Pressan - 21.02.1991, Side 6
V
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991
PASKAFERÐ
Flug, bí/l og lúxushús
Í HOSTENBERG VIÐ SAARBURG
um páska:
Verö frá kr. 39.600
(4 fullorðnir i húsi og bill)
5 dagar/4 nætur
Aukadagur: kr. 450 á mann
íbúðarhúsin í Hostenberg búa yfir hinu róm-
aða þýska yfirbragði, eru rúmgóð, hlý og vist-
leg. í húsunum er stór dagstofa með svölum
og arni, nýtísku eldhús með öllu tilheyrandi,
svefnherbergi (1-3, eftir húsagerð), snyrtiher-
bergi og bað. Hægt er að fá hús með sauna
og Ijósalömpum. Einnig er hægt að fá stúdíó-
og 2-3 herbergja íbúðir. Frá Hostenberg er
ii'5- k
■amm.
aðeins u.þ.b. 20 mín. akstur til Trier sem er
fjölda (slendinga kunn. Þar er að finna frábær-
ar verslanir og hagstætt verð.
Innifalið í verði er: Flug, Keflavík-Luxem-
bourg-Keflavík, bíll með ótakmörkuðum akstri,
kaskótryggingu og söluskatti, hús/íbúð.
i w u 'mr 4
llnfnurstnvtJ 2 ■ - Sími fí2-;m-w/
I
Ráðstefna um skattamál að Borgartúni 6, föstudaginn 22. febrúar
SKATTBYRÐI Á ÍSLANDI
OG í OECD-RÍKJUM
Föstudaginn 22. febrúar boðar fjármálaráðuneytið til ráðstefnu um skatt-
byrði á íslandi og í ríkjum OECD að Borgartúni 6 í Reykjavík.
Sérstakur gestur ráðstefnunnar er hagfræðingurinn John Nprregárd sem
starfar í skattadeild Efnahags- og framfarastofnunarinnar í París, OECD.
Hann fjallar m.a. um skattamat og samanburð milli ríkja í OECD.
Dagskrá:
13:30 Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra
setur ráðstefnuna.
13:45 John Nprregárd hagfræðingur hjá OECD:
Skattbyrðismœlingar OECD: aðferðir og
niðurstöður.
Fyrirspurnir.
14:35 Bolli Þór Bollason skrifstofustjóri í
fjármálaráðuneytinu: Mœling skattbyrði á íslandi
samkvœmt staðli OECD.
Fyrirspurnir.
John Narregárd 15:00 Kaffihlé.
15:20 Hvers vegna mcelist skattbyrði á íslandi lœgri en
í meirihluta aðildarlanda OECD?
Ásgeir Daníelsson hagfræðingur, Þjóðhagsstofnun.
Hannes Sigurösson hagfræðingur
Vinnuveitendasambands íslands.
Már Guömundsson efnahagsráðgjafi
fjármálaráðherra.
Fyrirspurnir.
16:20 Almennar umræður og fyrirspurnir.
17:00 Ráðstefnuslit.
Fundarstjóri: Magnús Pétursson
ráðuneytisstjóri fjármálaráðuneytisins.
John Norregárd flytur mál sitt á ensku.
Fyrirlestur hans liggur frammi á ráðstefnunni.
Allir áhugamenn velkomnir.
FJARMALARAÐUNEYTIÐ
Már
Gnönumdsson
Lesbísk fóstra
í súpervinnu!
Uppsögn mín snýst ekki um laun.
Ég hef eingöngu óskað eftir að fá þá
klukkutíma greidda, sem ég vinn á
leikskólanum. Hins vegar hef ég frá
upphafi beðið um vinnufrið — án
árangurs.
Uppeldisstefna leikskólans hefur
sýnt sig og sannað. Fagstarfið hér
nýtur álits fjölmargra aðila innan-
lands og utan. Börnin eru glöð með
sinn leikskóla. Foreldrar hafa verið
ánægðir og stutt við bakið á okkur.
Hér er nóg af fóstrum. Enginn leik-
skóli landsins hefur tekið fleiri
fóstrunema en við á þessum vetri.
Leikskólinn hefur reynst ódýrari í
rekstri en gengur og gerist. Vinnu-
form mitt var umsamið. Yfirmenn
Hafnarfjarðar hafa sjálfir staðfest yf-
irvinnu mína. Hér hefur allt verið
innan markanna. Hvers vegna hef-
ur þá verið reynt að slá ryki í augu
fólks með röngum staðhæfingum?
Ég sé aðeins eina skýringu. Per-
sónan ég virðist trufla ákveðna að-
ilja meira en tali tekur. Ég er lesbía
og hef þ.a.l. þurft að hlusta á dylgjur
um öfuguggastarfsemi leikskólans
og um sjálfa mig frá fyrsta degi í
starfi hér. Þegar of langt var gengið
og að ég ákvað að segja starfi mínu
lausu var valin sú ódýra leið að kalla
þessar ofsóknir á hendur mér launa-
kröfur. Ég sé fulla ástæðu til að
benda hafnfirskum bæjaryfirvöld-
um svo og öðrum, sem þátt hafa tek-
ið í þessum miður skemmtilega leik,
á nokkrar staðreyndir lífsins. Sam-
kynhneigð mín er ekki fötlun í starfi
og lesbískar fóstrur eru jafnfærar
öðrum um að stjórna leikskóla.
Börn bíða ekki tjón á sál né líkama,
þótt ég vinni með þeim. Ég kveiki
ekki í húsum. Ég ræðst ekki á fólk í
almennum misþyrmingaaðgerðum
— hvorki börn né fullorðna.
