Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 8

Pressan - 17.05.1990, Blaðsíða 8
8 Fimmtudagur 17. maí 1990 VIKUBLAÐ Á FIMMTUDÖGUM Útgefandi: Kramkvæmdastjóri: Ritstjórar: Blaóamenn: Ljósmyndari: Útlit: Krófarkalestur: Auglýsingastjóri: Blaó hf. Hákon Hákonarson Jónína Leósdóttir Omar Krióriksson Anna Kristine Magnúsdóttir Bjórg Eva Krlendsdóttir Kriórik Bór Ciuómundsson Kinar Olason Anna Th. Kögnvaldsdóttir Sigríóur H. (iunnarsdóttir Hinrik (iunnar Hilmarsson Ritstjórn og skrifstofur: Ármúla 36, simi: 68 18 66. Auglýsingasími: 68 18 66. Áskrift og dreifing: Ármúla 36, simi 68 18 66. Setning og umbrot: Leturval sf. Prentun: Blaöaprent hf. Áskriftargjald 500 kr. á mánuði. Áskriftargjald: Pressan og Alþýðublaðid: 1000 kr. á mánuði. Verð i lausasolu: 150 kr. eintakið. BREYTTIR TÍMAR Ömmur og afar eru ekki lengur söm og áður. Þaö er ekki sjálfgefiö, eins og fyrr á árum, aö þau séu þessi klassísku gráhærðu gamalmenni, sem sitja í ruggustól meö prjónana sína eða tottandi pípu. Þær gífurlegu breytingar, sem orðið hafa í þjóðfélag- inu á síöustu áratugum, hafa ekki síður liaft áhrif á líf afa og ömmu en pabba og mömmu. Eins og allir vita eru langflestar mömmur nú úti á vinnumarkaðinum, en það eru fleiri. Ömmur jafnt sem afar leggja sitt af mörkum í atvinnulífinu og þykja raunar síst verri vinnukraftur en yngra fólk. Áróöur fyrir betra mataræði og aukinni líkamsrækt hefur heldur ekkert farið framhjá eldra fólki, svo það er ekki lengur sjálfgefiö að líkamar þess séu hrumir og óþjálfaðir. Ömmur og afar skokka, hjóla og synda engu síöur en yngri kynslóðir. Þau hafa m.a.s. oft mun betri tíma til að slaka á og stunda líkamsrækt en barnafólk, sem vinna þarf myrkranna á milli til aö koma þaki yfir börnin og eiga í þau og á. En svo er líka til heilmikiö af ömmum og öfum, sem eru alls ekkert gömul, eins og fram kemur í PRESSUNNI í dag. Fólki, sem hlotið hefur ömmu — eða afatitilinn rétt upp úr þrítugu. Fólki, sem oft stendur sjálft enn í barn- eignum. ()g þá skekkist gamla ímyndin heldur betur og fjölskyldumunstrið verður skrautlegt. Þetta er nýi tíminn og það þýðir ekkert að horfa um öxl með eftirsjá eftir þeirri tíð, þegar amma sat á peysu- fötum við að prjóna hosur, baka lummur og segja sögur um lífið í „gamla daga“. Afi og amma eru stokkin upp úr ruggustólunum og út í hringiðu lífsins. hin pressan „Davíð skyldi þó aldrei vera Frammari inn við beinið?" — Kynning á greininni „Galdrakarl- inn í Kvos" í Alþýðublaðinu. „Yfirleitt höfum við samúð með því fólki sem tekið er fyrir smáhnupl og ber sig illa." — Omar Smári Ármannsson lög- reglumaður í DV. „Sem betur fer hafa flestir tekjur til að borga af lán- um, einstaklingar í formi launa en sveitarfélög i formi skatta og greiðslu eldri skulda/7 — Ellert Eiriksson, efsti maður á lista Sjálfstæðisflokksins i Keflavík, í mál- gagninu Reykjanesi. þankabrot Þankabrot skrifa: Bolli Héðinsson, efna- bagsrúöujafi forsœlisráöherra, Einar Karl Haraldsson, ritstjóri Nordisk Kontakt, Jón Ormur Halldórsson stjórnmálafrwöiniiur og Lára V. Júlíusdóttir, framkvœmdustjóri Alþýöusambands íslands. Vantaldir menn og