Pressan - 24.05.1990, Page 22

Pressan - 24.05.1990, Page 22
22 Fimmtudagur 24. maí 1990 SIGRÍÐUR KRISTINSDÓTTIR, FORMAÐUR STARFSMANNAFÉLAGS RÍI „Ég svara því alltaf til að ég sé frá Eski- firði, en ég er reyndar innfæddur Reyk- víkingur. Fjölskyldan hefur hins vegar ávallt talið sig Eskfirðinga og þar er að sjálfsögðu allt best!“ Fullyrðingunni fylg- ir dillandi hlátur, enda er viðmælandinn, Sigríður Kristinsdóttir, nýkjörinn formað- ur Starfsmannafélags ríkisstofnana, létt í lund. Pó hefur líf hennar ekki verið neinn dans á rósum. Hún missti t.d. ung föður sinn og ólst upp við fátækt — og fyrri eig- inmaður hennar dó þremur mánuðum eft- ir að þau eignuðust sitt fyrsta barn. EFTIR JÖNÍNU LEÓSDÓTTUR MYND EINAR ÓIASON Flest fólk er forvitið um annaö fólk — sérstaklega í tiltölulega fámennu samfélagi þar sem tveir menn hittast varla, án þess aó geta rakiö saman ættir eöa uppgötvaö sameiginlega vini. Pegar ný andlit sjást í fjölmiölum kviknar forvitnin því strax. Menn velta fyrir sér hvaöan fjölmiölakunningjarnir séu ættaö- ir og hvernig lífið hafi leikiö þá. Nýverið var háö heilmikil kosningabarátta um formennsku i Starfsmannafélagi ríkisstofnana, þar sem Sigríður Kristinsdóttir sjúkraliði fór með sigur af hólmi. Rætt hefur veriö við Sigríöi í fjölmiðlum um verkalýðsmál og launakjör og í sjónvarpsfréttum sást hún halda ræðu á Lækjartorgi þann I. maí síðastliöinn. En hver er hún, þessi kona sem nú hefur tekiö viö forystu í hinu fjölmenna félagi ríkisstarfsmanna? Blaöamaöur l’RESSUNNAR hitti Sigríði aö máli fyrir skemmstu og fékk hana til að segja lítið eitt frá sjálfri sér. Rakst ekkert vel í skólakerfinu Við komum okkur fyrir í þröngri skrifstofu í BSRB-húsinu, sem tilheyrir félagi starfsmanna á ríkisstofnunum. Herbergiö var yfirfullt af eldhús- og klósettpappír, uppþvottalegi og öðr- um hreinlætisvörum, sem Sigríður og félagar hennar í stjórn- inni ætluöu aö fara með í sumarhús daginn eftir, Vorhreingern- ingin stóö sem sagt fyrir dyrum. Við ákváðum hins vegar aö setja vinnuna örlítið til hliöar og taka persónulegri pól í hæð- ina, svo ég baö Sigríði aö útlista nánar fyrir mér ættir og upp- runa. ,,Ja, ég hef nú lítið gert af því aö rekja ættir mínar, en sam- kvæmt því litla sem ég veit viröast þær eiga djúpar rætur á Austfjörðum. Eg átti m.a. formóöur á Eskifirði, sem ég held aö hafi haldiö viö danskan kaupmann. Mér skilst aö hann hafi veriö giftur í Danmörku. svo verslunarþjónarnir feöruöu börnin. . ." Aftur skellti hún upp úr — og þaö ekki í síöasta sinn. Sigríöur bjó fyrstu sex ár ævinnar á Bárugötunni. Pabbi hennar var sjómaöur og í þá daga bjuggu menn úr þeirri stétt gjarnan í gamla Vesturbænum. Hún átti síðan heima í Hlíð- unum í rúmt ár, en þegar hún var átta ára flutti fjölskyIdan í Kleppsholtið og þar má því segja aö Sigríöur hafi alist upp. En hvernig krakki ætli hún hafi veriö? ,,Paö fer auövitaö alveg eftir því hver segir frá," svaraöi hún og brosti út í annað. ,,En í skóla þótti ég víst baldin og frökk. Ég var afskaplega forvitín, enda er mér ein setning minnis- stæöari en aörar frá uppvaxtarárunum — þ.e.a.s. „oft má satt Sigríður Kristinsdóttir: „Sú sannfæring er mér nánast í blóð borin, að maður eigi að berjast fyrir rétti sínum, þó það kunni að valda einhverjum óþægindum." kyrrt liggja". Ég haföi mikla þörf fyrir aö fylgjast meö öllu, sem gerðist i kringum mig. En ég rakst ekkert vel í kerfinu. . .