Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 9

Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 17. maí 1990 9 FRÁSÖGN ÁSGEIRS EBENEZERSSONAR AF FJÁRHAGSLEGU SKIPBROTI OG VIDSKIPTUM VID FJÁRFESTINGARFÉLAG ÍSLANDS „Kjaftasögurnar komust fljott a kreik. Við áttum t.d. að hafa misst Laufásveginn vegna sekta fyrir eiturlyfjainnflutning." . Kaupmannshjónin Ásgeir Ebenezersson og Guðlaug Jónsdóttir gengu á fund Fjárfestingarfélags íslands í mars árið 1988 og báðu um aðstoð vegna aðsteðjandi fjárhagserfiðleika. Framundan var uppboðssala á glæsilegu einbýlishúsi þeirra á Laufásvegi 74. Fjárfestingarfélagið tók málið að sér, undirritaður var lánssamningur, hjónin afsöluðu sér umráðarétti yfir fast- eignum sínum en fjárfestingarfélagið lánaði þeim 12,5 milljónir kr. Ut- reikningar endurskoðanda sýna að á þessari stundu hafi eign þeirra hjóna numið 46,6 milljónum króna. /Vú, tveimur árum síðar, hafa þau misst fast- eignir sínar á nauðungaruppboðum, atvinnureksturinn er fyrir bí og lög- fræðingur þeirra metur tjónið á u.þ.b. 100 milljónir króna, sem hann hefur sett fram í kröfubréfí á hendur fjárfestingarfélaginu. Fjárfestingarfélagið vísar þessu algerlega á bug og stendur fast á að Asgeir og Guðlaug hafi ekki staðið við umsamin skilyrði. Endanlegt gjaldþrot blasir við. Hér á eft- ir rekur Asgeir þessa sögu í viðtali, auk þess sem skoðuð eru gögn máls- ins, skýringar fjárfestingarfélagsins og álit virtra lögfræðinga og endur- skoðenda í borginni. EFTIR: ÓMAR FRIÐRIKSSON - MYNDIR: EINAR ÓLASON Ásgeir er sonur Ebenezers Þ. Ásgeirssonar sem átti og rak Vörumarkaðinn ásamt eiginkonu sinni og börnum. Ásgeir var verslunarstjóri Vörumarkaðarins um árabil. Verslunin í Ármúla var seld 1986 og matvörubúðin á Sel- tjarnarnesi ári síðar. ,,Ég er ekki fæddur með silfurskeið í munni en mér vegnaði náttúrlega vel," seg- ir Ásgeir. ,,Það voru mikil umskipti þegar pabbi byggði verslunina í Ármúla 1968 og fór úr Hansa hf. í matvöru- verslunina. Það reyndist tölu- vert kostnaðarsamt. Ég fór í tveggja ára nám erlendis og var einnig i Samvinnuskólan- um. Þegar ég var 20 ára sá ég þó fram á að geta haft það nokkuð gott og fór að vinna hjá pabba í Vörumarkaðinum eftir námið. Þegar ég hætti eftir sölu Vörumarkaðarins var konan farin að selja fatnað í heild- sölu. Ég vildi reyna eitthvað nýtt og hafði ýmislegt á prjónunum. 20. desember 1987 opnuðum við hjónin svo Markus-tískuhús, í Austur- stræti. Það fór rólega af stað. Um mitt ár 1988 var salan orðin þokkaleg og um ára- mót var veltan orðin veruleg. Verslunin sérhæfði sig í klæðnaði í hæsta gæðaflokki Staðsetningin var að vísu skrítin, þ.e. uppi á fjórðu hæð, en við fundum strax að þetta var verslun sem vantaði í borginni og okkur tókst að byggja upp fastan kúnnahóp. Ég hafði auk þess ýmislegt í bígerð og ætlaði að hrinda þeim hugmyndum í fram- kvæmd," segir Ásgeir. Sá fram á erfiðleika Þau hjónin festu einnig kaup á verslunareiningu í Kringlunni í júní 1987 af Karnabæ fyrir 14,4 milljónir kr. og yfirtóku skuldir við Hagkaup upp á tæpar 10 milljónir. Húsnæðið leigðu þau Hrafni Haukssyni kaup- manni (versl. Tangó) fyrir 200 þús. kr. á mánuði í upphafi. „Við vorum ekki komin í vandræði þegar við leituðum til fjárfestingarfélagsins, en ég sá fram á að ég myndi lenda í erfiðleikum ef ég reyndi ekki að fá aðstoð og ráðgjöf," segir Ásgeir. ,,Á þessum tíma var fjárfesting- arfélagið fariö að auglýsa klæöskerasaumaða þjónustu