Pressan - 02.11.1989, Side 28

Pressan - 02.11.1989, Side 28
PRESSU Wæsta Norðurlandaráðs- þing verður haldið hér á landi í febrúar. Allar líkur benda- til að þingið fari að þessu sinni fram í Há- skólabíói... ^Vvavar Gestsson fékk „rússn- eska kosningu" þegar fulltrúar voru kjörnir á landsfund Alþýðubanda- lagsins í fyrrakvöld. Töluverður meirihluti fulltrúanna er sagður til- heyra flokkseigendafélaginu, sem er í sókn. Má geta þess að Guðrún Helgadóttir (úr Ólafsarminum) lenti í 65. sæti með 50 atkvæði, en alls voru kjörnir 70 fulltrúar ... Reykjavík hafa samþykkt að halda prófkjðr fyrir borgarstjórnarkosn- ingarnar í vor. Það verður þó aldrei haldið fyrr en í febrúar þar sem al- þýðuflokksmenn vilja enn ekki loka fyrir hugsanlegt sameiginlegt fram- boð vinstriflokkanna . . . l^^ílastæði Frímúrararegl- unnar við Skúlagötu og lokunar- búnaðurinn sem tekinn var niður ætla að bögglast eitthvað fyrir borgaryfirvöldum. Það virðist ekki á hreinu hvað búnaðurinn og uppsetning kostuðu. Á fundi borg- arstjórnar sagði Davíð Oddsson að fyrirtækið hefði kostað 300 þúsund samtals og borgin greitt helminginn á móti frímúrurum. Samkvæmt upplýsingum frá innflytjanda loku- búnaðarins kostar hann 450 þúsund krónur og uppsetn ingin kostar varla minna en 250 þúsund krónur . . . Hokkrum starfsmönnum Kjöt- miðstöðvarinnar í Garðabæ var sagt upp störfum um mánaðamót- in. Fimmtán manns vinna hjá fyrir- tækinu, sem á í rekstrarerfiðleik- um ... ið heyrum að kvikmynda- gerðarfélagið Sýn ætli að fresta stofnun nýrrar sjónvarpsstöðvar fram til næsta hausts. Sömu heimild- ir herma að tveir af starfsmönnum Sýnar hyggist von bráðar láta af störfum þar og ætli að stofna nýtt auglýsingafyrirtæki. Annar þeirra er Björn Br. Björnsson, sá hinn sami og var talsmaður fyrir nýju stöðina, en hinn er Einar Bjarnason . . . ijósmyndarar voru fjarri góðu gamni í sextugsafmæli Flosa Ól- afssonar, þegar Jakob Magnús- son og Egill Ólafsson afhentu honum afmælisgjöf frá Stuðmönn- um. Við val á afmælisgjöfinni höfðu Stuðmenn nefnilega haft efst í huga að Flosi hefur keypt sér býli í Borg- arfirði og færðu honum hamar og sigð að gjöf. Þar með var ekki allt búið, undan rauðu áklæði birtist bleikt fuglabúr sem hafði að geyma hænu . . . I afmælinu hans Flosa flugu margar góðar sögur. Gunnar Eyj- óifsson, leikari og skátahöfðingi, sté í pontu og sagði meðal annars að talkennarinn hefði komið upp í sér þegar Stuðmenn nefndu að Flosi hefði fest kaup á „býli” í Borgarfirði. Gunnar sagðist ekki hafa skilið hvers vegna Flosi og frú þyrftu að búa í Borgarfirði þótt þau hefðu keypt sér þar bíl, honum hlyti að mega aka til Reykjavíkur . . . c ^Vtóru útgáfufyrirtækin í hljóm plötubransanum virðast eiga nóg með að dreifa eigin plötum fyrir þessi jól. Tónlistarmenn sem höfðu ákveðið að gefa út plötu hika því ekki við að annast dreifingu hennar sjálfir. Einn þeirra er Jón Rafn sem þegar hefur sent frá sér sína fyrstu stóru plötu. Jón Rafn lék lengi vel fyrir matargesti á veitingastaðnum A. Hansen í Hafnarfirði, en hann er einnig höfundur lagsins Ég syng fyrir vin sem náði langt í Söngva- keppni sjónvarpsstöðva hér heima fyrir nokkrum árum og sungið var af Ragnhildi Gísladóttur . . . ramkvæmdastjóraskipti urðu nýverið í Gramminu og tók Sig- urður Ivarsson, einn af eigendum Grammsins, við stöðunni áf Ás- mundi Morthens. Mun Grammið gefa út eina safnkassettu fyrir jólin með ungum og upprennandi bíl- skúrsböndum ... M ^WBsmundur Morthens hefur þó síður en svo snúið baki við hljóm- plötubransanum. Auk þess að vera framkvæmdastjóri fyrir Smekkleysu hf. er Ásmundur framkvæmdastjóri nýs útgáfufyrir- tækis, Geisla, sem mun í næstu viku gefa út fyrstu sólóplötu Bubba Morthens í tvö ár. Heitir hún Nótt- in langa og er nokkurs konar