Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 24

Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 24
24 i framhjáhlqupi Sigrún Valbergsdóttir leikstjóri „Þoli ekki nékvæmar lýsingar é uppskurðum!" — Hvaöa persona hefur haft mest áhrif á þig? „Maður er auðvitað eins og gangandi samansafn af áhrifum ýmissa samferðarmanna, en án efa er það þó móðir mín sem á þar stærstan hlut." Án hvers gætiröu síst veriö? „Ofgnóttar verkefna og stöð- ugs kapphlaups við tímann í kjölfarið á því." Hvað finnst þér leiöinlegast? „Að hafa mig í það að úndir- búa skattframtalið." En skemmtilegast? „Að ráfa daglangt um hraun og dali og anda að mér kyrrö- inni." Hvað fer mest í taugarnar á þér? „Nákvæmar lýsingar á upp- skurðum." Manstu eftir ákvöröun sem skipti þig miklu máli? „Ég man eftir nokkrum. Til dæmis þegar ég á sínum tíma ákvað að fylgjast með væntan- legum barnsfööur mínum til margra ára dvalar í Þýskalandi." Hvenær varöstu hræddust? „Haustkvöld fyrir þrjátíu árum þegar allar kýrnar á Sökku í Svarfaðardal tóku á sprett á eftir mér niður bæjarhólinn og ég flaug á afturendann í kúamykju." Hvaða eiginleiki finnst þér mikilvægastur i fari annarra? „Að geta verið gagnrýninn á uppbyggilegan hátt." Geturöu nefnt einn kost þinn og einn galla? „Hvað ég er óskaplega já- kvæð. Þaö er bæði kostur og galli." Hver er eftirlætisbíitegundin þín? „Mér er sama um allar teg- undir. Ég vil bara eiga rauðan bíl." Hver er eftirlætismaturinn þinn? „Ný ýsa í eigin soði á pönnu' með tómötum og osti yfir." Hver er tilgangurinn meö líf- inu? „Að leita aö tilganginum með lifinu. Viö erum alltaf að leita, er það ekki?" Hvaö vildirðu helst gera ef þú þyrftir aö skipta um starf? „Reka hótel á afskekktum stað." |fmjrM||f cdMllcil Vinn Bréf til kynlífsdálksins má skrifa undir dulnefni. lynmaiiMIBMIE ■■■■■ utanáskriftin er: PRESSAN — kynlífsdálkurinn, Ár múla 36, 108 Reykjavík. Raunsætt kynlíf Sum fyrirtæki á Islandi haga við- skiptaáformum sínum líkt oi> við værum milljónaþjcjð. Það erum við ekki. Enda sjá margir hag sinn í því nú í seinni tíð að splæsa saman ýmis fyrirtæki, núna síðast nokkur þekkt fjölmiðlafyrirtæki. Þessi frétt fékk mig til aö hugsa um allt það sem við gleypum hrátt hjá fjölmiðlunum. Rynferðismálin fá þar sinn skammt og þá oftast nær þegar eitthvaö bját- ar á eins og þegar um nauðgun eöa kynferðisofbeldi er að ræða. Ef það er ekki eitthvað neikvætt birtist það sem hluti af fantasíuveröldinni. Kynlíf vekur upp sterk viðbrögð hjá fólki. Aðilum sem framleiða kvikmyndir, myndbönd, tímarit og tónlist er mest í mun að græða pen- inga. Neytendur fá að sjá fólk njóta sín í ástaleikjum án nokkurra afleið- inga. En er það eingöngu þetta sem fólk vill sjá? Þætti engum fútt í því að sjá par í þá mund að fara að hafa samfarir og þá segir hann allt í einu: „Veistu, mig langar ekki til að sofa hjá núna. Eg vel miklu frekar bara kúra og kela.“ Andlitið dettur af henni um stund en svo lyftist á henni brúnin og hún segir:,,Það er eins gott, því ég er ekki byrjuð á pilluskammtinum mínum og ætlaði að taka sénsinn með þér.