Pressan - 30.11.1989, Side 32
PRESSU
<#•
I fjárlagafrumvarpinu er gert ráö
fyrir 3ja milljarða kr. halla. Nú höf-
um viö fregnað að frekari endur-
skoðun og hækkanir hjá einstökum
ráðuneytum sýni að nú stefni í mun
stærra gap á milli tekna og gjalda
eða allt að þreföldun hallans frá
því sem frumvarpið gerir ráð fyrir í
dag. Og fjárlagaárið ekki einu sinni
hafið enn. . .
Ífyrir nokkrum vikum fékk
Björgólfur Guðmundsson, fyrr-
um framkvæmdastjóri Hafskips
sáluga, atvinnuleyfi í Englandi.
Björgólfur hélt utan á dögunum en
hann mun þar hafa einhvern starfa
í tengslum við breskt skipafélag(l).
Hér heima hefur Björgólfur komið
sér upp skrifstofuaðstöðu í Hafnar-
stræti og vinnur þar af kappi meö
verjanda sínum, Guðmundi Ingva
Sigurðssyni hrl., fyrir dómsmeð-
ferð Hafskipsmálsins í sakadómi, en
yfirheyrslur hefjast í réttinum í
næstu viku. . .
A
^^ins og tiundað hefur verið
hlaut Jón Ottar Ragnarsson, sjón-
varpsstjóri á Stöð 2, heiðurstitilinn
„markaðsmaður ársins" á Norð-
urlöndum. Formaður Markaðs-
klúbbsins íslenska, sem tilnefndi
Jón Óttar af íslands hálfu, er Frið-
þjófur Johnson en vakið hefur at-
hygli að hann mun vera stór eigandi
Heimilistækja sem selja afruglarana
fyrir Stöð 2 eins og kunnugt er. ..
Í^maritið Heimsmynd, sem er
að koma á götuna, kynnir niður-
stöður úr mikilli skoðanakönnun á
áliti 150 kvenna á körlum sem
standa framarlega á ýmsum sviðum
þjóðlífsins. Spurt var hverjir féllu
þeim helst í geð og hverjir væru
óþolandi. Könnunin var skrifleg og
er niðurstaðan byggð á svörum 110
kvenna á aldrinum 19—70 ára. Með-
al þeirra sem komust á blað má
nefna Steingrím Hermannsson,
sem hlaut titilinn „umdeildasti karl-
inn". Þá hefur Steingrímur hrapað
niður vinsældastigann skv. könnun-
inni. Davíð Oddsson hefur aukið
vinsældir sínar og er vinsælastur ís-
lenskra stjórnmálamanna en er
engu að síður umdeildur. Óiafur
Ragnar er mjög umdeildur og Þor-
steinn Pálsson mjög óvinsæll.
Halldór Ásgrímsson og Jón Sig-
urðsson ráðherrar eru á venjulegu
róli í vinsældastiganum en Jón
Baldvin þykir frekar óvinsæll skv.
könnuninni. Sverrir Hermanns-
son og Stefán Valgeirsson íá
harða útreið og sömu sögu er að
segja af Þórarni V. Þórarinssyni
VSl og Jóni Óttari sjónvarpsstjóra.
Á lista yfir menn í atvinnulífinu fær
Pálmi Jónsson í Hagkaup mest lof
og Gorbatsjof hefur yfirburði yfir
aðra á alþjóðavettvangi. í þessari út-
tekt blaðsins fylgja einnig athuga-
semdir kvennanna um einstaka
karla. . .
rátt fyrir deilurnar um virðis-
aukaskattinn innan ríkisstjórnar-
innar tifa lögin um virðisaukann
sem samþykkt voru á síðasta þingi
og ganga í gildi að óbreyttu um
næstu áramót. Frumvarpið það var
upphaflega samið af Jóni Baldvini
Hannibalssyni, þáverandi fjár-
málaráðherra, og skv. lögunum er
gert ráð fyrir 22% skatti í einu
þrepi en ekki 26% eins og nú er
mest rætt um. í deilu stjórnarliða
virðist helst sem niðurstaðan verði
sú að láta 22% verða ofan á með
gildistöku um áramót, í stað 26%
skattbreytingarinnar, og tvö þrep.
Yrði þá Ólafur Ragnar að vinna að
frekari undanþágum frá skattinum
sem skv. lögunum, eins og þau eru
nú, taka m.a. til bókaútgáfu og
blaöa. . .
b
^^^orgaryfirvöld virðast ekki
hafa mikinn áhuga á að glæða
gamla miðbæinn lífi, ef marka má
frásagnir fólks sem þangað sækir
mikið. Fólk hefur lengi kvartað yfir
hörðum aðgerðum stöðumæla-
varða sem oft virðast bíða færis til
að sekta ökumenn. Nú er mönnum
orðið heitt í hamsi; jólin nálgast og
ein af nýjum aðgerðum borgarinnar
er sú að stytta tímann sem fólk fær
fyrir fimmtíu krónurnar, úr
klukkustund niður í hálftíma.
