Pressan - 21.02.1991, Side 25
tnai m'iaoíi • C' «HPé**? vTi’nAni ÍTVMM
FIMMTUDAGUR PRESSAN 21. FEBRÚAR 1991
Það hefur stundum verið talað um
að Eysteinn hafi verið rekinn með
amerísku aðferðinni en þegar hann
kom til vinnu sinnar var hann stöðv-
aður af öryggisverði og honum ekk'i
hleypt inn á skrifstofuna. Þetta var
hin svokallaða „skipt um skrá“ að-
ferð sem þykir víst nauðsynleg í
sumum stærri fyrirtækjum.
Eysteinn sagðist í samtali við
PRESSUNA ekki treysta sér til að
fjalla um brottreksturinn en það
kom fram hjá Eysteini að hann taldi
enn ekki hafa komið fram nein rök
fyrir honum. Taldi hann að brott-
reksturinn ætti sér helst sálfræðileg-
ar orsakjr — væntanlega hjá Gud-
jóni B. Ólafssyni, forstjóra SÍS, sem
rak Eystein. Nú er reyndar komin
upp sú staða að topparnir hjá SÍS
vilja reka Guðjón þannig að enginn
veit sína ævina fyrr en öll er.
Brottrekstur Eysteins heltók ís-
lenska dægurmálaumræðu og
stærsta fyrirtæki landsins Samband
íslenskra samvinnufélaga logaði í
innanlandsófriði. Oft á tíðum var
erfitt að botna í umræðunni sem
sýndi að tíðarandinn var ekki tilbú-
inn að meðtaka það að áberandi
stjórnandi væri rekinn. Tíðarandinn
skildi hins vegar mætavel árstíða-
bundinn brottrekstur fiskverkunar-
kvenna sem gerðist hinum megin á
valdapíramída SÍS.
TÍÐARANDINN AUÐVELDAR
FÓLKI AÐ MEÐTAKA
BROTTREKSTUR
Þrátt fyrir að erfitt sé að finna eitt-
hvað séríslenskt við brottrekstur þá
er ljóst að tíðarandinn hefur þar
nokkur áhrif. Að sögn Oddrúnar
Kristjánsdóttur, hjá ráðningaskrif-
stofunni Liðsauka, þá má greina tíð-
arandaáhrif í því að ungt fólk tekur
brottrekstur ekki eins nærri sér og
eldra fólk. Það skapast auðvitað að
nokkru leyti af því að það sér meiri
möguleika á nýju starfi. En einnig
skiptir máli að íslenskt þjóðfélag er
að verða margþættara og hreyfan-
legra. Því má búast við því að það
verði minna mál að reka fólk.
En guð forði okkur frá því að það
verði tískufyrirbæri að reka fólk!
Ef tekið er dæmi af bandarísku
þjóðfélagi þá er það nánast hluti af
starfsferli hvers einstaklings að vera
rekinn einhvern tíma á ævinni. Þar
eru gefnar út handbækur um það
hvernig eigi að reka fólk og hvernig
eigi að meðtaka brottrekstur. Fólk
fer jafnvel á námskeið þar um. Þar
eru líka fyrirtæki af þeirri stærðar-
gráðu að ísland gæti næstum því
virkað sem deild þar í. Það gefur
augaleið að brottrekstur í slíkum
fyrirtækjum verður algengari og
ópersónulegri en í minni fyrirtækj-
um eins og finnast hér á landi.
BRENNDU ENGAR BRÝR
Ef við setjum okkur í ráðlegginga-
Eysteinn Helgason: Frægasti brott-
reksturinn.
stellingar þá er ein gullvæg regla:
Brenndu engar brýr að baki þér. Ef
yfirmaðurinn er búinn að ákveða að
láta þig fjúka skaltu reyna að gera
það besta úr því. Þetta er kannski
bara heilbrigð skynsemi en það er
einmitt það sem þú þarft mest á að
halda fyrst eftir að þú færð tíðindin.
Það er mjög mikilvægt að reyna
að semja um starfslokin. Ef þú tekur
þessu ,,af skynsemi" þá verður
samningsstaða þín betri. Það er til
dæmis sjálfsagt að herja út sem
mest af meðmælum sem auðveldar
þér að finna aðra vinnu. Einnig má
reyna að semja um lengri uppsagn-
arfrest. Sumir hafa jafnvel náð að
nýta sér uppsögnina til að komast í
nám eins og Sturla Kristjánsson
gerði en hann var aðalleikarinn í
„fræðslustjóramálinu" fyrir nokkr-
um árum. Þetta er reyndar leið sem
skólamenn hafa verið sérlega út-
sjónarsamir við að nýta sér.
