Pressan - 21.02.1991, Síða 26

Pressan - 21.02.1991, Síða 26
Aflabresturinn LODNUSJÓMÖNNIJM CTHLUTAÐ BCMARKI f SVÍNARÆKT----------- — móurstaoa protiausra funda ríkis- stjórnarinnar EG ER AFSKAPLEGA HAMINGJUSAHUIT- OG ÞAKKLÁTUR — segir Kristján Georgsson yfirlækn- ir, sem fær 24 milljónir á mánuði frá Tryggingastofnun Eg er voðalega feg- inn því að hafa látið undan honum föður mínum og farið í læknisfræði — segir Kristján Georgsson Tilvonandi sendiráð íslendinga í Litháen Þeir sem urðu fyrstir BFéþþá béðtu húsid fyrir sendiráðín — segir Jón Baldvin Hannibalsson, sem keypti nýverið höll fyrir utan Vilnius HAFA SKAL ÞAÐ SEM BETUR HUÓMAR Guðmundur Bjarnason ráðherra á skrifstofu sinni í gær. Guömundur Bjamason Sefur með súrefnistæki vegna ótta við sjúkdóma Reykjovík, 21. febrúar „Baráttan við sérfræð- ingaveldið hefur fengið meira á hann en hann vill viðurkenna," sagði Finnur Ingólfsson, aðstoðarmað- ur Guðmundar Bjarnason- ar heilbrigðisráðherra, en Guðmundur hefur látið flytja mikið úrval af ýmiss konar lækningatækjum inn á skrifstofu sína í ráðu- neytinu. Þar liggur hann meirihluta dagsins undir ströngu lækniseftirliti. „Það er ekki bara að hann óttist hefndaraðgerðir sér- fræðinganna heldur hefur hann líka fengið apótekarana upp á móti sér,“ segir Finnur. „Eftir að fréttir tóku að berast af sýkiahernaði Saddams Hússein hefur hann orðið þess fullviss að sérfræðing- arnir og apótekararnir grípi til svipaðra aðferða." Á skrifstofu Guðmundar eru fullkomin öndunartæki. Þar eru líka hjartalínurit, heilalínurit, blóðhreinsivél og fleiri fullkomin há- tækni-lækningatæki. „Við höfum ekki enn fund- ið nein merki um alvarlega sýkingu," sagði Ólafur Ólafs- son landlæknir, en hann hef- ur verið skipaður einkalækn- ir heilbrigðisráðherra. „Hins vegar höfum við áttað okkur á því að ráðherrann sefur ákaflega fast, en það kann að stafa af áiaginu sem hann er undir.“ Litháen-máliö komiö í óefni ísland innlimað í Sovétríkin — alls ekki þaö sem aö uar stefnt, segir Steingrímur Hermannsson Reykjovík, 21. febrúar „Eg verð að segja það að ég er alveg hættur að botna upp né niður í þess- um ósköpum. Þó við höf- um skrifað undir ýmsar yf- irlýsingar að undanförnu þá man ég hreint ekki eftir þessari,“ sagði Steingrím- ur Hermannsson, forsæt- isráðherra íslands, eftir að í ljós kom að íslendingar hafa samþykkt innlimun landsins í Sovétríkin gegn frelsun Litháens. „Það er nú í lagi að styðja smáþjóðir í frelsisviðleitni þeirra en öilu má nú ofgera," sagði Steingrímur. Samkvæmt heimildum GULU PRESSUNNAR mun þetta plagg hafa fundist í miklum fjölda stu,ðningsyfir- lýsinga sem Islendingar sendu til þjóðþingsins í Vilni- us og aðalskrifstofu komm- únistaflokksins í Moskvu. „Ef þetta kennir okkur eitt- hvað þá er það að við ættum að láta það vera að skipta okkur mikið af heimspólitík," sagði Steingrímur. „En menn segja mér að úr þessu sé lítið við þessu að gera. Það er víst fátt annað að gera en sætta sig við orðinn hlut. Um leið og ég harma þetta óska ég Litháum til hamingju með nýfengið frelsi," bætti hann við. Ættum ekki aö skipta okkur af heimspólitíkinni — segir Steingrimur Hermannsson. RISASKJALDBOKURNAR DAFNA PRÝDILEGA Risaskjaldbökurnar sem Þorfinnur Jökuls- son loðdýrabóndi fékk sendar fyrir misskilning í október síðastlidnum dafna nú prýðilega. „Þetta eru hjartahlýjar og viðkvæmar skepnur," sagði Sigurlaug Haralds- dóttir, eiginkona Þorfinns, í samtali við GULU PRESS- UNA, en skjaldbökueldið hefur að mestu lent á henn- ar herðum. „Þeir sendu okkur líka tvo fíla sem Þorfinnur hef- ur litið eftir,“ sagði Sigur- laug. „Þeir hafa hins vegar verið hálfólundarlegir greyin." Engin skýring hefur feng- ist á þeim misskilningi sem verið hefur á milli Búnaðar- félags íslands og danskra umboðsaðila sem hafa séð um kaup á dýrum til rækt- unar hérlendis. „Þeir hafa varla náð neinni pöntun réttri," sagði Sigfús Bárðarson, loðdýra- Risaskjaldbökurnar eru nú orðnar um sjö kíló að þyngd. Á inn- felldu myndinni er Sigurlaug Haraldsdóttir húsfreyja. ráðunautur Búnaðarfélags- ins, í samtali við GULU PRESSUNA. „Hluti af skýr- ingunni kann að liggja í því að Danir kalla þessi dýr öðrum nöfnum en við. Þeg- ar málum er þannig háttað er kannski ekki að furða þó einhver misskilningur komi upp.“ Frá æfingum á nýju leikriti Gísla Alfreðssonar. Veljum leikrit með viðgerðirnar í huga — segir Gísli Alfreös- son þjóöleikhússtjóri Reykjavík, 20. febrúar „Þar sem þad er ljóst að húsið verður ekki tilbúið fyrr en einhvern tímann í vor höfum við ákveðið að láta leikarana æfa upp þau verk sem við teljum að hljóti litla aðsókn,“ sagði Gísli Alfreðsson þjóðleik- hússtjóri í samtali við GULU PRESSUNA. Eins og kunnugt er hafa um 60 fastráðnir leikarar Þjóð- leikhússins haft lítið að gera á meðan á viðgerðum á húsinu stendur. Nú hefur þjóðleik- húsráð hins vegar ákveðið að láta þá æfa upp og sýna ein þrjú verk. „Þetta eru allt verk sem við vitum að við myndum hvort eð er sýna fyrir tómu húsi. Með því að taka þau til sýn- inga nú raska viðgerðirnar ekki starfseminni að ráði,“ sagði Gísli. Eitt þessara verka er leikrit Gísla sjálfs, Táneglur lands- höfðingjans. Hin verkin eru barnaleikrit eftir Svein Ein- arsson og nýtt verk eftir Guð- mund Steinsson. „Við höfum alls ekki sam- þykkt þetta," sagði Haraldur Ingvarsson, trúnaðarmaður verkamannanna sem vinna að viðgerðunum. „Fyrst kort- hafar láta ekki sjá sig þegar svona verk eru sýnd munum við ekki láta bjóða okkur að vinna undir þessu. Við höfum ekki sagt okkar síðasta orð.“ Tölvur, prentarar, hugbúnaður, netbúnaður, samskiptakerfi, umbrotskerfí og alhliða þjónusta MICROTÖLVAN Suðurlandsbraut 12 • sími 688944

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.