Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 25
Fimmtudagur 17. maí 1990
25
sjúkdómar og fólk
Schizophrenicm og píslarsaga
sr. Jóns Magnússonar
Ég Ias um daginn í gamalli bók,
Píslarsögu sr. Jóns Magnússon-
ar á Eyri við Skutulsfjörð. Þessi bók
var skrifuð á miðöldum, þegar
galdrar og fjölkynngi voru talin or-
sök margs konar riðusjúkdóma og
vesaldar sem herjuðu á stöku ein-
staklinga. Rit sr. Jóns er merkileg
heimild um hugsunarhátt og trúarlíf
manna á þessum tímum. í Píslar-
sögunni lýsir hann eigin sjúkdóm-
um á myndrænan hátt, enda hefur
hann verið snjall rithöfundur. Dæmi
um slikar lýsingar eru: „Ákafi og
ólmleiki þeirra djöfullegu písla sem
mig kvöldu fór svo í vöxt að ég lá
heilum dögum undir djöflanna
fargi. Stundum fannst mér ég vera
lagður uppí þá síðuna sem ég lá á,
svo sem með flein sem mér fannst
ganga í gegnum lífið á milli rifjanna.
Stundum lá ég í nístingskulda;
stundum var kuldinn á hálfum parti
líkamans, sem frárúminu horfði, en
eldhitinn á hinum partinum. Stund-
um var holdið utan um beinin, svo
að finna sem krúandi maðkaveita
svo sem vellandi og spriklandi væri
með hræðilegum ofbjóði. Þrálega
varð mér svefntíminn vökunni tíu
hlutum kvalráðari og ofbjóðslegri."
Sr. Jón álítur, að öll þessi vanlíðan sé
runnin undan rifjum þeirra Kirkju-
bólsfeðga, sem báðir hétu Jón, og
túlkar allt mögulegt í fari þeirra og
hátterni sem galdra og ofsóknir.
Þegar feðgarnir fara framhjá á
ferðalagi er það til þess eins að
herða á „slögum" sem hann finnur
fyrir. Píslarsagan er full af tálsýnum
og höfundurinn lýsir draumkenndu
ástandi sínu á myndríkan hátt. Veik-
indi sr. Jóns valda miklu fári um
sveitina alla og verða margir til að
finna fyrir svipuðum einkennum og
hann. Sagan er full af endurtekning-
um og margar málsgreinar í píslar-
sögunni eru óhemjulangar og ná
yfir heilar blaðsíður og margar
millisetningar margflæktar hver inn
í aðra, svo erfitt erað komast að efn-
inu.
Gedrœnir kvillar sr. Jóns
Ég lá andvaka fram á nótt og
hugsaði til sr. Jóns og þeirra Kirkju-
bólsfeðga og velti því fyrir mér
hvaða geðrænum kvillum hann
hefði verið haldinn. Margt í mynd-
inni líkist einkennum sjúkdóms,
sem kallast á erlendum málum
schizophrenia (komið úr grísku en
í því máli þýðir schizein = klof-
inn, phren = sál), eða geðklofi á
íslensku. Þetta heiti er óheppilegt
þar sem sjúkdómurinn einkennist
ekki af klofningi á sálinni, heldur
stöðnun á félagslegum þroska og
breytingum á hugsanaferli og upp-
lifunum. Þegar orðið geðklofi er
nefnt dettur mörgum í hug sagan
um dr. Jekyll og mr. Hyde og halda
að allir sjúklingar með þennan sjúk-
dóm taki slíkum stakkaskiptum
með reglulegu millibili og séu í raun
tveir menn eða tvíklofin sál. Annars
vegar sómalæknirinn dr. Hyde en
hins vegar dusilmennið Jekyll. Svo
er þó alls ekki. Schizophrenia er
geðsjúkdómur semoft leggst á ungt
fólk og veldur miklum breytingum á
geðhöfn og þroska einstaklingsins.
