Pressan - 21.02.1991, Page 7
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991
7
HEFUR AQKIÐI
EIGNIB SINAR
UM HALFAH
Hörður Sigurgestsson er áhrifamaöur
innan Sjálfstæðisflokksins. Hér er hann
að ræða við Þorstein Pálsson, formann
flokksins, á aðalfundi vinnuveitenda.
Hörður ásamt eiginkonu
sinni, Áslaugu Þorbjörgu
Ottesen.
MILIJON
AMANUBI
Hördur Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, á nú jafnviröi um 65 milljóna króna í
hlutabréfum í Eimskip og Flugleiðum. Þetta jafngildir því ad Hörður hafi eignast
hálfa milljón í þessum fyrirtækjum á mánuði frá því hann kom til starfa sem for-
stjóri Eimskips.
Skildinganes 1. Brunabótamat þessa húss Harðar Sigurgestssonar er 14,8 milljónir.
Áætlað söluverð þess er hátt í 25 til 30 milljónir.
Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, er sjálfsagt í
einu best launaða starfi á íslandi. Miðað við skattframtöl
hans eru tekjur hans um 900 þúsund á mánuði eða 10,8
milljónir á ári. Það eru tíföld meðallaun almennra laun-
þega.
En þetta segir ekki alla söguna um stöðu Harðar. Frá
því hann varð forstjóri Eimskips hefur hann eignast mik-
ið magn af hlutabréfum í Eimskip og eins í Flugleiðum.
Markaðsverð þessara bréfa er í dag um 64 milljónir
króna.
Þó eingöngu sé miðað við þessi bréf hafa eignir Harðar
því vaxið um 500 þúsund á mánuði þann tíma sem hann
hefur verið forstjóri Eimskips.
Hörður Sigurgestsson er orðinn
meðal ríkustu manna á íslandi þrátt
fyrir að hann sé ekki af ríku fólki
kominn. Hann hefur heldur ekki
auðgast með eigin atvinnurekstri
eins og lang stærsti hluti þeirra sem
skipa þann flokk. Hann hefur alla
tíð verið launþegi.
64 MILLJÓNIR í HLUTABRÉFUM
Hörður Sigurgestsson var ráðinn
forstjóri Eimskips 1. ágúst 1979.
Hann hefur setið í stjórn Flugleiða
frá 1984 og verið varaformaður
stjórnarinnar frá 1987.
Hörður á hlutabréf í Eimskip að
nafnvirði 10 milljónir og 289 þús-
und krónur. Gengi þessara bréfa er
í dag 5,64. Raunvirði þessarar eign-
ar Harðar er því rétt rúmlega 58
milljónir.
Hlutbréf Harðar í Flugleiðum eru
skráð á 2,5 milljónir að nafnvirði.
Gengi þeirra er 2,43. Raunvirði
þessarar eignar er því 6,1 milljón
króna.
Samanlögð hlutabréfaeign Harð-
ar í þessum tveimur fyrirtækjum
sem hann gegnir trúnaðarstörfum
fyrir er því 64 milljónir og 100 þús-
und krónur.
Ef miðað er við starfstíma Harðar
sem forstjóri Eimskips jafngildir
þessi eign því að hann hafi eignast
rúmlega 460 þúsund krónur í fyrir-
tækjunum á hverjum mánuði frá því
hann kom til starfa.
HREIN EIGN UPP Á UM
90 MILLJÓNIR
Hörður Sigurgestsson er ekki
skráður fyrir neinum bíl. Hann ekur
um á bifreið frá fyrirtækinu, eins og
svo margir menn í ábyrgðarstöðum.
Hörður er hins vegar skráður eig-
andi einbýlishúss að Skildinganesi
1. Brunabótamat þess húss er um
14,8 milljónir króna. Raunvirði þess
er hins vegar miklu meira eða á bil-
inu 25 til 30 milljónir.
Þegar hlutabréfaeign Harðar hef-
ur verið iögð við markaðsverð húss-
ins eru samanlagðar eignir hans í
dag um 90 til 95 milijónir króna.
Þessi mikla eign setur Hörð í al-
gjöran sérflokk meðal launþega.
Þeir íslendingar sem eiga viðlíka
eignir eru allir annað hvort í eigin
atvinnurekstri eða hafa erft umtals-
verðar eignir frá foreldrum sínum.
