Pressan - 21.02.1991, Side 4

Pressan - 21.02.1991, Side 4
4 FlMMTllb'ÁáUit ÞRESSAN Úí. FEfeklÍAR j’9'9 1 IPOKAHORNINU Beitukóngsremba Hér fiska ég upp eitt lítið fríkað ævintýri. Svo langt er síðan það gerðist að á þeim árum voru allir enn með ótukt við Sykurmolana. Á hafsins botni búa marg- ar skrýtnar skrúfur. Eitt sinn var nautheimskur beitu- kóngur. Hann lenti í dragnót og var landað í Þorlákshöfn. Fyrr en varði var hann á vörubílspalli sem var að aka þorski til Reykjavíkur. Sælir bræður hvert er ferðinni heitið? spurði hann þorsk- inn. í gúanó? Það er nú eitt- hvað annað en ég. Ég er að fara til hans Rúnars Marvins- sonar sem ætlar að laga úr mér Ijúffengan rétt. En margt fer öðruvísi en ætlað er. Rétt utan Reykjavíkur er Rauðavatn. Borgarbúar halda að ekkert líf sé í skóg- inum við vatnið en það er mesti misskilningur. Þar iðar allt af lífi og margt gerist furðulíkt því sem hendir í stórborginni. Vörubíllinn með beitukóngnum ók í gjótu á Suðurlandsveginum. Beitukóngurinn hrökk af pallinum og langt útí móa. Mesta mildi var að kuðung- urinn hans skildi ekki brotna. Á kuðungnum bjuggu þrír hrúðurkarlar sem tóku á sig ekkert af bylt- unni. Enda eru hrúðurkarlar sníkjudýr. — Jæja gamli gaur, sagði einn þeirra við beitukónginn. Nú hefur heldur betur orðið breyting á okkar sameiginlegu hög- um. Hér erum við upp á þurru landi og hvergi sjó að sjá svo langt sem augað eyg- ir. Það verður erfitt að standa skil á leigunni við þessar aðstæður. Þetta þótti beitukóngnum hraustlega mælt. Hann ætlaði að fara að humma og jamma þegar hann kom auga á kónguló sem átti leið þarna hjá. Hún var með svo marga netta fætur að beitukóngurinn, sá klunni, varð samstundis yfir sig ástfanginn. Það dró frá sólu og hann lét kuðunginn, fasteignina sína, ljóma í öll- um regnbogans litum. Kóng- ulóin sá þetta og tók að gera sig til. Viku síðar settu þau upp hringana. Hrúðurkarl- arnir voru svaramenn og eft- ir hátíðlega athöfn vildi hún í brúðkaupsferð. Beitukóng- urinn var vitaskuld ekki fær um að hreyfa sig úr stað. — Þú hangir alltaf inni í þessum kuðungi, sagði hún ergileg. Geturðu ekki ímyndað þér að mig langi í ferðalag? — Æ, far þú bara elskan mín, sagði hann og reyndi sakbitinn að rykkja sér lausum úr kuðungnum. Þegar kóngulóin kom aft- ur heim úr brúðkaupsferð- inni sagði hún; og siturðu hér enn? Það gæti nú vel verið að maður vildi fá að hvíla sig eftir ferðalagið. Ég skal bara segja þér eitt; þú ert fullur af beitukóngs- rembu. —-Og það er nú einmitt það, sögðu hrúðurkarlarnir. í fyllingu tímans eignaðist köngulóin fjöldann allan af dætrum. Beitukóngurinn reyndi stundum að ala þær upp en þá sagði hún: Skiptu þér ekki af þeim. Samband mæðra og dætra er svo sér- stakt að þú gætir aldrei skil- ið það. — Hann gæti aldrei skilið það, sögðu hrúðurkarlarnir þrír upp á þakinu. — Hann er svo fullur af beitukóngs- rembu. Dæturnar þrjátíu sögðu: Vísindafrík eignasf sitt musteri Loksins fá vísindasögufrik sína eigin töfraveröld. Viö Hlemm, nánartiltekið í kjallara bókabúðar Eymundssonar, er verið að innrétta musteri fyrir þennan furðu fjölmenna sér- trúarsöfnuð. „Ætlunin er að hafa þetta allt á einum stað en þetta er fyrsti vísirinn að sérhæfðri deild um „science fiction"" sagði Gísli Einarsson sem verður æðsti prestur muster- isins. Gísli er reyndar einnig kvikmyndagagnrýnandi DV og hefur vakið athygli fyrir ómælanlegan áhuga á vís- indaskáldskap. í verslunina er ætlunin aö safna saman öllu því sem tengist visindaskáldskap og fantasíu. Verður meðal annars boðið upp á fjölskrúðugt safn teiknimyndablaða og þá er ætlunin að selja svokölluð hlutverkaspil sem notið hafa mikilla vinnsælda víða um lönd. Þau byggja á því að þátt- takendur lifi sig inn í persónur spilsins. — Og aö sjálfsögðu ætlar Gísli að safna um sig hirð því hann stefnir að því að stofná klúbb um herlegheitin. Þú getur ekki látið fara svona með þig mamma. Þú átt víst þinn hlut i kuðungn- um. Svona fasteign er mikils virði. Réttast væri að tala við veiðibjölluna og láta bera hann pabba út. Eins og allir vita er veiði- bjallan bæjarfógeti við Rauðavatn. Hún fór á stað- inn og hlýddi á málavöxtu. En þar sem alltaf er verið að reyna að