Þessi 100% hækkun stöðugjalda
mun einkum vera við Skólavörðu-
stíginn og þar um kring. . .
B^íýlega var opnaður nýr veit-
ingastaður í Reykjavík, Argentína,
sem byggja átti upp á sama hátt og
samskonar veitingahús í Hollandi.
Á nýja staðinn var ráðinn erlendur
matreiðslumeistari sem getið
hafði sér gott orð á argentínsku
steikarhúsi í Amsterdam, en nú
heyrum við að íslenska nautakjöt-
ið slái ekki eins í gegn og það sem
boðið er upp á í Hollandi. Eigendur
argentínska veitingastaðarins hafa
því tekið til ráðs að hafa matseðilinn
„blandaðri“, þ.e. bjóða jafnhliða
upp á lambakjöt, enda nokkuð ör-
uggt að íslenska lambið svíkur eng-
an. . .
erslunarhúsið nýja á horni
Laugavegar og Frakkastígs fær
formlegt heiti nú um helgina. Hefur
verið ákveðið að skíra húsið Kúl-
una, en önnur hugmynd sem kom
upp var að húsið héti Gullkúlan.
Hús þetta teygir anga sína frá
Laugavegarhorninu niður á Hverfis-
götu og við heyrum að í desember-
mánuði verði opnaður nýr dans-
staður í þeim hluta hússins. . .
L
Heyrst hefur að stefni í uppgjör
innan Alþýðubandalagsins í Nes-
kaupstað á milli fylkinga vegna
landsfundar flokksins á dögunum.
Félagsfundur er yfirvofandi og er
sagt að sterkir flokksliðar sem hall-
ast að Ólafsarminum, og eru þar
nefndir til Einar Már Sigurðsson,
Smári Geirsson og Guðmundur
Bjarnason o.fl., hyggist setja stuðn-
ingsmönnum Hjörleifs Guttorms-
sonar stólinn fyrir dyrnar. Niður-
staða slíkra átaka kann að reynast
Hjörleifi skeinuhætt en hann er sem
kunnugt er fyrsti þingmaður flokks-
ins í kjördæmi austurlands. . .
c
^^jónvarpsmaðurinn Hermann
Gunnarsson er með afbrigðum
vinsæll hér á landi og auglýsendur
keppast um að fá hann til að lesa inn
á auglýsingar sínar. Hermann sýnir
slíkum verkum lítinn áhuga, enda
talið að hann vilji gæta þess að þjóð-
in fái ekki of mikið af sér í einum
skammti. Nokkrar undantekningar
hefur Hermann þó gert og þá eink-
um lesið inn á auglýsingar fyrir vini
og vandamenn. Nú höfum við frétt
að Hermann hyggist gera undan-
þágu frá reglu sinni á auglýsinga-
lestri og ætli aö lesa inn texta við
auglýsingu á nýrri unglingabók eftir
Þorgrím Þráinsson. Eitthvað í
þeirri bók hefur snert Hermann
enda fjallar hún um ungan fótbolta-
kappa. . .
b,.
fundi Byggingarfélags verka-
manna sem haldinn verður í kvöld
á Hótel Lind. Félagsmenn eru sumir
hverjir óánægðir með hvernig stað-
ið er að rekstrinum. Þannig er full-
yrt að stjórnin líði það að einstakir
félagsmenn borgi ekki skuldirnar
og vanskilin séu látin bitna á þeim
skilvísu. . .
o
^^ftir því sem vanskil aukast í
þjóðfélaginu verður ábatasamara
að stunda innheimtu. Á síðustu
misserum hafa skotið upp kollinum
þó nokkur fyrirtæki sem bjóðast til
að taka í innheimtu vanskilaskuldir.
Sum fyrirtækin vinna samkvæmt
gjaldskrá Lögmannafélagsins, en
það er þeim óheimilt. . .
il stóð að innheimta vangoldnar
stöðumælasektir með því að festa
víravirki á bílhjól vanskilamanna
og taka þannig bílinn í „gíslingu".
Eftir því sem næst verður komist
var horfið frá þessari innheimtuað-
ferð þar sem hún þótti ekki standast
lög. . .
f KRINGLUNNI OG Á SPRENGISANDI
Frábær barnabox meö Ofurjarlinum og félögum hans,
hamborgara, frönskum og kók, skemmtilegum leikjum og þrautum.
Já, Ofurjarlinn er mættur til leiks í Jarlinum, bæði í Kringlunni,
og á Sprengisandi.
Þú ættir að kynnast Ofurjarlinum og félögum hans, snæða með þeim
köppum og taka þátt í leikjum þeirra og þrautum.
F»ú finnur þá í JARLINUM Kringlunni og á Sprengisandi.