Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 19

Pressan - 08.03.1990, Blaðsíða 19
Fimmtudagur 8. mars 1990 19 EFTIR ÖNNU KRISTINE MAGNÚSDÓTTUR MVNDIR EINAR ÓLASON Hún svaraði ekki bjöllunni. Samt var ég nánast á mínútunni. Eftir tvær hring- ingar i viðbót kom rödd i dyrasimann: „Anna?" Þegar upp á efstu hæðina var komið kom á móti mér ung kona, klædd grárri peysu með útpr jónuðum bleikum svinum á. Hún var lika i inniskóm sem voru i lag- inu eins og svinshöfuð. Fyrir aftan hana stóð Einar Ijósmyndari og þau voru bæði skellihlæjandi. Sögðu að þau hefðu ekki getað svarað bjöllunni þvi þau hefðu verið inni i svefnherbergi. . . Þetta kemur þessari grein heil- mikið við þótt ykkur kunni að virð- ast annað. Carole Mitchell hafði nefnilega samþykkt að láta mynda sig uppi í rúmi, umkringda „loðdýr- unum“ sínum, sem öll eru svín. Og það var einmitt ástæða þess að við heimsóttum þessa skosku stúlku, sem starfar sem ritari hjá breska sendiráðinu: Hún var sögð safna hlutum sem minntu á svín. Eitt siglfirskt svín ,,Eg ætlaði mér ekki að fara að safna svínum," segir Carole. ,,Ég keypti fyrstu styttuna mína af svíni árið 1986 og það var eingöngu vegna þess að mér fannst hún svo skemmtileg. Upp úr því æxluðust hlutirnir þannig að vinir mínir fóru að gefa mér í gjafir ýmsar útgáfur af svínum." Fyrstu styttuna keypti Carole í Skotlandi og þótt flestir hlutanna séu keyptir í Bretlandi á hún svín frá Portúgal, Ungverjalandi, Þýska- landi og Finnlandi, Hjaltlandseyjum og íslandi: „Ein styttan var keypt einhvers staðar fyrir norðan," segir hún. „Ég heid það hafi verið á Siglu- firði." Aldrei komið inn á svinabú Hún segist ekki vita hvers vegna „It isn't easy to stay on top" eða „Það er ekki auðvelt að vera á toppnum" stendur á þessari skemmtilegu veggmynd af litl- um grísum sem hangir á eldhús- veggnum hjá Carole. Takið eftir svuntuvasanum! Sumum finnst nóg af svínum hér! „Ég hef aldrei talið hversu marga muni ég á i allt sem tengjast svín- um,“ segir hún. „Það eina sem ég veit með vissu er að stytturnar eru 64 talsins." Þeim er raðað á átta hill- ur og þar má líka sjá mjög sérstakan teketil — auðvitað með svínshöfði! Á stofugólfinu er hins vegar stór stytta, ekki af svíni heldur ketti!: „Já einni vinkonu minni fannst nóg komið af svínum hér innanhúss og ákvað að færa mér „kött"! Ég er líka mjög hrifin af köttum svo þessi stytta fær að vera hér á áberandi stað." Hún segir að einhverjir vina sinna hafi varað sig við því að þessi svína- söfnun geti haft í för með sér að hún fái nóg af svínum: „Það getur vel verið rétt," segir Carole. „Hins vegar hef ég ennþá gaman af þessum hlut- um og mér þykir vænt um þegar fólk gefur mér svona gjafir. Og já, ég borða svínakjöt!" svarar hún og við- urkennir að hún snúi sér við í versl- un ef hún sér mun í svínslíki: „Hins vegar kaupi ég ekki nærri allt sem ég sé, aðeins það sem er mjög sér- stakt," segir hún. „Að öðrum kosti væri miklu meira af svínahlutum hér en raun ber vitni!" hún hefur þennan áhuga á svínum: „Ég hef til dæmis ekki séð lifandi svín nema í dýragörðum. Ég hef aldrei komið inn á svínabú og vona bara að ég komist sem fyrst inn á eitt slíkt! Svín eru nefnilega mjög hreinleg dýr, eftir því sem mér er sagt. Mér þykir svín aðallega svo sæt dýr." Peysuna sem Carole klæðist og er útprjónuö í bleikum svínum segir hún vinkonu sína í Skotlandi hafa prjónað handa sér: „Ég er alltaf að fá eitthvað sem minnir á svín!“ segir hún og tekur upp litla glerskál skreytta svínamyndum og tölustaf- irnir 30 brenndir í: „Þessa fékk ég í þrítugsgjöf frá annarri vinkonu í Edinborg. Þær leita uppi þá sem hanna svona hluti eftir óskum. Þessa ísaumuðu mynd með svíni Carole Mitchell, rítarí í breska sendiráðinu, hatði aldrei safnað neinu þegar hún keypti fyrstu styttuna af svíni. Hú er hún sann- kallaður svínasafnari; á 64 slíkar styttur og flest annað á heimilinu tengist svínum. Inniskór og sokkar með svinum á! Ekkert klikkar...! fékk ég líka frá Skotlandi. Svo á ég margar nælur eins og þessa," segir hún og bendir á eina sem hún er með í peysunni. „Svo er ég líka i sokkum með svinamyndum á!“ seg- ir hún. í eldhúsinu hjá Carole er margt sem minnir á þessi dýr. Ostabakk- inn ér í laginu eins og svín, ofn- hanskarnir einnig og vasinn á svuntunni sem Carole setur á sig er svínshöfuð. Á veggnum hanga ótal myndir af svínum, bæði útklipptar úr blöðum, veggmyndir og póstkort frá vinum og vandamönnum. *** •x

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.