Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 14

Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 14
14 Fimmtudagur 8. mars 1990 \S kY**0SZk3 k' í^úidS*0 et* klædd í matrósajakka og undir þeim eru þær í bikinibaðfötum eins og þau gerðust á sjötta tugnum, með buxum upp í mitti. Hanna Kristín í Kristu er spurð hvernig henni lítist á þessa klipp- ingu. „Þetta er falleg og þægileg greiðsla. Það er einmitt svona greiðsla sem nútímakonur vilja. Hún er létt og skemmtileg og hefur yngjandi áhrif. Það er auðvelt að greiða svona greiðslu sjálfur, ekki síst vegna permanentsins. Nú er far- ið að nota svo létt permanent sem fer mjög vel með hárið. Það er jafn- vel farið að nota permanent sem dugar bara á milli tveggja klippinga. Hérna er notaður bæði glans- og lakkúði. Nú erum við farin að beita þessum efnum, eins og til dæmis lakkinu, eins og verkfærum, í stað innrauðra lampa eða krullujárns. Ég er hrifin af þessari línu, en hins vegar verð ég að segja að hún kem- ur mér satt að segja ekki á óvart. Við höfum verið með þessa línu heima og könnumst við hana. Ég held að þetta komi til af því að við Islending- ar fylgjumst svo vel með því sem er að gerast. Það eru vissir straumar á ferðinni og við erum fljót að taka við okkur. Ég er viss um að þessi greiðsla á eftir að verða mjög vinsæl heima í sumar." „Auðseljanleg7' útgáfa Næsta útfærsla heitir „Stone“ og er gerð fyrir þær konur sem ekki vilja alveg stutt hár og kæra sig ekki um permanent. Hanna Kristín er aftur spurð álits á greiðslunni. „Þessi greiðsla verður áreiðan- lega geysilega vinsæl því hún hent- Það eru ekki margir á ferli snemma á sunnudagsmorgni i Paris og fáir sem taka lestirnar út i úthverfin. Þeir farþeg- ar eru oftar en ekki eftirlegukindur næt- urinnar sem misstu af siðustu lestinni i gærkvöldi og héldu áf ram skemmtuninni til morguns og eru nú á leið heim i mis- jöfnu ástandi. Meðalfarþeginn á svona morgni er krumpaður og þvældur, gugg- inn i framan, með bauga undir augum, augljóslega timbraður og alls ekki vel greiddur. En þennan sunnudagsmorgun snemma i febrúar eru allt i einu komnir farþegar af allt öðru sauðahúsi i þessa lest sem fer i útborgir fyrir austan Paris. EFTIR: GUÐRÚNU FINNBOGADÓTTUR Lovísa hérgreiöslumeistari í Venus er með mikiö og fallega rautt hár. Dúddi lagði til að hún yrði notuð sem módel og siða hárið klippt eftir nýjustu tísku. Lovísa var ekki sammala! greiðsla fyrir nútímakonur og mjög hentug í sumarfríinu. Fyrsta útfærslan á „Off-Shore" heitir „Casque d'or" eða „gullhjálm- urinn". Hárið er krullað, greitt fram, stutt í hnakka. Litir eru eðlilegir, Ijós- og millibrúnir. Módelin eru ar afar mörgum konum. Hún er auð- seljanleg, eins og við segjum. Hárið er fremur stutt að framan en sítt að aftan og slétt. Hún er „geómetrísk" og heildarsvipur er reglulegur. Hún er mjög kvenleg. Hér er litun nokk- uð mikið atriði, en hún felst í að gera Konurnar eru svo vel snyrtar, að það er engu líkara en þær séu ný- komnar út af meiriháttar snyrti- stofu, og karlmennirnir eru í vel pressuðum buxum og hvergi sést blettur né hrukka. Lestin er full af þessu undarlega vel greidda fólki. Það er reyndar ekkert undarlegt þvi. þetta eru færustu hárgreiðslumeist- arar veraldar komnir til Parísar að sækja nýju vor- og sumarlínuna í hárgreiðslu. Förinni er heitið í sýn- ingarsalinn Pavillon Baltard þar sem Haute Couture Francaise sýnir nýju tískuna. Sýningarhúsjð á sér merka sögu. Þetta er sá eini sem eftir er af hinum frægu markaðsSkálum í miðri París, sem nú er búið að rifa og flytja burt. Ameríkanar voru svo skynsamir að kaupa nokkra þessara skála sem eru forkunnarfallegir, teiknaðir af arki- tektinum Victor Baltard um miðja síðustu öld. Þessi síðasti markaðs- skáli sem eftir er i Frakklandi var fluttur úr miðborginni út i smábæ fyrir austan París, Nogent-sur- Marne. I dag eru þarna þúsundir hárgreiðslufólks og sýningin er lok- uð öllum öðrum en þeim. Það hvílir mikil leynd yfir því sem sýnt er og liggur blátt bann við að birta myndir frá sýningunni fyrr en 4. mars. Elsa Haraldsdóttir, eigandi Salon VEH: „Maður verður að reyna að fyr- irbyggja að fólk verði svo ginnkeypt fyrir einni ákveðinni tískusveiflu að allir verði eins." íslendingar drekka í sig nýja strauma Sýninguna sækja sex islenskir hárgreiðslumeistarar sem eru með- limir í samtökunum „Haute Coiff- ure“. Það eru Hanna Kristín í Kristu, Svava i Lótus, Bára Kemp i Hári og snyrtingu, Dúddi, Elsa í Salon VEH og Lovísa í Venus. Þau hafa sótt þessar sýningar síðan 1978, hafa komið til Parísar vor og haust til þess aö kynna sér nýju straumana og fært þá siðan tísku- hungruðum Islendingum. Þau hafa haldið hópinn allan þennan tíma og reyndar lengur, því þau lærðu sam- an í Iðnskólanum og voru sum hver nemar á sömu stofum. Það þætti áreiðanlega í frásögur færandi í þessum „kredsum" erlendis hversu samtaka þau eru og laus við inn- byrðis samkeppni. Á þessum vettvangi hitta þau starfsbræður hvaðanæva úr heimin- um. Einkum er sambandið gott á milli Norðurlandabúanna og fundir hafa verið haldnir í Noregi. Þau koma með starfsfólk með sér svo það geti líka kynnst því sem er að gerast i faginu og að þessu sinni eru fimm fagmenn af yngri kynslóðinni og tilvonandi meistarar með í för- inni. Hárgreiðslan er sýnd á stórum palli í miöjurn salnum og fyrir aftan og til hliðar eru geysistórir sjón- varpsskermar sem sýna nærmyndir af handbragði meistaranna við vinnu sína. Hár fyrir nútímakonur Sumartískan í hárgreiðslunni heit- ir „Off-Shore" eða ,,Á sjónum" og eins og nafnið bendir til er hún létt, stutt og frískleg. Einföld, þægileg

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.