Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 28
PRESSU
MALAR
egar íslensku lyfjafyrirtæk-
in Delta og Toro uröu að einu fyrir-
tæki á dögunum var ekki um sam-
einingu að ræöa heldur gleypti
DeltaToro. Nýja Deltafyritækiö hef-
ur síöan fækkað starfsfólki og sú
fækkun hefur eingöngu komiö niö-
ur á þeim sem unnu hjá Toro. Þaö er
haft eftir einum yfirmanna nýja fyr-
irtækisins aö um tíu manns frá Toro
hafi verið sagt upp störfum . . .
"íöastliöinn laugardag var
haldinn sameiginlegur starfs-
mannafundur hjá Sýn, Stöd 2 og
Islenska útvarpsfélaginu. Rætt
var m.a. um hugsanlega sanrnýt-
ingu á ýmsum sviöum starfsemi fyr-
irtækjanna þriggja. Pétri Steini
Guömundssyni og Páli Magnús-
syni var t.d. faliö aö kanna mögu-
leika á samstarfi fréttastofa Stöðvar
2 og Bylgjunnar/Stjörnunnar og
upp kom hugmynd um að aöal-
íréttatími útvarpsins yrði klukkan
17.17
Þ
emi Spaugstofumönnum
hefur í þáttum sínum tekist vel aö
herma eftir fréttamönnum á
fréttastofu ríkissjónvarpsins. Nii
getur máliö kannski vandast hjá
þeim, — þaö er aö segja ef sumaraf-
leysingafólk skyldi nú ekki hætta
eftir sumariö. Nýr fréttamaöur
ríkissjónvarpsins, Asdís Olsen,
er nefnilega konan hans Karls Ág-
ústs Úlfssonar . . .
^^yrir skemmstu tóku nýir menn
viö rekstri Sportklúbbsins, sem
fyrr á árum kallaðist einfaldlega
,,Klúbburinn“. Það eru þeir Olafur
H. Jónsson hjá Stöð 2 og Sigurð-
ur Sveinsson handboltamaður,
sem nú ráða ríkjum í Sportklúbbn-
um, en þar er nú m.a. spiluð ball-
skák eða billjard .. .
Iftönnum er vafalaust enn í
fersku minni er Davíð Oddsson
borgarstjóri stakk undan ríkinu með
kaupunum á Hótel Borg. Nú bein-
ast augu manna aðhúsi Oddfellow-
reglunnar viö Vonarstræti. Vitaö
er að reglan hefurfengið lóð við Sig-
tún (hjá Blómavali) og undirbýr
byggingarframkvæmdir. Til að fjár-
magna þær er ætlunin að selja húsiö
viö Vonarstræti. Nú velta menn því
fyrir sér hvort ríkiö sé óhjákvæmi-
legur kaupandi vegna fyrirhugaðr-
ar nýbyggingar Alþingis. Um leiö
er hins vegar ekki talið ólíklegt aö
Davíð verði enn skrefi á undan lög-
gjafanum, enda þykir sýnt að ráð-
húsið sé ekki eins ríkt að bílastæð-
um og til stóð — og á hinn bóginn
þætti ekki verra fyrir borgina að
hafa gott skrifstofuhúsnæði við hlið
ráöhússins fyrir einhverjar stofnanir
sínar . . .
ca
dögunum sendu frambjoð-
endur Nýs vettvangs reikning á
Sjálfstæðisflokkinn vegna kynn-
ingarrita borgarinnar á kostnaö
borgarbúa, eins og kunnugt er af
fréttum. Olína Þorvarðardóttir
stormaði með reikninginn upp í Val-
höll og hugðist afhenda hann Kjart-
ani Gunnarssyni framkvæmda-
stjóra. Kkki tók hann þó á móti
henni heldur Guðmundur Magn-
ússon, sem neitaði að taka við
reikningnum. Á sama tíma voru
tökumenn frá Stöð 2 í Valhöll að
taka myndir og festu allt saman á
filmu. Kkki hefur þó fréttastófan séð
ástæðu til að sýna atburðinn í frétta-
tíma stöövarinnar um kvöldið . . .
NÝTT — GJÖRIÐ VERÐSAMANB URÐ!
ALLT FYRIR BARNIÐ OG MÖMMUNA
PÚÐUR, SHAMPOO, LOTION, OLÍA, BLAUTKLÚTAR, EYRNAPINNAR,
BARNASÁPA og fjórar fullkomnustu geröir af BUXNABLEYJUM..
ÓTRÚLEGA LÁGT VERÐ í
Heildsölubirgðir: Upplýsingar í síma 678444
Dreiflngaraðilar: GRIPIÐ OG GREITT Rvk; KARL OG
BIRGIR Rvk; VALGARÐUR STEFÁNSSON Akureyri og
VÖRUR OG DREIFING Hveragerði.
Nýja línan frá
Ónæmisprófuð hágæðavara
Nýjung! BUKI í bitaformi en traustur sem fyrr
MUNDU EFTIR OSTINUM