Pressan - 04.01.1991, Side 25
FÖSTUDAGUR PRESSAN 4. JANÚAR 1991
25
voru utan á bílunum. Var þá verið
að skora á fólkið að fara frá og
öllu illu hótað ef það færði sig
ekki. Þegar enginn hlýddi hóf lög-
reglan að telja niður. Auðvitað
færði sig enginn og þá byrjaði
löggan að tína inn í bílana. Þetta
voru voðalega tilviljanakenndar
handtökur og yfirleitt bara ein-
hverjir hlaupnir uppi. Eins og áður
sagði braut ég einu sinni rúðu og
ég held að ég hafi alltaf verið
handtekinn eftir það. Þá gengu
alls kyns tröllasögur um meðal
unglinganna um það sem átti að
hafa gerst í einhverri annarri götu.
Allt varð þetta til að æsa lýðinn."
Það gerðust oft hinir spaugileg-
ustu atburðir í kringum þessi átök
þrátt fyrir alvarleika þeirra. Lög-
reglan mun hafa stundað það að
láta foreldra sækja þá handteknu
enda voru það oftast unglingar.
Einhverju sinni var þó hringt í eig-
inkonu eins óeirðarseggsins og
hún látin sækja hann. Mun það
hafa verið fremur niðurlútur eigin-
maður sem var leiddur í burtu
með vasana fulla af kínverjum.
LOGANDI ÖSKUTUNNUR
ULTU UM GÖTUR
Enginn treystir sér til þess að
segja hvenær þessi átök náðu há-
marki en upp úr 1975 munu þau
hafa verið nokkuð harkaleg. Þá
var kveikt í bílum og logandi
öskutunnur ultu niður göturnar.
Að sögn Tryggva voru einu sinni
allar öskutunnur í miðbæ Hafnar-
fjarðar fjarlægðar enda hafði þá
undangengna þrettánda tíðkast að
kveikja í þeim.
Síðustu tvö, þrjú árin hefur
óeirðaöldurnar lægt í Hafnarfirði
og það þakka menn því að lög-
reglan hefur sig nú minna í
frammi. Það er helst að dulbúnar
löggur séu látnar reika um. Enn er
þó verið að loka götum enda eru
unglingar ekki alfarið hættir að
hópast saman. Þá hefur skotið upp
ógnvekjandi fyrirbæri þar sem
rörasprengjurnar eru. Það eru
stórhættuleg vopn sem helst eru
talin ættuð frá Belfast. Uppreisn
borgaranna hefur því ekki að fullu
verið kæfð niður og má sem
dæmi taka að lögreglan óttast
mjög alla umfjöllun um þrettánd-
ann — telur hún greinilega að
ekki þurfi meira til en stutta um-
fjöllun til að kveikja í púðurtunn-
unni.
ÞJÓÐVEGI NÚMER EITT
LOKAÐ
„Þjóðvegur númer eitt við Sel-
foss er lokaður." Tilkynningar sem
þessar hafa ómað í kringum þrett-
ándann á Selfossi undanfarna ára-
tugi enda Selfyssingar herskáir
þetta kvöld. Að sögn Jóns Gud-
mundssonar, yfirlögregluþjóns á
Selfossi, hófust ólætin þar fyrir 25
til 30 árum. Hann taldi að þessi
sérkennilegi jólasiður hefði borist
þangað frá Hafnarfirði.
Sá sem þetta ritar er sjálfur al-
inn upp á Selfossi og man því eftir
þeirri sérkennilegu tilhlökkun sem
ríkti fyrir þrettándann. Eftirvænt-
ingin náði til flestra anga samfé-
lagsins og ekki spillti fyrir þegar
komu góðir gestir eins og víkinga-
sveit lögreglunnar í Reykjavík.
„Það var sérkennilegt að fylgj-
ast með þessum degi þegar vík-
ingasveitin kom. Ég bjó þá í næsta
húsi við sýsluskrifstofuna og fylgd-
ist með þeim undirbúa sig um
daginn. Mér fannst þetta nú hálf-
aulalegt því það voru engin ólæti
þá. Víkingasveitin var hins vegar
hin vígreifasta eða um 15 manns í
fullum herklæðum," sagði Gunnar
Sigurgeirsson, ljósmyndari á Sel-
fossi, þegar hann var beðinn að
rifja upp þennan sögufræga þrett-
ánda. Koma víkingasveitarinnar er
einn af hápunktunum í sögu þrett-
ándans. Ekki þó vegna þess að
hún gerði mikið því svo bar við
að allt datt í dúnalogn við komu
hennar. Hélt sveitin sig í Fram-
sóknarhúsinu allan tímann og
kom aldrei út.
