Pressan - 24.05.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 24. maí 1990
5
BJARNI PÁLMARSSON LEIGUBÍLSTJÓRI SEGIR STÉTTARFÉLAGIÐ
BERJAST GEGN HAGSMUNUM LEIGUBÍLSTJÓRA OG FARÞEGA
„STIFAR REGLUR VALDA
ÖLVUN ARAKSTRI!"
V
Einkabílstjóri hertogans af Wellington, hertogans af Marl-
borough, Forte-feðganna (eigenda Trusthouse-Forte-hótelkeðj-
unnar), Karls Bretaprins, Kendalls, forstjóra PepsiCo, Jessicu
Lange leikkonu, ballettdansarans Barishnykov, Neils Armstrong
geimfara ogfleiri heimsþekktra manna, þegar þau koma hingað
til lands vegna laxveiða, er gagnrýninn á þá þjónustu sem leigu-
bílastöðvarnar veita erlendum gestum sem innlendum. Hann
rekurnú sjálfur glæsivagnaþjónustu — limousine-þjónustu — en
það fellur ekki í góðan jarðveg hjá stjórn stéttarfélagsins. Menn
eiga bara að bíða í sinni röð eftir næsta bíl.
VIÐTALOG MYNDIR: BJARNI SIGTRYGGSSON
Bjarni Pálmarsson er bú-
inn að vera leigubíistjóri í
Reykjavík áratugum saman.
Hann vill fara nýjar leiðir í
þjónustu við farþega, en fær
ekki að gera það. Það er stétt-
arfélag leigubílstjóra, Frami,
sem stendur í veginum fyrir
allri þróun, segir Bjarni. Og
það sem verra er, að hans
mati: „Þessi stífni leiðir af sér
að leigubílstjórar missa verk-
efni og ölvunarakstur dans-
húsgesta er afleiðing þessa."
Stjórnarmenn eld-
ast í hugsun
Bjarni segist vera búinn að
standa í margra ára baráttu
við „afturhaldsöflin" í stjórn
Frama. „Það er eins og leigu-
bílstjórar eldist í hugsun þeg-
ar þeir komast í stjórn stéttar-
félagsins. Þá má aldrei skoða
neiriar nýjungar í þjónustu.
Þeir sjá ekki það sem er að
gerast og það sem koma
skal."
Frami stendur svo í stríði
við sína eigin félagsmenn,
telur hann. Veikist leigubíl-
stjóri verður bíllinn að standa
kyrr, jafnvel þótt alltaf vanti
bíla fyrir utan einhverja veit-
ingastaði um helgar. Það má
ekki útvega ökumenn með
full meiraprófsréttindi, menn
með tungumálaþekkingu og
góða framkomu. „Frekar skal
vanta bíla. Og hverjar eru af-
leiðingarnar?" spyr hann.
„Þær að fólk sem er að fara út
á danshús og veitingastaði
lætur börnin eða venslafólk
skjótast með sig. Margir fara
á eigin bíl, en ætla svo að
taka sér leigubíl heim. Þegar
engan bíl er að hafa freistast
margir til að aka sjálfir. Það er
algeng skýring sem menn
gefa þegar lögreglan stoppar
þá ölvaða við akstur, að þeir
hafi gefist upp á leitinni að
leigubíl."
Hreyfli, svo við bræður flutt-
um okkur yfir á BSR."
4*^ir stofnuðu glæsivagna-
fyrirtækið „Limousine-
þjónustu Pálmarsson-
bræðra". Síðar keypti Bjarni
hlut bróður síns og er nú með
þega Flugleiða. En er þetta
lögbrot?