Að auki vil ég benda á nokkrar
staðreyndir varðandi umfjöllun
PRESSUNNAR um það, sem á að
nota til að afsaka brottför mína. Að
gefnu tilefni skal tekið fram að ég
svaraði spurningu blm. um hvort ég
ynni 120—160 eða 170 klst. í yfir-
vinnu neitandi og eins sá ég enga
ástæðu til að taka þátt í þeim skrípa-
leik að gera launamál mín að blóra-
böggli fyrir Hafnarfjarðarbæ. Um
annað var ég ekki spurð.
Ég skrifa á mig þá yfirvinnu sem
ég vinn og hefur bæjaryfirvöldum
verið fullkunnugt um það, enda
hafa þau staðfest launaskýrslur.
Þessi vinnutilhögun hefur sparað
Hafnarfjarðarbæ umtalsverðar fjár-
hæðir — ég vinn m.a. fast með
barnahóp, sem sparar ráðningu á
starfsmanni. Um þetta fyrirkomulag
var samið á fundi með m.a. starfs-
mannastjóra, dagvistarfulltrúa og
launafulltrúa. Á móti skyldi koma
að rekstur hér yrði ekki dýrari en
annars staðar. Skv. upplýsingum
dagvistarfulltrúa er heildarlauna-
kostnaður hér í meðallagi miðað
við aðra leikskóla. Engin athuga-
semd hefur verið gerð við þann leik-
skóla, sem hafði mesta yfirvinnu og
fór þar 170% fram úr áætlun.
Að beiðni Jónu Ingibjargar Jóns-
dóttur, ritstjóra „Bleikt & blátt" —
tímarits um kynfræðslu, skrifaði ég
grein um kynhlutverk barna og
kynjaskiptingu. Um sama efni hef
ég fjallað víða, bæði í ræðu og riti
s.s. í Húsfreyjunni, útvarpi og fyrir-
lestrum. Á fjölmennum foreldra-
fundum í nóvember sl. íeitaði ég eft-
ir leyfi foreldra til að nota myndir
héðan með fyrirlestrum og greinum
þ.á m. í Bl.&bl. Það leyfi var veitt.
Starfsmannastjóri Hafnarfjarðar-
bæjar samdi upphaflega við mig um
bílastyrk, þar eð ég er búsett í
Reykjavík, alls milli 7 og 8 þús. kr. á
mánuði. Umræddur bílastyrkur af-
numinn án skýringa. Sami aðili
samdi vð mig um óunna yfir-
vinnutíma í stað bílastyrks. Nú
hefur það einnig verið afnumið án
skýringa.
Sem forstöðumaður eins stærsta
leikskóla Hafnarfjarðar hef ég fasta
yfirvinnu, sem nemur 30 klst. á
mánuði. Á álagstímum dugar sá
tímafjöldi rétt til þess að mæta
ónæði í frítíma mínum. Á árinu
1990 vann ég síðan 68 klst. á mán-
uði að meðaltali umfram 8. klst.
vinnudag. Sem yfirmaður uppeldis-
starfsins vinn ég nokkra klst. á dag
með starfsfólki og börnum — enda
get ég hvorki stjórnað nú þróað
uppeldisstarfið með fjarstýringu af
skrifstofu. Leikskólinn er opinn 10
klst. á dag, sem skýrir hluta vinn-
unnar og að auki vinn ég pappírs-
vinnu, vistgjaldauppgjör, skipulags-
vinnu, fundi o.s.frv. eftir lokun, ef
starfsemi leikskólans krefst þess.
Mánaðarlaun undirritaðrar hafa
því kostað Hafnarfjarðarbæ 157
þús. krónur — útborgað um 117 þús.
eftir að tíundir hafa verið greiddar í
formi svonefndra skatta eða um 55
þús. kr. á mánuði umfram það að
greiða mér fyrir vinnu milli kl. 8 og
16 á skrifstofu. Vona ég að þessar
upplýsingar verði vel þegnar af
áhugafólki um launamál mín.
í janúar var yfirvinnulaunum
mínum frá 1. desember haldið eftir
í 3 vikur. Þrátt fyrir það vann ég á
venjulegan hátt í janúar eða skv.
þörfum leikskólans. Tekið skal fram
að ég hef ekki fengið þá vinnu
greidda, en mun vitanlega inn-
heimta vinnulaun mín.
Veikindadagar mínir frá upphafi í
Hafnarfirði eru 14 talsins á einu og
hálfu ári. Blm. hafði ekki fyrir að
spyrja mig um fjölda vinnudaga í
des., sem voru 15 og að frádregnum
bílastyrk og fastri yfirvinnu, sem
einnig er greidd í veikindum, verða
23 klst. að 5,6 klst.
Hafnarfjarðarbær afhenti undir-
ritaðri nefndarlaun upp á 48 þús. kr.
fyrir að sitja 15 stutta fundi, sem allir
voru haldnir í vinnutíma, þegar ég
og aðrir nefndarmenn voru á laun-
um. Ég þigg ekki slíka sposlu, held-
ur fer fram á laun fyrir unna og um-
samda vinnu.
20. febrúar 1991
Margrét Pála Ólafsdóttir.
Fyrirsögn er Margrétar Pálu.
Arshdtíðir eru okkarfag!
Þríréttaöur árshátíðarmatur kr. 2.700,-
Dansleikur að hætti Óperukjallarans
fyrir smærri fyrirtæki og hópa.
_ x //
7 \ v*
x___
(p)pc 7 'uk’/c dlí il 7////
Sími18833
• •
- Oðnu'ísi studur