Það eru einkum tvö atvik sem
ÞfíRfcOMASr,ew \
UPPm ÞETTAA/Tm
ÍÞETTAM/VSMÉq
EpjASTfmpjómmó
Þrettándaóeirðir
Götuvígi borgara
Brúin lokuð t
Framsókn lögreglu
standa upp úr í minningu manna
frá þrettándanum á Selfossi. Koma
víkingasveitarinnar og þegar
gamla pósthúsið brann. Hefðbund-
ið var hins vegar að loka þjóðvegi
númer eitt sem Iiggur í gegnum
Selfoss. Það var gert með því að
allt lauslegt drasl var drifið út á
göturnar og götuvígi hlaðin. Þó að
reynt væri að rífa götuvígin voru
bara ný reist. Vinsælt var að hlaða
vígi á Ölfusárbrúnni og einnig á
Austurvegi og Eyrarvegi. En ein-
kennilegar leikreglur giltu í kring-
um götuvígin.
FÓRU UPP Á LÖGREGLUSTÖÐ
OG NÁÐU í FÉLAGA SÍNA
„Ég man að ef það kom góður
maður sem talaði fallega til okkar
þá var honum hleypt í gegn. Öðr-
um var hins vegar meinaður að-
gangur,“ sagði Orn Grétarsson hjá
Prentsmiðju Suðurlands og hélt
áfram: „Ég man eftir einum ágæt-
um borgara sem virtist langa til að
ná sér í læti á þrettándanum.
Hann keyrði þá út yfir brú þó að
hann vissi að það ætti að fara að
loka henni. Síðan þegar hann vildi
fara til baka var honum meinað
að komast í gegn. Hann varð þá
alveg æfur og tíndi nokkra peyja
inn í bíl og keyrði þá upp á lög-
reglustöð. Þar voru þeir látnir bíða
en hópurinn undi því ekki og fór á
eftir þeim og náði í þá inn á lög-
reglustöð."
Ekki var verið að slá slöku við í
glímunni við uppreisnarmenn.
Man undirritaður eftir því þegar
stór og mikil grafa var notuð til að
sigrast á víggirðingum og var hún
keyrð fram og til baka í gegnum
götuvígin. Undraðist maður að
ekki skyldu nokkrir uppreisnar-
manna vera kramdir til dauða, slík
voru lætin. Örn sagðist einmitt
hafa fylgst með þessu á sínum
tíma en þá var hann
kominn af vígvellinum
upp í áhorfendastúku.
Hann sagði að sá sem
hefði verið í gröfunni
hefði einnig verið í mik-
illi lífshættu því allar rúðurnar í
gröfunni hefðu verið
brotnar.
lega verið Hvergerðingar! Það var
að sjálfsögðu lygi en því var ekki
að neita að oft var mikið af að-
komumönnum í bænum til að
taka þátt í látunum.
Þá fylgdust fjölmiðlar náið með
þessu í lokin og er til dæmis fræg
sagan af því þegar fréttamenn
Stöðvar 2 komu í bæinn til að
mynda herlegheitin. Þetta mun
hafa verið fyrsta þrettándann sem
stöðin starfaði eða í upphafi árs
1987. Þá vildi hins vegar svo illa
til að lætin voru að líða út af og
það virtist ætla að verða erfitt fyr-
ir stöðvarmenn að réttlæta bensín-
reikningana. Nokkrir hjálpsamir
Selfyssingar komu til hjálpar, veltu
bílhræi og kveiktu í því. Þetta var
reyndar fyrir utan alfaraleið þann-
ig að sjónvarpsvélin varð eina
vitnið að þessu.