Einkenni sjúkdómsins eru margvís-
leg, en sjúklingurinn missir oft eðli-
leg tengsl við raunveruleikann og
fær svokallaðar ofskynjanir. Þær
felast oft í margvíslegum röddum,
sem sjúklingurinn heyrir. Sumir
heyra eina rödd, sem ræðir við þá
og skipar þeim fyrir, aðrir heyra
fleiri raddir sem tala saman um þá
sjálfa eða eitthvaðannað. Raddirnar
geta stundum verið ógnandi og
skipað sjúklingnum fyrir og vakið
með honum ugg og hræðslu. Annað
algengt einkenni þessa sjúkdóms er
hugsanabrengl eða truflun á hugs-
uninni. Sjúklingnum finnst eins og
aðrir geti hugsað í gegnum hann
eða lesið hugsanir hans. Sumum
finnst sem hugsuninni sé bergmálað
út i umhverfið og allir geti þannig
fylgst með því sem gerist í hugskoti
þeirra. Stundum er eins og hugsun-
in stöðvist eða klippist í sundur og
tengslin milli hugsunar og talfæra
rofni. Þá segir sjúklingurinn eitt-
hvað annað en hann er að hugsa og
stundum koma frá honum orð sem
enginn skilur og líkjast nýju tungu-
máli. Margir þessara sjúklinga fá
svokallaðar ranghugmyndir en
þær felast í því, aðsjúklingurinn fær
tilfinningu fyrir umhverfi sínu sem
er í engu samræmi við raunveru-
leikann. Algengastar eru alls konar
ofsóknarhugmyndir. Sjúklingnum
finnst eins og einhver sitji á launráð-
um við hann og vilji honum allt illt.
Þessar hugmyndir geta oft fengið á
sig einkennilegan biæ, sumum
finnst eins og öll íbúðin sé hlaðin
hlustunartækjum eða hljóðnemum
og einhver utanaðkomandi aðili sé
að njósna um þá. Aðrir segja, að út-
varpið og sjónvarpið fylgist með
þeim og ræði um þá í hverjum
fréttatíma. Þessar ofsóknarhug-
myndir eru oft barn síns tíma og
mótast af þeim tækniviðhorfum,
sem ríkjandi eru. Þegar ég var að
hefja störf á geðdeildum árið 1968
töldu margir schizophren sjúklingar
sig ofsótta eins og nú og töldu, að
fylgst væri með þeim úr gervihnött-
um og reynt að granda þeim með
geislum. Á þessumárum voru tungl-
ferðir að hefjast ogfregnir um gervi-
hnetti og eldflaugar á allra vörum.
Nú er algengast, að þessir sjúklingar
tali um tölvur og áhrif þeirra og segi
að fylgst sé með sér gegnum tölvu-
kerfi.
Félagsleg hrörnun
Annað megineinkenni schizo-
preniunnar er mikil breyting sem
verður á félagslegri hegðun. Sjúkl-
ingarnir verða oft einangraðir,
missa tengslin við umhverfi sitt,
hætta í þeirri vinnu sem þeir áður
höfðu, missa vini og kunningja og
týna áhuganum á gömlu áhugamál-
unum sínum. Unglingurinn sem
áður hafði áhugaá félagsmálum og
íþróttum hættir að sinna þessum
hugðarefnum. Oft sést mikil félags-
leg hrörnun eða Imignun hjá þess-
um einstaklingum, sem umhverfi
þeirra veitir eftirtekt. Margir verða
hirðulitlir um eigið útlit, hætta að
þvo sér og snyrta ekki lengur hár
eða skegg. Helstu einkenni þessara
veikinda eru því ofskynjanir,
ranghugmyndir og félagsleg
hnignun. Enginn veit með neinni
vissu, hverjar eruorsakir þessa sjúk-
dóms. Schizophrenian virðist aö
einhverju leyti vera ættgeng en
menn vita ekki ennþá með neinni
vissu, hvað erfist eða hvernig. Al-
gengast er að sjúkdómurinn geri
vart við sig hjá ungu fólki.
