Pressan - 08.03.1990, Side 6
6
Fimmtudagur 8. mars 1990
Hagen þegar Pressan sýnir honum
mynd af Jóni Magnússyni, lögfræð-
ingi og sjálfstæðismanni, sem mun
hafa sýnt norska Framfaraflokknum
áhuga. Pressan á í fórum sínum
mynd af Jóni þar sem hann heldur á
könnu með merki norska Framfara-
flokksins. Eli Hagen er viss um að
hún hafi séð Jón, en þó að hjónin
leggist bæði á eitt geta þau ekki al-
mennilega komið honum fyrir sig.
Norski Framfaraflokkurinn hefur
hingað til ekki haft nein skipulögð
samskipti við bróðurflokka í öðrum
löndum. „Þetta á eftir að breytast,"
segir Hagen. ,,Núna erum við orðn-
ir stórir og eigum eftir að verða
stærri. Þá er auðvitað nauðsynlegt
að treysta tengslin í öðrum löndum.
ísland verður ekki efst á blaði í þeim
samskiptum en ef Islendingar sýna
mínum flokki áhuga þá er mér auð-
vitað Ijúft að greiða götu þeirra og
kynna starfsemi okkar hvenær sem
er,“ segir formaðurinn.
Báknið burt
— lægri skatta
Frelsi einstaklingsins til þess að
ráða málum sínum alfarið er aðals-
merki Framfaraflokksins. Baráttan
við kerfið og of háa skatta er mikil-
vægust. Hagen segist vera forsvari
alþýðunnar og berjast fyrir því að
fólk fái kaupið sitt í hendurnar og
geti ráðstafað því að vild, fremur en
að fleygja því í ríkishítina. „Kerfi
sem saumar púða undir rassinn á
letingjum en skattpínir vinnandi
fólk er ekki velferðarþjóðfélag.
Báknið er fyrir löngu búið að taka
yfirhöndina, við erum ekki lengur
frjáls þjóð,' segir hann. Carl I. Hagen
talar mál sem allir skilja. Þegar
hann talar um letingja og snikjudýr,
hvort sem það eru einstæðar mæð-
ur eða flóttamenn, vinnur hann sér
stuðning innan flestra stétta og ekki
síst meðal launafólks með lágar
tekjur, sem finnst óréttlátt að aðrir
fái ef til vill meira fyrir að gera ekki
neitt. „Við verðum að kalla hlutina
sínum réttu nöfnum, sníkjudýr eru
sníkjudýr. Framfaraflokkurinn talar
af hreinskilni," segir Hagen. And-
stæðingar hans kalla hreinskilnina
dónaskap, sleggjudóma og meðvit-
aða tilraun til að auka á öfund og
eigingirni og jafnvel kynþáttahatur.
En vinsældir Hagens eru miklar og
hugmyndir hans um málefni eins og
þróunarhjálp og móttöku flótta-
manna njóta sífellt meiri stuðnings í
Noregi.
Enga þróunarhjálp
„Þróunarhjálp á vegum hins opin-
bera er mikill ósiður og bruðl með
peninga almennings. Eg kæri mig
ekkert um að ríkið sé að gefa mína
peninga. Ef ég vil gefa svertingjum
í vanþróuðum löndum peninga er
það einkamál mitt hvenær og
hvernig ég geri það. Og þá vil ég
geta fylgst með því að hvar hjálpin
lendir og hvort hún kemst til skila.
Ef ég vil ekki gefa er það líka einka-
mál mitt,“ segir Carl I. Hagen.
í Noregi hefur Framfaraflokkur-
inn verið ásakaður fyrir útlendinga-
hatur. Einkum voru þær raddir há-
værar þegar Hagen vildi ekki for-
dæma stjórnmálaflokk sem stofnað-
ur var til þess að hindra allan fólk-
sinnflutning og stöðva komu flótta-
manna til landsins. En Hagen stóð
fast á sínu. Skoðun fólks á flótta-
mönnum og þróunarhjálp er að
hans mati einkamál. Reyndar segir
Hagen að Noregur geti veitt viðtöku
ákveðnum fjölda flóttamanna gegn-
um Sameinuðu þjóðirnar, en flótta-
menn sem koma á eigin vegum
finnst honum ekki ástæða til þess að
aðstoða.
Flóttamenn safni
sjólfir fyrir ferðinni
„Það er eins með hina svokölluðu
flóttamenn og einstæðu mæðurnar.
Þeim er gert kleift að lifa góðu lífi á
kostnað skattgreiðenda og oft miklu
betra lífi en þeim sem vinna fyrir
sköttunum. Mikið af þessu fólki er
ekki raunverulegir flóttamenn. Það
kemur til Noregs til að græða, til
þess að fá allt ókeypis. Þú hlýtur að
skilja að fólki sem vinnur hörðum
höndum finnist þetta óréttlátt," seg-
ir Carl I. Hagen. Gerviflóttamenn
sem hlaðið er undir eru eitt af uppá-
haldsumræðuefnum hans og nú er
hann óstöðvandi. Blaðamaður skýt-
ur því inn í umræðuna að hér á landi
séu fáir flóttamenn. Það finnst hon-
Karlarnir hæfari
Eiginkonan Eli hefur varla komið
að nema einsatkvæðisorðum í lang-
an tíma og er farin að geispa og
sýna ýmis merki um óþolinmæði.