KVEIKT í GAMLA
PÓSTHÚSINU
Eins og í Hafnarfirði snerist
þetta allt saman um að ergja lög-
regluna og það var reyndar ekki
fyrr en hún steig til hliðar sem
tókst að kveða þennan draug nið-
ur. Oft urðu viðbrögð lögreglunnar
umdeild og man til dæmis Diörik
Haraldsson hjá Prentseli eftirfar-
andi sögu:
„Einhverju sinni var ungmenna-
félagið fengið til að halda ball í
bíóinu. Það virtist ganga ágætlega
en um líkt leyti höfðu einhverjir
sett kerru út af veginum niður á
Eyrarbakka. Lögreglan fór auðvit-
að að leita að sökudólgunum og
kom inn á ballið. Þar fundu þeir
einhvern sem þeir töldu tengjast
málinu og höfðu hann með sér út.
Nú, auðvitað eltu allir ballgestir
lögregluna út á götu og síðan
hófst hin hefðbundna þrettánda-
gleði," sagði Diðrik.
Diðrik sagði að í upphafi hefði
þetta allt saman verið fremur góð-
látlegt sprell og ekkert skemmt.
Þetta hefði hins vegar undið upp á
sig og þá ekki síst vegna þess hve
vitlaust hefði verið tekið á þessum
málum.
Líklega muna flestir Selfyssingar
eftir því þegar gamla pósthúsið
brann en það gerðist einmitt eitt
þrettándakvöldið fyrir um það bil
15 árum. Húsið var reyndar yfir-
gefið þá og hafði verið kveikt í því
áður. Það var hins vegar nóg eftir
til að brenna í húsinu og þá skap-
aði það töluverða eldhættu fyrir
eina sögufræga húsið á Selfossi,
sem er Tryggvaskáli.
„VANTAÐI BARA
AÐ EINHVER YRÐI DREPINN“
„Það var ekkert eftir nema að
einhver væri drepinn," sagði Guð-
mundur Pálsson, lögregluþjónn á
Sauðárkróki, en varla er hægt að
fjalla um uppreisnarástand á ís-
landi án þess að nefna Krókinn.
Þar umhverfast menn reyndar á
gamlárskvöld og er oft mikill hiti í
leiknum. Oftast verður lögreglu-
stöðin verst úti í þessum átökum
og hafa oftsinnis allar rúður verið
brotnar þar.
Guðmundur sagði að ekki væri
hægt að lýsa ástandinu, það væri í
einu orði sagt skelfilegt. Mun lög-
reglan nánast hafa staðið varnar-
laus þegar skríllinn hópaðist að
henni og hélt henni í herkví. Guð-
mundur segir að fyrir nokkrum
árum hefði tekist að kveða þetta
niður með samstilltu átaki þannig
að þar er þessi áratugahefð einnig
horfin.
Sigurður Már Jónsson
MEÐ FULLAN BIL AF
MOLOTOVKOKKTEILUM
Uppreisnarmenn sáust stundum
ekki fyrir og var næsta algengt að
rúður væru brotnar í lögreglubíl-
um og að minnsta kosti í eitt
skipti munu lögregluþjóni hafa
verið veittir áverkar sem reyndust
varanlegir en hann tapaði sjón á
öðru auga.
Þá hefur hann væntanlega
verið eitthvað ruglaður
maðurinn sem kom með
fullan bíl af molotovkokkteil-
um á átakasvæðið. Náðist
blessunarlega aö stöðva
hann áður en honum tókst að
deila þeim út til borgarskærulið-
anna. Sem betur fer létu flestir sér'
nægja að henda snjóboltum í lög-
regluna og einstaka hetjur léku
þann leik að læðast aftan að lög-
reglumönnum og slá húfuna af
þeim. Við því lágu sektir og þótti
hin mesta hetjudáð. En hvernig
skyldi það hafa verið að vera í
hópi lögreglumanna?
„Ég var einu sinni í gæslu fyrir
ungmennafélagið og geri það aldr-
ei aftur. Maður var í stórhættu.
Það var kastað í okkur grjóti_
á stærð við snjóbolta og
svo flugu flöskur og alls
kyns rusl í okkur. Það
var eins og unglingarn-(
ir umhverfðust þetta
eina kvöld því næsta
dag féll allt í ljúfa löð og
allir létu eins og ekkert
hefði í skorist," sagði
Kristján Einarsson tré-
smiður og bæjarfulltrúi.
LEIKÞÁTTUR FYRIR STÖÐ 2
Það fór ekki hjá því að þessi
læti vektu mikla athygli og sögðu
Selfyssingar stundum þegar víga-
móðurinn rann af þeim eftir þrett
ándann að þetta hefðu nú aðal-