Veikindi sr. Jóns
Mjög margt í Píslarsögu sr. Jóns
bendir til schizophreniu-einkenna;
hann hefur greinilega haft miklar
ofskynjanir, sem hrjá hann öllum
stundum og hann lýsir á myndræn-
an hátt. Þessar skynvillur eru margs
konar, hann heyrir raddir og sér
djöfla ganga Ijósum logum. Auk
þess virðist hann eiga bágt með að
hugsa skýrt eins og uppsetning písl-
arsögunnar á mörgum stöðum ber
glöggt vitni. Ranghugmyndir lians
beinast að þeim Kirkjubólsfeðgum
sem hann telur rammgöldrótta og
eigi sök á öllum veikindunum og
heiftrækni hans gagnvart þeim ber
vott um gífurlega þráhyggju sem er
algeng í schizophreniunni. Hann
hafði áður fengið taugabilunarköst
og orðið nærri geggjaður á ferða-
lagi stutta stund, svo honum lá við
sjálfsmorði, svo sjúkdómurinn hef-
ur þróast á ákveðnum tíma. Sr. Jóni
tókst eftir mikla baráttu að fá þá
feðga brennda á báli, en þrátt fyrir
það héldu hremmingarnar áfram,
og þá kenndi hanndóttur Jóns eldri,
Þuríði, um galdra og reyndi allt
hvað hann gat að fá hana brennda
líka. Þuríður slappog kæröi þá prest
fyrir rangar sakargiftir. Eftir það fer
engum sögum af veikindum sr. Jóns
en hann lest fjömtíu árum síðar í
hárri elli.
Hvaö var aö Jóni?
Var sr. Jón schizophren? Hann
hefur ákveðin einkenni sem benda
til þess, en ýmislegt skortir svo hægt
sé að setja þá greiningu með vissu.
Ekki verður vart þeirrar félagslegu
hnignunar, sem alltaf er fyrir hendi
í sjúkdómnum, hjá sr. Jóni. Sjúk-
dómseinkennin virðast auk þess
hverfa eða liggja niðri um áratuga-
skeið og það er næsta óvenjulegt.
Flestum nútímalæknum hefði þó
dottið schizophrenian í hug hefðu
þeir fylgst með hamagangi Jóns,
skrifum hans, galdratrú, ofskynjun-
um og ranghugrnyndum. Á okkar
tímum hefði sr. Jón fengið lyfja-
meðferð til að slá á þessar hug-
myndir og skynvillur. Ymiss konar
lyf eru notuð með ágætum árangri
en algengast er Trilafón (perf-
enasín), sem hefur reynst sérlega
vel við þessum einkennum, en
trilafón er virkt geðlyf sem mikið
er notað. Síðan hefði verið reynt að
endurhæfa hann eftir bestu getu og
koma honum á nýjan leik út í lífið.
Þeir Kirkjubólsfeðgar hefðu fengið
að halda lífi og engum dottið í hug
að taka ásakanir Jóns svo alvarlega
sem gert var þá. En þá var galdraöld
og lítið mál að btenna menn á báli
vegna ofskynjana ritfærs klerks en
nú er tölvutöld og illmögulegt að út-
rýma öllum tölvum landsins þó ein-
hverjum finnist þær stefna andlegu
öryggi sínu í hættu.
„ÓTTAR
GUÐMUNDSSON iT
lófalestur
draumar
í þessari viku:
Kátur karl
(karlmaöur, fæddur 7.2. '76)
Þessi piltur á eftir að verða mikill
framkvæmdamaður, þegar hann
eldist. Best ætti viö hann að vera
í verklegum framkvæmdum eða
vinna á tæknilegum sviðum, þar
sem skipulagshæfileikar hans
koma að notum. Hann er metnað-
argjarn og gerist snemma sjálf-
stæður og óháður.
Upp úr 20 til 22 ára aldri verða
breytingar í lífi hans, en hann mun
snemma vita hvað hann ætlar sér.
Þegar líða tekur á ævi hans fær
hann svo áhuga á pólitík eða
verkalýðsmálum. Næstu fimmtán
ár verða viðburðarík og ef hann
heldur rétt á spöðunum gengur
honum afar vel í skóla á árunum
1990 til 1995 og nær þá að byggja
trausta undirstöðu fyrir lífið fram-
undan.
