Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 23

Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 23
Fimmtudagur 17. maí 1990 23 ,,Nei, eins og ég segi. Það hefur aldrei verið eitt af mínum áhugamálum að vera mikið í sviðsljósinu utan vallarins. Það er nóg að vera daglega í fjölmiðlum og milli tanna á fólki. Sá tími sem maöur hefur fyrir sjálfan sig, sem reyndar er ekkert óskaplega mikill, hann á að geta verið manns eigin." — Lítill frítími segirðu. Þið eruð á hótelum fyr- ir leiki, keppnisferðirnar eru langar og strangar, æfingabúðir í öðrum löndum. Er það fyrst og fremst þetta sem þú ert orðinn þreyttur á? ,,Já, það má a.m.k. segja aöþað sé stór hluti. Ég er búinn að eyða ansi löngum tíma á hótel- um á ferli mínum og löngu kominn tími til að draga úr þessu." — Við þetta allt saman baetist að þið hjónin eruö næstum eins og sendiráð í Þýskalandi. ,,Ég myndi nú ekki segja það. Hér er aö vísu mikill gestagangur en þaö eru eingöngu kunn- ingjar okkar og vinir sem koma inn á heimilið. Þaö er oft mikið um að vera en ekki þannig að maöur hafi þurft að biðja fólk vinsamlegast að láta sig hverfa. Gestrisni okkar hefur ekkert verið misboðið í gegnum tíðina. Þetta hefur verið allt í lagi.” Ásgeir var tiltölulega fljótur að gera upp hug sinn eftir að hann kom til Stuttgart, um að þar vildi hann enda feril sinn. Hann segir aö fjöl- skyldunni líði vel í Stuttgart, sjálfur fékk hann þar uppreisn æru eftir að liafa mistekist að tryggja sér sæti í stórliöi Bayern Múnchen. ,,Ég fékk að vísu tilboð frá liðum í öðrum löndum en vildi sýna þaðog sanna, bæði fyrir sjálfum mér og öörum, að ég gæti spjarað mig hér í Þýskalandi." Ásgeir viðurkennir að sigrar gegn Bayern hafi alltaf verið sætari en aörir, en honum hefur einatt gengiö vel í leikjum gegn þessu stórveldi (Dýskrar knattspyrnu: ..Reyndar hef ég ;illtaf haft gott samband við Bayern, Uli Höness vildi t.d. fá mig aftur til fé- lagsins, en ég hafði ekki áhuga á því á þeim tíma." ,,Jœja, og þá loka- leikurinn, heimaleikur gegn Homburg meö neyöarlegum jafn- teflistölum í lokin, 2—2. Varla þess virdi aö minnast á hann nema vegna þess að þetta var lokaleikur Asgeirs Sigurvins- sonar. “ (Stuttgarter Zeitung) ONAR Á ENDA ..Auðvitaö hafa leikir mínir með landsliðinu verið mjög misjafnir. Sumir góðir, aörir slæmir. Liðið hefur leikiö þá taktik að vera kannski 70% af leiktímanum í vörn og það er ekki mín sterkasta hlið. Svo er stundum leikið með einn sóknarleikmann og það er ekki létt verk aö mata einn mann gegn kannski þremur—fjór- um varnarmönnum." — Áttu von á einhverri breytingu á þessu, þ.e. að landsliðiö geti fariö að eyða meiri tíma í sóknarleik en gert hefur verið fram að þessu? ,,Þetta hefur verið aö breytast á undanförn- um'árum. Liðið er jafnbetra og leikirnir jafn- ari. Hinsvegar er margt mjög erfitt, eins og t.d. undirbúningurinn fyrir landsleiki, sem erfitt er að finna tíma fyrir hjá leikmönnum. Ég sé ekki fram á að það breytist neitt. Auðvitaö getur komið upp sá möguleiki einn daginn að liðið eigi möguleika á að tryggja sér sæti t.d. í úrslit- um Evrópukeppninnar, en menn verða að vera raunsæir. Það mun aldrei verða að ís- lenska knattspyrnulandsliðið standi jafnfætis t.d. landsliðuni Mið-Evrópuþjóðanna.“ — Hinn nýráðni landsliðsþjálfari. Hvernig kom ráðning hans þér fyrir sjónir. Kom hún þér á óvart? ,,Ég þekki manninn eiginlega ekki neitt. Þess vegna átti égauðvitað ekki von á að hann yrði ráðinn. Hins vegar eru menn bjartsýnir á starf hans og ég get ekki annað en verið það líka. Ég hef heyrt af honum jákvæðar sögur." Það vakti athygli í Þýskalandi að Ásgeir vildi ekki heyra á það minnst aö leikinn yrði sér- stakur kveöjuleikur eins og oft er gert þegar leikmenn hætta eftir langan tíma. í viðtali við þýska blaðiö Kicker sagði hann að áhuginn á slíkri uppákomu væri enginn. Reyndar er það þannig aö Ásgeir hefur lítið verið í sviðsljósinu utan vallarins í Þýskalandi. Hann er ófáanleg- ur til að mæta í viðtöl við sjónvarp nema á vell- inum. Þ.e. hann neitar því að mæta í viðtöl í sérstökum íþróttaþáttum í sjónvarpi, nokkuð sem aðrir leikmenn keppast um að fá að kom- ast í. Af hverju? ,,Ég hef reynt aðhalda mig til bakasem mest ég hef getaö. Ég hef t.d. ekkert gaman af því að taka þátt í uppákomum í tengslum við áhangendur félagsins, enda er það þannig aö ég get óáreittur ekið í gegnum bæinn, eöa svo gott sem. Ég er ekki eins þekktur og t.d. Klins- mann, sem hvergi getur sýnt á sér andlitið án þess að fá á eftir sér hjörð af fólki. Ég hef með þessum hætti losnað við mestu lætin sem fylgja þessu lífi utan vallar." — Er þetta eitthvað sem þú ákvaðst smám- saman að gera, varstu viljugri til að sýna þig þegar þú varst yngri? „Þetta hefur verið svipað allan minn feril." — Þannig að það að æstur múgurinn hrópar „Sigi, Sigi" hefur ekki verið það sem drífur þig áfram? HÆTTA segir Ásgeir i viðtali við Pressuna — Hvað með peningamálin. Menn hafa verið iðnir við það í gegnum ttðina að eigna þér alls- konar hluti, jafnvel heilu fjölbýlishúsin heima á íslandi. ,,Ég ræði hvorki launamál mín né heldur hvaö ég hef gert við peningana mína. Þetta kemur engum viö og ég vil heldur ekki taka þá ánægju aí fólkinu heima að velta fyrir sér hvað ég eigi og hvað ég eigi ekki." — Eftir 17 ár af 35 ára ævi í útlöndum, er ekki íslendingurinn í þér eitthvað farinn að dofna? „Nei, við höfum alltaf haft mikiö samneyti við íslendinga og ég get varla sagt að þetta hafi verið eins og aö búa í útlöndum allan tím- ann. Viö höfum eignast fjöldann allan af ís- lenskum kunningjum og vinum hér úti þannig aö þetta hafa í raun ekki verið útlönd nema að hluta." — En samt engin von til að íslendingar fái að sjá þig spila einu sinni enn í kveöjuleik heima? „Nei, ég er hættur."

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.