„Nei, ég rek bílaleigu og
hef sjálfur leyfi til aksturs
leigubifreiða. Eg hef á mínum
snærum menn með leyfi til
fólksflutninga, rétt eins og
Bílafloti út á leyfi
frá Steingrími
Bjarni hóf glæsivagnaakst-
urinn fyrir tæpum tveimur
áratugum. Þá voru þeir ísólf-
ur bróðir hans á Hreyfli, og
í samvinnu við Einar Geir
Þorsteinsson, þáverandi
framkvæmdastjóra Hreyfils,
unnu þeir að því að fá nýja
hópa útlendra ferðamanna til
viðskipta. Það voru prentaðir
litbæklingar og dreift út um
heim. „Einar Geir var of op-
inn, hugmyndaríkur og já-
kvæður fyrir ýmis gamal-
menni í stjórn Hreyfils, svo
þetta gekk ekki, þótt árang-
urinn hafi þegar verið orðinn
sá að iðule£,„ /oru allt að tutt-
ugu bílar í akstri með útlend-
inga um andið á sumrin. Þá
voru jafnvel þrír-fjórir saman
á ferð, og einn bílstjórinn, sá
með bestu málakunnáttuna,
veitti leiðsögn um talstöð. En
þetta mætti andstöðu á
Hluti af bílaflota „Pálmarsson Brothers".
tíu bíla flota, allt gert út á
gamalt leyfi sem Steingrím-
ur Hermannsson veitti
honum þegar hann var sam-
gönguráðherra. Frami vill
afturkalla þetta leyfi, en ráðu-
neytið hefur ekki gert það.
Kóngafólk fer ekki
í biðröð
„Pálmarsson Brothers" eru
með góðakstur til Keflavík-
ur fyrir flugfarþega. Það
kostar 2.000 krónur fyrir far-
þegann, hvort sem hann er
einn eða þeir eru fleiri. Og á
næstu dögum hefst svipaður
glæsivagnaakstur á vegum
Bjarna með SAGA-class-far-
Magnús Hjartarson, en
hann er eini leigubílstjórinn
sem hefur byggt upp svipuð
viðskipti. Erlent kóngafólk,
stórforstjórar og kvikmynda-
leikarar láta hafa samband
við okkur beint, en fara ekki
út og bíða í röð eftir næsta
lausa leigubíl. Þau vilja fyrsta
flokks bíl og kurteisan bíl-
stjóra, sem kann að tala er-
lend tungumál.
Leiðin til að bæta þjónust-
una fyrir innlenda farþega
jafnt sem erlenda er sú að
íeyfa öllum þeim sem réttindi
hafa til aksturs leigubíla að fá
að gera það. Það er út í hött
að banna mönnum að nýta
leigubíla sína. Þess í stað
neyðast þeir annaðhvort til
að brjóta vökulög með því að
aka tuttugu tíma á sólarhring
um helgar til að geta veitt
nauðsynlega þjónustu — og
valda þá slysahættu — eða
etja veitingahúsagestum út í
það að aka sjálfir undir áhrif-
um.“
„Þetta stenst ekki“
segir Frami
PRESSAN bar þessar full-
yrðingar Bjarna Pálmarsson-
ar undir Ingólf Ingólfsson,
formann Frama. Hann taldi
rök Bjarna ekki standast. í
fyrsta lagi væri með nýjum
reglum hliðrað til þannig að
leigubílstjórar gætu að
fengnu læknisvottorði fengið
leyfi til að fá afleysingabíl-
stjóra, þegar þeir veiktust.
Auk þess sem þeir fengju að
ráða fyrir sig mann, þegar
þeir væru í lögbundnu starfi.
Hvað varðaði akstur af
veitingastöðum, þá væri
þetta ekkert vandamál yfir
sumartímann, því þá væri að-
sókn mun minni en á vet-
urna.
Loks væri það álit þeirra að
glæsivagnar Bjarna Pálmars-
sonar væru ekki þvílíkir
glæsivagnar að þeir stæðu
undir því nafni. Þess vegna
stæði nú fyrir dyrum að
semja um það við ákveðna
ferðaskrifstofu í Reykjavík
að hún tæki að sér að miðla
flugvallarakstri, svokölluðum
pakkaferðum, til leigubíl-
stjóra, en stöðvarnar höfðu
hætt þeim ferðum.