Þetta verður tilfinningaríkur og
ástríðufullur maður, en samt raun-
sær. Það væri hagstæðast fyrir
hann að bindast ekki á unga aldri.
Helst ekki fyrr en um eða upp úr
þrítugu, þó það þyki seint í dag.
Hann þyrfti að fara vel með húðina
og er ef til vill óvenjunæmur fyrir
umferðarpestum, en hann þarf
ekki að vera hræddur um að leggj-
ast í nein alvarleg veikindi.
Sérkennilegir draumar
Oft er það svo að hefðbundnar
ráðningar drauma eru taldar örugg-
ar. Svo sem að skartgripir séu tákn
barns eða giftingar, dýr séu manna-
fylgjur o.s.frv. Oftast er þefta líka
rétt, en þó eru undantekningar sem
ráðast af ýmsum öðrum aðstæðum.
Kunningjakonu mína dreymdi
einn slíkan sérkennilegan draum.
Henni þótti amma sín, sem þá var
látin, koma til sín og vilja gefa sér
skartgripina sem hún hafði átt.
Gripirnir voru mjög vandaðir, úr
gulli. Kunningjakona mín minntist
sérstaklega eyrnalokka sem attu að
fylgja. Hún þóttistsamt færast und-
an að taka við þessu og segja á þá
leið að einhver önnur barnabörn
gömlu konunnar ættu frekar að
taka við þessari dýru gjöf. Nei, þú
átt að fá þetta, svaraði amma henn-
ar mjög ákveðin og rétti henni fullar
hendur sínar af skartgripum. I hrúg-
unni var stór gullkross og hékk keðj-
an niður úr höndum gefandans.
Nú þóttist kunningjakona mín
þess fullviss að henni bæri eitthvert
happ að höndum. En það var nú
eitthvað annað. Óhöppin og erfið-
leikarnir sóttu að henni. Kvaðst hún
ekki í annan tíma hafa verið verr
stödd. Mörgum árum seinna sagði
hún miðli frá þessum draumi. Miðill-
inn taldi að amma hennar hefði vit-
að um erfiðleikana sem hún átti í
vændum og viljað gefa henni styrk.
Gullið, hinn ósvikni málmur, var
tákn hjálpar og krossinn merki trú-
ar og guölegrar handleiðslu.
Krossar geta haft nokkuð fjöl-
breytta merkingu. Oftast tengir
maður þá við dauðsföll og feigð, en
reynslan sýnir þó að þetta er ekkert
ófrávíkjanlegt. Kross getur þýtt
styrk og trúarvissu. Svo er einnig
með fleiri tákn úr trúarbrögðum,
svo sem regnbogann. Oft táknar
hann styrk í eríiðleikum. Við getum
ekki sloppið við erfiðleikana, en
okkur er jafnframt lofað hjálp við að
leysa úr þeim. Að dreyma eða sjá
regnboga inni í húsi hefur þvílíka
merkingu. Margir telja regnboga
gæfutákn en ég held að sú gæfa sé
að mestu sú lífsreynsla sem miklir
örðugleikar gefa. Einnig getur regn-
boginn þýtt að bjartara sé framund-
an. Hann er afar fallegt draumtákn.
Sá sem dreymir regnboga á eftir að
komast drjúgan spöl á þroskabraut-
inni á þessu æviskeiði.
Hamar er fornt trúartákn (Þórs-
hamarinn). Og enn táknar hamar í
draumi ráðandi afl, þó fæstir geri
sér grein fyrir hvaðan merkingin er
komin. Að dreyma að einhver gefi
manni hamar bendir til að maður
verði þeirri manneskju undirgefinn
eða vinni fyrir hana. Gefi maður
sjálfur hamarinn snýst þetta við,
dreymandinn verður þá í valdaað-
stöðunni. Margir hamrar geta þýtt
vikur, mánuði eða ár sem þetta
ástand varir.