“ Hvorki baðherbergi né þvottahús í íbúðinni Æskuárin voru ekki áhyggjulaus í lífi Sigríöar Kristinsdóttur og hafa eflaust haft mótandi áhrif á persónuleika hennar. ,,Ég átti bæði góöa og erfiöa tíma í æsku. Faöir minn dó þeg- ar ég var sjö ára og þaö var mikiö áfall. Hagir fjölskyldunnar breyttust líka gífurlega viö lát hans. Pabbi hafði haft tiltölulega góöar tekjur á þeirra tíma mæli- kvaröa, en þaö var ekki um neinar tryggingar eöa lífeyrissjóös- greiöslur aö ræöa eftir aö hann dó. Fjárhagurinn varö því allt annar og það sama gilti um félagslega stööu okkar. Viö fluttum t.d. í mun minna og þrengra húsnæöi, þar sem hvorki var baö- herbergi né þvottahús. Fyrstu árin fór mamma því meö þvottinn í þvottalaugarnar. Það er hins vegar til mikiö af hjálpsfimu og góðu fólki á Isiandi og konan í næsta húsi bauð okkur aö deila meö sér þvottahús- inu." — Fenguð þið líka að fara í bað hjá þessari góðu ná- grannakonu? ,, Við fórum nú mikiö i sundlaugarnar. Þaö má næstum segja aö ég sé alin þar upp... En ef sérstaklega stóð á tók samhjálpin í Kleppsholtinu við og maöur fékk að fara í baö í næstu húsum. Þessi samhjálp kom einnig fram í öðrum myndum. Heima- vinnandi húsmæður í nágrenninu höföu t.d. auga meö okkur systkinunum — m.a. sex barna móöir, sem haföi örugglega í önnur horn aö líta — því mamma varö aö skilja okkur eftir ein liluta úr degi. Svokölluö lyklabörn eru nefnilega ekki ný bóla. þó margir virðist halda það í dag. Það hafa alltaf veriö til konur, sem hafa oröiö aö vinna úti frá börnunum sínum.” „Maður var aldrei látinn leika sér...“ Sigríður þurfti snemma að leggja sitt af mörkum til þess aö endar næðu saman. Móöir hennar þurfti aö vinna mikiö á sumrin og þá var gripiö til þess ráös aö koma börnunum fyrir í sveit. ,.Ég var send í sveit aö sumarlagi, þegar ég var níu ára göm- ul, og tel aö þá hafi ég byrjaö aö vinna. Ég veit svo sem ekki hversu mikið gagn var aö mér á þessum tíma, en maöur var a.m.k. aldrei látinn leika sér þarna í sveitinni. Þaö var unniö allan liölangan daginn. Eftir aö ég fór aö eldast hef ég veriö svolítiö fúl út í þessa sveitaveru mína, því þaö má segja aö þar hafi ég veriö kúguö til hlýöni. Mér var samt sýnd töluverö alúö af fólkinu á bænum, sérstaklega af bóndanum. Hann sýndi mér þá fööurlegu hlýju. sem ég fór á mis viö eftir aö pabbi dó. Hins vegar var ég nátt- úrulega ekki ein af fjölskyldunni og í þau fimm sumur, sem ég dvaldi þarna, voru geröar til mín heilmiklar kröfur. En á þessum tímum var ekki um önnur úrræði aö ræða fyrir einstæöa móður á lágum launum. Ég geri mér vel grein fyrir því. Eina leiðin til aö fjölskyIdan gæti verið saman á veturna var aö mamma gæti unniö meira á sumrin." — Heldurðu að það sé auðveldara að vera barn núna en þegar þú ólst upp? „Það er langt frá því aö það sé auðveldara að vera krakki í dag. Ég vil hins vegar gera greinarmun á barni og barni. Aö- stæður eru mun meira mismunandi nú á tímum en þegar ég ólst upp. Þá voru almennt ekki miklir peningar í gangi í þjóðfélaginu og ég var eflaust ekki eini krakkinn, sem fann fyrir fjárhags- áhyggjum fulloröna fólksins. Börn skynjuöu það örugglega vel í þá daga. Núna er alltaf veriö aö tala um peningaleysi. en krakkarnir skynja þaö samt ekki jafngreinilega. Ja. ekki nema börn þeirra, sem eru á lægstu laununum. .." Gat komist hjá óheyrilegri yfirvinnu „Mamma haföi unniö í mjólkurbúðum og ég byrjaði líka á jjví. Svo fór ég sautján ára á vertíö á Súgandafirði, sem varö til þess aö ég ákvað aö leggja þaö helst ekki fyrir mig aö vinna í fiski. Þaö var mjög haröur heimur, sem ég kynntist þarna. Mikil vinna og meiri drykkja en ég hafði áöur oröiö vitni aö. því heima hjá mér þekktist t.d. ekki áfengi. Síðan vann ég í verslunum og í þrjú ár á skrifstofu, en eftir gerðist ég sjúkraliöi á Kleppsspítala. Og nú hef ég unniö hjá Ríkisspítölunum í tuttugu ár!" — Er það ekki rétt hjá mér að þú hafir verið einstæð móðir? „Jú, ég byrjaöi á því aö eignast dóttur. þegar ég var tvítug. Tveimur árum síöar gifti ég mig, en eftir tíu ára hjónaband missti ég manninn minn. Þá var ég búin aö eignast aöra dóttur, sem var bara þriggja mánaöa, og var ein meö stelpurnar tvær í um sjö ár. Viö vorum að koma okkur upp íbúð, þegar maöurinn minn dó, og ég gat engan veginn staöiö viö þær skuldbindingar. Þá

x

Pressan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.