fram- hald plötunnar Frelsi til sölu sem kom út fyrir jólin 1986. Upptöku- stjórn Næturinnar löngu er í hönd- um Christians Falk og Hilmars Arnar Hilmarssonar ... I dag, fimmtudag, kemur til landsins úr mánaðarlöngu ferðalagi um Bretland með Sykurmolun- um hljómsveitin Ham, sem bráð- lega sendir frá sér plötuna Buffalo Virgins. Það er fyrirtækið Smekk- leysa hf. sem stendur að baki þeirri útgáfu, en Sykurmolarnir hafa þegar sent frá sér sína „jólaplötu”, Illan arf. Þriðja platan sem Smekk- leysa gefur út á næstunni er plata með þungarokkshljómsveitinni Bootlegs og ennfremur er væntan- leg frá því fyrirtæki ,,mini-LP-plata“ eða sjö laga plata með hljómsveit- inni Bless sem er stofnuð upp úr Svart/hvítum draumi. Smekk- leysa hyggst ennfremur gefa út skáldsögu fyrir jólin; Miðnætur- sólborgina eftir Jón Gnarr . . . BYGGJUM Á ÍSLENSKU BREIDDINNI VELJUM ÍSLENSKT FÉLAG ÍSLENSKRA IÐNREKENCA VEUUM ÍSLENSKT BYKO EFTIRFARANDIFYRIRTÆKITAKA ÞÁTTIISLENSKUM DÖGUMIBYKO OG BYGGT & BÚIÐ: AKRON • ALPAN • BLIKKÁS • BLINDRAVINNUSTOFAN • BORGARPLAST • BREIÐFJÖRÐS BLIKKSMIÐJA • EFNAMIÐSTÖÐIN • EFNAVERKSMIÐJAN SJÖFN • FlNPÚSSNING • HAMPIÐJAN • HARPA • KlSILL • KÓBRA-PLAST • LAMAIÐJAN • LEIKFANGASMIÐJAN ALDA • LlMTRÉ • MÁLMSTEYPAN HELLA • MÁLMSTEYPA ÁMUNDA • MÁLNING • OFNASMIÐJAN • ÓS HF • PENNSLAVERKSMIÐJAN HF • PLASSTGERÐIN POLYTO • PLASTIÐJAN BJARG • PLASTPRENT • REYKJALUNDUR • RÚLLUGERÐIN • SAMUR HF • SEMENTSVERKSMIÐJA RlKISINS • SÉRSTEYPAN • SJÓKLÆÐAGERÐIN 66°N • SKÓGRÆKT RlKISINS • SLIPPFÉLAGIÐ MALNINGARVERKSMIÐJA • SMIÐSHÚS • STEINPRÝÐI • STEINULLARVERKSMIÐJAN • TRÉSMIÐJA B.Ó. • TREFJAR • VlRNET • ÞAKPAPPAVERKSMIÐJAN KL. 10:00 BYK0 kynnisferðir í nýja timburverksmiðju í timbursölu BYK0 í Breidd. KL. 10:00 REYKJALUNDUR kynnir Varmo-suðutækni í verslun BYKO í Breidd. KL. 13:00 STEINPRÝOI kynnir steypuviðgerða- og viðhaldsefni í verslun BYKO í Breidd. KL 15:00 VlRNET HF kynnir vegg- og þakstál í timbursölu BYK0 í Breidd. KL. 16:00 SÁMUR HF kynnir ný hreinsiefni í verslun BYK0 í Breidd. KL. 16:00 ALPAN eldar í álpottum og álpðnnum I BYGGT & BÚIÐ í Kringlunni. KL 16:30 MÁLNING HF framkvæmir tilraunir í verslun BYK0 í Breidd. KL 17:00 SJÓKLÆÐAGERÐIN HF 66°N fatasýning í timbursölu BYK0 í Breidd. KL 17:30 SJÓKLÍOAGERÐIN HF 66°N fatasýning í verslun BYKO I Breidd. KL 09:00 SÁMUR HF kynnir ný hreinsiefni í verslun BYKO I Breidd. KL. 13:00 STEINULLAR- VERKSMIÐJAN kynnir steinull í timbursölu BYK0 í Breidd. KL. 15:00 ALPAN eldar í álpottum og álpönnum í BYGGT & BUIÐ í Kringlurmi. KL 16:00 LEIKFANGA- SMIÐJAN ALDA smíðar leikföng í BYGGT & BÚIÐ í Kringlurmi. KL 16:30 TREFJAR. RÓSA INGÓLFSDÓTTIR kynnir baðkör og sturtubotna í verslun BYKO I Breidd. KL 17:00 MÁLMSTEYPA ÁMUNOA bakar pönnukökur á pönnunum sínum IBYGGT & BÚIÐ í Kringlurmi. JAUL, KL 11:00 TREFJAR. RÓSA INGÓLFSDÓTTIR kynnir baðkör og sturtubotna I verslun BYKO í Breidd. KL 11:00 MÁLNING HF framkvæmir tilraunir í BYGGT & BÚIÐ í Kringlunni. KL 12:00 LEIKFANGA- SMIÐJAN ALDA. Leikföng smíðuð í BYGGT & BÚIÐ í Kringlunni. KL 12:00 ALPAN eldar í álpottum og álpönnum í BYGGT & BÚIÐ í Kringlunni. KL 13:00 HARPAHF.Láttu Hörpu koma þér skemmti- lega á övart í verslun ' BYKO í Breidd. KL 14:00 MÁLMSTEYPA ÁMUNDA bakar pðnnukökur á pörmum sínum í BYGGT & BÚIÐ í Kringlurmi. ATHUGIDI Framleiðendur eru auðvitað á staðnum á öðrum timum. Islensk vörusýning alla þessa viku, frá 30. okt. til 4. nóv. Um fimm- tíu íslenskir framleiðendur kynna vörur sínar í timbursölu BYKO í Breidd, í verslun BYKO í Breidd, í BYKO Hafnarfirði og í BYGGT& BÚIÐ í Kringlunni. Það er alltaf eitthvað um að vera. Sérstakar kynningar eru í dag- skránni hér að neðan - komdu við og líttu á! wíSLE SKIR DAGARO^ í BYKO OG BYGGT & BÚIÐ

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.