Pressan - 21.03.1991, Side 2
2
Ásgeir, var þetta svana-
söngur þingmannsins?
„Nei, nei, þetta var bara
millistefið. Nœsti þáttur
hefst þann 20. apríl."
Mikiö liö íslenskra tón-
listarmanna mun flakka
um Skandinavíu í sum-
arbyrjun undir forystu
FRIÐRIKS KARLSSON-
AR gítarleikara. Veröur
farið út í júní og haldnir
15 tónleikar í tengslum
við útgáfu á plötu Frið-
riks. Hún heiti Point
Blank og mun hljóm-
sveitin bera sama nafn.
Meö Friðriki í för verða
EYÞÓR GUNNARSSON,
KJARTAN VALDIMARS-
SON, JÓHANN ÁSMUNDS-
SON, GUNNLAUGUR BRI-
EM, PÉTUR GRÉTARSSON,
SIGURÐUR FLOSASON OG
ELLEN KRISTJÁNSDÓTTIR.
Það eru ekki allir sem
geta sveiflað sér á milli
hljómtækjasölu og
steikarframreiöslu. Það
getur hins vegar maður
að nafni GUNNAR GUNN-
ARSSON, eða Gunni í Op-
us, eða Gunni í Japis,
eða Gunni í Faco. Nú er
hann Gunni á N1 bar.
Enginn var kátari með
það að DAVÍÐ ODDSSON
var kosinn formaður
Sjálfstæðisflokksins en
HANNES HÓLMSTEINN
GISSURARSON lektor.
Hannes er eins og allir
vita einn harðasti stuðn-
ingsmaður Davíðs og til
að sýna það tók hann öll-
um veðmálum varðandi
kjörið. Það borgaði sig
og eftir kosninguna var
Hannes fjórum viskí-
flöskum ríkari. Ætli Dav-
íð drekki þær með hon-
um?
„Virðulegi forseti.Álverið risi!"sagði
Ásgeir Hannes Eiriksson alþingis-
maður, þegar hann flutti stystu
ræðu sem flutt hefur verið i sölum
Alþingis. Flutningurinn tók innan
við 3 sekúndur, en sem kunnugt er
talaði Hjörleifur Guttormsson iheita
sex klukkutima um sama mál.
FIMMTUDAGUR
$044, #
4tefetct#ptót
Það verður
tónlistarstefnumót
á PÚLSINUM
næsta laugardags-
kvöld.
tai .lí a:*
T " ... 'r
<au . ittas*
uk ":
- T
-■a^ð: _e'
arleikari, en hann er mættur
hingað til lands ásamt jass-
söngkonunni JILL SEIFERS.
Þau stoppa aðeins í viku en
það verður nóg að gera á
meðan. Hápunkturinn verða
þó tónleikar á PÚLSINUM en
með HILMARI og JILL verða
þeir SKÚLI SVERRISSON
bassaleikari og DAN RIESER
trommuleikari úr hljómsveit-
inni FULL CIRCLE.
HILMAR er búinn að vera í
þrjú ár í BERKLEE og klárar
BA próf í sumar. En er eitt-
hvað á milli þeirra HILMARS
og JILL? „Nei þetta er bara
músíkölsk ást,“ segir HILM-
AR.
3BBBBSBHH9H
Sá fimasti
i Venslo
Hann segist ekki ganga á
höndum í skólanum en eftir
frammistöðu hans um helg-
ina að dæma þá gæti hann
áreiðanlega gert það. Guðjón
Guðmundsson, sexfaldur Is-
landsmeistari í fimleikum, er
áreiðanlega fimasti nemand-
inn í Verslunarskóla íslands.
„Nei, það er engin æfing í
dag,“ sagði Guðjón þegar
hringt var í hann en að öllu
jöfnu æfir hann alla daga vik-
unnar og þá marga tíma í
senn. Guðjón stendur á tví-
tugu og á einn vetur eftir í
Versló. Hann segir lítið um
framtíðaráform sin en játar
að hann sé að velta
fyrir sér erlendum
íþróttaháskólum, helst í
Bandaríkjunum og Þýskalandi.
Fimleikarnir eru hans ær
og kýr en hann hefur þó lítil-
lega fengist við golf á sumrin
auk þess sem hann lék með
KR í fótboltanum í gamla
daga. — En hvað með stelp-
urnar? „Það er nú lítill tími
fyrir þær," segir
Guðjón.
Menntaskólapía á útopnu
Þetta er ungt og leikur
sér, segir máltœkið og
það á svo sannarlega
við um hana Margréti
Eir Hjartardóttur, 18
ára skólastúlku úr
Flensborgarskóla í
Hafnarfirði. Hún er svo
sannarlega mennta-
skólapta á útopnu. Fyr-
ir stuttu sigraði hán í
söngkeppni framhalds-
skólanna og að sögn
kunnugra á hún mikla
framtíð fyrir sér þar.