sína mikið og bauð viðskipta- mönnum sínum m.a. fjár- málaþjónustu við hæfi hvers og eins og að greiða niöur úti- standandi skuldir þeirra. Við lögðum allar okkar skuldir fram fyrir félagiö, veðbókar- vottorð og aðrar upplýsingar. Matsverð Laufásvegar 74 var 25 milljónir króna og hann hefðum við getað selt auk fleiri eigna. Leigusamningur- inn í Kringlunni var til átta ára og gaf þá af sér 220 þús. kr. leigutekjur á mánuði. Því hefðum við getað greitt allar okkar skuldir ef rétt hefði verið staðið að málum. Forða uppboði í greinargerð sem Gísli Gíslason hdl. hefur samið um viðskipti Ásgeirs og Guðlaug- ar við fjárfestingarfélagið segir um upphaf þeirra m.a.: ,,.... Asgeir og Guðlaug höfdu síöan somband vid undirritadan eftir fund þeirra meö Fjúrfestingurfélagi Is- lands hf. og tjúöu mér uö fjúr- festingarfélagiö œtlaöi aö aö- stoöa þau. Sku. upplýsingum Ásgeirs og Guölaugar útti aö- stoö fjúrfestingarfélagsins uö uera tuíþœtt, í fyrsta lagi aö- stoö uiö aö foröa uppboöi ú Luufúsuegi 74 og í ööru lugi önnur fjúrhagsleg uöstoö og skuldbreytingur lúnu. Til aö foröu uppboöinu ú húsi þeirra ú Luufúsuegi mun fjúrfestingarfélugiö hufa ætl- aö uö ueita þeim eitt stórt lún og greiöa allur skuldir úhuíl- andi ú veöréttum 1—12 og fú í stuöinn I. ueörétt í húsinu. “ í yfirliti sem Þorvaröur Gunnarsson, löggiltur endur- skoðandi hjá Éndurskoðun Sig. Stefánssonar hf., hefur gert yfir skuldir og eignir Ás- geirs á þessum tíma kemur fram að áhvílandi skuldir á Laufásvegi 74 voru 16,8 millj- ónir króna en matsverð húss- ins 25 milljónir. Matsverö verslunarhúsnæðisins í Kringlunni var 26 milljónir en áhvílandi skuldir 13,9 milljónir. Þá var áætlað að verðmæti verslunarrekstrar Markus-tískuhúss og innrétt- inga þar hafi verið 4,3 millj- ónir. Þá áttu þau rétt til reglu- bundinna, mánaðarlegra greiðslna vegna leigusamn- ings Kringlunnar. Að frá- dregnum fasteignagjöldum gerir það rúmlega 2,3 millj- ónir á ári eða 28 milljónir á 12 ára tímabili. Endurskoðand- inn „afvaxtar" þessr greiöslur miðaö við 7,5% ávöxtunar- kröfu sem gerir að núvirði u.þ.b. 17,5 milljónir. Eignir þeirra skv. því eins og fyrr segir 46,6 milljónir króna. „Skuldbreytingin hjá fjár- festingarfélaginu átti að fara þannig fram að leigutekjur af Kringlunni rynnu beint til fé- lagsins, sem þær og geröu. Svo skrifuöum við undir yfir- lýsingar þess efnis að okkur væri óheimilt að veösetja eða selja Laufásveginn og hús- næðiö í Kringlunni nema með samþykki fjárfestingar- íélagsins. Þessu var þinglýst en þar með vorum við í raun algerlega á valdi Fjárfesting- arfélags Islands," segir Ás- geir. Fyrirgreiðslan Alls hvílduskuldirá 18veö- réttum í einbýlishúsinu. Skv. greinargerð lögfræðings Ás- geirs og eftir því sem hann sjálfur segir námu skuldirnar á veðréttum 1—12 samtals 12,5 milljónum króna en ekki hafði verið beðið um uppboð vegna skulda á v^ðréttum 13, 16, 17 og 18, og skuldir á veð- réttum 14 og 15 voru greidd- ar upp fyrir uppboð. Því þótti nægilegt að greiða aðilum á fyrstu 12 veðréttumuppboðs- kröfur sínar til að fá það fellt niður, en eins og fyrr segir átti síðasta uppboð hússins að fara fram 11. apríl. Lög- fræðingur þeirra hjóna tók að sér að útbúa veðleyfi vegna skuldanna á 1—13. veðrétti og voru þau undirrituð. Veð- leyfin voru skilyrt á þann hátt að fjárfestingarfélagiö ábyrgðist að greiða viðkom- andi áhvílandi skuld innan t I * V'

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.