“ Mér fynd- ist svona sena alveg æðisleg! En það er víst ekki mikil von til að framleið- endur kvikmynda úti í hinum stóra heimi framleiði myndir með álíka raunæjum senum og sendi íslensk- um sjónvarpsstöðvum. Osýnilegar getnadarvarnir En kannski er þetta að breytast. Að minnsta kosti segir söguhetjan Shirley Valentine í samnefndri mynd að alltof mikið sé gert úr kyn- lífi. Síðar í myndinni lendir hún í ást- arævintýri með Grikkja á hellenskri grund og þá er gert stólpagrín aö sexinu. Við sjáum öldufall í takt viö tónlist með mikilli hrynjandi og ást- arfleyið þeirra vaggar líkt og um vægan jarðskjálfta væri að ræða. En aö sjálfsögðu sést hvorki tangur né tetur af einhverju getnaðarvarna- dóti. Ekki getur Shirley verið komin yfir tíöahvörfin því hún er rétt rúm- lega fertug. En kannski teygði hún sig bara í svamp af grískum sjávar- botni og notaði hindrunaraðferð- ina! Ég skal halda í hönd þína ... Eina kynhegðunin í samlífi sem hefur aldrei kynsjúkdóma eða ótímabæra þungun í för með sér er sjálfsfróun. Það er afar sjaldgæft að heyra eða sjá nokkuð um þýðingu kynferðislegs samneytis við sjálfan sig. Við fáum enn þær hugmyndir i gegnum fjölmiðla að sjálfsfróun sé varadekk ef við emm ekki á föstu og að það séu bara unglingar sem stundi slikt. Fáir impra á því að þetta sé einnig afar þægileg leið til að svala kynhvötinni og kynnast vel eigin líkama og kynsvörun hans. Sjálfsfróun er líkaágætisleið til að fá útrás fyrir kynferðislegar þarfir ef áhugi beggja er ekki jafnmikill. Væri það ekki frábært ef þú heyrðir eftirfarandi í útvarpsleikriti vikunn- ar: Hann: „Þú getur ekki gert mér þetta — ég er orðinn svo graður á þessu keleríi." Hún: „Mig langar bara að kela, ef þú ert svona aðfram- kominn skal ég halda í hönd þína meðan þú fróar þér með hinni!" Sjúkur í ást Óafvitandi er búið að heilaþvo þjóðina með hugmyndum um náin sambönd og ástina. Einn aðalskaö- valdurinn eru blessaðir dægurlaga- textarnir. Það hefur alltaf verið svo- lítill uppreisnarseggur í mér og þaö birtist meðal annars í tónlistinni sem ég vel til að hlusta á þegar ég keyri á bílnum mínum um götur bæjarins. Þá hlusta ég gjarnan á vissa tegund tónlistar sem oftast er nefnd í sömu andránni og leður- jakkar og sítt hár. Það eina sem ég er ósátt við er einmitt textarnir. Sem endranær snúast þeir aðallega um þrá eftir ástinni sem sagði honum upp og næstu nóttsem á að vera svo unaðslega ljúf. „Ég elska þig enn . . .“ syngur sá hryggbrotni og getur greinilega ekki haldið áfram aö njóta lífins án hennar. Textarnir eru svo þreytandi að ég neyðist lík- lega til að útvega mér rokktónlist án texta. Nema ég frétti af hljómsveit sem syngur eitthvað af viti. Reyndar finnst mér umfjöllunarefnið í lagi Roberts Palmer „Addicted to Love" tímabært og af hinu góða. En af því það er búið að gera okkur gegnsósa af kjaftæði og þvælu um ástina og náin kynni þarf grettistak eigum við að geta breytt viðhorfum okkar. En hefst löng ferð ekki á einu skrefi? JÓNA INGIBJORG JÓNSDÓTTIR KYNFRÆÐINGUR :>-yi ■ - n i i ji'i.i'ii j t'•’ Fimmtudagur 17. maí 1990 spáin 17. — 22. maí (21. murs—JO upril) Loksins kemstu aö öllum sannleikanum um ákveöiö mál og færö vissa ósk uppfyllta. Vitneskjan