinni
leikur Hackman gamlan stríðsjaxl
sem fer ásamt gengi sínu til Laos til
að leita uppi son sinn, sem er talinn
vera þar týndur í einhverju lauf-
þykkninu.
Leikurinn ku vera með ágætum í
myndinni en efnið hinsvegar orðið
ansi þreytt. Bönnuð börnum.
EINFARINN
(Nasty Hero)
Bandarísk bíómynd
Leikstjóri: Nick Barwood
Aöalhlutuerk: Scott Feraco
Hann er einfari, svalur og karl-
mannlegur töffari, að minnsta kosti
á yfirborðinu. Hann var ranglega
dæmdur fyrir flutning á stolnum bíl
og er nú kominn til Miami að leita
hefnda.
Bönnuð börnum.
5. nóvember
Stöö tvö kl. 23.30
HERRÉTTUR***
(The Court Martial
of Billy Mitchell)
Leikstjóri: Otto Preminger
Aöalhlutuerk: Gary Cooper, Rod
Steiger og Elizabeth Montgomery
Sannsöguleg mynd um Billy Mitc-
hell sem var ofursti í bandaríska
flughernum. Eftir fyrri heimsstyrj-
öldina reyndi hann að sannfæra yf-
irmenn sína um áhrifamátt flughers-
ins en mætti litlum skilningi. Hann
tók til sinna ráða en lenti þá í mikl-
um deilum við stjórn flughersins og
var dreginn fyrir herrétt. Frekar
hægur gangur í þessari mynd, en
hún er vel leikin.
dagbókin
hennar
Ég hef aldrei á ævi minni verið
jafn ógeðslega þreytt og svefnlaus,
enda er ég búin að vera á veiðum á
Einimelnum í fimm sólarhringa
samfellt. Það er nefnilega músa-
gangur hjá ömmu!
Ég skil nú ekkert í þessum æsingi
í henni, vegna þess að mýsnar eru
búnar að búa á Éinimelnum í langan
tíma án þess að trufla hana nokkuð.
Hún hafði sko ekki hugmynd um að
þær væru þarna . . . fyrr en heimil-
ishjáipin uppgötvaði helling af
músaskít í einni gluggakistunni. Þá
kom amma beint af fjöllum og hafði
ekki tekið neitt eftir neinu. Henni
hafði að vísu fundist þreytuflekkirn-
ir fyrir augunum orðnir soldið
stærri upp á síðkastið, en það hafði
aldrei hvarflað að henni að þetta
gætu verið mýs að skjótast á milli
felustaða.
Þegar lítil mús var í tvígang búin
að hoppa yfir ryksuguna hjá heimil-
ishjálpinni gat amma hins vegar
ekki lengur haldið því fram að
músaskíturinn hefði bara einhvern
veginn óvart dottið af himnum ofan.
Og þá heyrðist líka heldur betur í
henni! Þegar við komum á vettvang
stóð amma uppi á eldhúsborði og
öskraði af öllum lífs og sálar kröft-
um. Það hafði meira að segja safnast
saman heill hellingur af fólki fyrir
utan og konan í næsta húsi var búin
að hringja á sjúkrabíl, því allir héldu
að amma væri læst inni, lífshættu-
lega slösuð og ósjálfbjarga.
Pabbi afþakkaði sjúkrabílinn, þó
okkur mömmu fyndist að ömmu
veitti ekkert af að leggjast inn á ein-
hverja góða stofnun í nokkra daga
til að róa sig. í staðinn gáfum við
henni slatta af sérrti, en það hafði
ekki baun í bala að segja. Um leið og
hún var búin að kyngja einum sopa
öskraði hún þangað tií við skvettum
þeim næsta upp í hana. Þetta endaði
með því að við urðum að draga
hana inn í svefnherbergi svo við hin
fengjum vinnufrið á veiðunum.
Pabbi setti hráar kartöflur út um öll
gólf og familían leitaði hátt og lágt,
en það fannst ekki svo mikið sem
ein músartítla, þannig að við fórum
bara heim. Það tók því þó varla,
vegna þess amma var fljót að sofa úr
sér sérríið og þá urðum við að fara
aftur á Einimelinn.
Núna er amma búin að vera með
alla starfsmenn Meindýraeyðis
Reykjavíkurborgar á sínum snærum
(Hún talar um þá eins og nána æsku-
vini!), fá lánaðar fimmtán gildrur frá
þeim og fylla þær af osti, rúsínum,
súkkulaði og sultu — en engin mús
hefur veiðst. Ég verð líka að sofa hjá
henni, eða réttara sagt að vaka með
henni allar nætur. Hún vekur mig
sko á hálftíma fresti og segist hafa
heyrt í músunum og þá verð ég
vessgú að fara á stjá. Samt veit ég
vel að amma myndi ekki heyra í
heilum herskara af músum, þó þær
hlypu yfir sængina hjá henni. Hún
heyrir ekki einu sinni í dyrabjöll-
unni nema með höppum og glöpp-
um, en hún gengi frekar með sjón-
varpsloftnet á hausnum en heyrnar-
tæki í eyrunum . ..
Góði Guð, láttu mýsnar fara að
finnast svo ég fái bráðum svefn- og
lærdómsfrið!