vanmetinn flótti „Þórarinn giskaði ó, að við værum í það minnsta þrjór milljónir talsins, og byggði þó óætlun ó heimildum um tíðni þess að menn höfðu eygt landa sína ó fjarlægum stöðum. Mmar eigin athuganir benda til að þessi tala sé ekki fjarri lagi." Þórarinn Eldjárn er eini maðurinn sem skýrt hefur með sennilegum hætti nokk- uð sem undraði mig í mörg ár, en það var útbreiðsla íslend- inga í heiminum. Ég hafði tekið eftir því á ferðalögum um heiminn að hvorki fjar- lægð frá Islandi né undarleg- heit staða voru nokkur trygg- ing fyrir því að þar rækist maður ekki á landa sína. Þórarinn hafði tekið eftir þessu líka. Hann skýrði þetta þannig, að fyrir mörgum ár- um hefði orðið meinleg villa í gerð manntals og siðan Itefði þjóðin verið gróflega vantalin. Þórarinn giskaði á, að við værum í það minnsta þrjár milljónir talsins, og hyggöi þá áætlun á heimild- um um tíöni þess að menn höfðu eygt landa sína á fjar- lægum stöðum. Mínar eigin athuganir benda til að þessi tala sé ekki fjarri lagi. Áður en Þórarinn skýrði þetta allt fyrir mér leit ég á það sem röð af undarlegum og jafnvel kaldhæðnislegum tilviljunum að ég þyrfti alltaf að rekast á íslendinga, hvort sem ferðinni var heitiö um eyðimerkur Afríku eða á kaf i mannhaf Austurlanda. Þess vegna varö ég mjög hissa þegar maður ávarpaði mig með nafni á kaffihúsi í Addis Ababa og ekki síöur þegar svipað var upp á teningnum á götu í Casablanca, þar sem landinn var að selja liass, og í öngstræti í Aþenu, þar sem maöur vildi smálán, og í búð í Singapore, þar sem ég rakst á mann fæddan á sömu torfu og faöir minn. Það var líka sama hvert ég var að fara, ef menn höfðu veöur af því á ís- landi var alltaf bent á að ég ætti nú að hafa samband við þennari eöa htlin landann í Malasíu, Indónesíu, Indlandi. Kenýa eöa á Baliama. Ég var stundum hissa þegar ég kom hingað hvað margir voru þó heima. -o-o-o- Ástæðan fyrir því að ég er að nefna þetta núna er sú, að í síðustu tveim heimsóknum hingað heim hef ég hitt tals- vert marga menn sem hafa sagt mér að þeir séu aö gefast upp á þessu öllu saman heima á íslandi og ætli út í heim. Um leið veröur maður var viö miklar áhyggjur af því að fólk sé aö leita til útlanda í þeim mæli að landið beri skaða af. Kreppunni er kennt um en enginn af þeim sem ég hef hitt er þó að fara út af því að hann hafi misst vinnuna. Það er eiginlega frekar eins og menn séu að fara af því að þeir hafa of mikiö að gera. Þetta er öfugt viö þaö sem gerist annars staðar. Menn fara út af atvinnuleysi og þeir sem fara frá tiltölulega þróuð- um þjóðfélögum eins og Is- landi eru fyrst og fremst sæmilega menntað fólk sem finnur enga vinnu í sínu fagi. Þannig streyma háskóla- menntaðir menn til að mynda frá Irlandi til Bret- lands og Bandarikjanna. Hér eru væntanlegir útflytjendur hins vegar oft fólk í tveimur störfum. Við slíkar aöstæöur er eðlilegt að tala um land- flótta eða atgervisflótta og líta á þetta sem vandamál. Hér er líka jafnan rætt um aukinn útflutning fólks sem landflótta, þó menn fari flest- ir til skemmri tíma, og yfir- leitt er þetta rætt sem vanda- mál og það stundum vanda- mál