hrekja hana af haugunum í Gufunesi skildi hún fljótt hvernig í öllu lá. Þegar henni urðu ljós vand- ræði vesalings beitukóngs- ins þá viknaði hún og skip- aði kóngulónni að hafa sig á brott með dæturnar mörgu og vondu. Þannig endar þetta ævin- týri afar vel. Veiðibjallan og beitukóngurinn urðu mestu mátar og veiðibjallan lagði til að beitukóngurinn gerðist blaðaútgefandi og hleypti af stokkunum Réttindablaði beitukónga. Það varð úr að hrúðurkarlarnir þrír fengu að búa áfram á þakinu og lesa prófarkir enda voru þeir allir hreint frábærir í réttrit- un. Einn þeirra var meira að segja svo lunkinn að hann var ráðinn til að ritdæma kvennabókmenntir við blaðið. Ekkert sambærilegt blað mun vera til í Reykjavík. En ef til vill ættu athafnamenn að athuga málið. Því Rétt- indablað beitukónga ku selj- ast í riasupplagi við Rauða- vatn. Ólafur Gunnarsson Myndbandið umdeilda með henni Madonnu er nú loksins farið að skelfa okkur íslendinga. Myndbandið, sem er við lagið Justify My Love, ætti þó að gleðja hjörtu okkar (slendinga því það er enginn annar en Sig- urjón Sighvatsson og fyrirtæki hans Propaganda Films sem stóð að gerð þess. í heimalandi Madonnu hefur myndbandið verið fordæmt harðlega en það hefur auðvitað aflað söngkon- unni Ijóshærðu enn meiri frægðar og fjár. Má sem dæmi taka að samtök gyðinga í Bandarikjunum hafa skammað Madonnu harðlega. En Mad- onna bara hlær. Myndbandið hefur verið sýnt í ríkissjónvarpinu og eftir því sem PRESSAN hefur heyrt þá mun hafa verið töluvert um innhringingar eftir sýningu þess. Sérstaklega munu það hafa verið konur sem hringdu og skömmuðust yfir sýning- unni. Er óvíst að myndbandið verði sýnt meira þar. Mynd- bandið hefur hins vegar verið sýnt nokkuð oft á Stöð tvö og ekkert hik á mönnum þar á bæ. Jarn ístaö hamborgara „Mér finnst sniðugra að fara þarna í hádeginu heldur en að fara og fá mér hamborgara," sagði Ið- unn Andrésdóttir sem hefur valið sér nokkuð járnríkan matseðil í há- deginu. Hún fer nefnilega fimm daga vikunnar í líkamsrækt í World Class og pumpar járn. Hún gerir grín að þeirri staðreynd að hún er að nálgast fertugt og er þar að aukj fjögurra barna móðir. „Ég myndi ekki gera þetta nema af því að mér finnst það skemmti- legt. Það er óþarfi að vera fertugur og þykjast vera sæll með að verða feitur og ólánlegur" segir Iðunn sem er allt annað en ólánleg. Hún byrjaði að stunda líkams- rækt af krafti fyrir þrem til fjórum árum og segist aldrei hafa verið stæltari. Hún virðist ætla að sanna upp á eigin spýtur að það sé líf eft- , ir fertugt. S.ÞÓR Bartarnir festa rœtur Madonna skelfir siðprúða íslendinga „Ég byrjaði að safna þessu í fyrrasumar og þá fannst mér fáir vera með barta. Mér sýn- ist þeim hafa fjölgað síðan," sagði Magnúx Gezzon guð- fræðinemi og skáld en hann er einn fjölmargra sem skarta myndarlegum börtum. Marga er farið að gruna að þarna sé nýtt tískuæði að rjúka af stað en bartatískan nær reyndar nokkur ár aftur í tímann — en nú er hún að springa út. „Þetta er óskaplega nota- legt og það er ekkert svo tímafrekt að vera með barta. Það þarf aðeins að snyrta þá en það er bara skemmtilegt," sagði Magnúx. Uppfærsla Leikfélags Menntaskólans við Hamrahlíð á Rocky Horr- or-söngleiknum hefur heldur betur slegið í gegn. Nýjasti útgefand- inn, PÉTUR KRISTJÁNS- SON, sem rekur p.s: mús- ík, hefur nú ákveðið að gefa þetta allt saman út á plötu. Það er sérstak- lega frammistaða for- söngvarans, PÁLS HJÁLMTÝSSONAR, sem hefur vakiö athygli og eru kunnugir á einu máli um að hann sé ótvírætt efni í stórsöngvara. Hann á ekki langt að sækja hæfileikana þvi systir hans er engin önn- ur en SIGRÚN „DIDDÚ" HJÁLMTÝSDÓTTIR. Sem kunnugt er eru á auglýsingadeild Ríkisút- varpsins sérlega orðvar- ir menn sem vakta það að ekkert ósiðlegt dembist yfir þjóöina. Þessum mönnum þótti því ekki við hæfi að aug- lýsa tónleika með hljóm- sveitinni Sjálfsfróun. Hljómsveitarmenn létu þó ekki deigan síga og datt það snjallræði í hug aö auglýsa undir nafninu Handriðið. Það þótti út- varpsmönnum bara allt í lagi en orðglöggir menn þykjast sjá skyldleika með orðunum Sjálfsfró- un og Handriðið.

x

Pressan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.