„SELF MADE MAN“
Hörður er það sem Ameríkanar
kalla „self made man“. Hann hefur
unnið sig upp, eins og það heitir á ís-
landi.
Hörður er sonur hjónanna Sigur-
gests Guðjónssonar, bifvélavirkja og
tjónaskoðunarmanns, og konu
hans, Vigdísar Hansdóttur.
Hann ólst upp í Litla Skerjafirðin-
um, hverfi sem varð til þegar Bretar
byggðu upp Reykjavíkurflugvöll.
Uppúr stríðslokum flutti Flugfélag
íslands í hverfið með bækistöðvar
sínar. Hörður byrjaði mjög ungur að
fylgjast með því sem þar fór fram og
varð handgenginn mönnum sem
þar unnu. Einhverju sinni birtist
mynd af honum í einu dagblaðanna
kornungum að afferma flugvél
Flugfélagsins.
Hugur Harðar virðist því snemma
hafa beinst að samgöngufyrirtækj-
um.
HÓTELSTJÓRI Á HLÍÐARVATNI
Hörður fór í Verslunarskólann þar
sem hann sat í bekk með drengjum
sem síðar urðu áberandi í viðskipta-
lífinu, meðal annars Sveini R. Eyj-
ólfssyni, stjórnarformanni Frjálsrar
fjölmiðlunar, útgefanda DV.
Hann fór síðan í viðskiptafræði
við Háskóla íslands og síðan út til
framhaldsnáms í Wharton School
University of Pennsylvania.
Hann var formaður stúdentaráðs
Háskóla íslands og þótti þar úr-
ræðagóður í peningamálum, efldi
meðal annars mjög hótelrekstur á
Görðum. Hann var einnig í stjórn
Sambands ungra sjálfstæðismanna
á þessum árum.
Á námsárunum var hann einnig
hótelstjóri mjög nýstárlegs hótels.
Það var Hótel Víkingur sem rekið
var um borð í skipi á Hlíðarvatni á
Snæfellsnesi. Það dæmi gekk hins
vegar ekki upp og endaði ævintýrið
með því að skipinu var dröslað suð-
ur til Hafnarfjarðar þar sem það var
notað sem bólvirki fyrir smábáta.
BOÐIÐ STARF HJÁ HAGKAUPI
Samkvæmt heimildum PRESS-
UNNAR bauð Pálmi Jónsson í Hag-
kaupi Herði starf sem framkvæmda-
stjóri fyrirtækisins á meðan Hörður
var í námi í Bandaríkjunum. Hvort
sem það var vegna þess að Hörður
hafi ekki haft mikla trú á uppgangi
Hagkaups eða ekki viljað snúa sér
að verslunarrekstri, þá hafnaði
Hörður boðinu.
Að námi loknu, 1968, réðst Hörð-
ur til fjárlaga- og hagsýslustofnunar
og varð deildarstjóri þar árið 1972.
Hann varð síðan framkvæmdastjóri
fjármálasviðs Flugleiða árið 1974
og gegndi því starfi þangað til hann
varð forstjóri Eimskips í ágúst 1979.
Hörður hefur gegnt ýsmum trún-
arastörfum öðrum. Hann hefur átt
sæti í stjórnum Hótels Esju, Stjórn-
unarfélagsins, Arnarflugs, Verslun-
arráðsins, Vinnuveitendasam-
bandsins, Póistækni og Alþjóða-
verslunarráðsins. Hann er auk þess
mikill áhrifamaður innan Sjálfstæð-
isflokksins.
GREINDUR OG KLÁR
Hörður Sigurgestsson þykir með
afbrigðum greindur maður og góð-
ur stjórnandi síns fyrirtækis. Hann
er hrjúfur á yfirborðinu en traustur
undir niðri. y
Um hæfileika Harðar sem stjórb-
anda vitnar vöxtur og viðgangur
Eimskips undir hans stjórn. En eins
og sjá má af miklum eignum Harðar
í hlutabréfum í því fyrirtæki þá hef-
ur hann haft mikinn fjárhagslegan
ábata af þeim viðgangi. Sömu sögu
er að segja af Flugieiðum, sem er að
verða að nokkurs konar dótturfyrir-
tæki Eimskips undir stjórn Harðar.
Gunnar Smári Egilsson