En hún lœtur sér það
ekki duga því þessa
dagana er hún á fullu
með leikfélagi Flens-
borgarskóla sem er að
setja upp leikritið Keilu-
spil eftir Sjón. ,,Það er
um lífið og tilveruna,"
segir Margrél Eir þegar
hún er spurð um leikrit-
ið.
Framhald söngferils-
ins er óráðiö þessa
stundina en Margrét
segist hafa fullan hug á
að vinna eitthvað með
keppinautum sínum úr
framhaldsskólakeppn-
inni. Auk þess getur ver-
ið að hún syngi í Rauðu
myllunni við Hlemm.
En hvað með strákana?
„Éger ekki á föstu en er
með augun opin," sagði
Margrét og hljóp inn í
próf.
LÍTILRÆÐI
af kellingum og reykingum
Þegar hún amma mín var
komin á efri ár fór hún að
veita því athygli að prentar-
ar og bóka- eða blaðaútgef-
endur virtust hafa tilhneig-
ingu til að liafa á fræðunum
minna letur en hún átti áður
að venjast.
Amma var skynsöm kona
og æðrulaus og þessvegna
fyrirgaf hún umsjármönnum
prentaðs máls þessa hand-
vömm og fékk sér stækkun-
argler.
Annað var það sem amma
átti erfiðara með að sætta
sig við, á efri árum, en það
var þessi undarlega tilhneig-
ing fólks til að tala í hálfum
hljóðum.
Hún sagði stundum:
— Þeir sem muldra hafa
slæma samvisku.
Hún var líka þeirrar skoð-
unar að menn sem töluðu í
hálfum hljóðum gætu ekki
verið að ræða annað en það
hvernig koma ætti einhverj-
um fyrir kattarnef eðaþá
með hvaða hætti haganleg-
ast væri að kveikja í vörulag-
er eða verslunarhúsnæði
með viðunanlegum árangri.
— Fyrst tuldra þeir og
tuldra, sagði hún, svo standa
magasínin í björtu báli og
þeir eru orðnir burgeisar á
einni nóttu.
Ég held að amma hafi haft
hárrétt fyrir sér.
Munurinn er bara sá að
með aukinni tæknivæðingu
er hægt að hækka og lækka
í þeim sem maður er að
hlusta á í ljósvakafjölmiðlum
svo allt það ,,múldur“ og
„tuldur" ætti guðsblessunar-
lega að geta komist til skila
þó talað sé í hálfum hljóðum
sérstaklega ef talað er
mannamál.
Mikill ótti hefur nú gripið
um sig meðal málverndun-
armanna sem telja að það
geti helst orðið íslensku máli
að fjörtjóni ef útlenska heyr-
ist óþýdd í sjónvarpinu.
Hinsvegar finnst mér
sjaldnar á það minnst hvern-
ig íslendingar sjálfir koma
þjóðtungunni til skila.
Með öðrum orðum: „Það
Iæra börnin sem fyrir þeim
er haft“ og ef ekki er gerð
krafa til þess að þeir sem
koma fram í fjölmiðlum tali
skiljanlegt mannamál, þeg-
ar þeir eru að reyna að tjá sig
á íslensku, þá fara allir að
tala tæpitungu.
Það er nefnilega ekki út-
lenskan í sjónvarpinu sem er
erkifjandi íslenskunnar,
heldur íslenskan sjálf og þeir
sem það mál eiga að geta tal-
að.
Með aldrinum fer það að
vefjast æ meir fyrir mér
hvernig ,,kellingar“ og
„reykingar" blandast sífellt
með beinum og óbeinum
hætti inní maraþondagskrár
sjónvarpsins um íþróttir.
„Kellingar keppa við varn-
arliðið í körfubolta."
„Tryggja þarf vöxt og við-
gang reykinga."
Ég er búinn að láta mæla í
mér heyrnina og hún er enn
óskert, enda finnst mér, öf-
ugt við ömmu, flestir tala of
hátt.
Hinsvegar kunna það að
vera ellimörk að ég skuli
ekki einfaldlega sætta mig
við tæpitunguna í sjónvarp-
inu og útvarpinu.
Auðvitað er mér vorkunn-
arlaust að skilja það að þeg-
ar sagt er að kellingar séu að
keppa í körfubolta á vellin-
um, þá er átt við að að kefl-
víkingar séu að keppa í
körfubolta á Keflavíkurflug-
velli.
Og „reykingar" eru auð-
vitað reykvíkingar.
Þetta er bara framtíðar-
málfar þjóðarinnar.
Flosi Ólafsson