Þá eru sumir sérlega heppnir í
kringum uppsagnir en það eru
reyndar þeir sem taka þátt í svoköll-
uðum „fínum“ uppsögnum. Með
öðrum orðum þeir eru reknir upp á
við. Frægasta og nýjasta dæmið um
þetta er brottrekstur Ragnars „ál-
skalla" Halldórssonar sem var sett-
ur í stöðu stjórnarformanns hjá ísal.
Auðvitað er sjálfsagt fyrir fólk að
leita réttar síns ef rangt er staðið að
uppsögninni en það er yfirleitt regla
að fyrirtæki fari betur út úr mála-
ferlum en einstaklingar. Svo getur
vel verið að þú reynir að fá vinnu
hjá sama atvinnurekanda einhvern
tíma seinna.
Sigurður Már Jónsson
25
að er ekki á hverjum degi sem
íslenskur kvikmyndaleikstjóri fær
80 milljóna króna loforð upp í hend-
urnar. Það gerðist
hins vegar þegar
þriggja manna ís-
lensk dómnefnd
valdi handrit Krist-
ínar Jóhannes-
dóttur, Svo á jörðu
sem á himni, sem
framlag Islands til Norræna kvik-
myndaverkefnisins 1991. í fréttum
fjölmiðla af úthlutuninni var farið
leynt með nöfn dómnefndarmanna,
en þeir voru Árni Þórarinsson rit-
stjóri Mannlífs, tilefndur af hálfu Fé-
lags kvikmyndagerðarmanna,
Friðrik Rafnsson dagskrárgerðar-
maður, tilnefndar af Félagi kvik-
myndaleikstjóra, og Signý Páls-
dóttir leikhússtjóri, tilnefnd af Sam-
bandi kvikmyndaframleiðenda.
Ennfremur virtist feimnismál við út-
hlutunina, að enn er ekki fullvíst að
stjórnvöld standi við loforð Svavars
Gestssonar menntamálaráðherra
um framlag íslands til verkefnisins,
en framganga málsins veltur á
því...
s
^Wakamálagetraun ríkisútvarps-
ins þótti bara heppnast nokkuð vel
miðað við að hún krafðist tölu-
verðra heilabrota af útvarpshlust-
endum. Um þúsund bréf komu inn
og er nú búið að ákveða að endur-
taka leikinn 25. febrúar. Það mun
vera Þorsteinn J. Vilhjálmsson
sem átti frumkvæði að þessum
þætti...
F rægasta hljómsveit íslands,
Sykurmolarnir, fer í hljóðver innan
skamms að byrjar upptökur á nýrri
breiðskífu. Á sama
tíma ýerður Björk
Guðmundsdóttir
söngkona hljóm-
sveitarinnar líka á
fullu að kynna lög
sem hún syngur
með bresku House
hljómsveitinni 808 State. Lítil plata
með Björku og 808 State kemur út í
Bretlandi í mars og er m.a. ákveðið
að hún komi fram á tónleikum með
sveitinni í' Manchester í byrjun
mars...
v
W arnarliðið er að yfirgefa
Stokksnes. Meðat þess sem þá verð-
ur ekki not fyrir eru tvö stór loft-
netsmöstur. Fjarlægðin milli mastr-
anna dugar til að hægt sé að nota
þau fyrir langbylgjusendingar.
Mörgum þykir að með Stokksness-
möstrunum sé fundin ódýrasta
lausnin á þeim vanda sem skapaðist
þegar mastrið á Vatnsenda fauk um
koll...
^RflLkil óánægja er nú meðal
auglýsingastofa vegna boðaðrar
gjaldskrárhækkunar á auglýsinga-
tíma Stövar 2. Vegna þess hefur ekki
verið hægt að fá fast verð um sinn.
Þegar Baldvin Jónsson kom til
starfa á Stöð 2 lét hann verða sitt
fyrsta verk að lækka gjaldskrána.
Var það meðal annars til að færa
hana nær raunverulegu verði og
losna við afslætti. Margir auglýs-
ingamenn telja það mistök hjá Bald-
vini því fyrir vikið hafi Stöð 2 misst
af töluverðum tekjum í jólatörn-
inni...