Pressan - 30.11.1989, Side 9
Fimmtudagur 30. nóv. 1989
9
PRESSU
e
^•^ftir að ljóst varð að Mar-
íanna Friðjónsdóttir ætlaði að
láta af störfum hjá Stöð 2 hafa verið
uppi miklar vangaveltur um það
hvern Stöð 2 fær í það hlutverk að
stjórna kosningasjónvarpi þegar
þar að kemur. Ljóst þykir að ekki er
á hverju strái fóík með jafn-víðtæka
reynslu í útsendingarstjórnun og
Maríanna og margir leiða nú getum
að því að Ríkissjónvarpið hugsi
sér gott til glóðarinnar að fá þennan
fyrrum starfsmann í lið með sér.
Maríanna mun ætla að starfa sjálf-
stætt og eftir því sem heimildir okk-
ar herma hyggst hún jafnvel fara út
i eigin framleiðslu á sjónvarps-
efni ýmiss konar. Sá maður sem
Stöð 2 er einkum sögð hafa auga-
stað á í stað Maríönnu þegar að
viðamiklum útsendingum kemur er
Egill Eðvarðsson. . .
rskulýðsráðið í Hafnar-
firði samþykkti harðorða ályktun
vegna fréttar Stöðvar 2 um tólf ára
hafnfirskan dreng sem fannst nær
dauða en lífi í Hafnarfirði um næst-
síðustu helgi. Drengurinn var ofurölvi
og sagði í fréttinni að um kvöldið
hefði hann verið á dansleik í félags-
miðstöðinni Vitanum. í ályktuninni
er bent á að drengurinn hafi fundist
í Norðurbæ Hafnarfjarðar og ekki
verið á Vitanum þetta kvöld...
ROYAL SCOT OLIUFATNAÐUR
Landsins mesta úrval
af byssum, skotfæmm,
byssutöskum, hleðslutækjum
o.s.frv. o.sfrv.
- Besta verðið í bænum
<Si-------------------------
Nóatún 17,105 Reykjavík
Simi 91-84085/622702
SAMKEPPNI UM
MERKI/TÁKN
ÚTBJÓÐANDI.
Handknattleikssamband íslands (H.S.Í) efnir
til samkepnni um myndrænt tákn (logo) fyrir
heimsmeistaramótið í handknattleik, sem
haldið verður á íslandi 1995.
Keppni þessi er haldin samkvæmt samkeppnis-
reglum Félags íslenskra auglýsingateiknara.
VERKEFNI.
Keppendur hafa frjálsar hendur um efnisval,
þó er æskilegt að táknið tengist á einhvern hátt
handknattleik.
Við mat dómnefndar munu verða lögð áhersla á
hagkvæmni og útlit táknsins ásamt möguleikum á
framsetningu þess í kynningargögnum H.S.Í.
fram til ársins 1995, gerð mynjagripa og fleira
tengt heimsmeistramótinu.
RÉTTUR TIL ÞÁTTTÖKU.
Heimild til þátttöku hafa íslenskir ríkisborgarar og
útlendingar með fasta búsetu á íslandi.
TRÚNAÐARMAÐUR.
Trúnaðarmaður dómnefndar er Ólafur Jensson,
framkv.stj. Byggingaþjónustunnar, Hallveigarstíg 1,
101 Rvk., Póstbox 1191 -121 Rvk., símar:
91-29266 og 91-39036 heima.
AFHENDING KEPPNISGAGNA
Gögn varðandi keppnina verða afhent af trúnað-
armanni dómnefndar í Byggingaþjónustunni,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, sem veitir nánari
upplýsingar umkeppnina.
Einnig er hægt að fá gögnin afhent í útibúum og
afgreiðslum Landsbankans.
MERKING OG AFHENDING TILLAGNA,
SKILAFRESTUR.
Tillögum skal skila í Byggingaþjónustuna,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, eigi síðaren
20. desember 1989 kl. 18:00. Nægilegt
er að tillögum sé komið í póst eða flugafgreiðslu
fyrir lok afhendingartímanns, enda skal vottorð
frá hlutaðeigandi póst- og afgreiðslumanni sent til
trúnaðarmanns. Auk þess skal keppandi tilkynna
með símskeyti, að tillagan hafi verið send.
Tillögum verður þó ekki veitt viðtaka lengur en
sjö dögum eftir að skilafresti lýkur.
Auðkenna skal tillögúr með 5 stafa einkennis-
tölu í reit í hægra horni að neðan. Ógagnsætt
umslag, merkt sömu einkennistölu, skal fylgja
tillögunni, en í því sé nafn, heimilisfang og síma-
númer tillöguhöfunda.
Tillögum skal skila á arkarstærð A4 (29.7 x 21.0 sm.)
Hið myndræna tákn skal vera um 10 sm. á hæð og
/eða um 10 sm. á breidd.
Tillögum skal skila ósamanbrotnum í flötum
umbúðum.
VERÐL'AUN.
Veitt verða verðlaun að fjárhæð
kr. 400.000.00.
Fyrstu verðlaun verða ekki lægri
en kr. 300.000.00.
DÓMNEFND.
Dómnefnd skipa eftirtalin:
Tilnefndir af Handknattleikssambandi íslands.
Ólafur Jónsson, Upplýsingafulltrúi
Reykjavíkurborgar, formaður'dómnefndar.
Brynjólfur Helgason, aðstoðarbankastjóri,
Landsbanka íslands. -
Þorgils Óttar Mathiesen, viðskiptafræðingur.
Tilnefnd af Félagi íslenskra auglýsingateiknara:
Otto K. Ólafsson, auglýsingateiknari.
Ólöf Árnadóttir, auglýsingateiknari.
Dómnefnd áætlar að hafa lokið störfum í byrjun
janúar 1990.
HAGNÝTING KEPPNISTILLAGNA.
Útbjóðandi stefnir að því að fela þeim hönnun
táknsins er fyrstu verðlaun hlýtur.
ÚRSLIT.
Sigurvegurum keppninnar verður tilkynnt um
úrslit strax og dómnefnd hefur lokið störfum og
þau síðan birt í fjölmiðlum.
SÝNING.
Haldin verður sýning á keppnistillögum í Lands-
banka íslands við fyrsta tækifæri eftir að úr^lit
liggja fyrir. Tillögurnar verða sýndar undir
höfundamafni.
SKIL KEPPNISTILLAGNA.
Allar tillögur sem hvorki hljóta verðlaun né verða
keyptar, verða afhentar í Byggingaþjónustunni,
Hallveigarstíg 1, Reykjavík, að lokinni sýningu.
Útbjóðandi ber ekki ábyrgð á tillögunum lengur
en í 14 daga eftir að sýningu lýkur.
'+l .. .....