Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 22

Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 22
22 Fimmtudagur 17. maí 1990 Adfaranótt 23. janúar 1973 fór Ás- geir Sigurvinsson til lands eins og aðrir Eyjamenn. Hvorki hann né adra hefur líklegast grunad að það ættu eftir að líða a.m.k. tuttugu ár þangað til hann kæmi aftur til Eyja nema sem gestur. Leið hans hefur legið víða um knattspyrnuvelli Evrópu síðan þá, fyrst með belgíska félaginu Standard Liege, svo eittár með þýsku jöfrunum í Bayern Miinchen, síðan átta ár með Stuttgart. Liðinu sem hann kvaddi síðastliðinn laugardag, reyndar á fremur látlausan hátt. Sigi, Sigi hljóm- aði yfir Neckar-leikvanginn í Stutt- gart þegar þessi frægasti og besti knattspyrnumaður íslendinga fyrr og síðar gekk af leikvelli hinsta sinni. EFTIR: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON MYNDIR: HINRIK G. HILMARSSON Það var mikil stemmning á Neckar þegar Ás- geir lék sinn siðasta leik í Bundesligunni. Leik- ur númer 210 í röðinni eftir níu ár í einni sterk- ustu knattspyrnudeild heimsins. Stuttgart-lið- inu hefur reyndar ekki gengið sem best undir það síðasta og legið undir gagnrýni. Enda var Asgeir í kveðjuleik sinum ,einn þeirra leik- manna sem mest bar á i liðinu. Kftir að hafa fengiö að gjöf handmálaðan mjólkurhrúsa frá stuöningsaðilum liðsins, biómvönd frá félag- — Sem er hvað? ,,Eg er með samning við Stuttgart í þrjú ár til viðbótar, til 1993. Þaö er ekki alveg frágeng- ið hvað ég kem til meö aö gera, hugsanlega verö ég í |jví að skoða leikmenn annars vegar og hins vegar veröég tengiliður milli styrktar- aöila félagsins og stjórnar þess. Samhliða þessu ætla ég aö reyna aö mennta mig eitt- hvað. Ég hætti í skóla þegar ég fór út í atvinnu- mennskuna 18 ára gamall og hef ekki haft tíma til að sinna þeim þætti neitt síðan. Mein- ingin er að kynna sér þjálfun eitthvað og ef til vill taka einhver námskeið í markaösfræöum og skyldum greinum." — Þannig að Ásgeir Sigurvinsson framtíðar- innar er kaupsýslumaður með bindi um hálsinn og skjalatösku í hendi. ,,Já, það gæti farið svo. Þaö er í sjálfu sér ágæt framtíðarsýn. Mér list mjög vel á aö reyna mig á öðrum vettvangi og þaö eru ýmsir möguleikar opnir sem eru mjög áhugaveröir. Þetta á ég þó allt eftir að ræða nánar við félag- ið. Fyrst fer ég í langt frí, sem mér finnst ég eiga inni.“ — Þú minntist á þjálfun. Það hefur verið í um- ræðunni að þú takir viö íslenska landsliðinu í náinni framtíð. Eitthvað hæft í þeim orðrómi? ,,Nei. Það er alveg á hreinuað ég tek ekki að mér neinskonar þjálfun næstu fjögur til fimm árin. Ef ég geri þaö nokkurn tíma. Ég hef enga ákvörðun tekið um það." — Höldum áfram með landsliðsmálin. Sá kvittur hefur verið á kreiki lengi að þú hafir í raun aldrei haft nema takmarkaöan áhuga á að spila með íslenska landsliðinu... „Þetta er ekki rétt. Ég hef mætt í þá lands- leiki sem ég hef getað mætt í og hef alltaf haft áhuga á að spila með íslenska landsliðinu. Samningar mínir hafa ekki verið hagstæðir hvað þetta varðar enda þegar ég fer út 1973 er ég í raun fyrsti atvinnumaðurinn síðan Albert var og hét og þá var ekkert til um það að félög væru skyldug til að gefa leikmenn lausa í landsleiki." — Þannig að þú hafnar þessu? ,,Já." — Hvað með leikstíl landsliðsins. Manni hef- ur oft fundist að hæfileikar þínir nýttust þar illa, stundum alls ekki neitt. Óformlegt kveðjuhóf í garðinum heima hjá Ásgeiri og Ástu að kvöldi síðasta leikdagsins. Hljómsveitin er þýsk og gestir voru íslenskir og þýskir vinir. 17 ÁRA FERILL ÁSGEIRS SIGURVINSS inu og gott klapp frá áhorfendum gekk Ásgeir af leikvelli. Þýskir fjölmiölar voru reyndar afar óhressir með þessa iátlausu kveðjuathöfn, greinilegt að þeir töldu aö maöur sem á að baki slíkan feril sem Ásgeir ætti skilið meira húllumhæ. Afraksturinn þessi níu ár í Bundesligunni hefur verið góður. ,,Eg er mjög sáttur við feril minn," segir Ásgeir sjálfur við Pressuna. Meistaratitillinn árið 1984 eraö sjálfsögöu há- punkturinn en þá varð Stuttgart Þýskalands- meistari eftir þrjátíu ára bið. Islendingurinn Sigurvjnsson var í fararbroddi, leikstjórnand- inn sem Þjóðverjar sjálfir syrgöu að ekki skyldi vera gjaldgengur í þýska landsliðið sem á sama tíma var eins og höfuðlaus her á leik- velli. En nú er þessum tíma lokiö og nýtt tímabil tekur viö. Ásgeir segist fullkomlega sáttur við að hætta sem knattspyrnumaöur: ,,Mér finnst þetta vera rétti tíminn ruina. Ég er enn í góöu formi og ég kýs heldur að láta muna eftir mér þannig. Auövitaö hefur ýmislegt spilaö inn í, mér og Arie Haan, fyrrverandi þjálfara Stutt- gart, kom ekki vel saman og þaö ýtti undir oessa ákvörðun mína. Eg tel aö vísu aö líkam- * ,,Dœmigert ad Asgeir Sigurvinsson skuli í lokaleik sínum hafa veriö einn þeirra leik- manna sem mest bar á. “ (Stuttgarter Nach- richten.) lega gæti ég spilað eitt til tvö ár enn. Þetta á sér fremur sálrænar ástæður að ég kýs að láta þessu lokið hér ognú." Ásgeir er reyndar varla fyrr búinn aö sleppa orðinu þegar síminn hringir og fulltrúi annars félags gerir enn eina tilraun til að fá Ásgeir til liðs við sig fyrir næsta keppnistímabil. Þetta kemur eins og staðfest- ing á því sem hann var rétt nýbúinn aö segja og reyndar er það þannig að Ásgeir er sem stendur með tilboð frá einum fimm löndum. Lið frá Sviss, Austurríki, Þýskaiandi, Frakk- landi og Spáni hafa borið í hann víurnar á und- angengnum dögum. Síminnsatt að segja ekki þagnað. „Ákvörðun minni verður ekki breytt, það er kominn tími til að snúa sér að öðru," segir Ásgeir. Ásta, kona Ásgeirs, veröur án efa fegin þegar maður hennar getur verið meira með fjölskyldu sinni: „Það var löngu kom- inn tími til að draga úr þessu," segir Ásgeir meðal annars i viðtalinu.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.