verður þér til góös og sjálfs- traustið eykst. Þaö veröa síðan jákvæö þáttaskil í byrjun næstu viku, en þú þarft aö sýna ákveðni og hörku. (21. upril—20. mui) Smávægileg töf þarf ekki endilega aö boöa ósigur, enda mun húnekki vara lengi. Þar aö auki kemst ástarsambandið bráölega í fyrra horf. Fyrri dugnaður þinn skilar sér um þess- ar mundir. Láttu velgengnina þó ekki stíga þér til höfuös. (21. mui—21. júni) Fjarlægur draumur veröur aö veruleika og hver veit hvaö gerist í kjölfar þess, því nú er ákveðinn hringur aölokast. Hikaöu ekki viö aö tjá þig af hreinskilni og berjast fyrir skoö- unum þínum. Bjartsýni þín virkar eins og segull a aöra. (22. júni—22. júlí) Eitthvaö veröur til þess aö þú hugsar til baka, en samt ertu aö taka skref í nýja átt. Láttu aöra bara ekki hafa of mikil áhrif á þig. Breytingarnar hafa einnig í för meö sér stress og ábyrgö, svo nú er um aö gera aö standa sig. Þú ferö létt meö þaö. (23. júlí—22. úgúst) Vertu varkár og lestu þaö, sem stendur á milli línanna, svo ekki veröi leikið á þig. Treystu hlutum, sem þú „finnur á þér”, því þaö mun borga sig. Reyndu aö vera fram- sýnn og gerast ekki sekur um fordóma. Þú þarft aö vinna mikið, en þaö gengur vel. (23. úgúst—23. sept.) Þaö er töluvert um aö vera í einkalífinu, en þér tekst aö láta þaö allt ganga upp. Þú hefur í mörg horn aö líta og þarft aö geta einbeitt þér, svo þaö er eins gott aö þú ert í nokkuð góöu jafnvægi. Reyndu aö varast persónu, sem drekkur i óhófi. (23. sept.—24. okt.) Líttu í kringum þig og kannaðu allar hliöar á málum, sem upp kunna aö koma. Þú munt læra heilmikið af því. Þá séröu líka aö þaö sakar ekkert aö rífa niður, ef byggt verður af meira viti í staöinn. Á laugardag þarftu ef til vill aö ræöa viökvæmt mál. C'ÉÉf (24. okt—22. nóv.) Sýndu fyllsta öryggi áöllum vígstöövum og kynntu þér mál vandlega frekar en aö gera fljótfærnisvillu. Þaö er einhver rómantík í loftinu og persóna, sem virtist fremur kulda- leg, sýnir á sér nýja Niö. Þú mátt til meö aö vera afar þolinmóður. (23. nóv.—21. des .) Nú færöu svar við ýmsum spurningum og vissu fyrir þvi aö persóna af gagnstæöa kyn- inu er hrifin aí þer. Þúert líka vel upplagöur og hlutirnir ganga þér í haginn þessa dag- ana. Þaö ríkir engin hálfvelgja í lífi þínu, en þú verður aö einbeita þér. (22. des.—20. jun.) Þú áttir í einhverjum peningavandræöum, en þaö versta er yfirstaðið, þó þú þurfir vissulega aö gefa þeimmálum gaum áfram. Nú ættiröu aö framkvæma úrbætur á heim- ilinu og fá ákveðinn fjölskyldumeölim til liðs viö þig. Þaö veröur báðum til góös. (21. junúur—19. febrúur) Notaðu persónutöfrana, sem þú fékkst í vöggugjöf. Þú mátt ekki láta aöra taka af þér ráöin, því þú veist sjálfur best hvaö hentar. Þaö sakar ekkert aö láta hugann reika og reisa nokkrar skýjaborgir til aö hressa upp á hversdagsleikann. (20. febrúur—20. murs) Þú ættir aö gera eitthvað til aö bæta eigið út- lit, því það skilar sér íauknu sjálfstrausti. Og hví ekki aö vera svolítiðfrunr)legur?! Einhver misskilningur eöa rugingur liggur i loftinu, svo nauðsynlegt er aöfá sem flest á hreint.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.