Tveir norskir blaðamenn bíða eftir
viðtali við Carl I. Hagen, svo hún
Eli Hagen, kona formannsins, er ein örfárra kvenna sem starfa innan Framfaraflokksins. Hún kynntist flokknum gegnum eiginmanninn.
minn feril?" spyr Carl I. Hagen, og
svarar spurningunni strax til örygg-
is: „Eg er líka af venjulegu fólki
kominn og ekki fæddur með gull-
skeið í munni þó sumir haldi það.
Pabbi minn var lágtsettur kerfiskall
og mamma mín bókhaldari í hluta-
starfi. Eg passaði mig sjálfur frá sex
ára aldri. Við bjuggum í frekar lítilli
íbúð og ég á tvær systur sem ég
reifst oft við. Svo hélt ég til mennta
og hingað er ég kominn og sem bet-
ur fer af eigin rammleik. Það er
mergurinn málsins að maður getur
komist áfram bara ef viljinn er fyrir
hendi."
Nú hafa þau hjónin góðfúslega
leyst frá skjóðunni og fjallað bæði
um stjórnmál og sagt frá uppvexti
sínum. Þau sögðu ekki frá javí sjálf
en þess má geta að þau eru bæði frá-
skilin og eiga börn úr fyrra hjóna-
bandi. Hafa því sjálf verið einstæðir
foreldrar, en vonandi ekki sníkjudýr
á þjóðfélaginu. Engu að síður finnst
þeim fjölskyldan vera mikilvægasta
einingin í þjóðfélaginú og viss
stuðningur ríkisins við hina hefð-
bundnu fjölskyldu finnst þeim eiga
rétt á sér. Það er líka í verkahring
ríkisins að sjá fyrir gömlu fólki sem
ekki á aðstandendur sem geta gert
það.
Leggjum kjafta-
klúbbinn niður
Tími okkar er útrunninn og með
glæsilegri handasveiflu bendir Carl
I. Hagen næsta blaðamanni að
koma. Það er nóg að gera hjá kon-
ungi frjálshyggjunnar. I kvöld stend-
ur til að taka þátt í veisluhöldum á
kostnað skattborgara Norðurlanda.
En síðustu orð hans áður en við
kveðjumst eru þau að vonandi hitt-
umst við ekki aftur í sambandi við
Norðurlandaráðsþing. „Þetta þing
er valdalaust og tilgangslaust og
það ætti að leggja niður í núverandi
mynd. Auðvitað hafa menn gaman
af þessu. Þingið er huggulegur
kjaftaklúbbur og mikið um dýr
veisluhöld. En valdamenn ættu að
geta skemmt sér á ódýrari hátt fyrir
fé almennings."
um gott að heyra, en Eli, konu hans,
þykir eðlilegt að enginn flóttamað-
ur vilji flýja til íslands.
„Þið munið eftir vesturförunum í
gamla daga,“ heldur Hagen áfram.
„Þeir urðu sjálfir að safna fyrir Am-
eríkuferðinni og treysta á eigið
framtak. Þeir gátu ekki kastaö sér í
faðminn á ríkinu þegar vestur var
komið. Þetta fólk kunni að bjarga
veit á hverju hún á von. En það er
enginn asi á honum, enda frá nógu
að segja. Velþekktar hugmyndir í
velþekktum umbúðum streyma
fram í fyrirlestrarformi. Blaða-
manni leikur forvitni á að vita meira
um Eli. Hvernig lenti hún í pólitík-
inni? Var það í gegnum eiginmann-
inn og hvernig er að vera gift frjáls-
hyggjukónginum?
fallið sæmilegt. Eli minnir að þær
séu 4 af 16, Framfaraflokkskonurn-
ar á Oslólistanum.
A norska Stórþinginu er staðan
ekki eins góð. Carl I. Hagen kom 22
flokksmönnum á þing í síðustu
kosningum, en þeirra á meðal er að-
eins ein kona. Hvernig stendur svo
á því að konur vilja ekki vinna fyrir
Framfaraflokkinn?
Carl I. Hagen er vinsæll ræðumaður og þekktur fyrír aö vera óspar á stóryrðin.
sér, og ef það kunni það ekki þá gat
það látið ógert að fara."
Lentu ekki margir þeirra í mestu
þrengingum og dóu jafnvel á leið-
inni? Finnst þér eðlilegt að ekki sé
meira gert fyrir flóttamenn nútím-
ans en vesturfarana forðum?
„Já, það finnst mér, af því að vest-
urfararnir völdu sjálfir að fara. Þetta
er líka val margra svokallaðra flótta-
manna nú til dags og mér finnst al-
veg sjálfsagt að þeir beri sjálfir alla
ábyrgð á því.“
„Ég var venjuleg sveitastúlka frá
Dovre í Mið-Noregi. Þangað til ég
hitti Carl fyrir 11 árum hafði ég eng-
an áhuga á pólitík, en ég smitaðist af
honum. Það hefði líka verið erfitt að
lifa með honum án þess að vera
með og hafa áhuga á stjórnmálum;
segir Eli Hagen. Hún er ánægð með
að hafa komist áfram í pólitíkinni af
eigin rammleik, í stað þess að lenda
á lista fyrir það eitt að vera kona.
Framfaraflokknum hefur gengið illa
að fá konur til að vinna fyrir flokk-
inn. I borgarráði Oslóborgar er hlut-
„Það er erfitt fyrir alla flokka að fá
konur með. Hinir flokkarnir pota
fram öllum konum sem þeir komast
yfir, í nafni jafnréttis. Við hugsum
ekki þannig, við veljum þá hæfustu
og það hafa hingað til aðallega ver-
ið karlar. En það getur breyst
seinna." Carl I. hefur aftur tekið orð-
ið.
„Pabbi minn var
kerfiskall#/
„Ætlarðu ekki líka að spyrja um