Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 5

Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 5
'PPf 'ph r * rn"lviirn.n^ Fimmtudagur 17. maí 1990 5 SPURNINGAKEPPNI PRESSUNNAR MEÐAL ODDVITA BORGARSTJÓRNARLISTANNA OPIO $LL ysBm Flestallir Reykvíkingar hafa rölt Laugaveginn upp að Hlemmi, séð Hall- grímskirkjuturninn gnæfa yfir borgina, ferðast með strætó víðast hvar um borgina, munaeftir uppsetningu útitaflsins við Lækjargötu og svo framveg- is. En vita þeir hæð Hallgrímskirkjunnar eða lengd Laugavegarins? PRESS- AN ákvað að efna til laufléttrar spurningakeppni á milli forystumanna þeirra flokka sem um þessar mundir gera hosur sínar grænar fyrir hæst- virtum kjósendum. EFTIR: FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON MYND: EINAR ÓLASON Siguijón Pétursson reyndist Mutskarpastur í laufíéttri og ópólitískri spurningakeppni Press- unnar. Hæstvirtir fram- bjóðendur með ákafíega ólíkar hugmyndir um hæð Hallgrimskirkju, lengd Laugavegarins — og fjölda kjósenda! Samdar voru tuttugu spurningar í anda „Trivial Pursuit" og var hver þeirra í tveimur liðum. Þátttakendur voru Áshildur Jónsdóttir Flokki mannsins, Elín G. Ólafsdóttir Kvenna- listanum, Kjartan Jónsson Græna framboðinu, Magnús L. Sveinsson Sjálfstæðisflokki, Ólína Þorvarðardóttir Nýjum vettvangi, Sigrún Magnúsdóttir Framsóknarflokki og Sigurjón Pétursson Alþýðubandalagi. Öll skipa þau efeta sætið á listum sínum, ut- an að Magnús er í 2. sæti Sjálfstæðisflokksins. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og skilaboð tókst ekki að ná sambandi við Davíð Oddsson borg- arstjóra. Nokkrar spurningar vöfðust verulega fyrir frambjóðendunum. Þannig gat enginn þeirra svarað því hvaða vagn á að taka frá Hlemmi að Hörpugötu, sem liggur vestan við flugvöllinn. Sum svörin voru hins vegarfljót að koma, t.d. vissu allir að Vitastígur liggur á milli Baróns- stígs og Frakkastígs og aliir vissu hvernig efri hluti Þjóðarbókhlöðunnar er á litinn. Sumir hlutir virðast svo augljósir aö það tek- ur vart tali. Ef t.d. er litið á Hallgrímskirkjuna og Laugaveginn upp að Hlemmi mætti ætla að menn hlypu ekki út um víðan völl við að giska á hæð turnsins og lengd götunnar. En turninn mældist í hugum frambjóðendanna allt frá 35 metrum hjá Sigrúnu upp í 90—92 metra hjá Magnúsi og Kjartani og er munurinn nær þre- faldur! Og þessi ákveðni spotti Laugavegarins var í hugskotunum allt frá 250 metrum hjá Ás- hildi upp í tvo kílómetra hjá Elínu — munurinn er áttfaldur! Frambjóðendumir voru ekkert ýkja vel að sér um strætisvagnaleiðirnar, voru enda ekki allir klárir á því hvar Vatnsholt eða Hörpugata eru. Aðeins Sigrún og Áshildur vissu að leið 3 fer með þær inn í VatnsholL Allir nema Kjart- an vissu að Fæðingarheimilið er við Þorfinns- götu, en það vafðist fyrir meirihlutanum aö Þjóðleikhúsið bæri svo hátt götunúmer viö Hverfisgötuna. Reykvíkingar voru fyrir hundrað árum tald- ir vera á bilinu 2.000 hjá Elínu upp í 18.000 hjá Áshildi og 50 árum síðar voru þeir taldir vera allt frá 18.000 hjá Áshildi og Kjartani upp í 47.000 hjá