aí hættulegu tagi. Það er raunar til nokkur hliöstæða við ísland, að þessu leyti, hinum megin á hnettinum, á Nýja-Sjálandi. Eg hitti mann þaðan rétt um daginn sem sagði mér aö hvar sem hann færi um heim- inn hitti hann Nýsjálendinga. Hann sagöist löngu vera hættur að kippa sér upp við að rekast á sitt fólk við vinnu og leik út og suöur um allan heiminn. Ég haföi raunar tek- iö eftir því sjálfur, að Nýsjá- lendingar eru fjölmennari en ílestir aörir þjóðflokkar hvítra manna í borgum Asíu og þeir eru áberandi í Lond- on, langt umfram þaö sem ætla mætti af stærö þjóðar- innar. Þessi Nýsjálendingur sagöi að flestir gætu fundiö sér sæmilega vinnu á Nýja-Sjálandi og flestir aí þessum útflytjendum sneru heim aftur, nema kannski þeir sem settust aö á næsta bæ viö, í Ástralíu. Hann sagði hins vegar að Nýja-Sjáland væri svo langt i burtu frá öllu ööru en þó í tengslum við heimsmenninguna, að fólk þar fyndi hjá sér sterka hvöt til aö búa nær miðstöövum menningarinnar bluta úr æv- inni. Hann sagði að þetta kæmi frekar illa út efnahags- lega fyrir þjóðfélagið en væri gersamlega ómetanlegt menningarlega. -o-o-o- Vafalaust á það sama viö hér hvað menninguna varðar en ekki er hins vegar víst að þessi tímabundni útflutning- ur sé óhagstæður efnahags- lega, því margir íslendingar erlendis hafa lagt fyrir sig viðskipti af því tagi sem geta hagnast fólki hér heima. Hvort sem það er svo krepp- an eða þá almennari tilfinn- ing en áður um einangrun þessa litla samfélags sem ýtir viö fólki aö hreyfa sig um tíma, þá sýnist þetta ekki endilega vond þróun sem þarf að ræða um eins og vandamál væri, eöa undir fyrirsögnum um landflótta. Þvert á móti gæti þetta verið þróun sem ætti eftir aö gera íslenskt samfélag betra, skemmtilegra og síður upp- tekið af sínum eigin litlu mál- um, sem á endanum skipta engu. JÓN ORMUR HALLDÓRSSON ,,Paö var Edvard Eriksen sem skóp Litlu hafmeyjuna. Hann hefur verid sagöur af íslensk- um œttum og hef ég jafnvel heyrt aö móöir hans hafi veriö íslensk. Gaman vœri aö fá aö vita meira um œttir hans.“ — „Victoria" i lesendadálki Morg- unblaðsins. „Gárungarnir í Grindavik voru ekki lengi að finna nafn á fram- boöslista íhaldsins í Grinda- vík. Hann er einfaldlega kall- aður SÍF-listinn. Enda ekki að undra því forystan tengist svo til öll forystu Sambands ís- lenskra fiskframleiðenda, annaðhvort beint eða þá að um makatengsl er aö ræöa." — Úr molum Víkurfrétta. „Viðhorfsbreytingar taka hins vegar langan tima og fólk hef- ur veriö hikandi viö að halda þessu á lofti." — Nanna K. Sigurðardóttir, formað- ur Kynfræðafélags íslands, i Timan- um, um kynfræðinámskeið. „Ég get ekki betur séð en í þessu tilviki séu tvö lönd jöfn að stigum í ööru sæti og síðan komum við íslendingar i þriðja sæti." — „Lóa" i lesendabréfi i DV um árangur íslands í Júróvisjón. „Má ég svo í allri hógværö endur- taka þaö aö ég tel A Iþýöubandalagiö eina flokkinn sem enn á þrátt fyrir allt innri styrk til þess aö takast á viö vandamál sem eru flókin og ekki einföld.“ , — Svavar Gestsson menntamála- ráðherra í Þjóðvijanum.

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.