Pressan - 08.03.1990, Qupperneq 4
4
Fimmtudagur 8. mars 1990
litilræði
af rannsóknastofu
i karlafræðum
Þeir sem láta sér annt um andlega velferö ís-
lensku þjóöarinnar fylgjast jafnan grannt meö
öllum hræringum og væringum í virtustu
mennta- og vísindastofnun landsins, Háskóla
íslands, minnugir þess aö „vísindin efla alla
dáö".
Þaö hefur þessvegna löngum þótt saga til
næsta bæjar þegar dregur til tíðinda í sjálfri
akademíunni.
Nú er frá því aö segja aö á dögunum, nánar
tiltekið 25. janúar sl. kl. 12.45, var haldinn fund-
ur í háskólaráði og er á flestra vitorði, vegna
stórmerkrar tillögu sem þar var lögð fram og
olli umtalsverðum deilum.
Þetta var tillaga um reglugerð um RANN-
SÓKNASTOFU I KVENNAFRÆÐUM.
Flestir, bæöi leikir og læröir, munu víst Ijúka
upp einum munni um þaö aö fátt sé brýnna í
Háskóla íslands en aö hefja umfangsmiklar
kvennarannsóknir og engan þekki ég sem ef-
ast um þaö eitt andartak aö þessi grein vísind-
anna hafi verið stórlega vanrækt til skamms
tíma.
Um það var heldur ekki deilt á janúarfundin-
um í háskólaráði, heldur öllu fremur hitt hvort
ný háskóladeild sem helgaði sig kvennarann-
sóknum ætti aö heita RANNSOKNASTOFN-
UN í kvennafræðum eöa RANNSÓKNA-
STOFA í kvennafræðum.
Um þetta var lengi deilt og af miklum tilfinn-
ingahita.
Ofaná varö aö kvennarannsóknir viö Há-
skóla íslands skyldu stundaðar í RANN-
SÓKNASTOFU í kvennafræðum.
Guð láti gott á vita.
„En hér er hængur á", einsog Hamlet sagöi
foröum.
Þaö er einsog enginn viti hvaö kvennafræði
eru. Vísindagreinin, eða réttara sagt viðfangs-
efniö, viröist ekki hafa verið skilgreint.
Og þaðanaf síöur „kvennarannsóknir".
Hætt viö aö prófessorarnir og kandídatarnir
í „Rannsóknastofu kvennafræöa" verði einsog
tungl í fyllingu, þegar á aö fara aö kenna og
nema óskilgreind fræöi sem enginn veit haus
né sporö á, pensúm sem ekki er til, vísindi sem
varla hafa veriö skilgreind öðruvísi en aö þau
séu „þverfagleg".
Þaö er því ekki aö undra þó allir sem af ein-
hverri einlægni og alvöru hugsa um kvenna-
rannsóknir séu talsvert þungbúnir þessa dag-
ana og hugsi sem svo:
Hvaö eru kvennarannsóknir?
Eru kvennarannsóknir þaö þegar karlar eru
að rannsaka konur, eða konur eru að rannsaka
TUIagn aö reghigerö
Rannsóknnstofa í kv«nnafræOum
í.r*
Ranníóknastofa í lcvennafræöum fæst viö rannsóknir og miölun þekkingar á
»viöi kvennafracöa. Rannsóknastofa I kvennafrsöum heyrir beint undir hðskólaráö.
2.gr.
Hlutverk rannsóknastofu í kvennafraeöum er:
a) aö eíla og samhæfa rannjóknir í kvcnnafræöum, m.a. meö
•tyrkveltingum.
b) aö hafa larmtarf vfö innlenda og erlenda
rannsóknaraöila á rdöl kvennafraeöa,
c) aö koma á fót gagnabanka um kvennarannsóknir,
d) aÖ gefa ót og kynna niöuritöður rannsókna f
kvennafræöum,
e) að velta upplýsingar og ráögjöf varöandi rannsóknlr í
kvennafrcöum,
0 aö lcita samstarfs viö deildir h&skótans um aö auka þátt kvennaftxöa (kennslu
fræöigreina.
g) aö gangast fýrir námskeiðum og fyrirlcstrum um
kvennafrcöi og kvennarannsóknir.
karla, eða aö konur aö rannsaka konur, eöa kon-
ur aö rannsaka sjálfar sig?
Hugsanlegt er líka aö kvennarannsóknir séu
rannsóknir á því hvaö konur hafa veriö aö rann-
saka gegnum tíöina.
Og hvaöa nafn er þá hægt aö gefa þeim
rannsóknum ef þær hafa haft það aö megin-
markmiði aö rannsaka fúlmennsku karla, sem
hefur svo sannarlega lengi verið verðugt rann-
sóknarefni og að margra dómi mun meira aö-
kallandi en kvennarannsóknir?
Hvort eiga slíkar rannsóknir aö heita „karla-
rannsóknir" af því veriö er að rannsaka karla,
eða „kvennarannsóknir" af því þaö eru konur
sem stunda rannsóknirnar.
Kvennarannsóknir á körlum?
Eða karlarannsóknir kvenna?
Hver veit?
Auövitaö er endalaust, á akademísku plani,
hægt aö velta vöngum yfir því á hvorum end-
anum rétt sé að byrja þegar varpa á nýju vís-
indalegu Ijósi á lífið og tilveruna.
Sumir halda því fram aö afleiðinguna eigi að
skoða í samhengi við orsökina og jafnvel kanna
orsökina fyrst.
Og hver er orsökin í þessu tiltekna máli?
Karlar.
Karlar og öll sú ómælda ógæfa sem þeir hafa
frá upphafi steypt yfir konur.
Frá því aö rifbeinið var tekiö úr Adam og bú-
in til úr því kona hafa karlar valdið allri þeirri
bölvun sem dunið hefur á konum og væri of
langt mál aö fara aö rekja hér allt þaö svínarí.
Og þessvegna er það nú aö sumir þeirra sem
á annaö borö eru vísindalega innstilltir og vilja
huga aö orsökinni á undan afleiðingunni hugsa
sem svo:
Karlarannsóknir eru í raun og veru brýnni en
kvennarannsóknir.
Og þess vegna ætti það í raun og veru aö
hafa algeran forgang í hinni virtu vísindastofn-
un, Háskóla íslands, aöfara aö rannsaka orsök-
ina aö ógæfu kvenna.
Hefja karlarannsóknir.
Stofna RANNSÓKNASTOFU í KARLA-
FRÆÐUM.
NV/R BÍLAR Á HAGSTÆÐU VERÐI
HRINGDU OG VIÐ KOMUM MEÐ BÍLINN TIL ÞÍN
• Nissan Micra, Mazda 323, Toyota Cor-
olla, Nissan Sunny, Lada 1500 Station
• FJÓRHJÓLADRIFSBÍLAR: Subaru Sta-
tion, Toyota Tercel, Lada Niva, Range
Rover, Mitsubishi Pajero, Nissan Patrol,
Toyota Landcruiser, Ford Econoline
#5-12 SÆTA: Mitsubishi Pajero (5-7),
Nissan Patrol (7), Toyota Hiace (11),
Toyota Litace (8), Ford Econoline (12)
BÍLALEIGAN
í GEYSIR
sími: 688888
Suðurlandsbraut 16, Reykjavík,
gengið inn frá Vegmúla.