Magnúsi. Þá voru ekki síður á reiki atburðir úr nútímanum, hvenær útitaflið var sett upp og Fjalakötturinn rifinn. Útitaflið reis allt frá 1974 í hugaKjartans til 1980 í huga Ás- hildar, sem er 12 ára tímabil, og Fjalakötturinn mætti örlögum sínum allt frá 1979 hjá Kjartani til 1987 hjá Elínu, Áshildi og Magnúsi. Þar sem ætla mátti að frambjóðendur hefðu kynnt sér fjölda kjósenda á kjörskrá nokkuö vel voru ekki gefin mikil skekkjumörk í þeirri spurningu. En hæstvirtir kjósendur á kjörskrá voru samt taldir vera allt frá 63.000 hjá Sigur- jóni upp í 84.000 hjá Kjartani og um leið var taliö aö þeim hefði fjölgaö um allt frá 6%, sem er rétt talasamkvæmt Hagstofunni, upp i 20% hjá Sigurjóni. Sigurjón, Sigrún og Elín náðu því að Vigdís hefði fæðst á Tjarnargötunni og átt æskuheim- ili á Ásvallagötu, en allir nema Áshildur og Kjartan hittu á Guðmund J; Guðmundsson í síðari lið spurningarinnar. Ólína og Sigurjón giskuðu síðan rétt á hvar Camp Knox hefði verið og allir nema Ólína og Kjartan mundu hvar Sænska frystihúsið var. Endanleg niðurstaöa varð síöan að Sigurjón Pétursson, sem frambjóðenda lengst hefur sér- hæft sig í borgarmálum, sigraði í spurninga- keppninni og fékk 6,0 í einkunn. Síðan komu í réttri röð Sigrún með 5,5, Ólína með 5,0, Ás- hildur og Magnús með 4,5, Elín með 4,0 og Kjartan með 2,5. . . . OG GETTU NU! 1 • Hvað er Hallgrímskirkja há (með krossi)? Hér má skeika 5 metrum til eða frá. Suar: 75 metrar. Rétt gefiö fyrir 70—80 metra. Áshildur: 75 metrar 0,5 Elín: Svona 60 metrar 0,0 Kjartan: Skjótum á 92 metra 0,0 Magnús: Ég segi 90 metrar 0,0 Ólína: Ætli hún sé ekki 60—70 metrar, ég skýt á 70 metra .. 0,5 Sigrún: Ekki hugmynd. 35 metrar ... 0,0 Sigurjón: Ég segi 62 metrar 0,0 £• Hvað er Laugavegurinn langur frá Bankastræti að Rauð- arárstíg við Hlemm? Hér má skeika 50 metrum til eða frá. Svar: 900 metrar (samkvœmt upplýs- Magnús: 900—1.000 metrar, segjum 950 metrar................... 0,5 Ólína: Einn og hálfur kílómetri.... 0,0 Sigrún: 800 metrar.................... 0,0 Sigurjón: Eg hugsa að þetta sé 1 kíló- metri........................ 0,0 fyrir 850—950 metra. Áshildur: Svona 250 metrar 0,0 iElín: Segjum 2 kílómetrar 0,0 Kjartan: Þessi leið er alltaf lengri þegar maður labbar hana en þegar maður keyrir hana! Segjum 1.700 metrar . o o' tJ • Hvaða strætisvagn liggur beinast við að taka efþú ert stadd- ur á Lækjargötu og ert á leiðinni í götuna Vatnsholt? Svar: Leiö 3. Áshildur: Ég hugsa að þetta sé leið 3.. 0,5 Elín: Ég veit ekki einu sinni hvar Vatnsholt er! Giska á leið átta........................... 0,0 Kjartan: Vatnsholt!? Ég segi bara leið 8/9........................... 0,0 Magnús: Þar tókstu mig í landhelgi. Leið 4......................... 0,0 Ólina: Ég nota strætisvagnakerfið lítið og ég reikna með að það væri best að labba þessa vegalengd! Ég skýt á að beinast lægi við að taka leið 2......................... 0,0 Sigrún: Það eru ýmsir sem koma nálægt... Leið 3............... 0,5 Sigurjón: Hef ekki hugmynd um það .. 0,0

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.